Tíminn - 26.08.1987, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 26. ágúst 1987
Tíminn 11
BÆKUR
IIIIIIII
Ekki heimsborgin París
Arni B. Helgason:
Paris, sögubók,
Fjöregg, Grenivík-Reykjavik 1987.
Nafn þessarar nýju skáldsögu,
ásamt kápumynd hennar sem er
tekin upp úr málverki eftir franska
málarann Degas, gæti bent til þess
að hér væri á ferðinni skáldsaga um
heimsborgina París. Svo er þó
ekki. Pegar lesið er aftur í bókina
kcmur í Ijós að nafn hennar á við
barnaleikinn mcð þessu nafni og á
væntanlega að skiljast táknrænum
skilningi: persónur bókarinnar
leiki saman og hver á móti annarri
líkt og börn hoppa í parís.
Annars verður það ckki af
bókarhöfundi skafið að hann kann
íslensku og gerir sér fulla grein
fyrir þeim hörðu kröfum um agað-
an stíl sem góður skáldsagna-
höfundur þarf að gera til sjálfs sín.
Ég veit ekki betur en þessi bók sé
algjör frumraun hans í sagnagerð.
En eigi að síður ber hún þess
glöggan vott að hann er sér vel
meðvitandi um þá sjálfsögun að
því cr varðar vandvirkni í fram-
setningu sem skáldsagnahöfundar
þurfa að bcita.
Og þó má jafnframt segja að
þessi mikla ögun stílsins sé höfundi
samtímis töluverður fjötur um fót.
Ef reyna á að lýsa stíl hans liggur
einna næst að benda á að hann er
margorður og frekar tilbrigðalítill,
sem fyrst og fremst stafar af því
hve ögunin í framsetningu veitir
stílnum mikinn alvöruþunga. Höf-
undur hefur að því er helst er að
sjá forðast það skipulega að hlaupa
út undan sér með glensi eða að
bregða á nokkurn hátt á leik í
frásögn sinni. Þessi vinnuregla
hans leiðir það af sér að bókin
verður töluvert þyngri aflestrar en
ella og að það kostar bæði átök og
vinnu að komast til botns í hcnni.
Af þcini sökum hentar bókin
ekki beinlínis til afþreyingarlestrar
í sumarfríi, og raunar má einnig
telja að víða hefði það orðið til
verulegra bóta að skera frásögnina
töluvert niður og stytta hana. Það
er vel þekkt meðal allra sem fást
við ritstörf að það er síst minni
vandi að strika út og þjapþa saman
heldur en að semja. Höfundur
virðist ekki enn hafa náð valdi á
þeirri gullnu vinnureglu, og má
vera að hefði hann fengið einhvern
vanan bókmcnntamann til að lesa
verkið yfir fyrir sig í handriti þá
tietói slíkur ráðgjafi getaö gefið
honum góðar ábendingar í þessu
sambandi.
En að öðru leyti verður ekki sagt
annað en að töluvert hugmynda-
flug ríki í myndun sögusviðs og
samningu söguþráðar í þessari
bók. Sagan gerist í ónafngreindri
borg, sem helst er aðsjá að sé í litlu
sem engu sambandi við umheim-
inn, og hvort þessi borg er á íslandi
eða í útlöndum skal hér ekki sagt
til um.
En þar veröui hörkuslagur um
borgarstjóracmbættið. og gegnir
sigurvegarinn miklu hlutverki í
bókinni, sem og tveir fallnir fram-
bjóðendur. annar aðeins atvinnu-
laus fyrrverandi borgarstjóri en
hinn forstjóri nýtískulegrar hellu-
steypu. í borginni er einnig gefið
út blað og rekin útvarpsstöð, og
jafnréttisbarátta kynjanna er þar í
fullum gangi. Keniur hið síðast
talda m.a. fram í því er kona
gröfustjóra leysir hann af hólmi í
starfi sínu, en hann hefur fengið
það verkefni að grafa skurð eftir
endilangri aðalgötu borgarinnar,
sem síðan á að helluleggja.
Sögumaður í meginhluta verks-
ins er svo útvarpsmaður einn, ekki
hátt skrifaður í borginni, en tckst
þó að lýsa þróun mála þar út frá
hinum margvíslegustu sjónarhorn-
um. í gegnum söguna alla gengur
það svo sem rauður þráður að
þangað er von á svo nefndum
menningarfulltrúum. Þeir birtast
svo í sögulok, og skal því ekki
Ijóstrað upp hér liver er boðskapur
þeirra. Hins vegar er að því gæt-
andi að það er vandi að spinna
söguþráð og koma svo með sögu-
Iausn í lokin sem slaki hæfilega á
spennunni sem byggð hcfur vcrið
upp í fyrri hlutum sögunnar. Svo
er skemmst frá að segja að þar
hefði þurft að gera betur hérna.
