Tíminn - 26.08.1987, Side 8

Tíminn - 26.08.1987, Side 8
8 Tíminn Miðvikudagur 26. ágúst 1987 Titninn MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuömundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Loðdýraræktin á framtíð fyrir sér Á undanförnum árum hafa stjórnvöld, samtök bænda og fleiri aðilar lagt áherslu á uppbyggingu nýrra búgreina í landbúnaði. Þessum nýju búgreinum er m.a. ætlað að vega upp á móti samdrætti í hefðbundinni landbúnaðarframleiðslu og skapa ný atvinnutækifæri til sveita. Einkum er hér um að ræða fiskeldi og loðdýra- rækt. Þrátt fyrir að báðar þessar atvinnugreinar séu nýjar hér á landi hafa þær verið stundaðar í mörg ár í næstu nágrannalöndum okkar og gefið góða raun. Engin ástæða er því til annars en að ætla að reynsla okkar geti orðið hin sama í framtíöinni. Marg oft hefur komið fram að landkostir og aðrar aðstæður hér á landi henta vel þessum búgreinum og sú reynsla sem fengist hefur lofar góðu þótt ýmsir byrjunarörðugleikar hafi komið upp á. Þetta á jafnt við um fiskeldið sem loðdýraræktina. Um síðustu helgi hélt Samband íslenskra loð- dýraræktenda aðalfund sinn á Laugarvatni. Fundurinn var mjög vel sóttur og kom fram greinilegur vilji loðdýrabænda til að efla sína búgrein og ná samsvarandi árangri og starfsbræður þeirra erlendis. Mikil fjölgun hefur orðið í loðdýraræktuninni og má nefna að á síðasta ári hófu 34 nýir framleiðendur starfsemi og eru nú um 220 loðdýrabú í landinu. í ársbyrjun 1986 var minkastofninn um 12.900 læður en var kominn upp í 23.900 læður í árslok. Það svarar til tæplega 90% aukningar. Þá var refastofninn um 18.000 dýr um síðustu áramót og hafði fjölgað um 18% á árinu 1986. Verðmæti minkaframleiðslunnar er áætlað um 160 milljónir króna en refaframleiðslunnar 220 milljónir. Framleiðsluverðmæti loðdýraræktarinnar er því áætlað alls um 380 milljónir króna á þessu ári. Á þessu sést að loðdýraræktin hefur unnið sér fastan sess í íslensku atvinnulífi og bendir allt til að hún muni í framtíðinni gefa af sér verulegar tekjur í þjóðarbúið. Eitt brýnasta hagsmunamál loðdýrabænda er efling leiðbeiningarþjónustunnar. Þeir benda á að árlega bætast margir bændur við f hópinn án þess að hafa þekkingu eða reynslu í loðdýrarækt og því sé nauðsyn- legt að öflug leiðbeiningaþjónusta sé til staðar. Nú er starfandi einn ráðunautur á landsvísu sem eingöngu sinnir loðdýrarækt og annar er nýráðinn til starfa í fóðurfræðum. Telja loðdýrabændur fulla þörf á fleiri ráðunautum til að sinna þjónustu við þá. Á síðasta ári hófst undirbúningur þess að koma upp sóttkvíarbúi og innflutningi loðdýra. Innflutningur hefur jafnan verið miklum erfiðleikum háður og þótti ástæða til að koma á fastari reglum til að auðvelda innflutning loðdýra í framtíðinni, enda mikil þörf á að flytja inn ref og mink til blöndunar á þeim stofnum sem hér eru fyrir hendi. Nú hefur verið gengið frá samningi milli Ræktunar- félags Norðurlands, Sambands íslenskra loð- dýraræktenda, Búnaðarfélags íslands og landbúnaðar- ráðuneytisins um byggingu og rekstur sóttkvíarbús fyrir innflutt loðdýr á Möðruvöllum í Hörgárdal. Með t.ilkomu þeirrar stöðvar verður unnt að flytja til landsins kynbótadýr og dreifa þeim um landið. Allt þetta miðar að því að styrkja loðdýraræktina og skapa henni þau skilyrði sem nauðsynleg eru ef hún á að standast samkeppni á erlendum mörkuðum. Loðdýraræktin er vaxtarbroddur í íslenskum land- búnaði. Hún þarf á stuðningi að halda sín fyrstu ár en mun vafalítið skila ríkulegum arði í framtíðinni. GARRI llllllíllllllllll Wllllll Gestaverkamenn á hótelum iíflllll »;*!1 i 1 í jfiiíiimilULi Garra |>ót1i hún úneitanlcga nokkuö scrkennileg