Tíminn - 17.07.1987, Page 12
12 Tíminn
Föstudagur 17. júlí 1987
FRETTAYFIRLIT
BEIRÚT — Rannsóknaraöil-
ar er kanna morðið á líbanska.
forsætisráðherranum Rashid
Karami létu handtaka kristinn
liðsforingja í hernum og var
hann fyrsti einstaklingurinn
sem settur hefur verið í hlekki
vegna morðsins.
ÚTLÖND
Frakkland/lran:
LHASA, Kína — Helmut
Kohl kanslari Vestur-Þýska-
lands kom í opinbera heim-
sókn til Tíbet og var það fyrsta
heimsókn vestræns stjórn-
málaleiðtoga til landsins síðan
hersveitir kínverskra kommún-
ista tóku völd þar árið 1950.
STOKKHÓLMUR
Sænskar herþyrlur vörpuðu
sprengjum í sjóinn utan við
Norður-Svíþjóð í fyrrinótt þar
sem talið var að óþekktur kaf-
bátur hefðist við. Kafarar leit-
uðu einnig að ummerkjum en
enginn kafbátur fannst.
SINGAPUR — Fram-
kvæmdastjóri í vopnaiðnaði
Singapúrstjórnar var sakaður
um að hafa þegið 1,2 milljónir
bandarískra dala í mútur frá
sænska vopnafyrirtækinu
Bofors.
LUNDÚNIR — Talsmenn
British Airways sögðu fyrirtæk-
ið ætla að kaupa British Cal-
edonian flugfélagið á 380 mill-
jónir dollara til að vera sam-
keppnishæfari við helstu
flugfélögin í Bandaríkjunum.
LUNDÚNIR — Atvinnuleysi
í Bretlandi minnkaði enn í
júnímánuði og var það tólfti
mánuðurinn í röð sem tala •
atvinnuleysingja lækkaði.
Samkvæmt opinberum tölum
er nú alls 2,91 milljónir vinnu-
færra Breta án vinnu eða
10,5% vinnuaflsins. Tölur
þessar voru birtar í gær og
þóttu góðar fréttir fyrir Margréti
Thatcher forsætisráðherra og
Ihaldsflokk hennar.
Wb |
«
I
MANILA — Ríkisstjórnin á
Filippseyjum lagði fram ákæru
á hendur Ferdinand Marcosi
fyrrum forseta og vill endur-
heimta 10 milljarða dollara
sem stjórnin sakar Marcos um
að hafa dregið sér með ýmisk-
onar svindli þau tuttugu ár sem. I
hann fór með völd.
Samskipti í molum
Reuter-
Stjórnvöld í íran hótuðu í gær að
slíta stjórnmálasambandi við Frakka
ef þeir afléttu ekki umsátri sínu um
íranska sendiráðið í París innan
þriggja sólarhringa. Það var hin
opinbera fréttastofa landsins IRNA
sem frá þessu skýrði.
íranir kröfðust þess einnig að
franska ríkisstjórnin refsaði toll-
vörðum sem þeir sögðu hafa barið
íranskan sendiráðsmann. Sá kom til
Teheran í gær og var fluttur á
sjúkrahús.
Hótanir írana fylgja í kjölfar
versnandi samskipta þessara tveggja
ríkja. Samskiptaörðugleikarnir hóf-
ust fyrir alvöru þegar frönsk stjórn-
völd kröfðust þess að fá að yfirheyra
íranskan mann sem hafðist við í
sendiráði írana í París og neitaði að
koma út.
Franska lögreglan grunar Vahid
Gordji um að vera yfirmann írönsku
leyniþjónustunnar í Frakklandi og
vill spyrja hann spurninga í sam-
bandi við sprengjuárásirnar í París á
síðasta ári er urðu þrettán mönnum
að bana.
Gordji hefur neitað að yfirgefa
sendiráðið og franska lögreglan hef-
ur sett vörð um húsið og kannar
skilríki allra þeirra sem fara inn eða
út úr byggingunni.
Franskir embættismenn sögðu í
Parísarborg í september 1986: Frönsk stjórnvöld vilja yfirheyra íranskan
mann vegna sprengjutilræðanna í París á síðasta ári. Maðurinn neitar hins
vegar að gefa sig fram, heldur til í íranska sendiráðinu og svo gæti farið að
málið leiddi til stjórnmálaslita milli ríkjanna tveggja.
gær að engar áætlanir væru uppi um
að aflétta vörslunni en í gærkvöldi
fundaði ríkisstjórnin franska um
málið.
Bæði Jacques Chirac forsætisráð-
herra og Francois Mitterrand forseti
hafa lagt á það áherslu á síðustu
dögum að vörslunni verði ekki aflétt
fyrr en Gordji gefst upp og samþykk-
ir að svara spurningum lögreglunn-
ar.
