Tíminn - 15.08.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. ágúst 1987 Tíminn 5 Mismunandi tölur Fasteignamats og félagsmálaráöuneytis: Hækkaði 4ra herbergja íbúð um 25% eða 40%? Meðalhækkun á verði 4ra her- bergja íbúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík varð um 26% milli ágúst 1986 og mars 1987, samkvæmt útreikningum Fasteignamats ríkis- ins í nýlegri fréttatilkynningu frá félagsmálaráðherra segir hins veg- ar að söluverð 4ra herbergja íbúðar í Reykjavík hafi hækkað um tæp- lega 38%. Munurinn er um tíundi hluti íbúðaverðs, eða í kringum 330 þúsund krónur. Hverju eiga þeir sem fylgjast með fréttum að taka mark á - og hvernig getur svo mikill munur komið fram á niður- stöðum úr einu og sama reiknings- dæminu? „Þetta er reiknað eftir nákvæm- lega sömu aðferðum og hafa verið notaðar hér á Fasteignamatinu meðan Stefán Ingólfsson var hér. Ég lærði þessa aðferð af honum og nota hana nákvæmlega eins," sagði Guðmundur Gylfi Guðmundsson starfsmaður Fasteignamatsins, spurður hvernig hann vildi skýra sína niðurstöðu. Meðaltalshækkun á verði allra stærða fjölbýlishúsaí- búða sagði Guðmundur Gylfi 23,7% á þessu tímabili, samkvæmt framreiknistuðli eins og hann hafi jafnan verið reiknaður. Meðalsölu- verð á fermetra 4ra herbergja íbúða (eins og það jafnaðarlega sé birt í fréttabréfi FMR) hafi hins vegar hækkað úr 26.618 kr. upp í 33.442 kr., eða um 25,6%. Meðal- fermetraverð annarra íbúða hafi hækkað frá 14% á minnstu íbúðun- um og upp í 27% á þeim stærstu. Stefán Ingólfsson, verkfræðing- ur sá um verðútreikninga fyrir félagsmálaráðherra og var hann einnig spurður. „Verðhækkunin sem ég reikna út frá ágúst 1986 til mars 1987, er hækkun á stað- greiðsluverði 4ra herbergja 100 ferm. íbúðar í Reykjavík - reiknað í samræmi við góðar og gildar viðurkenndar reglur um slíkan út- reikning. Sé eingöngu miðað við nafnverð kemur út lægsta hugsan- leg tala og aðrar aðferðir geta gefið tölur þarna á milli," sagði Stefán. Miðað við mismunandi reikni- reglur sagði hann niðurstöðurnar verða sem hér segir: Sé eingöngu miðað við nafnverð hafi verð 4ra herbergja íbúða hækkað um 25% á þessu tímabili. Sé auk þess tekið tillit til greiðslukjara, þ.e. að út- borgunin hafi hækkað meira en áður hafi sést á sama tíma þá bætist við í kringum 5% hækkun. Ef að auki sé tekið tillit til þess að meðalíbúðin í mars hafi verið ívið minni og ívið óvandaðri en í ágúst þá bætiist enn við 2-3%. Og ef að auki sé tekið tillit til minni verð- bólgu í mars s.l. en í ágúst í fyrra og jafnframt þess að eftirstöðva- skuldabréf hafi verið óhagkvæmari (með hærri raunvöxtum) í mars en ágúst þá bætist ennþá við muninn. Ef öll þessi dæmi eru séu reiknuð í topp verði hæsta túlkun dæmisins nálægt 40% verðhækkun þessara íbúða á tímabilinu. Hefðbundnar reikningsaðferðir Fasteignamatsins síðasta áratuginn sagði Stefán hins vegar gefa 33% hækkun á markaðsverði 4ra her- bergja íbúða á þessum tíma. „En þegar ég er búinn að setja undir vankanta í þessum gömlu aðferð- um FMR, þ.e. að taka tillit til þessara þátta, þá fæ ég út 37,8% hækkun eins og fram kom í frétta- tilkynningu félagsmálaráðherra,“ sagði Stefán. Samkvæmt niðurstöðum þessara tveggja reiknimeistara getur verð- hækkun 4ra herbergja íbúðar á þessu 7 mánaða tímabili því verið; 25%, 31%, 33%, 38% eða 40%, eftir því hvaða reikniaðferð cr notuð. Lánskjaravísitalan hækkaði umtæp 10% á samatímabili. - HEI Frá upptöku á myndinni „Skytturnar" eftir þá félaga Einar Kárason og Friðrik Þór Friðriksson. Friðrik Þór, sem sést hér á myndinni, annar frá vinstri, dvelur nú í Locarno á alþjóðlegri kvikmyndahátíð þar sem „Skytturnar“ var valin sem ein 18 bestu myndanna. Tímamynd: Sverrir Um 420 atvinnulausir í júlí: Þrefalt fleiri konur en karlar Skráð atvinnuleysi í júlí samsvarar því að um 420 manns hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Vinnumálaskrifstofa félagsmála- ráðuneytisins telur það vott um að veruleg eftirspurnarþensla ríki á vinnumarkaðnum þó manneklu gæti fyrst og fremst í ákveðnum greinum, þ.e. í þjónustu, við mannvirkjagerð, sumar greinar verksmiðjuiðnaðar. Líkur eru taldar á að mannekla aukist enn að mun þegar skólafólkið hverfur af vinnumarkaðnum í þús- undatali á næstunni. Líkur eru taldar á að óvenju lítill