Tíminn - 15.08.1987, Side 8
8 Tíminn
Laugardagur 15. ágúst 1987
Tjmirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Frelsi handa hverjum?
Samband ísl. samvinnufélaga og fyrirtæki
innan samvinnuhreyfingarinnar hafa ákveðið að
kaupa þau hlutabréf í Útvegsbanka íslands
h.f.að stærstum hluta, sem nú eru í eigu ríkisins
og ríkið vill selja. Hlutabréf þessi eru að
upphæð 670 milljónir króna og hefur verið lögð
fram tilskilin upphæð til greiðslu fyrir þeirri
upphæð. Þessi bréf ríkisins í Útvegsbankanum
hafa verið til sölu um tíma, en enginn kaupandi
komið og lýst áhuga sínum á bréfunum. Um
tíma var talað um að aðilar innan sjávarútvegs-
ins hefðu áhuga á þessum kaupum, en sá áhugi
virðist hafa dofnað, og því m.a. borið við að
ekki lægi fyrir uppgjör á fjárreiðum gamla
bankans.
Nú hefur hins vegar verið lögð fram tilskilin
greiðsla fyrir hlutabréfin, og er ekki annað vitað
en bréfin séu enn til sölu, eins og marglýst hefur
verið yfir. Eigi að hindra þessi kaup samvinnu-
manna á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbank-
anum á sama tíma og mánuðir hafa liðið án þess
kaupandi fyndist hlýtur það að vékja mikla
athygli meðal almennings, sem þegar hefur
horft upp á nógan vanda Útvegsbankans.
Sala á hlutabréfum ríkisins í Útvegsbanka
kemur alveg heim og saman við margyfirlýsta
stefnu Sjálfstæðisflokksins um sölu á ríkiseign-
um. Síðast í gær var þessi stefna áréttuð í
•forustugrein í Morgunblaðinu og raunar vitnað
til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Þorsteins Páls-
sonar, þar sem segir að stefnt sé að því að selja
hlutabréf í eigu ríkisins. „Vonandi verður meira
úr verki en áður“, segir Morgunblaðið. „Fyrir-
tæki í eigu rfkisins, sem öll rök mæla með að
eigi að vera í eigu einstaklinga og félagasamtaka
þeirra eru mörg. Landsvirkjun, Póstur og sími,
Landsbankinn, Búnaðarbankinn, Ferðaskrif-
stofa ríkisins, Áburðarverksmiðjan, Sement-
sverksmiðjan, Steinullarverksmiðjan, Ríkis-
skip, og Tunnuverksmiðja ríkisins (sic) eru
dæmi um nokkur fyrirtæki sem eru í eigu ríkisins
að öllu leyti eða að hluta, og sem rétt er að gefa
almenningi kost á að eignast.“ Þannig leggur
Morgunblaðið áherslu einu sinni enn á sölu á
eignum ríkisins, og auðvitað eru hlutabréf
ríkisins í Útvegsbanka partur af þessum eignum.
Það verður því forvitnilegt að sjá viðbrögðin
næstu daga við óskum samvinnumanna um kaup
á þessum bréfum.
Samvinnuhreyfingin er fjöldasamtök og sem
slík falla þau mjög vel að því mynstri, sem
Morgunblaðið leggur áherslu á að eigi að ráða
um kaup á ríkiseignum. Blaðið talar um að rétt
sé að gefa almenningi kost á að eignast fyrirtæk-
in. Með kaupum samvinnumanna á hlutabréfum
ríkisins í Útvegsbanka er einmitt verið að veita
almenningi þetta tækifæri.
Á
JL. þessu ári er liðin
ein öld síðan Pólverjinn Lúðvík
Zamenhof gaf út kennslubók í
nokkuð sérstæðu tungumáli,
sem hann hafði búið til sjálfur af
hugviti sínu. Hér var því um að
ræða „tilbúið mál“ eða „gervi-
mál“ eins og sumir hafa nefnt
tungumál sem þannig eru til
komin. Zamenhof kallaði þetta
tungumál sitt raunar ekki annað
en „alþjóðamálið" eftir mark-
miðinu, er hann setti sér með
því að semja það, en brátt fékk
málið sérheitið esperanto í
höfuðið á Zamenhof sjálfum,
sem ritaði undir dulnefninu dr.
