Tíminn - 15.08.1987, Qupperneq 11

Tíminn - 15.08.1987, Qupperneq 11
Laugardagur 15. ágúst 1987 Tíminn 11 getum við talið á fingrum annarrar handar þau skipti, sem hann hefur raunverulega grátið. í þessu vaknar Paul og faðir hans tekur hann upp og fer með hann fram í eldhús til að gefa honum eitthvað að drekka. Paul þarf ekki að gráta til að vekja á sér athygli, eins og börnum er gjarnan tamt. Hann veit allt of vel, hversu örvæntingarfull þau verða, þegar hann meiðir sig. Par sem hann finnur aldrei til minnsta sársauka, skellihlær hann bara, þegar hann bítur sig í fingur, svo blóðið spýtist út í loftið. Christine og Bob hafa enga tölu á öllum þeim skiptum, sem þau hafa ekið með drenginn í dauðans ofboði á sjúkrahús til meðhöndlunar. Hann á til að berja höfðinu í rúður í hurðum og spegla, svo glerið brotnar. En því meira sem blæðir, þeim mun betur er Paul skemmt. Það leið yfir mig í fyrsta skiptið, segir Bob. Hann var ekki nema andartak einn í stofunni, en þó tókst honum að draga burt stóru grindina fyrir arninum og þegar ég kom að, hélt hann á glóandi kolamola og velti honum fyrir sér. Hann brennd- ist hræðilega. Þegar ég stökk til hans, lyfti hann kolamolanum og sleikti hann, svo hvæsti í. Þó ég sé slátrari að atvinnu, varð mér um megn að sjá slíkt brunasár á litlum barnslíkama. Nýlega var Cristine að Ijúka við að strauja þvott í eldhúsinu, þegar Paul kom inn og vildi fá gælur. Hann prílaði upp á stól, gerði sér lítið fyrir og kyssti straujárnið rembingskossi, svo varirnar festust við það. Það er næstum kraftaverk að hann skuli vera á lífi, eftir allt það sem komið hefur fyrir hann, segir móðir hans. Við verðum að gæta hans hverja mínútu sólarhringsins. Bob varð að hætta að vinna, til að hjálpa konu sinni heima við, því taugar hennar voru að bresta undan álaginu. Allan daginn gengur Paul með sérsmíðaðan hjálm á höfðinu og hann er ekki tekinn af fyrr en snáðinn er örugglega sofnaður í rúminu sínu. Rúmið er útbúið eins og búr, svo hann komist ekki upp úr því á næturnar, meðan foreldrarnir njóta kærkominnar hvíldar. Bob kcmur með Paul framan úr eldhúsinu og sá litli er greinilega forvitinn um blaðamanninn og snöggur að krækja í sígarettupakka hans. Blaðamaðurinn reynirað ving- ast við hann með því að lofa honum að blása á eldspýtu eins og flestum börnum finnst gaman. Það nægir Paul hins vegar ekki. hann bregður lófanum. eidsnöggt í logann og horfir prakkaralega á viðkomandi. Blaða- ntaður sannfa;rist, barnið finnur ekkert. þó eldurinn leiki um höndina og svíði húðina, en svo áttar hann sig á að þetta er misþyrming á barninu og blæs á eldspýtuna. Þegar Paul var fimm mánaða, fór Christine með hannn í nákvæma rannsókn því henni bauð í grun, að eitthvað hlyti að vera að drengnum, það var alls ekki eðlilegt, hvað hann var alltaf þægur og góður. Á barna- sjúkrahúsinu við Ormond Street í London fékk hún staðfestingu á grun sínum: Paul finnur al\s ekki fyrir sársauka af neinu tagi. Taugakerfi hans er gjörsamlega ónæmt fyrir slíku, eða þá að það vantar hreinlega viðkomandi taugar. Ein tilraunin sem læknirinn gerði, fólst í að stinga 60 mjóum nálum í viðkvæman blett aftan á hálsinum, en Paul lá bara á maganum, bablaði og hló. Sérfræðingar hafa komist að því, að