Tíminn - 26.08.1987, Page 9

Tíminn - 26.08.1987, Page 9
Miðvikudagur 26. ágúst 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR Jarðgöng á Vestfjörðum Nokkur umræða hefur orðið um jarðgöng á Vestfjörð- um, og hafa verið skoðuð svæði fyrir hugsanlega gangna- munna í Breiðadal, Botnsdal og Tungudal. Var útivinna miðuð við svonefnda T-tilhögun, en hún gerir ráð fyrir því að göng liggi beint úr Breiðadal yfir í Tungudai, og göng úr Botnsdal tengist við neðanjarðar. í júní í ár kom svo út álitsgerð frá Byggðastofnun, tekin saman af Birni Jóhanni Björnssyni, jarðfræðingi og verkfræðingi, og eru birtar hér þeir helstu hlutar úr henni, sem álitið er að almenning varði. Áætlanir uni gangagerð undir Breiðadalsheiði eru ekki nýjar af nálinni. í Vestfjarðaáætluninni sem gerð var á árunum 1963-1965 var gert ráð fyrir gerð jarðganga undir svonefnda Kinn sem er efsti og torfærasti hluti Breiðadalsheið- ar. Gangamunnar voru áætlaðir í uþh. 540 m hæð Skutulsíjarðar- mcgin. en í uþb. 510 m hæð Önundarfjarðarmegin. Lengd ganganna var áætluð um 570 m. Á þessu gangastæði voru gerðar jarðfræðiathuganir á árunum 1965 og 1966. Boraðar voru tvær kjarna- holur með bor frá Jarðborununr ríkisins og grafið var frá hugsanleg- um gangamunnum nreð gröfu. Bcrgið í borholunum virtist lítt fýsilegt til gangagerðar. Bcrglög voru gcrð úr þunnum lögum með þykkum lausum kargalögum á nrilli og jarðlagahalli virtist óhagstæður. I'egar reynt var að grafa frá ganga- munnum kom í Ijós að erfiðleikum virtist háð að finna heilleg berg. Var því horfið frá hugmyndum unr göng á þessum stað að sinni. Rcynslan af byggingu Odd- skarðsganganna virðist hafa orðið til þess að flestar hugmyndir um veggöng voru lagðar til hliðar. Það var svo ekki fyrr en með vinnu Samgöngunefndar Vestfjarða, sem skipuð var á árinu 1980 og lauk störfum á árinu 1985, að hugmyndir um veggöng tóku að skjóta upp kollinum á nýjan leik. Nefndin gerð í áfangaskýrslu tillögur um nokkra jarðganga- möguleika til þess að tengja saman byggðirnar við Önundarfjörð, Skutulsfjörð og Súgandafjörð eða tengja saman svonefnt ísafjarðar- svæði. Sunrarið 1984 var einnig haldið áfram rannsóknum á svæðinu og voru þá nokkrar gangaleiðirnar frá því sumarið áður athugaðar betur og einum möguleika, Botnsdalur- Breiðadalur, bætt við. Við hönnun jarðganga svo sem annarra samgöngumannvirkja þarf að ákveða þær umferðarforsendur sem hönnun skal miðast við. Þetta er ekki einfalt sérstaklega þegar líkur eru á að samgöngu- mannvirkiö muni breyta verulega umferðarmunstri á svæðinu og jafnvel byggðaþróun. I þessu sambandi nægir að benda á brúna yfir Borgarfjörð, þar sem talið er að umferð sé 40-50% meiri en áætlanir um arðsemi gerðu ráð fyrir. Hins vegar má segja að þegar einungis er um stofnkostnaðaráætl- un að ræða er dæmið fyrir jarðgöng nokkru einfaldara og ekki nauð- synlegt að reyna að gera sér ná- kvæma grein fyrir hugsanlegri um- ferð um göngin nerna innan vissra marka. Niðurstöður bílatalningar frá ár- inu 1985 á vegum sem liggja um Breiðadalsheiði og Botnsheiði eru sýndar á eftirfarandi töflu: Árdegisumferð nateyrarvegur-Súgandafjarðarvegur 97 Súgandafjarðarvegur-Djúpvegur 117 Vestfjarðavegur-Botn 88 Nú er