Tíminn - 17.07.1987, Qupperneq 16
16 Tíminn
; Föstudagur 17. júlí 1987
MINNING
Halldór Georg
Kristjánsson
Fæddur 21. júní 1946.
Dáinn 9. júlí 1987.
Halldór G. Kristjánsson skóla-
stjóri lést af slysförum 9. júlí s.l., 41
árs að aldri.
Svo snöggt getur æskuvinur og
félagi verið kallaður yfir landamærin
miklu að erfitt sé að gera sér grein
fyrir því, ekki síst þegar heilsa og
atgervi eru með miklum blóma
manns á besta aldri._
Dóri var Súgfirðingur, sonur
Kristjáns Bjarna Magnússonar skip-
stjóra og konu hans Kristínar Magn-
eu Guðmundsdóttur.
Hann var kvæntur Sigrúnu Hall-
dórsdóttur, súgfirskri að uppruna og •
eignuðust þau þrjú börn. Kristján
Bjarna f. 9.9. 1966, Lindu Björk f.
5.8. 1970 og Kristínu Magneu f.
17.12. 1975.
Á Suðureyri átti hann æskudaga
alla, í leik og starfi. Þar bundust
bönd æskuvináttunnar sem héldu
alla tíð síðan.
Eftir nám í Kennaraskólanum og ,
íþróttakennaraskólanum kenndi
hann á Suðureyri nokkra vetur,
seinna á Hvolsvelli, varð svo skóla- ,
stjóri grunnskólans að Skógum undir
Eyjafjöllum nokkur ár og síðast
skólastjóri í Njálsbúð, Vestur-Land-
eyjum.
Alla tíð áhugamikill orkumaður.
Mörg liðin sumur sinnti hann starfi
verkstjórnar hjá Landsvirkjun á Sig-
öldusvæði ásamt því að reka bensín-
sölu þar.
Nú hefur síðasta spor áhuga-
mannsins verið stigið, áhugamanns
til allra verka. Þeir sem til þekkja
minnast þessa, engin lognmolla var
í kringum Dóra Kitta Bjarna. Ég get
seint gleymt áhuga hans er við áttum
okkar stundir í frjálsum íþróttum,
yngri menn og seinna við golfleik og
spil. Hvar sem hann kom var hinn
sterki gleðiglampi og áhugi hans á
viðfangsefninu driffjöður. ÖII gleði
var þó innan marka, því næsti dagur
átti sín áhugasvið.
Á félagsmálasviðinu var hann Iið-
tækur. Iþróttafélagið Stefnir fékk
notið krafta hans um árabil. Lions-
klúbbur Súgandafjarðar einnig með-
an hann bjó þar og Kiwanisklúbbur-
inn Dímon á Hvolsvelli eftir að
þangað var komið svo nokkuð sé
nefnt.
Eftir að vinir hverfa til starfa í
fjarlægð hver frá öðrum fækkar
samverustundum. Áhugi og vilji hef-
ur þó leitt til þess að æskufélagarnir
hafa náð að hittast endrum og
sinnum.
Það er eftirsjá að Dóra Kitta
Bjarna, áhugamanninum með lífs-
kraftinn mikla, en eigi má sköpum
renna.
Að leiðarlokum vil ég þakka þá
vináttu og tryggð sem ríkt hefur
fjölskyldna okkar á milli til þessa
dags og óska vini velfarnaðar í
nýjum heimkynnum.
Við missi eiginmanns og ástkærs
föður flyt ég þér Sigrún mín,
Kristján, Linda og Kristín, innilegar
samúðarkveðjur okkar Bryndísar.
Góður Guð styrki ykkur í sorginni.
Blessuð sé minning hans.
Guðmundur Óskar Hermannsson.
Ég sá hjörtinn renna
Fagran svo fagran
sem blær á Firðinum bláum
sem gustur um Völlinn gróanda
Djarfan svo djarfan
sem þytur um Skóga laufprúða
sem stormur um Eyjarnar fríðar
Eg sá hjörtinn renna
hvatan svo hvatan
sem æ í stökkinu hinsta
Hugumstóran svo hugumstóran
yfir þá grænu heið
Friðrik Guðni Þórleifsson.
