Tíminn - 15.08.1987, Side 18

Tíminn - 15.08.1987, Side 18
18 Tíminn Laugardagur 15. ágúst 1987 SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 108 REYKJAVÍK SÍMI (91)681411 TELEX 2103 SAMVIN IS Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Opel Omega GL MMC Colt 1200 EXE Citroen Ax Mazda E 2200 Glass Van De Renault 9 Ford Escort 1600 LX MMC Galant 2000 Turbo Skoda Rapid árgerð 1987 árgerð 1987 árgerð 1987 árgerð 1986 árgerð 1985 árgerð 1984 árgerð 1983 árgerð 1983 Volvo 245 GL árgerð 1982 Fiat 138 Ritmo CL 1300 árgerð 1982 Toyota Carina DL árgerð 1981 Mazda 626 1600 árgerð 1981 Honda Accord árgerð 1980 MMC Lancer 1400 GL árgerð 1980 Toyota Cressida árgerð 1978 Porsche 911 árgerð 1977 Ford Mustang árgerð1975 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 17. ágúst 1987, kl. 12-16. Á sama tíma: Á Patreksfirði: Toyota Tercel 4x4 árgerð 1986 í Borgarnesi: M. Benz 250 árgerð 1979 Á Hvolsvelli: Mazda 323 árgerð 1987 Á Rauðalæk: Subaru 1800 st. árgerð 1982 í Keflavík: Volvo 144 árgerð1973 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 18. ágúst 1987. Samvinnutryggingar g.t. Bifreiðadeild Kennarar - kennarar Enn vantar nokkra kennara á Akranes við grunn- skóla, kennara yngri barna, sérkennara og kennara á bókasöfn. Upplýsingar veita Guðbjartur Hannesson skóla- stjóri í síma 93-12811 og 93-12723 og formaður skólanefndar Elísabet Jóhannesdóttir í síma 93- 12304. Við Brekkubæjarskóla sérkennara við deild fjölfatlaðra Upplýsingar veita Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri í síma 93-11193 og 93-11388 og Ingvar Ingvarsson yfirkennari í síma 93-13090 og 93- 12012. Við aðstoðum við útvegum húsnæðis og flutning. Skólanefnd Aðstoðarfólk í bókband/bókbindari Óskum eftir að ráða til starfa sem fyrst aðstoðarfólk í bókband og bókbindara. Upplýsingar hjá verkstjóra. Prentsmiðjan Edda Smiðjuvegi 3, Kópavogi, - sími 45000 Ég held að ég þurfí að slaka á, ég var að skamma morgunkornið fyrir of háværa smelli. Ofurkonur eiga bágt, ert þú ein af þeim? Þreyta er aðaleinkennið, bæði andleg og líkamleg og sektar- kenndin er alltaf skammt undan, en hvorutveggja er miskunnarlaust bælt niður. Því miður. Sektarkennd hvers konar, eink- um sú að finnast maður ekki af- kasta nógu miklu, erótvírætt merki um að viðkomandi beinlínis verði að taka sér hvíld og endurskða líf sitt og háttu. Bandarískir sérfræðingar hafa um árabil kannað fyrirbærið „ofur- konuna" og komist að raun um að slíkar konur eru allt of margar. þó lítið beri á þeim. Karlmenn, sem telja má ofurmenni finnast hins vegar varla nema í ævintýrakvik- myndum. Hvað er þá ofurkona? Það er kona, sem eins og þær flestar þarf að gegna ótal hlutvcrkum og vill standa sig af mestu prýði í þeim öllum. Hún tekur á sig ábyrgðina af hlutunum fyrir fjölda fólks og veit að ef eitthvað fer úrskeiðis einhvers staðar, er skuldinni skellt á hana og hún er sífellt að biðja afsökunar. Ofurkonan er fullkomin móðir, fyrirmyndar eiginkona, stórkostleg húsmóðir, framúrskarandi kokkur, einstök dóttir, hörkutól við hvers konar vinnu og afar hjálpsamur og greiðvikinn vinur. Henni tekst að sameina þetta allt á óútskýranlegan hátt með bros á vör og er alltaf til reiðu, þegar einhver þarfnast hennar. Ofurkonunni finnst hún einangr- uð og varla að undra, því hún hefur ekki tíma til að vera mannleg, ekki tíma til að hugsa um sínar eigin tilfinningar og langanir og ýtir sjálfri sér því til hliðar. Eina leiðin fyrir hana til að fá umhyggju frá öðrum, er að verða talsvert mikið veik, því minni háttar krankleika lætur hún ekki á sig fá, það er ekki tími til slíks. Þó er ofurkonan haldin alls kyns meinum, sem umsvifalaust rækju karlmenn og venjulegar konur til læknis. Stöðug streita leiðir til minna mótstöðuafls og þess vegna fá ofurkonur oft kvef, eymsli í hálsinn og eru yfirleitt haldnar slæmri vöðvabólgu með tilheyrandi