það löngu þekkt staðreynd að umferð eykst mjög verulega með batnandi vegakerfi. í skýrslu sem unnin var sem lokaverkefni í viðskiptafræðideild Háskóla ís- lands um arðsemi gangagerðar milli Súgandafjarðar og Skutuls- fjarðar var notuð sú viðmiöun að gera ráð fyrir að umferð um þessi göng yrði svipuð og umferö á milli Súðavíkur og ísafjarðar. Að baki þessari forsendu liggursú hugmynd að ferðamöguleikar fólks um þessa vegi, að lokinni jarðgangagerð á miili Súgandafjarðar og Skutuls- fjarðar, verði svipaðir, þar eð livor- ug leiðin liggur yfir 200 m hæð. í vegagerð er yfirleitt reiknað með að afskrifa mannvirkið á 20 til 30 árum. Því verður að gera ráð fyrir að mannvirkið þjóni tilgangi sínum í þennan árafjölda án meiri háttar endurbóta. Þegar átt er við mannvirki eins og göng sem erfitt er að endurbæta þannig að afkastageta þeirra aukist til muna væri etv. rétt að miöa við lengri tíma. Hins vegar er nær , útilokað að gera rökræna umferð- arspá fyrir t.d. 50ár fram í tímann. Við mat á umferðaraukningu er stundum notuð sú aðferð að reikna hana út frá fjölgun fólksbifreiða í landinu. Fjölgun fólksbíla sýnist vera háð fjölda fólksbíla á íbúa og vcxti þjóðarframleiðslu á íbúa. Svona reikningar hafa gefið til kynna um 3% umferðaraukningu á ári. Sé reiknað með 3% umferðar- aukningu á ári og gert ráð fyrir að umferð um Breiðadals- og Botns- heiði sé nú 120 ÁDU gefur þessi aðferð að eftir 50 ár væri ÁDU 526 ökutæki. Sé mannvirkið hins vegar afskrifað á 30 árum, væri untferð eftir þann tíma 291 ÁDU sé miðað við sömu umferðaraukningu og áður. Það gæti því virst eðlilegt að miða hönnun gunganna við 300 til 500 ÁDU. Þetta er að vísu ekki í samræmi við viðteknar venjur hér- lendis. Venja er hérlendis að taka mið af áætlaðri ÁDU 10 árum cftir að hönnun fer fram og í Noregi er miðað við áætlaða ÁDU árið scm mannvirkið er tekið í notkun. Val á umferðarforsendum sem gera ráð fyrir þreföldum til fimm- földun umferðar er að sjálfsögðu háð því að erfitt er að endurbæta göng fyrir aukna umferð. Þó er einn hluti ganganna sem eðlilegt virðist að hanna fyrir um- ferð sem er nær þeirri umferö sem nú er á slóðum ganganna.Þetta er loftræstikerfið. Of öflugt loftræsti- kerfi eykur stofnkostnað og þó sérstaklega rekstrarkostnað kerfis- ins talsvert. Endingartími slíks kerfis er væntanlega mun minni en endingartími annarra hluta gang- anna. Þess vegna er talið rétt að athuga loftræstingu ganganna með tilliti til ÁDU = 200 og að mesta umferð yrði yfir 40 ökutæki á klukkustund. Berglög undir Breiðadalsheiði og Botnsheiði cru basalthraunlög sem tilheyra neðsta hluta Vest- fjarðablágrýtisins og eru 14-15 milljón ára gömul. Frá sjávarmáli út við mynni Súgandafjarðar og upp í Langafjall austan Breiðadals- heiðarerum 1000 m þykkurhraun- lagastafli. Jarölagahalli er yfirleitt suðaustlægur. Gangar eru alltíðir og hafa norðaust-suðvcstlæga stefnu. Misgengissprungur hafa sömu stefnu og gangarnir en yngra sprungukerfi sem hefur NV-SA læga stefnu liggur yfir Breiðadals- heiði. Algeng þykkt millilaga er 10-40 cm. Stundum eru engin millilög, ef um er að ræða hraunbelti í ólivín- basalti eða þunnlaga þóleiít sem runnið hafa með stuttu millibili. í þeim 1000 m