hugmyndin sem hann las uni hcr í Tímanum á dögunum um aö ráöa hingað erlent verkafólk og fá því fínustu lúxus- hótel landsins til íbúöar. Hér myndi vera um að ra;ða fólk úr þeirri stétt sem í Þýskalandi gengur undir nafninu “Gastarbeiter“ og á íslensku mætti því nefna gesta- vcrkamcnn, cn dægurlagasöngvar- ar hafa reyndar nefnt hinu ólíkt rómantískara heiti farandverka- menn. Þetta vekur raunar spurn- inguna um þaö hvers vegna við ættum að láta útlcndingum það einum eftir að fá að gista ókeypis á fínustu hótclum okkar; því mega íslendingar utan af landi ekki fá að ráða sig í verksmiðjuvinnu í Reykjavík gegn frírri gistingu á Hótel Borg? En að öllu gamni slepptu þá vekur þetta til umhugsunar um ýmsa hluti. Einu sinni vorum við íslendingar taldir bæði fátækir og smáir. Erum við kannski núna að verða svo ríkir og fínir með okkur að við þurfum allt í einu að fara að flytja inn vinnufólk til að vinna fyrir okkur óvirðulegu störfín? Spenna á vinnumarkaðnum Nú dylst þaö hins vegar engum að hér er núna töluverð spenna á vinnumarkaðnum. Atvinnuauglýs- ingar í fjölmiðlum benda til þess að mikil eftirspurn sé eftir fólki, og framkvæmdir virðast hér vera tölu- vert miklar, ekki síst á vegum einkafyrirtækja. Aftur á móti er ekki að sjá að neinn sambærilegur vöxtur hafi hlaupiö í umsvif hins opinbera. Þegar slíkt ástand er í þjóðfélag- inu þykir Garra rétt að fara frani meö fullri gát. Drifkraftur fyrir- tækjanna er eins og menn vita sá hagnaður sem þau sjá í væntanleg- um umsvifum. I litlu þjóðfélagi eins og okkar gctur auðveldlega komið upp sú staða að nauðsynlegt sé að menn reyni að sjá fótum sínum forráð. Því er ncfnilega þannig varið að eitt meginhlutverk allra atvinnu- fyrirtækja hér á landi lilýtur fyrst og síðast að vera að halda hér uppi atvinnu og viðunandi velmcgun fyrir allan almenning. Hagnaður er vissulega góður, en kapphlaupið eftir honum má þó ekki ganga svo langt að við missum stjórn á allri skynsemi okkar að því er varður skipulagningii á þvi til hvers við verjum peningum þjóðarbúsins. Hvað um flugvellina? Aður en einstök einkafyrirtæki fara að eyða stórfé í að borga niður rándýra hótelgistingu fyrir útlenda vcrkamcnn getur þannig veriö ástæða til að spyrja hvort ekki sé þjóðarbúinu hagkvæmara aö verja þeim peningum til einhvers annars. Að ekki sé talað um ef slík fyrirtæki skyldu láta sér detta í hug að ráðast í rándýrar fjárfestingar i húsnæði og tækjabúnaði undir rekstur sem síðan sé ætlunin að halda að meira cða minna leyti uppi með erlcndu vinnuafli. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort þeim peningum sé ekki betur varið til þess til dæmis að bæta cinhvcrju af þeim fíugvöllum landsins scm þarfnast mestra endurbóta, að ekki sé talað um vegakerfið sem allir eru sammála um nauösyn þess að endurbæta. Og þannig má halda áfram og minnast t.d. á skólana, sjúkrahús- in, söfnin, þjóðarbókhlöðuna o.s.frv. Málið er að spurningin er fyrst og fremst hvort fjárfestinga- glaöir cinkaaðilar eiga að fá að vera algjörlega hönilulausir að því er varðar framkvæmdir og fjár- bindingu. Frelsið er vissulega gott, og öll viljum við fá að njóta þess. En jafnfraint því kann hér að veru þörf á einhverju aðhaldi. Garri Tuddaskapur og tollameðferð Úr bæ í borg var cinu sinni sagt um ákveðinn kafla í sögu okkar íslendinganna. Er það með réttu að mikil umskipti urðu á þeim tímum. Oft hefur vcrið talað um að þau umskipti megi fyrst og fremst þakka þcim framförum sem orðið hafa í þröun borgaralegra lifnaðarhátta. En umskiptin eiga ekki síður rætur sínar að rekja til framfara í sveitum landsins. Búskaparhættir hafa tekið miklum stakkaskiptum og