Ertu að byggja
líkamann?
Viö leitum að
blaðberum til
starfa víðsvegar
um borgina.
Afleysingar:
Bakkagerði Háteigsvegur
Steinagerði Langahlíð
Skálagerði Flókagata
Eskihlíð Viðjugerði
Mjóuhlíð Seljugerði
Hlyngerði
Gunnarsbraut Furugerði
Bollagata Espigerði
Flókagata
Hrefnugata Hvassaleiti
Kjartansgata Háaleitisbraut 68
Akurgerði Heiðargerði
Grundargerði Hvammsgerði
Búðargerði Brekkugerði
Sogaveg 2-70 Stóragerði
Sogavegur 101-212 Stekkir
Borgargerði Breiðholt I
Rauðagerði __________
Austurgerði
upp
Tunguveg 1-17
Ásenda
Básenda
Garðsenda
Byggðarenda
Haföu samband.'
Tíminn
•SIDUMULA 15
Bræðratungu
Hrauntungu 2-48
Vogatungu
S686300
DAGBÓK
Gullbrúðkaup
eiga í dag Bára Sigfúsdóttir og Illugi
Jónsson, bifreiðastjóri, Bjargi, Mývatns-
sveit. Þau eru að heiman.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana nú í Kópavogi verður á
morgun, laugardaginn 18. júlí. Lagt af
stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00.
Garðar bæjarins skarta nú fegursta
blómskrúði. Skemmtilegur félagsskapur.
Nýlagað molakaffi.
Útivistarferðir
Laugardagur 18. júlí
kl. 8 Eyjafjöll-Skógar, fossar og gil.
Kvemárgil (Kvernárfoss). Byggðasafnið
að Skógum skoðað, paradísarhellir,
Seljalandsfoss, sund í nýuppgerðri Selja-
vallalaug. Verð kr. 1.100,- frítt f. börn m.
fullorðnum.
Sunnudagur 19. júlí
Id. 8 Þórsmörk-Goðaland. Góð skoðun-
arferð um Þórsmerkursvæðið. Verð kr.
1.000,-
Kl. 13. Þjóðleið mánaðarins: Skipsstígtur-
Bláa lónið. Gengin gamla þjóðleiðin frá
Njarðvíkum til Grindavíkur að hluta.
Bað í Bláa lóninu í lok göngunnar ef vill.
Verð kr. 700,-
Miðvikudagur 22. júlí
Kl. 8 Þórsmörk-Goðaland. Létt skoðun-
arferð um Þórsmörkina. Áning í Básum.
Verð 1.000,- kr. Þetta er tilvalin ferð líka
fyrir þá sem vilja dvelja í góðu yfirlæti í
skálum Útivistar Básum. Friðsælt um-
hverfi, góðar gönguleiðir. Leitið upplýs-
inga á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og
23732.
Kl. 20 Dauðadalahellar. Kvöidferð.
Sjáumst.
Utivist, ferðafélag.
Útivistarferðir
Símar: 14606 og 23732.
Helgarferðir 17.-19. júlí.
1. Þórsmörk-Goðaland. Gist í skálum
Útivistar í Básum, einum friðsælasta stað
Þórsmerkur. Gistiaðstaða eins og best
gerist í óbyggðum. Skipulagðar göngu-
ferðir.
2. Landmannalaugar-Eldgjá, Nýtt.
Skemmtileg og fjölbreytt hringferð um
Fjallabaksleið nyrðri. Gengið um Eldgjá,
(Ofærufoss), og Landmannalaugasvæðið.
Fararstjóri: Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir.
Brottför föstud. kl. 20.00.
3. Skógar-Fimmvörðuháls-Básar. Brott-
för laugard. kl. 8.00
Sumarleyfi í Þórsmörk.
Tilvalið að dvelja á milli ferða t.d. frá
föstudegi eða sunnudegi til miðvikudags.
Ódýrt og þægilegt sumarleyfi.
Sumarleyfisferðir.
