Tíminn - 15.08.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.08.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 15. ágúst 1987 FRÉTTAYFIRLIT JÓHANNESARBORG - Lögreglan í Suöur-Afríku skaut gúmmíkúlum aö hópi svartra námuverkamanna er vopnaðir voru kylfum og særö- ust um sextíu þeirra. Þetta voru verstu átökin milli lögreglu og námuverkamanna síöan verkfall þeirra síöarnefndu hófst um síðustu helgi. Hér er um aö ræöa mestu vinnudeilur í sögu landsins og hörö átök viröast fyrirsjáanleg. KÚVAIT — Bandarísk sigi- ingalest var aö gera sig reiðu- búna aö sigla niöur Persafló- ann frá Kúvait í gær. Á sama tíma hóf íranski herinn æfingar á flóanum sem snérust um aö leita uppi tundurdufl. ÚTLÖND llllllllll Hver tekur við af Carrington lávarði á næsta ári: WILLOCK VILL NATO STARFIÐ Krussel - Keuter Norska ríkisstjórnin hefur form- lega lagt til að Kári Willoch, fyrrum forsætisráðherra landsins, vcrði skipaður næsti framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pað var talsmaður banda- lagsins sem skýrði frá þessu í gær. Willoch er 58 ára gamall íhalds- maður sem var forsætisráðherra Noregs frá 1981 til 1986. Hann er fyrstur til að bjóða sig formlega fram í embættið mikilsvirta sem losnar í júní á næsta ári en þá hyggst Bretinn Carington lávarður taka sér hvíld frá störfum. „Hann er mikill Atlantshafs- bandalagssinni. Hann hefur verið í forsæti ríkisstjórnar og vitað er að hann hefur mikinn áhuga á varnar- málum,“ sagði einn ráðamaður NATO í gær. Annað atriði sem kemur Willoch sjálfsagt til góða er að hann reyndist mikill og traustur vinur Bandaríkja- stjórnar er hann þjónaöi sem forsæt- isráðherra í Noregi. Ráðamenn í NATO bentu þó á í gær að baráttan um framkvænrda- stjórastöðuna væri rétt hafin og Willoch raunar sá fyrsti sem tilkynnti formlega að hann hefði hug á starf- inu. Aðrir sem vitað er að hafi áhuga eru til dæmis Manfred Woerner varnarmálaráðherra Vestur-Þýska- lands og Leo Tindemans utanríkis- ráðherra Bclgíu. Báðir þessir ráðherrar þykja eiga ágæta möguleika á að hrcppa starfið en þeir verða þó bráðlega að gera upp hug sinn hvort þeir vilji berjast formlega um útnefninguna við Will- och og kannski fleiri. Sá sem kemur til með að hljóta starfið mun fá það erfiða verkefni að stýra bandalaginu í gegnum ný við- horf og nýja tíma. Fari svo að stórveldin semji um eyðingu meðal- Kári Willoch fyrrum forsætisráð- herra Noregs: Næsti framkvæmda- stjóri NATO? og skammdrægra kjarnorkuflauga á þessu ári þarf bandalagið að korna sér saman um algjörlega nýja stefnu í þessum málum þar sem stangast á mörg viðkvæm viðhorf. Grænfriðungar berjast fyrir hreinni Norðursjó: „Bretar í efnahernaði gegn öðrum Evrópuþjóðum“ Middelhur}*, Holland - Kcutcr KÚVAIT — Olíuflutninga- skipin þrjú sem komu til Kúvait í fylgd bandarískra herskipa fyrr í þessari viku lágu viö akkeri þar sem þau voru fyllt af gasi og olíuafuröum. Skipin veröa reiöubúin til siglingar í dag. BAGHDAD — Talsmaöur írakska hersins sagöi herflug- vélar íraka hafa sprengt í loft upp loftvarnarbúnað af banda- rískri gerö í íranska bænum Tabriz I norðausturhluta landsins. LUNDÚNIR - Bandaríkja- dalur lækkaöi mjög í verði á mörkuðum í Evrópu