Tíminn - 26.08.1987, Side 5

Tíminn - 26.08.1987, Side 5
Miðvikudagur 26. ágúst 1987 Tíminn 5 Um 12% hækkun á lágmarkslífeyri elli- og örorkulífeyrisþega Tekjur I íf ey r isþega meiri en talið var „Jú kannski kom þetta svolítið á óvart, en ég lýsi ánægju minni yfir að lífeyrisþegar skuli bera betur settir eii talið var,“ sagði Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra á fréttamannafundi í gær, þar sem hann kynnti ráðstafanir til að bæta hag elli- og örorkulífeyrisþega frá 1. september n.k. 'nmamynd pjéiur Einstæðir lífeyrisþegar (sem búa einir) er hafa lægri lífeyri sér til framfærslu en sem nemur lág- markslaunum í landinu, 28.300 kr. á mánuði, reyndust þegar að var gáð miklu færri en áætlað hafði ver- ið við gerð stjórnarsáttmálans á dögunum -eða um einn af hverjum tíu í þessum hópi. Viðbótarkostn- aður ríkissjóðs til að tryggja að enginn úr þessum hópi hafi lág- markslífeyri undir lágmarkslaun- um reyndist aðeins um 16-17 millj. kr. af þeim 90 milljónum sem áætl- að hafði verið að það mundi kosta til áramóta. Til viðbótar hefur verið ákveðið að verja nær 58 milljónum króna til hækkunar á tekjutryggingu hjóna, sem tryggir þeim um 40 þús. króna lágmarkslífeyri á mánuði. Þessar hækkanir leiða til um 12% hækk- unar lágmarkslífeyris frá 1. sept- ember, bæði hjá hjónum og ein- staklingum sem eru einir um sinn heimilisrekstur. Lágmarkslífeyrir 28.300 Heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, Guðmundur Bjarnason, kynnti í gær þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til þess að bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega, í samræmi við stjórnarsáttmálann. í þeim ráðstöfunum sagði hann fel- ast að frá næstu mánaðamótum muni lang stærsti hluti elli- og ör- orkulífeyrisþega verða með lífeyri um eða yfir lágmarkslaunum. Um 3 þúsund króna hækkun á heimilisuppbót Frá 1. september á lífeyrisþegum sem búa einir að vera tryggður lág- markslífeyrir sem svarar til lág- markslauna, 28.300 kr. sem fyrr segir. Er þá átt við samanlagðar greiðslur frá tryggingastofnun, líf- eyrissjóðum og aðrar tekjur. Frá 1. júní hefur lífeyrir, óskert tekju- trygging og óskert heimilisuppbót til þessa hóps numið samtals 25.222 krónum á mánuði. Frá 1. septemb- er mun óskert heimilisuppbót hækka úr 4.475 kr. í 7.553 kr. á mánuði og heildarupphæðin því í 28.300 kr. í ljós kom að aðeins þurfti að hækka heimilisuppbótina hjá rúmlega 1 þús. einstaklingum til þess að ná lágmarkslaunamark- inu. Og 4.000 kr. hækkun á tekjutryggingu hjóna Óskert tekjutrygging hjóna hvors um sig hefur að undanförnu numið um 85% af tekjutryggingu einstaklinga, eða 11.129 kr. frá 1. júní s.l. Frá 1. september hækkar hún í 13.166 kr., eða í sömu upp- hæð og til einstaklinga. Lágmark- slífeyrir hjóna sem bæði njóta óskertrar tekjutryggingar hækkar þar með úr 35.904 kr. í 39.978 krónur á mánuði. Uppbót fyrir illa stadda sem búa á heimili hjá/með öðrum Enn er þó eftir nokkur hópur sem ekki nýtur framangreindra hækkana, þ.e. einstaklingar sem njóta fjárhagslegs hagræðis af sam- býli við aðra og fá því ekki greidda heimilisuppbót. Þeirra lífeyrir og tekjutrygging verða óbreytt, eða samtals 20.747 kr. á mánuði. Heil- brigðis- og tryggingaráðherra hefur því óskað eftir því við Trygginga- stofnun að hún greiði, samkvæmt heimild í lögum frá 1971, uppbót á lífeyri þeirra einstaklinga úr fram- angreindum hópi sem enn eru með bætur og laun undir lágmarkslaun- um og sýnt þykir að ekki komist af án frekari aðstoðar. Talið er að þetta geti átt við um á bilinu 300- 500 einstaklinga. Innan við þriðjungur ein- staklinga með heimilisuppbót Einstaklingar sem fengu greidd- an elli- eða örorkulífeyri árið 1985 vorú samtals um 16.400 talsins, og hjón um 3.800, eða alls um 24 þús- und manns (u.