1. Eldgjá-Strútslaug-Þórsmörk, 7 dagar,
27. júlí.
2. Hornstrandir, Hornvík 6 dagar, 30. júlí
- 4. ágúst. Fararstjóri Lovísa Christian-
sen.
3. Lónsöræfi 5.-12. ágúst.
4. Hálendishringur, 10 dagar, 5. - 14.
ágúst. Tjaldferð. Gæsavötn - Askja -
Kverkfjöll - Snæfell ofl.
5. Tröllaskagi 7 dagar. 9. - 15. ágúst.
Bakpokaferð.
Munið ferðir um verslunarmannahelgina:
1. Þórsmörk, 2. Núpsstaðarskógar, 3.
Lakagígar - Þjóðólfsfell. Upplýsingar og
farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1.
Sjáumst.
Utivist
Gallerí Gangskör:
Sýning Helga Valgeirssonar
Sl. ár hefur starfað hér í Reykjavík ungur
listamaður að nafni Helgi Valgeirsson.
Hann lauk námi í Myndlista og handíða-
skólanum vorið 1986. Helgi hefur tekið
þátt í nokkrum samsýningum þ.á m.
Gullströndin andar 1982, N'ART 1986.
Einnig er skemmst að minnast samsýning-
ar sem Helgi tók þátt í í Nýlistasafninu í
febrúarlok sl. Helgi heldur nú sína fyrstu ’
einkasýningu í Gallerí Gangskör í
Lækjargötu 11.-25. júlí.
Gallerí Gangskör er opið kl. 12-18, um
29. tbl. 49. árg. er komin út. 1 þetta sinn
er Vikuviðtalið við Sverri Stormsker.
Hins vegar er Þórunn Lárusdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ferðafélags Islands, nafn
Vikunnar. Ragnar Lár heldur áfram að
raupa og rissa og tekur nú fyrir ýmsa
kynþætti sem byggja jörðina og sambýli
þeirra. Rætt er við Messíönu Tómasdótt-
ur um spegilmyndirnar 7, en hún er með
nýstárlega sýningu í Hlaðvarpanum þessa
dagana. Sagt er frá samnorræna verkefn-
inu Brjótum múrana, sem hópur kvenna
hefur unnið að. Geir R. Andersen ritar
um varnir landsins og Hótel Djúpavík á
Ströndum er heimsótt og rætt við hótel-
stýruna. Sagt er frá nýjustu kvikmynd
Madonnu og plakat er í miðju blaðsins
af piltunum í A-ha, auk þess sem sagt er
frá þeim. Tvær stuttar smásögur eru eftir
Hebu Herbertsdóttur og spjall við höf-
undinn. Fastir liðir eru eins og venjulega
og fleira efni í blaðinu.
Helstu vextir við banka og sparísjóði (% á ári)
11. júlí 1987
(Ein * merkir breytingu vaxta frá síðustu skrá og þrjár *** visa á banka
og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum)
I. Vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóðum
Lands- banki Útvegs- banki Búnaðar- bankl Iðna&ar- bankl Verslunar- banki Samvinnu- banki Alþýðu banki Spari- Vegin sjóðir meðaltöl
Dagsetning siöustu breytingar 11/7 11/7 11/7 11/7 11/7 21/6 1/7 11/7
Innlánsvextir: Hlaupareikningar 8.00- 6.00 6.00 8.00 6.00* 4.00 6.00 4.00“ 6.40*
Ávisanareikningar 8.00* 6.00 6.00 6.00 6.00* 7.00 12.00 4.00“ 680*
Alm.sparisj.bækur 15.00* 12.00 13.00 14.00 14.00* 10.00 12.00 15.00»- 13.80*