í gær eftir að tilkynnt var aö óhagstæður vöruskiptajöfnuöur Banda- ríkjamanna heföi aukist veru- lega í júnímánuði. Umhverfisverndunarsamtökin Greenpeace hófu í gær baráttu gegn losun efna og brennslu þeirra í Norðursjónum og sökuðu bresk stjórnvöld um að hafa að engu tilraunir til að draga úr mengun á þessu svæði. „Bretar cru í efnahern- aði gegn öðrum þjóðum Evrópu", sögðu Grænfriðungar í upphafi her- ferðar sinnar. „Bretland er gamli skítugi maður- inn í Evrópu," sagði talsmaður sam- takanna og bætti við að á meðan önnur Evrópulönd hefðu dregið úr losun efna í Norðursjóinn hefðu Bretar aukið hana um helming á síðustu fimm árum. Grænfriðungar ætla að beina þess- ari baráttuherferð sinni sérstaklega gegn skipum er losa og brenna úrgangsefni á stað sem er tæplega hundrað kílómetra frá strönd Norð- ur-Hollands og rúmlega hundrað og fimmtíu kílómetra austur af bænum Scarborough í Norður-Englandi. Scarborough er frægur sumarleyfis- dvalarstaður, sérstaklcga meðal aldraða. Talsmaður Grænfriðunga sagði að mengun á þessu svæði, og raunar í Norðursjónum öllum, væri gífurleg og hefði valdið miklum breytingum til hins verra á sjávarlífinu síðustu fimm árin. A sumum svæðum væru selir og höfrungar í hættu og flest allar fisktegundir væru með opin hreisturssár. Holland: Albrjáluð kýr óð um allt í Amsterdam Amslcrdam • Kcutcr Kýr brjálaðist og óð berserks- gang eftir að hafa brotist út úr sláturhúsi í Amsterdam í gær. Kýrin flúði til miðborgarinnar og slasaði fjóra einstaklinga, þar af tvo alvarlega, á leið sinni. Mikil mildi var að ekki urðu fleiri slys á fólki. Móðir einni tókst til dæmis að bjarga barni sínu rétt áður en kýrin æddi á það. Lögreglan í Amsterdam elti kúna og hafði sér til fulltingis menn frá dýragarði borgarinnar. Þeim tókst eftir tuttugu mínútna eltingarleik að skjóta róandi lyfi í kúna. Persaflóinn: Stríð eykur mengun Bahrcin - Kcutcr Eldur laus í olíuskipi á Persaflóa eftir árás trana: Mengunin í hinum grunna flóa er komin langt yfir hæfíleg mörk SEOUL — Aö minnsta kosti fimm manns létu lífiö og sextíu slösuöust í röö sprenginga er uröu i vöruhúsi í. grennd viö alþjóðlega flugvöllinn í Seoul- borg í Suöur-Kóreu. Hættuleg efni voru geymd í þessari vöru- skemmu. VÍNARBORG — Ftíkis- stjórnin í Austurríki hefur látið sendiherra sína um allan heim fá bók en í henni er reynt aö hrekja ásakanir á hendur Kurt Waldheim forseta landsins þess efnis að hann hafi tekið þátt í stríðsglæpum nasista í síöari heimsstyrjöldinni. LAGOS — Stjórnvöld í Ní- geríu hafa rekiö framkvæmda- stjóra tolleftirlitsins í landinu og 27 aðstoðarmenn hans. Innanríkisráöuneytiösagöi í til- kynningu að þessar ráöstafanir væru nauðsynlegar þar sem tollurinn hefði ekkert gert til koma í veg fyrir aö vörum væri smyglaðtil landsins. Lengi hef- ur verið vitaö aö mikil spilling ríkti meðal tollyfirvalda. Krókódíl- arnir í hungur- verkfalli Moskva - Kcutcr Krókódílar í dýragarðinum í Moskvu hafa vcrið í „hungur- verkfalli" eftir að þeir voru færðir á nýjan stað í garðinum. Það var dagblað kommúnistaflokksins í Moskvu sem frá þessu skýröi í gær. Moskoskaya Pravda sagði að krókódílarnir, þar á meðal einn frá Mississippi 250 kíló á þyngd, hefðu