Hvorki lýsing mcnningarfulltrú-
anna né það sem kalla mætti boð-
skap þeirra er svo rismikið að
samsvari því sem á undan er
gengið, og leggur lesandi verkið
því frá sér hálf ruglaður í því hvað
höfundur sé í rauninni að fara með
þessu. Nema þá að túlka eigi þessa
menn sem einhvers konar tákn
fyrir þá blekkingu alla sem haldið
sé að fólki undir yfirskini falskra
verðmæta í nútímaþjóðfélagi?
Arni B. Helgason.
Nægilega ákveðnar skírskotanir
um slíkt eru þó eiginlega ekki
gefnar í bókinni.
Hins vegar er cinnig Ijóst að
höfundur er vel heima í helstu
hræringum og stcfnum í nýrri
skáldskap. Það scm nefna mætti
ioðinn og óraunsæjan söguþráð og
víða er þekkt í bókmenntum okkar
frá síðustu áratugum, cr þannig
alls ekki út í hött að ncfna til að
skilgreina þessa bók. Ýmislegt
þarna minnir á sitthvað scm bók-
menntalesendur þekkja vel úr ýms-
um nýlegum verkum. Til dæmis
minnir óvcðurslýsingin í París í
ýmsu á rigningarlýsinguna í Eftir-
mála regndropanna eftir Einar Má
Guðmundsson, og menningárfull-
trúarnir á mótorhjólununi mcga
líka sem best lciða huga lesandans
að sögunni Heilagur Andi og engl-
ar vílis cftir Ólaf Gunnarsson,
hvort tvcggja bækur scm komu út
l'yrir síðustu jól. Á þetta er þó ekki
bent hér til að bera ófrumleika upp
á höfundinn; þvert á móti til að
vekja á því athygli að liann cr í
býsna mörgurn atriðum í takti við
þær hræringar sem hæst ber nú um
stundir í íslensku skáldsagnagerð-
inni.
Þar cr kannski fyrst og fremst
um að ræða einhvers konar til-
hneigingu til að leiða lesandann
inn í eina eða aðra tegund af
óraunverulegum draumaheimi, og
bcita þá frásagnartækni sem helst
er að segja að reki uppruna sinn
aftur til ævintýranna gömlu og hins
óraunverulega sögusviðs þeirra.
Þetta er reyndar hið sama og oft
hefur verið kennt hér við svo
kallaðan antiróman eða andskáld-
sögu, þar scm óbeisluðu ímynd-
unaraflinu er sleppt lausu án þess
að til þess séu gerðar nokkrar
kröfur um að það haldi sér innan
marka hins raunvcrulega og mögu-
lega.
Það er kannski lull djúpt í árinni
tekið að segja að hér sé á ferðinni
dæmigerð andskáldsaga, en sann-
ast sagna mun þó að ýmislegt í
henni er óneitanlega þeirrar ættar.
Þar er kannski fyrst og fremst um
að ræða það óbeislaða hugmynda-
llug sem liggur að baki lýsingunni
á borginni, og cins hitt hvað hö-
fundur virðist leggja litla áhcrslu á
að gæða persónur sínar holdi og
blóði.
Sannast sagna er að þar eru
miklu fremur á ferðinni holdgcrðir
fulltrúar einstakra manntegunda
lieldur en Iifandi cinstaklingar sem
lesanda má þykja að hann komist
því sem næst í líkamlcga snertingu
viö. Ymsar þeirra eru aukheldur
bcinlínis vcrulega óaðlaðandi. svo
sem borgarstjórinn, cn hið skefja-
lausa málæði hans um allt og
ckkert í tíma og ótíma cr vægast
sagt reglulega þreytandi aflestrar.
Er það eitt af því í bókinni sent til
bóta liefði vcrið að beita niður-
skurðarhnífnum miskunnarlaust á.
Og raunar má einnig þykja að
einmitt í þessu síðast nefnda atriði
liggi helsti veikleiki þessarar sögu.
