Tíminn - 15.08.1987, Side 23

Tíminn - 15.08.1987, Side 23
Laugardagur 15. ágúst 1987 Tíminn 23 Priscilla mcð soninn, Navarone Anthony Garibaldi, fjögurra mánaða. Blikur á lofti hjá Priscillu Henni reyndist erfitt að koma undir sig fótunum eftir lát Elvis, en nú þegar hún er þekkt að eigin verðleikum og nýorðin móðir, ógnar hvert hneykslið á fætur öðru hamingju hennar og Lisu Marie. Stendur hún stormana af sér sem fyrr? þ Ó allt virðist rósrauð sæla í lífi Priscillu Presley um þessar mundir, eru ýmsar blikur á lofti. Gamlar sögur hafa verð dregnar fram úr fortíðinni og reynt að gera úr þeim hneyksli. Föðurarfi Lisu Marie Presley er ógnað og hvíslað er um að Marco, faðir Navarone litla, sé ekkert annað en ótíndur lukkuriddari, sem noti Priscillu sjálfum sér til framdráttar. Navarone Anthony Garibaldi fæddist 1. mars sl. Priscilla var á Dallas-sviðinu við vinnu þremur dögum áður. Fæðingin gekk mjög vel og tíu dögum seinna var Prisc- illa aftur komin á sviðið. Þau Priscilla og Marco eru ekki gift og Priscilla segir ástæðuna þá að hún sé enn dauðhrædd við að skrifa undir skjöl, sem gætu „heft“ hana á einhvern hátt, eins og gerðist varðandi EIvis. Hún var öllu fremur „eign“ hans en eigin- kona. Henni finnst þetta ágætt eins og það er hjá þeim Marco. Hann metur fjölskyldulíf mikils og sú afstaða er henni þung á metunum. Sitthvað hefur verið dregið fram í dagsljósið um Marco og vera kann að eitthvað af því valdi Prisc- illu óróa. Til dæmis hefur komið í ljós, að hann á tvö hjónabönd að baki og það síðara, sem hann afneitar með öllu, var ógilt 1982 vegna svika af einhverju tagi. Pá hafa ötulir blaðamenn kom- ist að því að Marco er ekki í neinu stéttarfélagi innan sjónvarps- eða kvikmyndaútvegsins,en slíkt er frumskilyrði þess að geta starfað við slíkt. Samt kallar hann sig kvikmyndagerðarmann og handrita- höfund, en ekki hefur verð hægt að sýna fram á að hann sé höfundur eins eða neins til þessa. Ekki þarf þó Priscilla að hafa áhyggjur af þessu, að minnsta kosti ekki varðandi heimilisforsjána, því hún er allvel stæð sjálf og allt útlit er fyrir að hún muni hafa sinn sess í Dallas lengi enn. Enn hafa svo sögur heyrst um að Marco, sem erellefu árum yngri en Priscilla, hafi ekki beinlínis verið „góður strákur" síðan Navarone fæddist. Þrátt fyrir það er ekki anað að sjá, en ástin blómstri og hann flýgur reglulega frá Los Angeles til Dallas einu sinni í viku til að dvelja með Priscillu og synin- um einn eða tvo daga. Fyrrverarandi ástkona Elvis skrifar bók Nýlega útkomin bók hefur hins vegar komið af stað hneyksli og Lucy de Barbin (t.v.) ásamt dóttur sinni Desiree, sem er 28 ára. í bók sinni fullyrðir Lucy, að þau Elvis hafi elskast í 24 ár og dóttir hans sé nauðalík honum á allan hátt. vakið reiði Priscillu. Bókin heitir „Are you lonesome tonight?“ og er eftir Lucy de Barbin, sem heldur því fram, að þau Elvis Presley hafi verið elskendur í 24 ár og hún fætt honum dótturina Desiree. Þó Priscilla sé fokreið, hefur hún ekki sagt neitt, heldur látið það vera í verkahring Graceland, fyrirtækis- ins um eignir Presleys, að senda út athugasemdir. Priscilla er einmitt framkvæmdastjóri Graceland. í fréttatilkynningu frá Grace- land, segir nánasti vinur Presleys, Jerry Schilling, að á umræddu tímabili hafi Elvis aldrei yfirgefið heimili sitt án hans og hann hafi . aldrei heyrt Lucy de Barbin fyrr. Jack Soden, einn af INAR syngjandi systur, og Kim eru hálfgerðar poppheiminum. Mel Öskubuskur í Æska þeirra var ótrúlega ömurleg og erfið, en þær ; segja að Gladys , ð hittist svo á að blaðamannafundurinn til kynningar *' ögunum þeirra systra var haldinn á mæðradaginn. er létu því skála í kampavíni fyrir mömmu sinni kklætisskyni fyrir alla hjálpina. fræðingum Graceland, segir að þessi kona hafi, eins og margar aðrar, ákveðið að koma nú fram á sjónarsviðið nú til þess að reyna að hafa eitthvað uppúr því að í ár er minnst 10 ára dánarafmælis Elvis. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar, því hvorki fleiri né færri en sex manneskjur krefjast þess allt í einu nú að verða viðurkenndar sem börn rokkkóngsins! Allt þetta ógnar mjög arfi Lisu Marie. EIvis lét henni eftir jafn- virði nokkurra milljarða, sem hún hefur aðeins fengið brot af, en eignast til fulls á 25 ára afmælisdegi sínum. Þegar Elvis lést, þurfti Priscilla á að halda öllum þeim stuðningi, sem hún gat fengið. Hún var ósjálf- stæð, ofvernduð og átti gjörsam- lega eftir að kynnast sjálfri sér sem manneskju, því hún hafði aldrei fengið að gera nokkurn skapaðan hlut upp á eigin spýtur. Þannig liðu nokkur ár og Prisc- illa vann ekkert út á við. Hún var vel stæð, en fannst hún lifa í tilgangsleysi. Hún fékk loks auglýs- ingavinnu sem fyrirsæta í hár- sápuauglýsingum og síðar lék hún í skammlífum framhaldsþáttum. Hún vildi nota sitt gamla ættarnafn og vera Priscilla Beaulieu, en fram- leiðendur kröfðust Presley- nafnsins. Gott sambad mæðgnanna Ég var alltaf forvitnileg, bara fyrir að hafa verið gift Elvis, segir hún. - En Lisa sagði alltaf að einn góðan veðurdag sannaðist að ég gæti hlutina sjálf. Lisa hafði rétt fyrir sér þar. Nú hefur Priscilla verið í Dallas í fjögur ár og engin merki sjást um að hcnni verði hjálpað til að hætta þar, eins og ýmsum öðrum. Nú er það fjölskyldan, sem á hug hennarallan. Hún erhamingjusöm með Marco og aldursmunurinn veldur henni engum áhyggjum. - Við erum bæði heimakær og Marco þykir vænt um Lisu. Þau ræða öll vandamál eins og gamlir vinir, segir Priscilla. Ég ætla ekki að hafa áhrif á hvaða lífsstarf Lisa velur sér, held- ur hún áfram. - Þessa stundina beinist áhuginn að fatahönnun og ég er ekki mótfallin því. En Lisa tekur ákvörðunina sjálf. Efhúnfer í skemmtanaútveginn, vona ég bara að hún viti, að þar verður fólk að geta staðið á eign fótum og þeim traustum. Nauðsynlegt er að læra hlutina og öðlast réttindi. En Navarone, sem er „bara“ sonur leikkonu í sápuóperu, mun ekki þurfa að horfast í augu við sama vanda og systir hans, dóttir góðsagnar. Hins vegar er ekki útilokað að hann verði brátt stjarna sjálfur, ekki aðeins sc^ sonur Priscillu - heldur sem sonu. umu Wade í Dallas. opppíurnar el og Kim Það er stíll yflr þeim systrum Kim og Mel mamma þeirra, sé hrein hetja og hún hafi alltaf stutt við bakið á þeim og hjálpað þeim á hverju sem gekk. Nú nýlega hafa þær Mel og Kim hlotið laun fyrir dugnaðinn og úthaldið og hjálpina frá mömmu. Þær hafa gefið út tvær hljómplötur, sem báðar hafa slegið í gegn. Plöturnar heita „Showing Out“ og „Respectable", og þær systur eru orðnar þekktar poppstjörnur. Kim, sem er eldri, (25 ára) segir: „Mamma er ekta Cockney Lund- únabúi, en pabbi okkarer Jamaica- maður. Þegar þau giftu sig varð hún fyrir miklu aðkasti frá ýmsu fólki með kynþáttafordóma. Þetta var cilíft basl, atvinnuleysi og fátækt, en lánið okkar var hvað mamma var dugleg. Hún saumaði á okkur upp úr gömlum fötum og gat búið til góðan mat úr lélegu hráefni, sem hún fékk fyrir lítið. Og aldrei gafst hún upp á að hvetja okkur til að læra og reyna að koma okkur áfram. Gladys fékk lánaða myndavél og tók myndir al stelpunum sínum og sendi þær til Ijósmyndara og sýn- ingarfyrirtækja. Það gaf þeim svo- lítið í aðra hönd að sitja fyrir, en það var ekki fyrr en þær fóru að æfa að syngja saman, að þær fundu að þær voru á réttri hillu. Kim eignaðist litla dóttur, en kærastinn yfirgaf hana. Þá kom auðvitað mamma til hjálpar. En nú er fjölskyldan sameinuð. Atvinnu- leysið er úr sögunni og systurnar hafa slegið í gegn. „Okkur hefði aldrei tekist þetta án hjálpar möntmu. Hún hefur haldið okkur öllum upp úr eymdinni og alltaf trúað á að bjartari tímar væru framundan,“ sögðu systurnar einu rónti á blaðamannafundi í tilefni af útkomu seinni plötunnar þeirra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.