hraunlagastafla sem hér um ræðir eru þó aðeins um 10 millilögscm eru þykkricn 1 m. Berglagahalli er yfirleittsuöaust- lægur en mismikill og frávik frá suðaustlægri hallastefnu koma fyrir. Hátt til fjalla út með Súg- andafirði og Önundarfirði er hall- inn vart merkjanlegur, en er orðinn grcinilegur þegar komið er austur að Breiðadalsheiði. Yst í Súganda- firði er hallinn um 1-2 gráður við sjávarmál en um 3-4 gráður í innanverðum Önundarfirði. í botni Súgandafjarðar cr hallinn nokkru meiri eða 4-5 gráður. Sprungur og gangar hafa veriö kortlögð á svæðinu bæði af starfs- mönnum Vegagerðar ríkisins og Orkustofnunar. Gangar eru frem- ur strjálir 1-4 á km við sjávarmál og færri þegar ofardregur. NA-SV gangastefna er ríkjandi. Misgengi með NA-SV stefnu eru fremur strjál, en finnast um allt svæðið. Þeim hallar jafnan um 20-30 gráður frá lóðréttu. Kerfi af N V-SA sprungum liggur inn með Súgandafirði og suðaustur yfir Breiðadalsheiði. Misgengi með þessa stefnu virðast yngri en aðrar sprungur á svæðinu. Hreyfing á þeim stærstu virðist nema nokkrum tugum metra. Engar beinar mælingar eru til á iekt jarðlaga í grennd við Breiða- dals- og Botnsheiðar. Lindir koma fram ofan við 400 m hæð norðan við Brciðadalshciði og spretta oft fram ofan á þéttum millilögum. Einnig sjást lindir við sprungur og ganga. Surtarbrandsnáman viö Botn í Súgandafirði er í 120 m hæð yfir sjó. Námugöngin ná um 300 m inn í fjallið og eru alla leiðina í sama laginu. Að sögn manna sem unnu í námunni á seinni stríðsárunum var lítill leki inn í námugöngin. Nokkrar borholur hafa verið boraðar í Tungudal inn af Skutuls- firði. Þær hafa allar liitt á lek jarðlög í allt að 250 m dýpi undir sjávarmáli. Vatnsmestu holurnar gefa 1 -21/sck af um 20 gráðu heitu vatni. Jarðhiti í Súgandafirði er tengd- ur berggöngum meö NA-SV stefnu og sprungukerfinu með NV-SA stefnu, sem nær í gcgnum allan Súgandafjörð og inn á Breiðadals- hciði. Hér að framan hefur verið lcitast við að gefa yfirlit yfir jarðfræði í nágrenni Breiðadalsheiðar. í þess- um kafla verður aftur á móti reynt að gera sér grein fyrir jarölögum á gangaleiðinni. Eins og fram hefur komið cr jarðlagahalli í nágrenni Breiða- dalsheiðar nokkuð óreglulegur. Mældur halli á ólivínsyrpunni í Breiðadal cr um 2 gráður í stefnu jarðganganna. einnig virðist óli- vínsyrpan vera nokkru þykkari í Tungudal en í Breiðadal. Sömu- leiðis gætu misgengi á gangaleið- inni haft áhrif á legu jarðlaganna. Taka verður tillit til allra þessara atriða þegar dregið er jarðlagasnið í gegnum Breiðadalsheiði. Mynd 5.6 sýnir svo snið í gegnum heiðina, sem byggt er á þcim upplýsingum sem fyrir liggja. Eins og myndin sýnir er gert ráð fyrir að nokkurt hnik verði á jarðlögunum um mis- gengi með NV-SA stefnu, en ann- ars er ekki gert ráð fyrir að önnur misgengi hafi áhrif á jarðlögin. Mynd 5.7 sýnir jarðlagasnið sem tekin voru í Súgandafirði. Við Botnsá finnast jarðlög scm tilheyra neðstu jarðlagasyrpunni sem fjall- að er um hér. í farvegi Botnsár ætti því að vera hægt að finna millilög samsvarandi þeim sem surtar- brandurinn í Botnsnámunni finnst Ofan á þessi lög sem eru mörg dílótt kemur síðan þóleiítsyrpa. Ólivínbasalt fannst ekki við Botnsá enda opnur