Tíminn - 15.08.1987, Qupperneq 6

Tíminn - 15.08.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn Laugardagur 15. ágúst 1987 Bjargfugl, gæsir, endur, æður, kría, hrafn og selur er meðal þeirra sem sýna sig ■ hlunnindabás sýningarinnar. Þetta eru uppstoppuð dýr en mjög lífleg þó miðað við aðstæður. Minkar og refir eru í sérstöku loðdýrahúsi á útisvæði sýningar- innar. Þessir voru að sinna frum- þörfunum þegar við litum inn um hádegisbilið í gær, annar að éta, hinn að sofa. Það er ekki ráðlegt að pota puttunum mikið ofan í búrin þegar þið heimsækið þessa. Sögusýning bændasamtaka í 150 ár mætir manni um leið og inn í Reiðhöllina kemur. Þar má m.a. sjá fólk við heyskap upp á gamla mátann og þennan smaladreng ásamt fé og tryggum hundi er einnig að finna þar. „MATTUR LIFS Landbúnaðarsýningin var opnuð í gær og verður hún opin til 23. ágúst. Er Tímamenn bar að um hádegi í gær var mikið um að vera í höllinni. Hamarshögg dundu, dráttarvélar og önnur landbúnað- artæki voru á leiðinni upp í Víðidal þar sem þau verða til sýnis, heyra mátti bola baula ógurlega og starfs- menn voru á þönum úti og inni að leggja síðustu hönd á plóginn áður en opnað yrði. Klukkan fjögur var síðan allt fallið í ljúfa löð og sýningin opnuð með pompi og prakt. Hér er sýnis- horn af því sem sjá má á sýning- unni, en aðeins brotabrot af henni. ABS Landbúnaðarsýningin Bú ’87 í Reiðhöllinni í Víðidal 0G MOLDAR (( Fiskar eru úti og inni, enda er fiskeldi kynnt á sýningunni eins og svo margt annað. Fiskeldi er ein þeirra nýbúgreina sem miklar vonir eru bundnar við. Kalli refur er ■ sama húsi og þessir minkar en hann er óvenju góður af ref að vcra. Tímamyndir Pjclur Þykkvabæjar - skessa? Vigdís Finnbogadóttir, verndari Búvörusýningarinnar, opnar hana í gær. Tímamyndir Pjetur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.