bakverkjum. Oft á tíðum eiga þær erfitt um svefn og fá mun oftar martröð en annað fólk. En það tekur tíma og kostar peninga að ráða bót á svona löguðu og það versta sem ofurkonur vita, er að sóa tíma, þær eiga alltaf eftir að gera svo mikið af ýmsu tagi - ofiast tyrir aðra. Hvað myndi það fólk halda um hana, ef hún legðist bara endilöng og gerði ekki neitt, meðan hún léti nudda sig fyrir slórfé? Nýlega birtust í bandarísku blaði viðtöl við nokkrar konur, sent fóru eftir ráðleggingunni hér í upphafi: settust niður og endurskoðuðu til- veru sína. Afleiðingin varð sú, að þær eru nú fyrrverandi ofurkonur og líður mun betur. Peggy og Candy eru báðar 38 ára og við skulum tína til sitthvað, sem þær hafa að segja: Candy leggur áherslu á, að ofurkonan þarf ekki endilega að vera gift og eiga börn. Sjálf er hún einhleyp. Fyrir fáein- um árum stofnaði hún ásamt vin- konu sinni miðstöð, sem útbjó námsefni til heimanáms fyrir fötl- uð börn. Brátt var daglegur vinnu- tími kominn um og yfir 12 tíma, auk þess sem hún stundaði nokkur áhugamál, var í stjórnum samtaka og klúbba og ofan á bættust skyldur við aldraða foreldra og gamla vini. Ég einfaldlega brann upp, segir Candy. Loks tók ég mér rækilegt tak, settist niður og endurmat líf mitt. Nú orðið tek ég aðeins þátt í því, sem mér finnst mikilvægast og gæti þess að hafa ákveðinn tíma fyrir sjálfa mig. Mér finnst ég full orku. Peggy er einstæð, tveggja barna móðir og lagði einnig allt of hart að sér. Þegar móðir hennar lést og eiginmaðurinn yfirgaf hana, fékk hún mikinn áhuga á mannlegum samskiptum, einkum varðandi fólk, sem átti á einhvern hátt um sárt að binda. Bráðlega var hún orðin forseti samtaka um slíkt og ofhlaðin verkefnum. Ég fór að finna æ betur til þess að ég var ekki nógu góð móðir, segir hún. Þá kom sektarkenndin og hafði áhrif á allt hitt sem ég var að gera. Síðan uppgötvaði ég, að lífið hafði engan tilgang, það var ekkert líf, að vera alltaf vinnandi fyrir aðra. Ég þarfn- aðist þess að eiga stundir fyrir mig eina. Þar að kom, að Peggy gafst upp og tók athafnir sínar til rækilegrar endurskoðunar. - Það fyrsta sem ég gerði, var að ráða konu til að sjá um tímafrekustu húsverkin. síðan sagði ég af mér nefnda- og stjórn- unarstörfum. Loks innritaði ég mig í jazzballett og nú orðið brosti ég margfalt meira en áður. Það er skoðun Candy, að ofur- konur virðist á yfirborðinu fara létt með alla skapaða hluti, en innra með sér séu þær í þúsund molum og alltaf að velta fyrir sér, hvað sé hagkvæmast að gera næst. Peggy bendir á annað sameigin- legt einkenni: að ofurkonur eigi afar erfitt með að hætta við eitt- hvað, sem þær hafi einu sinni tekið á sig. Þær meta gildi sitt eftir því, hversu vel þær standi sig í hverju verki og telja að aðrir meti þær bæði eftir því og hversu elskulegar þær séu út á við. Það sem þessar konur eiga erfið- ast með að skilja, er að þær verða að dekra við sjálfar sig til að endurnýja orkuna og þó það taki ef til vill eitthvað frá öðrum um tíma, munu allir njóta góðs af því, þcgar fram f sækir. Að lokum eru svo nokkur góð ráð frá fyrrverandi ofurkonum til þeirra sem vilja hætta að vera slíkar og gerast venjulegar konur: * Farðu í bt'ó, helst ein. * Farðu á bókasafn og lestu eitthvað þar í hinni notalegu þögn. * Hlustaðu á þægilega tónlist í heyrnartækjum, sem loka heiminn úti * Syngdu, það er ekki hægt að hafa áhyggjur á meðan. * Farðu í göguferð í góða veðrinu, ein. * Eyddu góðri stund með því að skoða varninginn í verslunarmiðstöð. Það er ekki sím- inn til þín á meðan. * Andaðu djúpt tíu sinnum. * ímyndaðu þér sjálfa þig liggjandi í hengirúmi í sólskini. * Lestu spennandi met- sölubók. * Gerðu alls ekkert í stundarfjórðung og hugsaðu um allt annað en það sem þarf að gera. Það hleypur ekki burt á meðan. * Síðasta úrræði: öskraðu í koddann þinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.