þar fáar. Aftur á móti finnst ólivínbasalt upp í hlíðunum fyrir ofan þjóðveginn í uþb. 250 m hæð. Jarðlagahalli í innanverðum Súgandafirði er talsverður eða um 4 gráður til SA. Hallinn minnkar hins vegar mikið þegar ofar dregur og er orðinn um 2 gráður í 400 m hæð innst í firðinum. Eins og um var getið í inngangi þessarar skýrslu var í fyrstu gert ráð fyrir því að miða legu og frumhönnun vegganganna við þær hugmyndir sem Iram koma í skýrslu Vegagerðarinnar frá 1985. Þessar hugmyndir eru sýndar á mynd 2.1. í samráði við framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga var síðan ákveðið að athuga frckar svonefnda T-lausn. Sú lausn er fólgin í því að grafa göngin bcint frá Brciðadal og yfir í Tungudal og sprcngja síöan göng niður í Botnsdal og gera gangamót undir Breiðadalsheiði. Við þessa athugun sem hér er til umfjöllunar var hæöarlega ganga- munna miðuð viö það ;ið þeir væru ekki yfir200 m hæöyfirsjávarmáli. Halli ganganna er miðaður við að eðlileg afvötnun eigi sér stað. Einn- ig var ákveðið að í göngunum mætti hvergi vera hápunktur þar sem hlýtt og hugsanlcga mcngað loft gæti safnast saman og myndað mengunartappa. Þó er einn hápunktur á göngun- um skammt frá munna í Brciðadal. Hann er hafður til þcss að minnka vatnsdælingu úr göngunum því búast má viö nokkrum lcka inn í göngin nálægt munna þar sem bergþykktin ofan á göngunum og ætti ekki að koma að sök hvað varðar loftræstingu. í fyrstu athugunum var viö það miðað að gera bein göng frá Breiðadal og í Tungudal, mcð gangamótum í skcrpunkti A (sjá mynd 6.1). Þcssi tilhögun leiðir til hcildarlengdar um 9200 m. Þegar farið cr að athuga jarðfræði og sprungur kemur hins vcgar í Ijós að stcfna ganganna frá gangamótum og í Botnsdal cr mjög samsíða stefnu á ungum sprungum scm skera svæöið. Vcgna þessa var hætt við þessa tilhögun og ákveöið að færa ganga- mótin nokkuö til norðausturs nær Tungudal. Þetta vcldur því að að göngin til Súgandafjarðar skera þessar ungu sprungur með nokkru horni og gangamótin verða á svæði þar scm ekki viröist mikið um sprungur. Hins vegar gefur þessi tilhögun heildarlengd scm er 9350 m. Þessi tilhögun þótti ekki sérlega æskileg þó að hún virðist tæknilega í lagi. Þess vegna var leitað að nýrri tilhögun sem fylgir ekki hinni upp- runalegu T-hugmynd. Stysta leiðin til þcss að tcngja saman hina þrjá gangamunna væri að hafa gangamótin á stað þar scm heimingunarlínur horna á milli gangamunnanna skcrast. Ekki er þó æskilegt að staðsctja gangamót á þessurn stað því það veldur að göngin úr Súgandafirði vcrða aftur samsíða ungu brotalínunum. Þess vegna voru skoðaðar aðrar staðsetningar fyrir gangamótin. Staður C á mynd 6.1 væri mjög æskileg staðsetning gangamóta. Þessi staður hefur þann ókost að göngin úr Breiðadal verða mjög samsíða stefnu ganga og NA mis- gengja sem liggja um svæðið. Sá kostur sem hér er valinn er að staðsetja gangamótin við stað D á mynd 6.1. Ef gangamótin eru stað- sett þarna virðast þau fyrir utan meginbelti ungu sprunganna með NV stefnu, leggurinn frá Breiða- dal, sem er enn nokkuð samsíða NA stefnu er styttur og göngin í Súgandafjörð hafa ekki verri stefnu en áður.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.