Tíminn - 17.07.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.07.1987, Blaðsíða 20
SAID AOUITA frá Marokkó náöi í gærkvöldi besta tíma sem hlaupiö hefur verið á í 2000 m í heiminum. Eldra metið átti Steve Cram. Einar Vilhjálmsson var ekki meöal 8 fyrstu í spjótkasti á Heimsleikum stúdenta. Sjá íþróttir bls. 10. HRESSA KÆTA 1917 1987 rjv/ui iuvjuuiv/i i iv*i i u^uiii t-v/ /u vvi uwuivju. Vaxtahækkanir líklegar á seinni helmingi árs í dag kemur út rit Þjóðhags- j stofnunar „Þjóðarbúskapurinn", i en þar er m.a. að finna ágrip af | endurskoðaðri þjóðhagsspá. Samkvæmt heimildum Tímans er j verðbólguspá Þjóðhagsstofnunar fyrir árið í ár ekki ósvipuð spá hagdeildar Alþýðusambandsins, eða í kringum 20% frá upphafi til loka ársins. Hagdeild Alþýðu- sambandsins spáir 21% verð- bólgu á árinu. ASÍ gerir í þeirri spá ráð fyrir að framfærsluvísitala hækki um 5 1/2% á tímabilinu frá miðum um verðlagsþróun í kjara- samningum (rauða strikið). Samningar gera ráð fyrir 1 1/2% launahækkun l.okt og telur ASÍ að sú hækkun að viðbættri uppbót umfram rauða strikið geti orðið rnilli 7-8%. Báðar þessar spár eru umfram þau verðbólgumarkmið sem ríkisstjórnin setti fram fyrir skömmu um 18-19% verðbólgu á árinu. Samkvæmt riti Þjóðhagsstofn- unar er gert ráð fyrir að hallinn á ríkissjóði gæti orðið svipaður því sem áætlað var í maí eða um 2,4 milljarðar. Lánsfjármögnun á A hluta ríkissjóðs hefur ekki gengið sem skildi á fyrri helmingi ársins. Er það mat efnahagssérfræðinga að þetta muni valda þrýstingi um vaxtahækkanir og spennu á láns- fjármarkaði á síðari helmingi ársins. Sem kunnugt er var stefnan sú að taka svo til engin erlend lán (300 milljónir), en leita þess í stað eftir lánsfé á innlendum markaði. Sala á spariskírteinum ríkissjóðs hefur hins vegar brugð- ist en með henni átti að afla 1500 milljóna króna. Aðeins hafa selst skírteini fyrir um 300 milljónir. Vextir af þessum skírteinum eru 6,5%. Þá vantar einnig um 200 milljónir upp á fyrirhugaða sölu á ríkishallabréfum til viðskipta- bankanna. Erlend lántaka ríkis- sjóðs er í ár orðin um 2,2 milljarð- ar en líklegt er að bróðurpartur- inn af þeim muni fara í afborganir á eldri erlendum lánum síðar á arinu. Tíminn hefur fyrir því heimild- ir að í fjármálaráðuneytinu hafi menn nú komist að þeirri niður- stöðu að til þess að örva sölu á spariskírteinum þurfi að hækka vexti á þeim um 2%, en ekki 1,5% eins og talað var um í stj órnarmyndunarviðræðunum. Ekki er ljóst enn hvort sú vaxta- hækkun dugar til þess að ná inn þeim 1,2 milljarði sem á vantar svo þessi liður skili ríkissjóði því fjámagni sem gert var ráð fyrir. BG Norðurlandakappingen í talvi: Mortensen einn efstur Unnið við brúarframkvæmdir við Ölfusá í gær. Timamynd Pjeiur. Brúarsmíðin yfir Ölfusá: Rífandi gangur á 100 milljón króna f ramkvæmd Fannfergi hindrar framsókn- armenn Fresta verður ferð þeirri sem framsóknarmenn úr Reykjavík ætl- uðu að fara, þar sem fannfergi er mikið á Fjallabaksleið-syðri á Mæli- fellssandi. Starfsmenn vegagerðar- innar sem Tíminn ræddi við sögðu þetta alvanalegt og nefndu sem dæmi að vegurinn hefði verið opnaður í lok júlí í fyrra. Hefill var sendur til að ryðja ( leiðina, nú fyrir nokkrum dögum, en hann vann ekki á sköflunum. Gert er ráð fyrir að Ieiðin verði opnuð í næstu viku. Síðar á að auglýsa ferðina aftur. Hörpudiskur lækkar í verði Vegna offramboðs á Bandaríkja- markaði hefur verð á hörpudiski stórlækkað undanfarna mánuði. Heildarverð fyrir hörpudisk í vinnsluhæfu ástandi var ákveðið á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins fyrir stuttu 17.50 krónur hvert kíló á hörpudisk yfir 7 cm á hæð og 14.50 krónur 6cm til 7 cm á hæð. Verð þetta mun gilda til 30.september 1987. Skiptaverð verður nú sem áður 76% af heildarverði og afhend- ingarskilmálar óbreyttir. Nú eru allmiklar birgðir af hörpu- diski hjá söluaðilum í Bandaríkjun- um og ekki útlit fyrir hækkandi verð á næstunni. Á síðasta ári voru tæp- lega 18 þúsund tonn af hörpudiski veidd við strendur fslands. Nú er unnið af fullum krafti við brúarsmíði yfir Ölfusá og að sögn Jóns Inga Gíslasonar, hjá SH verktökum, sem sér um verkið, gengur allt mjög vcl. Samkvæmt áætlun eiga fimm áttundu hlutar brúarinnar að vera búnir í lok september, þó að þeir hafi tíma fram í nóventbcr. „Brúnni verður lokið á næsta ári. Hertni á að vera lokið í lok júlí 1988. Við erum með 25 til 30 manns í kringum framkvæmdimar fyrir austan og svo náttúrulcga tilfallandi tæknilið sem er til við- bótar“ sagði Jón Ingi. Kostnaðaráætlun fyrir brúna hljóðar upp á 100 milljónir, auk varnargarða f kringum hana. Garð- arnir eru unnir samhliða og byrjað er að sprengja það í námum á Eyrarbakka og Þorlákshöfn. -SÓL Daninn Mortensen er nú efstur á Norðurlandaskákmótinu í Þórshöfn í Færeyjum með 4 vinninga, eftir að Margeir Pétursson sigraði Schneider frá Svíþjóð í gær. Schneider er áfram með 3 1/2 vinning og því í 2 til 3 sæti ásamt Margeiri að fimm umferðum tefldum. Mortensen gerði jafntefli við Máki frá Finn- landi. Helgi Ólafsson gaf skák gegn danska stórmeistaranum Hansen og því áfram með 2 1/2 vinning. Land- arnir norsku, Tisdall og Östenstad, sömdu um jafntefli. Válkesalmi frá Finnlandi sigraði vinningslausan Ziska frá Færeyjum. Tvísýn skák Jóns L. Helgasonar og Svíans Wed- berg lyktaði með sigri Jóns. Staðan í landsliðsflokki er á þessa leið: 1. Mortensen, 4 v. 2.-3. Schnei- der og Margeir, 3 1/2 v. 4. Tisdall, 3 v. 5.-8. Helgi Ólafsson, Hansen, Östenstad, Máki, 2 1/2 v. 9.-11. Wedberg, Válkesalmi, Jón L. Árna- son, 2 v. 12. Ziska, 0 v. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.