Tíminn - 15.08.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. ágúst 1987
Tíminn 3
í.kauptilboð: «
% Utvegsbankans
að hlutur sjávarútvegs myndi
minnka sem hlutfall af heildarvið-
skiptum nýs banka af þeirri ein-
földu ástæðu að nýir aðilar sem
ekki hafa haft eins mikil viðskipti
við sjávarútveginn og Útvegsbank-
inn gerir kæmu inn í dæmið. Hann
tók jafnframt fram að Sambandið,
sem verið hefur einn stærsti við-
skiptavinur Landsbankans myndi
áfram hafa við hann mikil og góð
viðskipti og að hann byggist ekki
við að um stórkostlegar fjármagns-
tilfærslur í íslensku bankakerfi
myndu koma í kjölfar þessara
aðgerða.
Sjávarútvegsblokkin
varð strandaglópur
Hlutafé Útvegsbankans hf. er
einn milijarður að nafnvirði og þar
af keypti Fiskveiðasjóður hlutafé
fyrir 200 milljónir og á áttunda
hundrað aðilar keyptu hlutabréf
fyrir samtals tæplega 40 milljónir.
Ríkissjóður er því eigandi að mest-
um hluta hlutafjárins eða um 760
milijóna. Á stofnfundi Útvegs-
bankans hf. í apríl sl. lýsti Matthías
Bjarnason þáverandi viðskiptaráð-
herra því yfir að hlutafé ríkissjóðs
í Útvegsbankanum væri falt öllum
þeim sem áhuga og efni hefðu og
að hann ætti „von á að ekki verði
hörgull á áhugasömum kaupend-
um og það stóruin," eins og haft
var eftir honum í Tímafrétt á
sínum tíma. Hlutafé þetta hefur
legið óhreyft í ríkissjóði síðan þá
og er Sambandið og samstarfsfyrir-
tæki þess fyrstu aðilarnir sem gera
í það tilboð.
Viðskiptaráðherra tók sér í
gærmorgun frest til að íhuga tilboð-
ið og verður það rætt á ríkisstjórn-
arfundi nk. þriðjudag. Enn á eftir
að ræða um fjölmörg atriði varð-
andi útfærslu kauptilboðsins, t.d.
vilja samvinnumenn fá lengri
greiðslutíma en þau 5 ár sem
kveðið er á um í útboðslýsingunni.
Samtök f sjávarútvegi, þ.e. LÍÚ,
SH, og SÍF sem áhuga höfðu á að
bindast samtökum og kaupa meiri-
hluta í Útvegsbankanum hafa bví í
raun misst af þessu tækifæri, ú
ríkið að tilboðinu.
20%+20%+20%+7% =
% hlutafjár
Sem fyrr segir hljóðar tilboð
samvinnumanna upp á að kaupa
67% af öllu hlutafé Útvegsbank-
ans, eða fyrir 670 milljónir króna,
þannig að enn á ríkissjóður eftir
hlut upp á 90 milljónir óseldan. Sá
hlutur er öllum falur. Þegar Tíminn
innti Val Arnþórsson eftir því
hvers vegna samvinnumenn hefðu
keypt nákvæmlega þetta stóran
hlut benti hann á að það væri %
hlutar heildarhlutafjár. Til þess að
geta hrint sameiningu við Sam-
vinnubanka í framkvæmd er nauð-
synlegt að hafa þetta mikinn eign-
arhluta. Valur og Guðjón sögðu
það ekkert launungarmál að sam-
vinnuhreyfingin hefði áhuga á að
halda meirihluta í Útvegsbankan-
um, en þegar endurskipulagning
bankakerfisins væri afstaðin hefðu
þeir áhuga á að selja aftur hluta af
hlutafé sínu. Töldu þeir koma
sterklega til greina að selja erlend-
um aðilum hlut í nýjum banka.
enda yrði slíkt gert innan ákveð-
inna marka (heimilt er að selja
20% hlutafjár Útvegsbankans er-
lendum aðilum). Megin markmið-
ið með því að fá erlenda aðila inn
í slíkan banka væri að ná inn í
landið erlendri sérþekkingu sem
gæti reynst dýrmæt. í tilboði sam-
vinnumannanna skiptast hlutafjár-
kaupin þannig milli aðila að Sam-
bandið sjálft kaupir 20% heildar-
hlutafjár eða fyrir 200 milljónir að
nafnvirði, Samvinnusjóður 20%,
Jötunn hf. 20%, og Dráttarvélar
7%. í lögum um Útvegsbankann
má sami lögaðilinn ekki eiga meira
en 20% hlutafjár. Sambandið,
Samvinnusjóður, og Dráttarvélar
munu þá samkvæmt því fá einn
bankaráðsmann hvert í 5 manna
bankaráði Útvegsbankans. Rétt er
í þessu sambandi að rifja upp frétt
Tímans unr að „Bankaráðsmaður
kostar 200 milljónir", frá því í apríl
sl. en þar er vitnað í ræðu Matthí-
asar Bjarnasonar þáverandi
viðskiptaráðherra sem hann hélt á
stofnfundi Útvegsbankans hf. og
segir að hann telji eðlilegt að
boðað verði til aukahluthafafundar
þegar nýir og stórir hluthafar væru
komnir inn, svo kjósa mætti upp á
nýtt í bankaráðið.
