Tíminn - 26.08.1987, Blaðsíða 1
Guðmundur Bjarnason tryggingaráðherra tilkynnir:
Aldraðir fá
12% hækkun
lágmarks
ellilífeyri
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
skýrði frá því í gær að lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur myndu
hækka um 12%. Þetta þýðir að fullar lágmarksbætur sem Trygg-
ingastofnun greiðir hafa verið færðar til samræmis við lágmarks-
laun í landinu. Er það í samræmi við starfsáætlun ríkisstjórnarinn-
ar. Fyrir aldraðan einstakling, sem nýtur fullrar tekjutryggingar og
heimilisuppbótar auk lífeyrisins þýðir þetta rúmlega 3000 kr.
hækkun á mánuði, og er einstaklingi sem heldur eigið heimili
þannig tryggðar 28.300 kr. í tekjur á mánuði. Hjónum með óskerta
tekjutryggingu er með þessum aðgerðum hins vegar tryggðar
tæpar 40 þúsund kr. á mánuði.
Sjá bis. 5
Lögfræðileg álitsgerð varðandi Utvegsbankakaup Sambandsins:
Samvinnumenn hafa siðferði-
og lagalegan rétt til kaupa
Á stjórnarfundi SÍS í gær var lögð fram lögfræðileg álitsgerð frá
Jóni Finnssyni hrl. varðandi kaupin á Útvegsbankanum. Álitsgerðin
rennir mjög stoðum undir lagalegan, ekki síður en siðferðilegan, rétt
sambandsfyrirtækjanna um að tilboði þeirra verði tekið.
Algjör einhugur kom fram á stjórnarfundinum og var fyrri stefna í
málinu staðfest. Einnig kom fram að erfitt getur reynst fyrir
viðskiptamálaráðherra að gera annað en að staðfesta kaup SÍS, sem
boðin voru þann 14. ágúst. Verulega sterk mótrök þyrftu þá að koma
fram en þau hafi ekki sést til þessa.
Ekki hafa nein svokölluð sáttatilboð borist sambandsmönnum
enn frá ráðherra, þótt oft hafi það heyrst í fjölmíðlum.
Sjá bls. 3