Tíminn - 15.08.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.08.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 15. ágúst 1987 Joy Swift segir að starfsfólk hótelanna verði að venjast ópum og hávaða að næturþeli og blóðugum líkum hér og hvar. Joy Swift heitir stúlka, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún hefur komið á fót fyrirtæki, sem mun vera einstakt í sögunni. Hún skipuleggur morð um hverja helgi og ætlar sér að verða svo efnuð á því, að hún hefur sama lögfræðing og Yoko Öno til að gæta hagsmuna sinna. Starfsemin fer þannig fram, að gestir skrá sig inn á íburðar- mikið hótel yfir helgi, til að upplýsa morðið. Joy býr til leyndardómsfullt morð og fær leikara til að fara með hlutverk söguhetjanna, en gestirnir eiga síðan að upplýsa leyndardóminn og finna morðingjann. Auðvitað heitir fyrirtæki Joy „Helgarmorð hf.“ og hefur þegar gefið svo vel af sér, að eigandinn getur leyft sér ýmislegt, sem hingað til hefur verið einkarétt- ur auðkýfinga og stórstjarna. Joy er ensk, en það eru ekki síður Bandaríkjamenn, sém óska þjónustu hennar og hún er stöðugt á ferðinni yfir Atlants- hafið. Hótel á Bretlandseyjum hafa pantað hana til að fremja hélg- armorð hjá sér langt fram í tímann og sagt starfsfólki sínu að það verði bara að venjast hálfkæfðum ópum, blóðugum líkum í lyftunni og þungum dynkjum að næturþeli. Ekki er hægt að segja að Joy Swift líti beinlínis út eins og atvinnumorðingi. Húner27ára, glaðlynd og opinská og situr frarn á rauðar nætur við að setja saman leyndardóminn, heima í íbúð sinni, sem er líka skrifstofa. - Svo virðist sem ég hafi sérstaka hæfileika í þessa átt, segir hún. - Veikleiki minn er hins vegar sá, að ég get aldrei stillt mig um ORÐSENDING FRÁ IÐNLÁNASJÓÐI JUM BREYTT UTIANAKJÖR Frá og með 15. ágúst kemur til framkvæmda breyting á útlánakjörum Iðnlána- sjóðs og eru þau sem hér segir: Vélalán háð lánskjaravísitölu 7,5% vextir Byggingarlán háð lánskjaravísitölu 8,5% vextir Útlán bundin gengi SDR 8,5% vextir Lán vöruþróunar- og markaðsdeildar háð lánskjaravísitölu 5,0% vextir Byggingarlán undir kr. 5.000.000,00 eru háð lánskjaravísitölu en yfir kr. 5.000.000,00 bundin gengi SDR. Vélalán undir kr. 250.000,00 eru háð lánskjaravísitölu, en vélalán yfir kr. 1.000.000,00 bundin gengi SDR. Við töku vélalána þar á milli getur lántaki valið hvor útlánakjörin hann tekur. « is> Samsvarandi breyting verður á útistandandi lánum, þar sem ákvæði skuldabréfa 3 heimila slíkt. IÐN LÁWASJÓÐUR IÐNAOARSANKINN 1ÆKJARGÖTU 'REÝK.JAVIK. SÍM! 691800 að hafa sjálfa mig með í handrit- inu. Að vísu getur hún aldrei orðið fórnarlambið, því hún er önnum kafin við að sjá fyrir vísbendingum, bæði réttum og röngum. Vissulega er þetta skemmtun, en hótelgestir taka allt mjög alvarlega. - Sumir þeirra vaka hálfu næturnar við að brjóta heilann yfir sönnunargögnum og koma syfjaðir til morgunverðar, segir hún. - Ég er orðin sér- fræðingur í að falsa ávísanir og skrifa hótunar- og fjárkúgunar- bréf. Gestum er gert viðvart um, að MORD að jafnskjótt og þeir gangi inn á hótelið, séu þeir orðnir þátttak- endur í morðmáli. Þaðan í frá geti allt gerst, þó enginn þeirra taki þá áhættu að verða fórnar- lambið eða morðinginn. í þeim hlutverkum eru leikarar, sem aldrei misstíga sig, ekki einu sinni við ákafar yfirheyrslur. Allt er látið vera eins eðlilegt og unnt er. Leikarar ganga æstir um gólf og drekka svart kaffi, þegar spennan er sem mest. - Það eru margar aðferðirnar til að fremja morð, segir Joy, - en vinsælast hjá okkur er að skjóta v fórnarlambið, stinga það, kyrkja Landbúnaðarsýning íReiðhöIlinni, Víðidal, 14.-23. ágúst 1987 BÚ’87stærsta *_ landbúnaðarsýningin til þessa á erindi til allra. Stórkostleg sýning, sem er allt í senn: Yfirlit, kynning, sölumarkaður og skemmtun. Þar er tamdi platínu- refurinn Kalli og Stakkur og Spori - feiknatuddar, frá Hvanneyri, úrvalskýr af Suðurlandi, ásamt hvers konar búfé af gamla og nýja skólanum. Fjárhundamir Roy, Lars og Ríngó sýna listir sínar. Mjaltir í nútíma mjaltafjósi (hefurðu séð slíkt?) alla daga kl. 18:00. Fjöldamörg fyrirtæki kynna nýjungar í þjónustu við landbúnaðinn. Góð kaup á vörum á tækifærisverði. .-Ý. ' %v. ‘ ■ ' . ’ : \ Vörukynningar. Spumingakeppni. Lukkupottur. Tískusýningar, þar á meðal stór pelsasýning. Héraðsvökur landshlutanna. Grillveislur bændanna. Matreiðslukynningar. Nýjasta tæknin ásamt yfirliti yfir þróunina. DAGSKRÁ Laugardagur15. ágúst Fjárhundasýning. Kl. 14:30 og 17:30 Reiðsýning. Kl. 15:00 Héraðsvaka Kl. 16:00 A.-Húnvetninga. og 20:30 Matreiðslumeistarar. Kl. 16:40 Sunnudagur16. ágúst Reiðsýning. Kl. 15:00 Matreiðslumeistarar. Kl. 15:30 Héraðsvaka Kl. 16:00 Skagfirðinga. og 20:30 Grillveisla KI. 18:00 aldarinnar. -20:00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.