Mitterrand sagði í vikunni að
Frakkar myndu ekki láta undan
„óþolandi ógnunum“ í þessu máli.
Japan:
Risasjónvörp farin að
setja svip á markaðinn
Tokyo - Reuter
Keppnin um að framleiða stærri
og stærri sjónvarpstæki er nú komin
í fullan gang í Japan og eitt fyrirtæki
setti á markaðinn risatæki í gær sem
það kallaði heimsins stærsta
sjónvarp.
Það er Matsushita samsteypan
sem framleiðir tækið og sögðu tals-
menn þess það ekki einungis vera
stærsta heldur líka dýrasta sjónvarp-
ið. Tækið kostar sem samsvarar
rúmlega hálfri milljón íslenskra
króna.
Sérfræðingar segja að markaðs-
setning þessa 43 tommu sjónvarps-
tækis sé í samræmi við þá tilhneig-
ingu í Japan að troða stórum skerm-
um inn í stofu hjá sér.
„Það eina sem þig vantar er
poppkorn“, sagði markaðssérfræð-
ingurinn Darrel Whitten í samtali
við Reuters fréttastofuna og hélt því
fram að fólk kæmist í nánari snert-'
ingu við kvikmyndirnar sem sýndar
væru er það horfði á stóru sjónvörpin
heima í stofunum hjá sér.
Talsmenn Matsushita fyrirtækis-
ins sögðu að sala á sjónvörpum, 22
tommum og stærri, hefði verið 13%
af heildarsölu sjónvarpa í Japan á
síðasta ári. Talsmennirnir gerðu ráð
fyrir að þessi hlutur stóru sjónvarp-
anna myndi fara upp í 22% af
heildarsölunni á þessu ári.
Hið 43 tommu Mammothtæki frá
Matsushita, sem vegur 140 kíló,
verður ekki fjöldaframleitt til að
byrja með heldur aðeins selt eftir
pöntunum.
Flestir sjónvarpsframleiðendur
sem eitthvað kveður að eru komnir
með 30 tommu tæki á markaðinn í
Japan og Bandaríkjunum og bjóða
raunar upp á enn stærri tæki sem
seljast á sem svarar rúmlega fimmtíu
þúsundum íslenskra króna þau ódýr-
ustu.
„Spurningin er hvar þú ætlar að
koma þessum risum fyrir, en í lokin
mun fólk finna sér stað fyrir þau,“
sagði Whitten.
Landinn
einnig
stórhuga
Þeir í Sjónvarpsbúðinni
könnuðust við aukinn áhuga
neytenda hér á landi á stórum
sjónvarpstækjum er Tíminn bar
frétt Reuters undir þá, og sögðu
að hlutur 25 og 27 tommu sjón-
varpstækja í sölunni væri greini-
lega að verða meiri.
Þótt salan á sjónvörpum sé
ekki mikil unt þessar mundir
virðist sem unga fólkið, sem er að
koma sér upp búslóð, hafi mestan
áhuga á stórum tækjum er hljóma
í steríó og hafa önnur hágæði.
Risasjónvörp eru hins vegar að
mestu óþekkt á íslenskum heimil-
um en hver vcit nema þau taki
hálfan vegginn í stofum hér á
landi innan tt'ðar. Neysluþjóðfé-
lagið er, jú, til alls líklegt.
Munu sjónvörpin enn halda áfram
að stækka? Japanskir framleiðendur
eru á því.
„Stærðin sem neytendur í Japan,
Bandaríkjunum og annars staðar
kjósa fer sífellt stækkandi," sagði
Harry Machida talsmaður Sony
fyrirtækisins og bætti við að nú væri
málið fyrir framleiðendur að auka
gæði þessara tækja og Iækka verðið,
þá væri búið að klófesta blessaðan
neytandann.
Indland:
Venkatara*
man næsti
forseti
Nýja Delhi - Reuter
Ramaswamy Venkataraman
varaforseti var í gær kjörinn for-
seti Indlands og er hann áttundi
forseti þessa næst fjölmennasta
ríkis jarðar. Venkataraman hlaut
örugga kosningu enda studdur af
Rajiv Gandhi forsætisráðherra og
Kongressflokki hans.
Hinn 76 ára gamli forseti mun
koma fram fyrir hönd 800 milljón
Indverja þótt völd hans séu í raun
engin.
„Þú ert hinn eiginlegi sigurveg-
ari,“ sagði Venkataraman við
forsætisráðherrann Gandhi þegar
úrslitunum var fagnað á heimili
hans: „Það eina sem ég gerði var
að skrifa undir tilnefningarpapp-
írana," bætti hann við.