byrjað að hafna mat eftir óþægilega flutninga til nýrra heimkynna í dýragarðinum. Flutningar þessir áttu sér stað í köldu veðri í vetur sem leið. „Þeir hafa þegar verið í hung- urverkfalli í nokkra mánuði", sagði Moskoskaya Pravda. Blaðið notaði tækifærið til að gagnrýna stjórnina á dýragarðin- um og sagði að hönnun dýra- garðsins væri vandamál sem skriffinnar borgarinnar réðu ekki við. Hvatti blaðið til að erlent fyrirtæki með sérþekkingu á þessu sviði yrði fengið til að hanna nýjan garð hvað sem það kostaði. „Örlög dýragarðsins í höfuð- borginni verður að ákveða strax í dag,“ sagði í hinni hörðu grein Moskoskaya Pravda er greinilega var í anda þeirrar stefnu Gorbat- sjovs Sovétleiðtoga sem kennd er við Glasnost eða opnun. Olíuflutningaskip þau sem siglt hafa á tundurdufl í Persaflóanum að undanförnu hafa ógnað enn meira sjávarlífinu í flóanum þar sem oíu- mengun er þegar vel yfir meðaltali, 47 sinnum meiri en venjulegt er. Hinn grunni flói er heimkynni nokkurra tcgunda sundskjaldbaka og sækúa, óvenjulegra sjávarspen- dýra sent eru í útrýmingarhættu. „Mengunin í Persaflóanum hefur verið reiknuð út sem 3,1% af heild- armengun sjávarsins," segir doktor Saleh Mohammed Osnian fram- kvæmdastjóri Umhverfisverndunar- stofnunar SÞ í Bahrein. Saleh bætir við að þessi tala samsvari því að mengun í flóanum sé 47 sinnum meiri en á venjulegu hafsvæði af sömu stærðargráðu. Flóinn er þúsund kílómetrar að lengd og nær frá óvinalöndununt íran og írak í norðri til odda arabíska skagans í suðri. Sjávarlífið þar hefur lengi fengið að kenna á því að þaðan er fluttur einn sjötti af þeirri olíu sem vestræn iðnaðarríki nota. Stríð írana og íraka hefur svo enn bætt á mengunina. Olía frá iðnaðarmiðstöðvum, ol- íuflutningaskip, olíuborpallar og neðansjávarleiðslur, allt þetta eykur á mengunarhættuna og ekki er svo von á góðu þegar tundurduflin bæt- ast við. Tankskipið Texaco Caribbean sem er í eigu Bandaríkjamanna var síðasta skipið sem sigldi á tundur- dufl. Texaco keyrði á tundurdufl fyrir utan hafnarborgina Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um síðasta mánudag. Ein fjörtíu olíuflutningaskip fara um flóann á degi hverjum og þau valda mestu menguninni, sjávarlíf- fræðingar telja að þau missi með einum eða öðrum hætti um milljón tonn af olíu í sjóinn ár hvert. Lítil samvinna á sér stað milli ríkjanna við Persaflóann um meng- unarvarnir og er ástæðan einföld; tvö helstu ríkin íran og Irak eiga í stríði og einhvers konar samvinna milli þeirra er óhugsandi. írakar gerðu árás á Nowruz olíuborpall írana árið 1983 sem varð til þess að geysilega mikið magn af olíu rann út í sjóinn, talið er að magnið hafi samsvarað 1,5 milljón- um tunna. Margir sérfræðingar ótt- uðust að engar aðgerðir gætu dugað til að bjarga sjávarlífinu í flóanum eftir þetta óhapp en menn urðu þó furðulega lítið varir við allt olíumagnið sem fór út á sjóinn á þessum tíma. „Við erum ekki vissir um hvert olían frá Nowruz fór,“ segir David Vousden sjávarlíffræðingur í Bahre- in og bætti við: „Mín ágiskun er sú að olían liggi á sjávarbotninum og mig hryllir við að segja hvað hún er að gera þar.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.