þ.b. 10. hver íslend- ingur). Af þessum 24 þús. manns voru um 17.400 senr fengu greidda tekjutryggingu. Af einstaklingun- um voru um 5.100 manns, eða inn- an við þriðjungurinn, sem höfðu það lágar tekjur að þeir feng einnig greidda heimilisuppbót, sam- kvæmt skýrslum Tryggingastofn- unar. Tekjutrygging hjóna fellur fyrst niður við 74 þús. kr. mánaðartekjur Full tekjutrygginggreiðist til ein- staklinga sem ekki hafa yfir 94.800 kr. aðrar tekjur á ári en bætur al- mannatrygginga og hjóna sem ekki hafa yfir 132.700 kr. aðrar tekjur. Tekjur þar umfram skerða tekjutr- ygginguna um 45% af því sem um- fram er, þannig að hún fellur alveg niður hafi einstaklingur yfir 446 þús. og hjón um 726 þús. kr. um- fram lífeyri almannatrygginga. Einstaklingur getur því haft tæpar 45 þús. kr. á mánuði og hjón um 74 þús. á rnánuði samtals í lífeyri og laun áður en tekjutryggingin fellur að fullu niður. Sömu skerðingará- kvæði gilda um heimilisuppbótina. Vakin skal athygli á að aldraðir og öryrkjar þurfa að sækja um þær bætur sem hér um ræðir, þ.e. tekjutryggingu, heimilisuppbót og uppbót á lífeyri, til Tryggingastofn- unar eða umboðsmanna hennar úti á landi. -HEI Fjallalax hf. á Hallkellshólum: Stærsta seiðaeldis- stöð á Norðurlöndum \ Fjallalax hf. sem mun vera ein stærsta seiðaeldisstöð á Norðurlönd- um var vígð á laugardag. Stöðin sem á að geta framleitt 1,5 til 1,7 milljón seiða af 50 gramma stærð á ári er að Hallkellshólum í Grímsnesi. Það er Gísli Hendrikssonar ásamt fjöl- skyldu sem á 51% eignarhlut í stöðinni, en Seafood development sem eru norskir aðilar eiga 49%.. Fjallalax hf. hefur byggt 2400 fermetra seiðaeldishús og eru í því 116 startfóðurker 2x2 metrar að stærð og 36 eldisker 4x4 metrar að stærð. Þá er verið að setja upp 25 til 30 útiker sem verða 9 metrar á breidd. Stofnkostnaður mun vera um 120 milljónir. Gísli Hendriksson sagði að fisk- eldisstöðin hefði nú um 400 sek- úndulítra af sjálfrennandi köldu vatni og væru lindir fyrir neðan stöðina þannig að hægt væri að bæta við með dælingum. Heitt vatn væri á staðnum og stæði til að bora eftir meiru enda mikill hiti í jörðu á þessum slóðum. Gísli sagðist gera ráð fyrir 12 til 14 mönnum í vinnu þegar stöðin yrði komin í fullt gang síðari hluta vetrar. Taldi hann stöðina geysilega lyfti- stöng fyrir byggðalagið. Fyrirtækið ætti eftir að koma til að borga fasteignagjöld til sveitarfélagsins, auk þess sem útsvör skiluðu sér í hreppssjóð. Gísli sagði hreppinn hafa verið afar hliðhollan fyrirtæk- inu og gefið eftir aðstöðugjöld í þrjú ár. Að sögn Gísla er ætlunin að selja seiðin bæði á innanlandsmarkað og til útflutnings. Kaupendur væru tryggir og væri búið að selja um 60 þúsund seiði úr stöðinni nú þegar. Sagðist Gísli bjartsýnn á framtíð eldisstöðvarinnar og sagði íslenskt fiskeldi eiga sér trygga framtíð svo fremi sem sjúkdómar yllu ekki stór- tjóni. -HM Nýja fiskeldisstöðin að Hallkcllshól- um í Grímsnesi. Gísli Hendríksson hjá Fjallalaxi hf.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.