framleiðslugeta á hvern mann hefur marfaldast á afar skömmum tíma. Þetta á ekki að þurfa að segja nokkrum manni nú á dögum, en það er aldrei að vita hvenær fólk feraðgleymasjálfsögðum hlutum. Svissneskur svínaslátrari Það er greinilegt að slíkar áminningar þurfa að vera vel úr garði gerðar. Bú 87 var ein slík áminning og upplýsing um það hvað landbúnaður er í raun og veru. Þó að ekki hafi komið á sýninguna nema eins og góður laugardagur í Kringlunni. þá eru flestir ánægðir. Sýningin vakti mikla og verðskuldaða athygli og sýndi landbúnaðurinn á sér nýjar og skemmtilegar hliðar. Nægir að nefna hér tuddana og ritstjóra Bændablaðsins. Fullvaxið naut og smigluð dönsk skinka eru út af fyrir sig hið besta mál. Niðurstaðan varð þessi: íslensk skinka er betri en sú danska þrátt fyrir að hinni síðarnefndu sé komið framhjá ár- vökulum augum tollvarðanna í búðarpoka með áletruninni „Dansk mad“. Það er þá alls ekki rétt sem svissneskur svínaslátrari hvæsti einu sinni af mikilli vandlæt- ingu í mín viðkvæmu eyru. Hann var þá í miðju kafi að skafa hærur af svissneskri feitri giltu og talaði ákaflega um gæði eigin svína og þá fávisku íslendinga að fóðra svínin sín á fiskimjöli eingöngu. Mig minnir að hann hafi klikkt út með því að endurtaka í sífellu „fisch fleisch, fisch fleisch", hvað svo sem það merkti. Helst var ég á því að merkingin væri sú að fiskibragð væri af svínakjötinu okkar. Hvað um það. Þarna um kvöldið í slátur- húsinu hans þorði ég ekki fyrir ntitt litla líf að halda uppi vörnum fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og lái mér það hver sem vill. Gilturnar hrinu og það blakti á flugbeitta hnífana, auk þess sem ég held að hann hafi verið búinn að salla á sig síðdegissjússinum. Hlutdrægni En aftur á Bú 87. Hvort þar hafi valdið ást okkar á fiskafurðum eða annað, að við völdum frekar ís- lensku skinkuna, skal ég ekkert segja til um. Sjálfsagt er því þannig varið að við fóðrum svínin okkar alls ekkert á fiskimjöli eða afurð- irnar eru einfaldlega svona góðar. Það finnst mér einna líklegasta skýringin, jafnvel þótt það verði bara kallað hlutdrægni Tímans. En önnur áminning er líka tíma- bær í þessu sambandi. Það er hvað ntikið er flutt inn í landið af alls konar matvælum. Ég segi ekki að það þurfi alveg að banna fólki að kaupa sér erlenda tertubotna. Hitt er mikið umhugsunarefni að það er engin þörf á því að kaupa þennan varning inn til landsins. Allir þessir hlutir eru tiltækir hér. Tertubotnar eru til reiðu í hverju einasta bakaríi á landinu að kalla og þessir botnar eru ekkert síðri en danskir eða þýskir. Eini munurinn er líklega sá að það er eitthvað minna af rot- vamareitri í innlendu framleiðsl- unni. Þó svo að ég hafi ungur maður þurft að þola það að fá ekki rönd við reist gagnvart svissneskum svínaslátrara á heimavelli sínum, þá er engin ástæða til að hopa þegar við stöndum orðið þetta föstum fótum hér norður frá. Hér eru engir blikandi hnífar á lofti, eða hvað? Þó að við séunt ekki alveg lausir undan erlendu vopnaskaki á fóst- urlandinu, þá er engin ástæða til að afneita eigin afurðum. Þaðan af síður þurfum við að neita að kann- ast við að veiða, ala og fóðra þau dýr sem við höfum byggt hagsæld okkar á til þessa. Fyrsta skrefið væri e.t.v. að herða tollameðferð og skerpa á árvökulum augum tollara. Annað skrefið væri þá að fólkið veldi íslenskt þó að það salli á sig kvöldstaupi í útlandinu. En við verðum að óska þess að eignast öll einhvern tíma þá djörf- ung sem gneisti af hnífum slátrar- ans. Þar talaði þegn í óháðu frjálsu ríki á þann hátt að ekki var gerlegt annað en jánka. KB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.