Tíminn - 15.08.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn
Laugardagur 15. ágúst 1987
Samvinnumenn gerí
Ætla að kaupa 67
Samband íslcnskra samvinnufélaga
ásamt samstarfsfyrirtækjunum
Samvinnusjóði íslands lif., Jötni
hf. og Dráttarvélum hf. hafa gert
ríkissjóði bindandi tilboð um kaup
á 67% af öllu hlutafé Út vcgsbank-
ans hf. Viðskiptaráðherra var í
gærmorgun afhcnt tilboð þetta,
ásamt tékka fyrir 5% af kaupverð-
inu, að upphæð 33,5 milljónir
króna. Er þetta gert í samræmi við
útboðslýsingu ríkisins á hlutabréf-
um ríkissjóðs, en þar er kveðið á
um að 5% kaupverðs greiðist við
kaupsamning og þcgar um stærri
kaup er að ræða greiðist eftirstöðv-
ar á 5 árum.
ÚtvegsbankijSamvinnu-
banki og Alþýðubanki
Á blaðamannafundi sem Sam-
bandið boðaði til síðdegis í gær
sagði Valur Arnþórsson stjórnar-
formaður m.a.: „Til þess að gera
langt mál stutt vil ég nú greina frá
því að stjórn Sambandsins kont
saman til fundar í Reykjavík í gær
ásamt framkvæmdastjórn Sam-
bandsins og þar voru rædd banka-
mál og tekin stór ákvörðun." Síðan
greindi stjórnarformaðurinn frá
því að á þessum fundi hafi verið
samþykkt samhljóða að ofangreind
fyrirtæki keyptu 67% hlutafjár í
Útvegsbankanum hf. í máli Vals
og fréttatilkynningu sem dreift var
á fundinum kcmur fram að með
kaupum á meirihluta hlutafjár í
Útvegsbankanum vill Sambandið
og samstarfsaðilar þess stuðla að
einföldun og endurskipulagningu
bankakerfisins á íslandi. Fyrirhug-
að er, ef ríkið tekur þessu kauptil-
boði, að sameina Útvegsbankann
Samvinnubankanum. Þá er mikill
áhugi fyrir því í stjórn Sambands-
ins að inn í þessa sameiningu komi
ALþýðubankinn hf. Eins og Tím-
inn hefur áður greint frá hefur
Alþýðubankinn átt við rekstrar-
örðugleika að stríða á undanförn-
um misserum og því átt í viðræðum
við aðra banka um samstarf. Einna
ítarlegastar viðræður hafa þó farið
Frá fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Sambandsins i fyrradag.
fram milli Alþýðubanka og Sam-
vinnubanka og að sögn Guðjóns B
Ólafssonar sem einnig var á blaða-
mannafundinum í gær hafa þessar
viðræður staðið í um tvo mánuði.
Hann tók skýrt fram að hvorki tap
á rekstri Sambandsins á síðasta ári
né rekstrarstaða Samvinnubanka
hefðu á nokkurn hátt skipt máli
varðandi ákvörðun um að kaupa
Útvegsbankann.
Þessu til viðbótar hefur stjórn
Sambandsins talsverðan áhuga á
að fá innlánsdeildir kaupfélaganna
til að taka þátt.
Bylting í
bankakerfi
Með þessu kauptilboði og hug-
myndum sínum um aðgerðir full-
yrða Sambandsmenn að hrundið
yrði af stað mestu uppstokkun í
bankakerfinu í áratugi, og eru það
örugglega ekki ýkjur. Aðrir hafa
kallað þennan leik Sambandsins
byltingu í bankakerfinu. En hvað
býr að baki? Hugmynd samvinnu-
manna er í raun einföld og fjarri
því ný. Stjórnmálamenn, banka-
menn og fjölmiðlar hafa all lengi
talað um nauðsyn á uppstokkun og
hagræðingu í bankakerfinu, en
ekkert hefur gerst í þeim málum.
Með því að sameina í einn öflugan
banka Samvinnubankann og Út-
vegsbankann og hugsanlega Al-
þýðubankann, er hægt að ná fram
meiii hagkvæmni og bankinn yrði
af þeirri stærðargráðu að geta stað-
ið undir þeim kröfum sem nútíma
þjóðfélag gerir um bankafyrir-
greiðslu. Verði af þessari samein-
ingu gera forsvarsmenn Sambands-
ins sér vonir um að hann muni hafa
í kringum 20% af útlánum og
innlánum íslenska bankakerfisins
fyrir utan sparisjóði. „Við munum
í framtíðinni vitanlega stuðla að
því að þessir ágætu banknar, bæði
Samvinnubankinn og Útvegsbank-
inn geti áfram gegnt sínu hlutverki
í framtíðinni sem sameinaður öfl-
ugur banki. Til dæmis að Útvegs-
bankinn geti þjónað útvegnum í
landinu sem allra best og öllum
hans núverandi viðskiptavinum og
vonandi miklum fjölda nýrra við-
skiptavina, þegar rís upp væntan-
lega þriðji stærsti bankinn í land-
inu,“ sagði Valur Arnþórsson í
gær. Engu að síður benti Valur á
Erfitt að
selja tunnu-
verksmiðju
Eins og Tíminn hefur skýrt frá,
hefur notkun trétunna í síldar-
vinnslu verið á undanhaldi ogplast-
iö nú að mestu tekið við. Sú var
tíðin á fyrri síldarárum, að á Siglu-
firði var rekin verksmiðja sem
framleiddi trétunnur, Tunnuverk-
smiöja ríkisins.