Annað óbundtðspanfó" 7-24.50 12-23.90 7-22.00 14-20.00* 11-22.50 12-18.00 3.50
7-22.00
Uppsagnarr.,3mán. 16.00* 15.00 13.00 15.00* 15.00 16.00 16.00* 13.80
Uppsagnarr.,6mán. 17.00 14.00 20.00 20.00* 17.00 19.00 17.00* 16.80*
Uppsagnarr., 12mán. 17.00* 19.00 20.00 26.50™ 17.70*
Uppsagnarr., 18mán. 25.0011 27.00 2560™ 25.60
Verðtr.reikn3mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00
Verðtr.reikn6mán. 3.50 4.00 3.50 3.00* 3.50 3.00 4.00 3.50 3.50*
Ýmsirreikn." 9.00 5-6.50®
Sérstakarverðbætur 14.0* 12.00 18.00 14.00 12.00 10.00 12.00 12/293®“* 15.90*
Innl.gjaldeyrisreikn.: Bandaríkjadollar 6.00 6.25* 6.00 6.25 6.50 6.00 6.50 6.50* 6.20*
Sterlingspund 7.50 8.00 8.00 7.50 9.00 8.00 8.00 7.50 7.80
V-þýskmörk 2.50 2.75* 2.75 2.75 3.50 3.00 3.00 3.00 2.80
Danskarkrónur 8.50 8.75* 8.50 8.50 10.00 9.00 9.00 8.50 8.60*
Utlánsvextir: Víxlar(forvextir) 27.00* 24.00* 24.00» 28.50 28.50* 24.00» 25.50 28.00»' 26.30*
Hlaupareikninga; 28.50* 25.50* 25.00 30.00 30.00* 25.00 27.00 29.50* 27.70*
þ.agrunnvextir 12.00 12.00 12.00 11.00 12.00 12.00 1Z50 1Z00 11.90
Alm.skuldabré<S) 28.00* 25/25.5•h 28.00* 29.50 29.50* 25.00 26.50 29/2957)* 27.90*
þ.a.grunnvextir 10.00 12.00 1Z00 11.00 1Z0O 1Z00 1Z00 1Z00 11.20
Verðtr.skbr.að2.5árS) 8.00* 75/8.0 •J* 7.50 9.00* 8.00 7.00 7.50 7.8/50»* 7.90*
Verötr.skbr.>25ársl 7.50 6.7S17.07> 7.50 8.00 8.00 7.00 7.50 76/8.0» 7.50
Afurðalán í krónum 23.00 21.00 23.00 23.00 23.00 24.00 23.00
Afurðalán í SDR 7.75 7.75 7.75 7.75 8.00 8.25 7.90
Afurðalán í USD 8.75 9.00 8.75 8.75 9.25 8.75 8.60
Afurðaián í GBD 10.00 10.50 10.00 10.00 10.75 11.50 10.40
Afurðalán i DEM 525 525 525 525 5.50 5.50 5.30
II. VanskíavexHf. ákveWi al Seílaljanka: Frai.júni 1987 2S% (33.6% ár ári), 1. júlí 1987 3.0% (36.0% á ári).
III. MeðalvexJir 21.5.87 (gela gm i júnl 87): Akn. sktx. 22.9% (102+127), v». lán að 25 ámm 6.8% 0Q mkxlsl 2.5 á/ 7%. Meðalvextir 21.687 (geta git I
júll 87): Akn. sktx, 24.6% (10.9+13.7), vtr. lán að 25 ánim 7.2% og minnst 25 ár 73%.
1) Sjá meðíylgjandi lýstngu. 2) Aðens hjá Sp. Véfetj. 3) Aðeins hjá SPRON. Sp. Kíp, Halnarð., Mýtas.,Akuevrar.ÓlalslS..Svartd.,Stgkit.,Norðlj,Aiskígsstr
t Eyrar i Kellavik. 4) Vrðsk.vixlai keyplk m.v. 26.0% vexf hjá Búnbanka 25.0% l+á Samvðar*a og 266% hjá nokkmrn spaiisj. 5) Vaxtaálag á skuldatxál
S vanskkalána er 2% á án, Veratb. beifir þessu ekki. 6) Aðcms hjá Sp. Bol, Mývem, Reykd. og Akureyrar. 7) taagri vexlknk glda el um lasteignaveð
eraðiæða8)Uegntalanervegnakinlána9)Undant.erSp.íKellavik:Tékkareikn.3%,alm.sparíxikogsátst.verðbcelur10%ogSp.V-Hún:Tókkareika7%.