Esperanto, én Lúðvík Zamen-
hof var læknir að mennt, pólskur
gyðingur.
Gömul hugmynd
Ekki er svo að skilja að esper-
anto sé fyr'sta tilbúna tungumál-
ið sem fram kemur í heiminum
né að Zamenhof hafi fyrstur
manna hreyft hugmyndinni um
gagnsemi alþjóðamáls í þeirri
merkingu að það nýttist sem
miðill tjáskipta allra jarðarbúa
án þess að vera jafnframt þjóð-
tunga einnar þjóðar eða fleiri.
Hugmyndin að baki esperantos,
eins og annarra tilbúinna mála,
var sú að mannkynið hefði yfir
að ráða einu tungumáli sem allir
lærðu og kynnu, væru „hlut-
laust“, stæði utan og ofan við
þjóðtungur. Með þessu var
beinlínis verið að boða þá upp-
eldis- og fræðslustefnu að allar
þjóðir skyldu gera þetta eina
mál, alþjóðamálið, að skyldu-
námsgrein í skólum sínum.
Á 17. öld glímdu spakir menn
við það vandasama verk að búa
til einhvers konar vísindamál,
sem þjóna átti lærðum mönnm
og tryggja nákvæmni alls sem
fram væri borið í nafni vísind-
anna. Þetta var naumast hugsað
sem almennt mannamál, heldur
einhvers konar táknmál ætlað
afmörkuðum hópi sérfræðinga.
Þessar tilraunir urðu að engu og
mun víst bættur skaðinn.
Tilbúin mál á 19. öld
Á 19. öld er hins vegar hafin
til vegs sú viðleitni að búa til
alþjóðlegt mannamál. Upp úr
þeim tilraunum kom m.a. volap-
iik, sem náði talsverðri út-
breiðslu áður en esperanto kom
til sögunnar. Höfundar þessa
tungumáls var Þjóðverji, ka-
þólskur prestur, Johann Martin
Schleyer að nafni, mikill hug-
sjónamaður um frið og einingu
mannkynsins eins og reyndar er
ríkt í kaþólskum viðhorfum.
Þessu tungumáli auðnaðist ekki
líf og er því úr sögunni.
Betur hefur tekist til um esp-
eranto, sem nú fagnar aldaraf-
mæli. í þessu tilbúna tungumáli
hefur greinilega verið lífsneisti,
sem höfundi þess tókst að blása
því í nasir og iðkendur þess í 100
ár hafa glætt svo, að það hefur
öll einkenni lifandi máls og þar
að auki einfaldleikann sem kem-
ur námsmönnum vel og rökvís-
ina, sem stærðfræðingar dást
svo mjög að í fari esperantos.
Talið er að ein milljón manna
í heiminum kunni esperanto.
Að sjálfsögðu eru esperanto-
iðkendur dreifðir um allan heim
segja má, þ. á m. hafa lengi
verið ýmsir áhugasamir esper-
antistar hér á landi, menn sem
hafa lagt mikið á sig til að
útbreiða og kynna málið, skilja
hugmyndina sem á bak við það
liggur og iðka það sem eðliiegt
talmál og bókmenntamál.
Esperanto berst til
_________íslands____________
Frá því er sagt að fjölfræð-
ingurinn og alþjóðasinninn Ein-
ar bóndi Ásmundsson í Nesi í
Höfðahverfi við Eyjafjörð hafi
rétt fyrir dauða sinn (1893) eign-
ast kennslubók í esperanto og
litist vel á málið. Aður hafði
hann kynnt sér volapuk og þótti
sú tunga ekki fögur. Einar Ás-
mundsson skrifaði vini sínum í
Reykjavík á þessum árum m.a.:
„Frá því að ég fór nokkuð að
hugsa hefur mér verið ljóst,
hvað stórkostlegt tjón mannkyn-
ið hefur af því að tala ótal
tungur og hafa þó ekki eitt
allsherjar mál til að nota ætíð,
þegar menn með ólíku móður-
máli eiga saman. “
Með þessum orðum segir Ein-
ar í Nesi nákvæmlega það sem
boðberar sameiginlegs alþjóða-
máls eru alltaf að segja, að
mannkyninu sé nauðsyn á slíku
tungumáli, ef ekki af hugsjóna-
ástæðum þá a.m.k. fyrir hagnýt-
is sakir.