Matsnefnd enn
að störfum
Þriggja manna matsncfnd vinnur
nú enn að því að gera upp skuldir
Útvegsbankans frá því áður en
bankinn varð hlutafélag. Ekki er
Ijóst hversu mikil upphæð mun á
cndanum falla á ríkissjóð en sam-
kvæmt lögunum á eigið fé hins nýja
banka að vera einn milljarður og
gamlar skuldir sem ekki næst á
innheimta mun ríkissjóður yfir-
taka. f samtali við Tímann sagði
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
ntálaráðherra um þetta lögbundna
uppgjör: „Samkvæmt orðanna
hljóðan þá á hinn nýi banki að taka
við nánast hreinu borði. Þarna er
mikið af úrskurðum, mörg álitamál
varðandi uppgjör skulda, stöðu
fyrirtækja og trygginga. Þessir
menn (matsnefndin) eru komnir til
starfa og það er Ijóst að þetta er
gífurlegt mál, mikið verk og háar
upphæðir. Að vísu vita menn ekk-
ert um innheimtu að svo stöddu,
cn yfirtaka á skuldum Seðlabanka
var upp á 764 milljónir og því fer
víðs fjarri að það sé lokatala.“
Á blaðamannafundinum í gær
sögðu þeir Valur og Guðjón að
það brcytti í raun engu þó þessu
uppgjöri væri ekki lokið, þar sem
stjórnvöld myndu standa við sinn
þátt og skila Útvegsbankanum hf.
með „hreinu borði“, einsogákveð-
ið hafi verið.
Viöskiptaráðherra um Útvegsbankakaupin:
Athyglisvert tilboð og
léttir af skattþegnum
„Þetta er athyglisvcrt tilboð
sem Sambandið og samstarfsaðil-
ar þess hafa gert. Það barst nú
fyrst í morgun og gert á grundvelli
hlutafjárútboðs ríkisins frá því í
vor og miðast við þau kjör scm
þá voru boðin. Þetta tilboð hcfur
í sér fólgna vissa möguleika á
samruna banka, þ.e.a.s. með
samruna Útvegs- og Samvinnu-
banka, og ef til vill með samstarfi
við aðra. Það gæti leitt af sér
aukna hagkvæntni og rekstrarör-
yggi í bankakerfinu. En það er 1
einmitt stefna ríkisstjórnarinnar
að stuðla að þessu og reyndar að
draga úr ábyrgð og afskiptum
ríkisins af bönkunum. Þettamæl-
ir frekar með þessu og gæti verið
byrjun á uppstokkun á bönkum.
Svo er það mjög mikilvægt að
létta af skattþegnunum þeim
skuldbindingum sem ríkið tók á
sig vcgna Útvegsbankans í vetur.
Tilboðið getur létt þær byrðar, en
svo finnst nú ýmsum að þetta
muni fela í sér samþjöppun fjár-
hagsvalds hjá tengdum fyrirtækj-
um. Þetta þarf að vega og meta,
cn fyrst og fremst lít ég á þetta frá
fjárhags- og viðskiptalegu sjónar-
miði, að í senn bæta fjárhag
ríkissjóðs og skipulag bank-
anna,“ sagði Jön Sigurðsson, við-
skiptaráðherra í samtali við Tím-
ann er hann var spurður hvernig
honum litist á tilboð Sambandsins
og samstarfsaðila þess urn kaup á
67% af heildarhlutafé Útvegs-
bankans.
En mun þetta tilboð mæta
andstöðu innan ríkisstjórnarinn-
ar?
„Um það vil ég engu spá. Ég
hef kynnt málið samstarfsaðilum
í stjórninni. Ákvörðun um fram-
hald málsins verður tekin í næstu
viku. Viðhorf Alþýðuflokksins í
málinu er hlutlaust. Ef niðurstað-
an af hinu fjárhagslega og við-
skiptalegu mati styður það, þá
mun ég fylgja tilboðinu eftir. Það
er viðleitni mín og vonandi allra
í ríkisstjórninni að líta á banka
sem atvinnufyrirtæki en ekki sem
pólitískar fyrirgreiðslustofnan-
ir,“ sagði Jón að lokum. -SÓL
Nýju gerðirnar eru óneitanlega rennilegar á að líta.