Frá því að síðasta tunnan var
framleidd á Siglufirði munu vera á
milli tuttugu og þrjátíu ár, en þá
var vcrksmiðjan lögð niður. Hús-
næði verksmiðjunnar stóð autt ein-
hvern tíma, eða þar til Húseiningar
hf. á Siglufirði töku það á leigu
undir starfsemi sína. Ríkið scldi
síðan fyrirtækinu húseignina og
Tunnuverksmiðja ríkisins var
formlega lögð niður. Aöeins
standa eftir lög um verksmiðjuna
sem Alþingi á eftir að samþykkja
að felld verði úr gildi.
Tunnuverksmiðja ríkisins er því
aðeins nafnið tómt.
í leiðara Morgunblaðsins í gær
er vitnað í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnar Porsteins Pálssonar varð-
andi sölu ríkisins á eignárhluta
sínum í hinum ýmsu fyrirtækjum,
og bent á fjáröflunarleið fyrir ríkis-
sjóð.
Leiðarahöfundur nefnir í því
sambandi, Landsvirkjun, Pöst og
sírna, Landsbankann, Búnaðar-
bankann, Ferðaskrifstofu ríkisins,
Áburðarverksmiðjuna, Sements-
verksmiðjuna, Steinullarverk-
smiðjuna, Ríkisskip og TUNNU-
VERKSMIÐJU RIKISINS!
Trúlega ætti ríkisstjórninni að
takast að selja eignarhlut sinn í
einhverju af þessum ábatasömu
fyrirtækjum, en hvort tækist að
finna kaupandy af Tunnuverk-
smiðju ríkisins, skal ósagt látið.
Reykholt:
Fornleifa-
fræðingar gera
hlé á greftri
Fornleifafræðingar hafa nú gert
hlé á uppgreftri í Reykholti, þar sent
farið hefur fram könnunargröftur í
sumar. Að sögn Haraldar Blöndal
sent skipar sæti í Reykholtsnefnd,
var ákveðið að hefja framkvæntdir
við uppgröft í Reykholti vegna þess
að háskalegar skemmdir hafa orðið
á staðnum, m.a. voru eyðilagðar
ómetanlegar gufuleiðslur með ýtu-
greftri fyrir þrentur árum. Bygging-
arframkvæmdir eru á staðnum svo
nauðsynlegt þótti að kanna hvar
þyrfti að friða staðinn vegna forn-
leifa auk þess sem leitað var upplýs-
inga um það hvort áhugaverðar
mannvistarleifar væru á staðnum,
sem rétt væri að grafa upp. Grafið
var meðfram gamla leikfimishúsinu,
en það er byggt yfir göinlu jarðgöng-
in sem liggja frá Snorralaug. Þar var
komið ofan á göng sem væntanlega
liggja að bæ Snorra Sturlusonar. „Ef
heppnin er með okkur, getum við
séð hvernig Snorri bjó,“ sagði Har-
aldur. Árið 1991 eru 750 ár liðin frá
því að Snorri var höggvinn í Reyk-
holti. „Reykholtsnefnd hefur áhuga
á því að ljúka uppgreftrinum fyrir
þann tíma,“ sagði Haraldur
jafnframt, „við teljum að þarna sé
um að ræða ákaflega brýnt fornleifa-
verkefni." Hins vegar sagði hann að
erfitt væri að fá fjármagn til að ljúka
verkinu en reynt yrði að afla fjár
með öllum tiltækum ráðum, jafnvel
taldi hann möguleika á að stofnað
yrði félag, eins og gert var við
víkingauppgröftinn í York í Eng-
landi.
Jafnframt taldi Haraldur að grafið
yrði eftir fornleifum í grafreit sem er
í kirkjugarðinum þar sem Snorri
liggur væntanlega og nefnist Sturl-
ungareitur. „Ef mönnum þykir við
hæfi að grafa þar, því ekki má raska
grafarró," bætti Haraldur við að
lokum. IDS