Tíminn - 15.08.1987, Qupperneq 7

Tíminn - 15.08.1987, Qupperneq 7
Laugardagur 15. ágúst 1987 Tíminn 7 / Ávarp landbúnaðarráðherra, flutt við opnun sýningarinnar BÚ ’87 í gær: Það er vilji bænda að verkin tali sínu máli Landbúnaðarsýningar hafa verið haldnar hér á landi öðru hvoru um alllangt skeið. Allar munu þær hafa átt það sameiginlegt, að hver þeirra hefur verið umfangsmeiri og fjölbreyttari heldur en sú næsta á undan. Þar er sýningin BÚ ’87 engin undantekning nema síður sé. Því veldur sívaxandi tækni við framleiðslu hverrar búgreinar og aukin fjölbreytni í afurðum þeirra, jafnframt því sem búgreinum fjölgar, og aldrei hefur orðið meiri þróun á þessum sviðum en allra síðustu árin. Jafnframt fer hugviti og tækni við sýningarhaldið sjálft sífellt fram og síðast en ekki síst ytri aðstæður, sem hér hafa skapast við byggingu hinnar nýju og glæsi- legu reiðhallar. BÚ ’87 er því fjölbreyttari og umfangsmeiri sýn- ing á þessu sviði heldur en nokkru sinni hefur verið haldin hér á landi. Fyrir bændur er það að sjálf- sögðu mikilvægt að fá hér tækifæri til að kynnast þeim tækjum og tækni sem hagkvæmust má verða fyrir þeirra búrekstur og sjá um leið hvernig best má nýta þeirra framleiðslu til að fullnægja óskum og þörfum neytenda fyrir sem fjöl- breyttasta vöru. Það hlýtur að verða hvatning fyrir þá sem að framleiðslunni standa og auka trú þeirra og bjartsýni á framtíðina. Hér fá neytendur síðan tækifæri til að kynnast hinum fjölbreyttu fram- leiðsluvörum. sem fullnægja þörf- um okkar á svo fjölmörgum sviðum. Það ætti að gera okkur kleift að skilja betur hversu snautt okkar þjóðfélag væri, ef við þyrftum að sækja stóran hluta þeirra til annarra landa. Auk þess sem það er mikilvægt af fleiri ástæðum að við skulum geta fengið þessar afurðir úr því umhverfi sem við erum svo heppin að hafa hér á íslandi. Á undanförnum mánuðum og ári má segja að nær daglega hafi komið fram frásagnir um atriði og aðstæður, sem eru jákvæð fyrir framleiðslu, er á rætur í íslenskum jarðvegi. Það er t.d. athyglisvert, að í markaðsathugun fyrir íslenskt lambakjöt í Bandaríkjunum, sem landbúnaðarráðuneytið, Markaðs- nefnd og Framleiðnisjóður land- búnaðarins hafa beitt sér fyrir í samráði við Útflutningsráð, þá hef- ur þegar komið fram, að þar er hafin mikil herferð fyrir aukinni neyslu á bandarísku lambakjöti, um leið og barist er gegn innflutn- ingi. Og í þessu söluátaki er fyrst og fremst höfðað til þeirra neyt- enda, sem gera mestu kröfurnar um hollan og góðan mat. En það eru ekki aðeins beinar neysluvörur, sem hér ber fyrir augu. Hér er til dæmis líka kynnt sú þjónusta sem bændur hafa í vaxandi mæli á síðustu árum boðið þeim, sem um landið vilja ferðast. Og hér er líka reynt að kynna landið sjálft. Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins gefa hér mynd af þeirra starfi og árangri þess. Þó að sjálfsögðu blasi hann best við ef við veitum því athygli á ferðum okkar um landið. En gróð- urfar og uppgræðsla hefur einmitt verið töluvert til umræðu að undanförnu. Sem betur fer hefur þar komið fram áhugi margra að styðja að uppgræðslu landsins. Reynslan sýnir líka hvað þar er hægt að gera. Og ég tel nauðsynlegt að ríkisvaldið reyni að koma sem best til móts við þá sem slíkan áhuga sýna. Ég hef því meðal annars beðið landgræðslustjóra að gera úttekt á þeim svæðum, sem hann telur að henti vel á umráðasvæði Landgræðslu ríkisins til úthlutunar á útivistarsvæðum, svo að allir sem þess óska, og ella eiga ekki kost á því á annan hátt, geti þar fengið skák til að koma upp sínum unaðs- reit. Það ætti að stuðla að því að fleiri kysu að verja sumrinu sem mest til útivistar hérlendis á okkar löngu og björtu sumardögum og tengjast þannig landinu betur. Það er margt sem leitar á hugann við opnun sýningarinnar BÚ ’87, sem haldin er í tilefni af 150 ára afmæli búnaðarsamtakanna í land- inu, en sjón er sögu ríkari. Það er sannarlega viðeigandi að þeirra tímamóta sé minnst á þennan hátt. Það er í samræmi við viðhorf og vilja bændastéttarinnar að láta verkin tala og láta aðra sjá hvernig þeir hafa gert það á liðnum árum og gera enn í dag. Ég vil þakka öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi þessarar glæsilegu sýningar og vonast til þess að allir sem hingað leggja leið sína næstu daga, komi með opnum huga, svo að ávinningurinn af þessari sýningu verði sem mestur fyrir sýningar- gesti og íslenskan landbúnað. „úiiupöKKunarvel Otangrelnöu' ; Jig REYKJKMÍKURBORG | ■ I Mr Stödur '1' Dagvist barna óskar að ráða forstöðumenn til starfa á eftirtalin dagvistarheimili Reykjavíkur- borgar: - Dagh./leiksk. Fálkaborg v/Fálkabakka, frá og með 1. ágúst. - Dagh./leiksk. Foldaborg v/Frostafold. - Leiksk. Árborg v/Hlaðbæ. - Leiksk. Leikfell v/Æsufell, frá og með 1. sept- ember. - Dagh. Múlaborg v/Ármúla, frá og með 1. sept. Um er að ræða 9 mánaða starf vegna námsleyf- is forstöðumanns. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur í síma 2 72 77 REYKJMJÍKURBORG Aautevi Stö^áci Dagvist barna í Reykjavík tilkynnir opnun leyfisveitinga fyrir daggæslu á einkaheimilum á tímabilinu 1. ágúst til 31. október. Vakin skal athygli á því að sérstaklega er þörf fyrir dagmæður í eldri borgarhverfum. Nánari upplýsingar veita umsjónarfóstrur með dagvist á einkaheimilum á skrifstofu Dagvista í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, sími 2 72 77. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvista.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.