samdráttur verði t.d. í mannvirkjagerð og verktaka- starfsemi með haustinu að þessu sinni. Konur eru í miklum meirihluta meðal atvinnulausra að þessu sinni, eða um 300 af rúmlega 400. Einu staðirnir utan höfuðborgarsvæðisins með yfir tug atvinnulausra eru: Borgarnes 17 (þ.a. 13 konur), Akur- eyri 68 (50 ko.), Selfoss 14 (8 ko.) og Hvolsvöllur 22 þar af 20 konur. Þarna virðist því lægð í ullarvöru- framleiðslunni eiga stærsta þáttinn. Konur eru sömuleiðis 77 af alls 87 atvinnulausum í Kópavogi, Garða- bæ og Hafnarfirði samtals, en aðeins helmingur 95 atvinnulausra í Reykjavík. -HEI Framkvæmdirnar á lóö Fjalakattarins: Kvikmyndahátíöin í Locarno í Sviss: Skytturnar meðal 18 bestu kvikmyndanna í Locarno í Sviss stendur nú yfir alþjóðleg kvikmyndasýning og er hún nú haldin í 40. sinn. í keppninni eru 18 kvikmyndir frá ýmsum þjóð- Jöndum, þar á meðal íslenska kvik- myndin „Skytturnar“ eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem valin var til keppni af fjölmörgum myndum. Er þetta í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd nær svo langt að komast í keppni á svo virtri hátíð sem Loc- arno er. Kvikmynd frá hinum Norður- löndunum hefur ekki komist í keppni í Locarno í mörg herrans ár. Þó fær sænski fáninn að blakta við hún við hlið þess íslenska, vegna þess að gömul Bergman mynd er sýnd í tilefni 40 ára afmælisins. Úrslit í keppninni verða ljós þann 16. ágúst og verður þá vinnings- myndin sýnd í stærsta bíói Evrópu, sem er útibíó á torginu í Locarno og rúmar 7.000 manns. Meðal gesta á hátíðinni eru snill- ingar eins og Godard, Szabo, Zían- ussi og Wim Wenders, en meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaun á hátíðinni má nefna Antonioni, Tar- kowsky, Kubrick og Pasolini. -SÓL Glæsilegur árangur íslenskra bridsara íslenska karlalandsliðið í brids tapaði í gær fyrir Bretum í síðustu umferð Evrópumeistaramótsins sem fram fór í Brighton í Englandi. 12.-18. íslendingar urðu í 4.-5. sæti ásamt Pólverjum með 398 stig, en Svíar unnu mótið örugglega. í öðru sæti urðu Bretar en Norð- menn í því þriðja. Þessi árangur íslensku sveitar- innar er sá lang besti um áratuga skeið, en fyrirliði sveitarinnar var Hjalti Elíasson. Kvennasveitinni gekk hins vegar ekki eins vel og höfnuðu konurnar í næst neðsta sæti. Þær töpuðu fyrir Frökkum í gær 26-6, en þessi sigur frönsku kvennanna tryggði þeim Evrópumeistaratitilinn í kvenna- flokki. Ný girðing og göngubrú rifin Girðing og göngubrú sem byggð hefur verið í kringum grunninn á gamla Fjalakettinum vegna fyrirhug- aðra framkvæmda við nýtt hús Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Tryggingamiðstöðvarinnar mun verða rifin við fyrsta tækifæri. íbúar í Grjótaþorpi gerðu athugasemdir við girðinguna og göngubrú sem byggð hafði verið. Byggingarfulltrúi fór fram á að girðingin yrði rifin vegna þess að göngubrúin hamlaði allri umferð um Bröttugötu. Að sögn Birgis Ómars hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna þá voru eiginlegar byggingaframkvæmdir við húsið ekki hafnar enda hefur bygg- ingarnefnd ekki samþykkt teikning- arnar. Birgir sagði það ekki rétt sem komið hefur fram hjá einu dagblað- anna að nýtingarhlutfall byggingar- innar sé fyrirhugað 4,5 í stað 3,02 eins og ráðgert er samkvæmt kvosar- skipulaginu, heldur sé það á milli 2,9 og 3,01. Birgir sagðist vænta þess að teikningarnar af húsinu yrðu teknar fyrir í byggingarnefnd innan mánað- ar og að framkvæmdir myndu hefjast um leið og samþykki fengist. -HM Kirkjan síöustu 10 ár: Altarisgestum fjölgað um 64% Skýrsla biskups, sem hann lagði fram á Prestastefnu, hnekkir. fullyrðingum um að kirkjusókn fari sífellt minnkandi og kirkjustarf verði minna með hverju ári. í blaðinu Víðförla er vitnað í skýrslu biskups, þar sem ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um kirkjulegt starf eru skráðar. Séu t.d. bornar saman tölur frá árinu 1986 og 1976 kemur í ljós að aukning altarisgesta er 64% á þessum tíu árum. Guðsþjónust- um hefur fjölgað um nær 2000 eða 30,8%, en í fyrra voru þær alls 7970. Fermingarbörnum hefur þó aðeins fækkað, eða um 142 á þessu tímabili, sem óneitanlega stingur í s'túf við fyrrgreindar tölur. Fermingarbörn á síðasta árivoru4311. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.