Hálfum öðrum áratug eftir að
Einar í Nesi tók esperantobakt-
eríuna, kom út fyrsta kennslu-
bók í esperanto hér á landi,
ætluð íslendingum, eftir Þor-
stein Þorsteinsson hagfræðing,
sem síðar varð þjóðkunnur mað-
ur sem hagstofustjóri og margir
muna sem virðulegan embætt-
ismann af gamla skólanum. Dr.
Þorsteinn Þorsteinsson lést í
hárri elli og boðaði trú sína á
mikilvægi eins alþjóðamáls þar
til yfir lauk. Er óhætt að segja að
hann gerði ekki endasleppt við
þetta hugsjónamál sitt, því að á
níræðisaldri réðst hann í það að
þýða langa kafla úr bókinni One
Language for the World and
how to achieve it eftir banda-
rískan prófesssor, dr. Mario A.
Pei, og birti í Lesbók Morgun-
blaðsins sem framhaldsgrein á
árunum 1966-1967. Greina-
flokkur þessi nefndist Eitt
tungumál fyrir allan heiminn.
Bókmenntamál
Þegar minnst er á útbreiðslu
esperantos hér á landi kemur
e.t.v. oftast upp í hugann nafn
Þórbergs Þórðarsonar rithöf-
undar, sem var óþreytandi boð-
beri málsins í ræðu og riti.
Kunnast verka hans á því sviði er
bókin Alþjóðamál og málleysur
(1933). Þórbergur frumsamdi
nokkrar af frægustu ritgerðum
sínum á esperanto og þýddi
síðan á íslensku. Þar má nefna
Á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna þar sem 150 ríki eiga
fulltrúa eru enska og franska
eins konar aðalmál, en þar er
einnig heimilt að tala
kínversku, arabísku, rússnesku
og spænsku. En er nokkurt
þessara mála raunverulegt
„heimsmál“? Um það er rætt í
Tímabréfi í dag.
m.a. Heimspeki eymdarinnar og (
3379 dagar úr lífi mínu. Það
mætti verða íslendingum næg
sönnun fyrir því að esperanto sé
lifandi mál að málsnillingur á
borð við Þórberg Þórðarson,
sem fyrst og fremst ritaði lifandi
mál, skyldi meta þetta „gervi-
mál“ svo mikils.
Þess er að geta að Ólafur Þ.
Kristjánsson skólastjóri í Hafn-
arfirði samdi esperanto-íslenskt
orðasafn og Baldvin B. Skaft-
fell, fulltrúi, samdi íslensk-esp-
eranto orðabók. Árni Böðvars-
son hefur samið kennslubók á
málinu og von er á kennslubók í
esperanto á næstu vikum eftir
Baldur Ragnarsson, sem er
reyndar kunnur ljóðasmiður á
esperanto, hefur frumort á því
máli tvær ljóðabækur og þýtt
tvær ljóðabækur Þorsteins frá
Hamri. Þarf varla að taka það
fram að esperanto er fullgilt
bókmenntamál og þrautþjálfað
sem slíkt. Öll höfuðrit heimsbók-
nrenntanna eru til á esperanto þ.
á m. Völuspá og fleiri íslensk
fornrit. Skáld og rithöfundar
víða um heim frumsemja á þessu
einstæða alþjóðamáli ljóð og
laust mál.
Nauðsyn alþjóða-
____________máls______________
Fyrr í þessu Tímabréfi var
minnst á bók eftir dr. Mario A.
Pei (Eitt tungumál fyrir allan
heiminn) sem dr. Þorsteinn Þor-