í öllum heiminum muni aðeins vera um að ræða tvö önnur tilfelli af þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Litlar rannsóknir hafa átt sér stað, svo læknar eru ráðalausir. Þeir geta aðeins gefið ráð og leiðbeiningar um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þegar Christine fékk að vita. hvað gekk að Paul, var hún orðin ófrísk að Victoriu. Læknarnir töldu, að líkurnar væru einn á mó.ti ntilljón að barnið, sem hún gengi með fengi sama kvilla og Paul og þess vegna skyldi hún ekki láta hvarfla að sér að fá fóstureyðingu. Fyrir um það bil tveimur mánuð- um, segir Christine, var ég ein með Victoria litla finnur ekki, að bróðir hennar bítur hana börnin hérna í stofunni. Victoria svaf í sófanum og Paul lék sér að kubbum. Ég brá mér rétt sem snöggvast á salernið, en varð fyrir óskaplegu áfalli, þegar ég kom aftur. Paul hoppaði ofan á systur sinni, en hún lá bara og brosti. Þá fórum við rakleitt með hana í rannsókn og fengum að vita, að hún þjáist af því sama og Paul. Það sem foreldrarnir hafa mestar áhyggjur af, er að börnin geta sjálf ekki sagt til, ef þau veikjast eða rneiða sig. Þess vegna þurfa þau í skoðun að minnsta kosti vikulega. Haft er samband við lækni, ef minnsti grunur um meiðsl er fyrir hendi. Paul handleggsbrotnaði, þegar hann var ársgamall, en foreldrar hans urðu einskis varir, því drengur- inn fann ekkert til. Þess vegna verða þau að vera á stöðugum verði og líta aldrei af börnunu. Við getum ekki refsað honunt, þegar hann hagar sér illa, á sama hátt og hinum bömunum, segir Bob. Ég reyndi með vatnsbyssu um tíma, en það dugði ekki lengi. Þegar fulla vatnsfötu þurfti til að koma honum í skilning um hlutina, gáfumst við upp. Paul fékk að korna með, þegar foreldrar hans keyptu inn til jólanna. Hann varð órólegur og þau báðu hann að halda sig á mottuni. Þá fauk loks svo í snáða, að hann beit stykki framan af tungunni í sér. Blóð streymdi úr munni hans og ekki var um annað að ræða, en fara með hann í hasti á sjúkrahús. Nýjasta uppátæki hans er að troða fingrinum eins langt upp í nefið á sér og unnt er og snúa honum síðan. Afleiðingin er blóðnasir. En eins og Christine og Bob segja: - Við erum farin að venjast þessu, svo að ekkert kemur okkur lengur á óvart varðandi yngstu börnin. Við þraukum einn dag í einu og vonum bara að hann líði stóráfallalaust. FLUGMÁLASTJ ÓRN Bifvélavirkjar - járnsmiðir Flugmálastjóm vantar nú þegar bifvélavirkja og járnsmiði á Vélaverkstæði Reykjavíkurflugvallar. Upplýsingar hjá yfirverkstjóra sími 694100. Flugmálastjóri IMT DRATTARVELAR Vélaborq Bútæknihf. Sími 686655/686680 5MÍ Ný sending 549 51HESTAFLA SULANG ODYRASTA Verð TILAFGREIÐSLU STRAX Aðrar vélar á lager; IMT 567-65 ha.................. kr. 398.000.- væntanlegar fljótlega; IMT 569-71 ha. 4WD.............. kr. 498.000.- Það býður enginn betri greiðslukjör aðeins kr. 358.000.- Hydrustatiskt vökvastýri sem gerir vélina einstaklega lipra. - Ökuhraði allt að 40 km pr. kl.st. - 10 gíra. Einstaklega léttbyggð aðeins 2100 kg. Með 2 stórum vökvadælum og 4 vökvaúrtökum. Lyftutengdur dráttarkrókur. Yfirstærð af dekkjum. Hljóðeinangrað 85 db (A) luxushús með sléttu gólfi og einstaklega góðu Btsýni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.