Venkataraman er mjög virt
persóna í Indlandi og hafa litlar
deilur verið um kjör hans. Talið
er að hann setjist í forsetastólinn
strax þann 25 júlí þegar fimm ára
kjörtímabili Zail Singhs lýkur.
Samskipti Singhs og Gandhis
hafa verið mjög brösótt að
undanförnu en víst er að forsætis-
ráðherranum mun ganga betur
að eiga við Venkataraman.
Venkataraman er tamili og
kemur frá Suður-Indlandi. Hann
var einu sinni fangelsaður af Bret-
um fyrir andófsstarfsemi er þeir
réðu landinu.
Það er sérstakt kosningaráð
sem kýs forseta landsins og
samanstendur það af 776 þing-
mönnum á þinginu í Delhi og
3.919 meðlimum héraðsþinga í
hinum 25 héruðum landsins.
Venkataraman vann, eins og
búast mátti við, öruggan sigur á
tveimur mótframbjóðendum,
þeim V.R. Krishan Iyer fyrrum
hæstaréttardómara sem var fram-
bjóðandi þeirra fjórtán flokka
sem mynda stjórnarandstöðuna í
landinu og hinum óháða Mithi-
lesh Kumar Sinha.
Gandhi skipaði þingmönnum
Kongressflokksins að kjósa
Venkataraman og svo virðist sem
þeir hafi allir farið að þeirri
skipan. Nokkur sundrung hefur
annars sett svip sinn á flokkinn að
undanförnu og Gandhi hefur ver-
ið gagnrýndur óspart. Hin örugga
kosning Venkataramans var því
sigur fyrir forsætisráðherrann
unga.
Kosningar veröa í Portúgal á sunnudag:
Jafnaðarmenn lík-
legir til stórafreka
Anibal Cavaco Silva forsætisráð-
herra Portúgals: Fagnar hann sigri
eftir kosningarnar á sunnudaginn?
Lissabun-Rcutcr
Skoðanakannanir í gær bentu ein-
dregið til að hinn ráðandi Jafnaðar-
mannaflokkur myndi vinna öruggan
sigur í þingkosningunum í Portúgal
sem haldnar verða á sunnudaginn.
Niðurstöður þessara kannana voru
birtar á sama tíma og leiðtogar
flokkanna héldu fundi í stórborgum
landsins í lok kosningabaráttunnar
sem staðið hefur yfir síðustu þrjár
vikurnar.
Svo gæti jafnvel farið að Jafnað-
armannaflokkurinn undir forystu
Anibal Cavaco Silva næði hreinum
meirihluta á þingi í fyrsta skipti og
benti raunar skoðanakönnun Gallup
stofnunarinnar og önnur, er birtist í
vikublaðinu Tempo, til þess.
Þessar kannanir gáfu jafnaðar-
mönnum 43% atkvæða sem myndu,
samkvæmt hinum flóknu hlutfalls-
reglum í kosningum þar í landi, rétt
nægja þeim til að tryggja sér meiri-
hluta í þinginu þar sem 250 menn
sitja.
Sósíalistaflokki Vitor Constancios
var spáð 23% fylgi sem yrði heldur
döpur kosninganiðurstaða fyrir sós-
íalista. Að vísu fengu þeir aðeins
20% atkvæða í kosningunum í októ-
ber árið 1985 en það var líka minnsta
fylgið sem flokkurinn hafði fengið á
ferli sínum.
„Það sem þjóðin þarfnast er ríkis-
stjórn sem fær að framfylgja áætlun-
um sínum,“ sagði Cavaco Silva í
sjónvarpi í fyrradag og var greinilega
umhugað um að tryggja flokki sínum
meirihlutavald á þingi.
Cavaco Silva hefur stýrt minni-
hlutastjórn mið- og hægriflokka er
var studd af 88 þingmönnum á
síðasta þingi. Þetta var sextánda
stjórnin í landinu til að fara með
völd síðan öfl innan hersins gerðu
uppreisn árið 1974 og bundu enda á
hægrisinnað einveldi. Enginn flokk-
ur hefur hingað til fengið hreinan
meirihluta á þingi.
Sósíalistaflokkurinn hafði fram að
kosningunum árið 1985 verið stærsti
flokkurinn í Portúgal en fylgi hans
hrundi þegar Antonio Ramalho
Eanes stofnaði nýjan flokk sem dró
að sér fylgi hófsamari sósíalista.
Cavaco hefur lagt áherslu á það í
kosningaslagnum að vinstri öflin séu
sundruð og geti ekki myndað starf-
hæfa ríkisstjóm.