Alþýðubandalagiö ályktar:
Málefni fjölskyldunnar
og húsnæðislagabálkur
BMW 750i og BMW 750 il:
Ný gerð glæsikerra
á göturnar í haust
Ný gerð BMW bifreiða er væntan-
leg á markaðinn á hausti komanda,
BMW 750i og BMW 750 il. BMW
750 il er 11,4 cm lengri en 750 i
bíllinn, að öðru leyti er hins vegar
enginn teljandi munur í bílunum.
Glæsikerrurnar hafa að geyma tólf
strokka vélar, ABS bremsukerfi og
tölvustýrða sjálfskiptingu, þannig að
þrír valkostir eru á skiptingunni.
Hægt er að hafa bílinn hálf-bein-
skiptan og sjálfskiptan auk þess sem
hægt er að velja sérstaka sport
skiptingu. Bílarnir eru einstaklega
hljóðlátir, þriggja þrepa minni er á
sætunum auk þess sem innispegillinn
og báðir útispeglarnir breytast þegar
stutt er á takkana. Höfuðpúðar
hækka eða lækka eftir þyngd far-
þega, útispegill lækkar þegar sett er
í bakkgír. Bílarnir eru með fjar-
stýrða hurðaopnun, sjálfshraðastill-
ingu, tölvu með innibyggðu þjófa-
varnarkerfi, ísingarviðvörunarkerfi
og leður á sætum. BMW 750 i og
BMW 750 il eru óneitanlega glæsi-
kerrur eins og þær gerast bestar.
IDS
Þingflokkur Alþýðubandalagsins
hélt fund í gær og sendi frá sér
ályktanir að honum loknum. Voru
þær um málefni fjölskyldunnar og
nýjan húsnæðislagabálk.
Um málefni fjölskyldunnar álykt-
aði þingflokkurinn að hann skorar á
ríkisstjórnina að fela nýskipaðri
nefnd um málefni fjölskyldunnar að
kanna þegar í upphafi starfs síns
áhrif stóraukinna skatta á matvæli á
afkomu fjölskyldna í landinu.
Ályktun þingflokks Alþýðu-
bandalagsins var öllu lengri um
húsnæðismál.
Bendir þingflokkurinn á að við
samþykkt nýrra húsnæðislaga hafi
verið gengið út frá þeirri forsendu að
þeir sem væru að fjárfesta í húsnæði
í fyrsta sinn hefðu forgang að því
fjármagni sem Byggingarsjóður
ríkisins hefði til ráðstöfunar. Nú er
hins vegar ljóst að niðurgreitt láns-
fjármagn hefur í nokkrum mæli
runnið til cfnafólks og braskara
meðan lágtekjufjölskyldur búa við
alvarlega óvissu í húsnæðismálum.
Fyrirheit um endurskoðun félags-
lega húsnæðiskerfisins og að mæta
þörfinni fyrir leiguíbúðir hafa verið
að engu höfð.
Því leggur þingflokkurinn áherslu
á eftirfarandi:
1. Hagsmunir lágtekjufólks og fólks
með ótrygg búsetuskilyrði verða
ekki tryggðir nema með því að efla
félagslegar íbúðabyggingar, leigu-
íbúðir og með búseturéttaríbúðum.
Því er nauðsynlegt að auka félagsleg-
ar íbúðabyggingar með nýrri löggjöf
og auknu fjármagni.
2. Almenn hækkun vaxta af húsnæð-
islánum yrði óbærilegt reiðarslag
þeim fjölskyldunt sem hafa nýlega
fjárfest í sínu fyrsta húsnæði. Þing-
flokkurinn telur hins vegar brýnt
réttlætismál að niðurgreiðslum vaxta
til þeirra sem augljóslega tóku lánin
til annarra þarfa en kaupa á hóflegu
húsnæði til eigin nota verði þegar
hætt. Þingflokkurinn bendir á ítrek-
aðar tillögur Abl. um að takmarka
lánsfé til efnamanna en þessar tillög-
ur flokksins hafa verið felldar.
3. Komið verði til móts við mis-
gengisfólkið eins og flokkur félags-
og fjármálaráðherra gaf ítrekuð
fyrirheit um fyrir kosningar.
4. Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar lækkaði framlög til
Byggingarsjóðs ríkisins um 500
millj. króna og er það ein megin-
ástæða þess hve illa Byggingarsjóður
stendur nú.
Þingflokkur Abl. skorar á ríkis-
stjórnina að grípa þegar til óhjá-
kvæmilegra ráðstafana vegna hús-
næðiskerfisins og lýsir sig tilbúinn til
samstarfs í þeim efnum. -SÓL