Smíði skáldsagna er margslungin
list, og þar þarf margt að fara
saman. Höfundar þurfa jöfnum
höndum að geta agað framsctningu
sína, skapað áhugavcrðar pcrsón-
ur. byggt upp spennu í söguþræði
og lokið verkum sínum með rök-
réttum sögulausnum. Þessi bók cr
fyrsta verk höfundar síns og er því
skiljanlega með ýmsurn byrjcnda-
einkcnnum. En af bókinni er samt
ckki annaö að ráða en að hann búi
yfir þcirri tjáningarþörf og þeirri
sjálfsögun í stíl sem hverjum góð-
um rithöfundi er óhjákvæmilcgt að
hafa góð tök á. -esig
FRÍMERKI
Hverju á að safna?
Það hefir lengst af getað orðið
deiluefni hverju á að safna, ekki síst
meðal frímerkjasafnara. Hafa jóla-
merki og Maximkort flotið með og
söfnun þeirra verið harðlega átalin
af ýmsum „páfum“ þess hvað má og
ekki má. Það er þó ávallt svo að loks
sigrar það sem áhugavert er og menn
vilja safna. Nú er til dæmis svo
komið að söfnun maximkorta er
orðin alþjóðlega viðurkennd og eitt
af keppnisatriðunum á alþjóðlegum
ffimerkjasýningum. Enn halda
hinsvegar jólamerkjasafnarar sínar
eigin sýningar og við góðan orðst ír.
Þá er eitt söfnunarsvið sem ekki
hefir enn fengist viðurkennt, en það
er kallað á erlendu fagmáli „Cinderella
stamps". Svona einskonar ævintý-
rafrímerki, stundum gefin út af lönd-
um sem í raun eru ekki til. Karl
Einarsson hefði getað gefið út frí-
merki frá St. Kilda og hagnast vel af.
En það eru líka félagasamtök sem
gefa út slík merki, eins og hér skal
greint frá.
Solidarnosc-samstaða
Hin pólsku verkalýðssamtök,
Samstaða, sem raunar eru ólögleg
nú orðið hafa gefið út ýmiss konar
merki til að afla sér fjár og jaínvel
notað þau á póst, auðvitað til að
kynna að þau séu til og vekja þar
með athygli á málstað sínum.
Fyrstu merkin voru kannske að-
eins gúmmístimplar sem voru settir
á umslög eða álímd merki sem voru
nokkuð hroðvirknislega unnin. Oft-
ast voru þetta merki með myndum
af hinuni þekkta foringja þeirra,
Lech Walesa.
En smám saman hafa merkin
orðið betur unnin og boðskap þeirra
stefnt markvisst að einhverjum
ákveðnuni málefnum. Þar má ncfna
mcrki með myndum Andrei Sachar-
ov og konu hans Elena Bonner. Þá
hafa verið gefin út merki með mynd-
efni gegn kjarnorkuverum og hafa
þá beinst gegn pólska orkuverinu
Zarnowiec og Tsjernobyl, þar sem
slysið varð.
Áritanir á frímerkin eru svo ýmist
Polska - Pólland eða þá aðeins
Poczta Solidarnosc - Samstöðupóst-
ur. Verðgildi merkjannaerennfrem-
ur prentað á þau og þá í pólskuni
Zloty. Þá er á merkjunum nafn
þeirra persóna sem á þeim er að
finna, eða staðarins/málefnisins,
sem um ræðir.
Svo cr nú komið að merkin eru
gefin út og dreift af fjölda ólöglegra
ww/ec
I mJTk m H
mmezi
}SOZÍ
POCZTA SOUDARNOSC
I
lOSClla
BIAÍYSTOK*'
261***
KX>2t
POCZTA SOLIDARNOSC
eininga Samstöðu í hinum ýmsu
horgum Póllands.
Þá hafa hvers konar vinafélög
Samstöðu á erlendri grund sýnt
þessu máli áhuga og hafa jafnvel slík
merki borist á pósti út úr Póllandi.
Víða hefir verið komið upp stuðn-
ingsskrifstofuni fyrir Samstöðu og
t.d. í Frakklandi hefir mikið verið
sagt frá þessum merkjum í Le
Monde des Philatélistes og í blaðinu
Timbroscopie. Þá gefur einnig skrif-
stofa „Solidtary with Solidarnosc, 14
rue Nanteuil, 75015 Paris, France,“
upplýsingar um þessi merki.
Meðfylgjandi myndir eru svo af
nokkrum þcssara merkja.
• Sigurður H. Þorsteinsson.