Tíminn - 26.08.1987, Page 13
Miðvikudagur 26. ágúst 1987
Tíminn 13
llllllllllll ÚTLÖND
RED HVALERNÍ
BOYKOT
Mörg mótmælin hat'a farið fram gegn hvalveiðum Japana og meðal annars verið beint gegn fyrirtækjum á borð við
japanska flugfélagið JAL. Margir Japanar eru hissa og reiðir yflr þessu enda þykir það bæði gott og hollt að
háma í sig hvalkjöt.
Margir Japanarskiljaekkert í kröfum hvalfriðunarmannaá Vesturlöndum:
HVALKJÖTSÁT ÞYKIR
BÆÐIHOLLUR OG
ÞJÓDLEGUR SIDUR
Rcuter - Tokyo
Peir Japanar sem hafa dálæti á
hvalkjöti, og jreir eru margir, eru
hræddir um að þrýstingur frá öðrum
löndum neyði hvalveiðimcnn þeirra
til að hætta öllum hvalvciðum.
„Kemur hvalkjötið virkilega til
með að hverfa af borðum veiting-
ahúsa?“, spyr viðskiptamaðurinn
Keita Kurosaki ntilli þess sem hann
hámar í sig dökkrautt hvalkjötið.
Hvalkjötsát er hluti af menningu
Japana og þeir segja þaö ckki ein-
ungis vera bragðgott heldur einnig
hoílt.
„Það eru fáar kaloríur í jrví, mikið
af pröteini og það bragðast vel,"
segir skólastelpa ein sent situr á
veitingahúsi er sérhæfir sig í hval-
kjötsréttum.
Margir Japanar eru ckki sammála
vestrænum skoðunum þess efnis að
hætta beri öllum hvalveiðum til þess
að bjarga hvaltcgundum frá útrým-
ingu og auk þess sé það villimanns-
legt að drepa hvali.
Mutsuki Kato landbúnaðar-,
skóga- og fiskimálaráðherra landsins
lýsti hug Japana einmitt vel í ræðu
sem hann héll á þingi í síðasta
mánuði.
„Mörgum Japönum finnst það
skjóta skökku við að það sé allt í lagi
að drepa kýr en ckki hvali," sagði
Kato og mótmælti mjög staðhæfing-
um jress efnis að það væri villimanns-
legt að leggja hvalkjöt sér til munns.
Hvalkjöt hefur verið hluti af fæðu
Japana í meira en þúsund ár og
surnir eru á þeirri skoðun að Japanar
ættu að fá svipaða undanþágu til að
drepa hvali eins og eskimóar í Norð-
ur-Ameríku.
Japanar búa til fjölmarga 'rétti úr
hvalkjöti, allt frá þurrkuðum bitum
til hins dýra og mjúka rauða hval-
kjöts sem kallast Onomí.
Japanar hafa eins og Islendingar
veitt hvali í vísindaskyni og hefur
mest af því hvalkjöti sem fengist
hefur með þessuni veiðum endað á
borði veitingahúsa.
Embættismenn segja vísindaveið-
arnar þó vera nauðsynlegar og ekki
framkvæmdar í gróðaskyni. Einn
talsnraður fiskimála í landinu sagði
talningu á hvölum nú vera nákvæm-
ari og vísindamenn sem ynnu að
henni heföu fundið út að mcira væri
af hvölum hcldur en hingaö til hct'ur
verið talið.
Japanskir vísindamenn telja t.d.
að fjöldi fullorðinna hrefna í Suður-
íshafinu liafi aukist úr 173.600 árið
1978 í 287.116 árið 1986..... við
getunt mcð vissu sagt að hrefnum
fjölgi um 2% á ári hverju", segir
Shoichi Tanaka prófessor við há-
skólann í Tokyo.
Já, Japanar eru fullvissir um uð
friðunarmenn í Evrópu og Banda-
ríkjunum hafi ekki tölurnar á hreinu
og hvað sem öllum tölum rcyndar
líði þá hafi hvalkjöt ávallt vcriö á
borðum Japana.
„Við höfum étið hvalkjöt lcngur
en Banduríkin hafa verið til,“ sagði
ein kona í þorpinu Taiji í vesturhluta
Japans þar sem hvalurinn er uppist-
aðan í atvinnulífinu.
Svíþjóð:
Stjórnin lofar að
koma öllu á hreint
í Bofors-hneykslinu
Stokkhólmur - Reutcr
Sænska ríkisstjórnin lofaði í gær
að rannsaka til hlítar viðskipti
Bofors vopnaverksmiðjunnar og
Indlandsstjórnar og gera almenn-
ingi kunnugt um niðurstöðurnar.
„Við mununt hreinsa vel og
vandlega allt óhreina tauið í vopna-
viðskiptunum", sagði Sten Ander-
son utanríkisráðherra í grein sem
hann skrifaði fyrir dagblaðið Dag-
ens Nyheter.
Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra og ríkisstjórn hans hafa verið
undir miklum þrýstingi frá Indlandi
um að láta rannsaka ásakanir um
að forráðamenn Bofors hafi mútað
indverskum embættismönnum til
að tryggja að fyrirtækið fengi mikil-
vægan vopnasölusamning í febrúar
árið 1986. Sá samningur hljóðaði
upp á sölu vopna fyrir upphæð sem
samsvarar nærri fimmtíu milljörð-
um íslenskra króna.
Sænska ríkisstjórnin lagði ein-
mitt hart að Indlandsstjórn að
samningur þessi yrði undirritaður
enda var hér um að ræða mesta
sölusamning sem sænskir útflytj-
endur höfðu fengið í hendurnar.
Anderson utanríkisráðherra
sagði að ásakanir um að Bofors
hefði greitt háttsettum indverskum
embættismönnum, jafnvel ná-
komnum Gandhi-forsætisráðhcrra,
allt að 40 milljónir dollara í mútur
yrðu rannsakaðar vandlega. Það
var sænska útvarpið sem fyrst kom
fram með þcssar ásakanir.
Stjórnarandstaðan á Indlandi
hefur krafist þessarar rannsóknar
og gert það af miklum krafti. Rajiv
Gandhi forsætisráðherra á í vök að
verjast vegna þessa máls og fyrir
skömmu gerði hann það að upp-
sagnarmáli þegar hann sagði á
þingi að hvorki hann né nokkrir
fjölskyldumeðlimir hans hefðu tek-
ið við greiðslum frá Bofors í cinu
eða öðru formi.
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiötogi:
Öryggisráð SÞ
fundi um
afvopnunarmál
Sl» - Reuler
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi
higði til í gær að Öryggisráð Satnein-
uðu þjóðanna yrði kallað sarnan á
ráðstcfnu til að ræöa afvopnunartuál
og efnahagsþróun í heiminum.
Það var Vladimir Petrovsky að-
stoðarutanríkisráðherra sem bar
fulltrúum SÞ þessi skilaboð lciðtoga
stns á ráðstefnu sem hófst í gær þar
sem einmitt er fengist við mál tengd
afvopnun og cfnahagsþróun, reynd-
ar scrstaklega hvernig hægt sé að
draga úr vopnaframleiðslu og auka
itö sama skapi iiðstoð við fátæk ríki.
Bandaríkjamenn taka ckki þátt í
þcssari ráðstefnu, telja að fátæk ríki
hafi engan sjálfsagðan rétt til að fá
peningaaðstoð vegna sparnaðar við
vopnaframleiðslu.
Bandaríkin, Sovétríkin,
Frakkland, Bretland og Kína eiga
fast sæti í hinu fimmtán þjóða örygg-
isráöi. Fulltrúar frá Vcstur-Þýska-
landi, Japan og Ítalíu ciga einnig
sæti í ráðinu um þessar mundir
ásamt öðrum sjö ríkjum.
Bandartskir embættismenn gáfu í
skyn í gær að horfur væru góðar á að
Gorbatsjov kæmi til Bandaríkjanna
síðar á þessu ári til lciðtogafundar
við Ronald Reagan. Sá fundur gæti
veriö undirbúinn 15.-17. september
þegttr utanríkisráðherrar stórveld-
anna. þeir George Shultz og Eduard
Shevardnadze, hittast í Washington.
Deng Xiaoping ásanit barnabarni: Dagur er að kvöldi kominn
Deng Xiaoping hinn aldni leiðtogi Kína:
Yngri menn í
áhrifastöður
Fekínj; - Reuter
Yngri ráðamenn munu taka við
völdum í Kína cftir landsþing kom-
múnistaflokksins. Þetta var haft cftir
Deng Xiaoping leiðtoga landsins í
gær.
„Leiðtogarnir verði yngri eftir
þetta þing," sagði Deng í kínverska
sjónvarpinu. Hann varð 83 ára gam-
all um síðustu helgi.
Landsþingið verður að öllum lík-
indum haldið í október en nú eru
fimm ár síðan slíkt þing var haldið
síðast.
Deng hefur verið duglegur við að
reka áróður fyrir að yngri menn taki
við völdum í flokknum sem nú er
stjórnað af gömlum rcfum er tóku
þátt í byltingunni árið 1949 og eru
nú flestir á áttræðisaldri og jafnvel
níræðisaldri.
Vestrænir stjórnarerindrekar telja
að Deng hafi sannfært tvo þessara
öldnu kappa, þá Li Xiannian forseta
og Chen Yun, um að láta af sætum
sínum í framkvæmdastjórninni. Þá
er búist við að Zhao Ziyang muni
hljóta stuðning til þess að halda
áfram að vera lciðtogi flokksins.
Zhao er einnig forsætisráðherra.
Þótt Deng láti af flestum hinna
fjölmörgu enibætta sem hann hefur
er talið víst að hann verði óumdeil-
anlegur leiðtogi þessarar fjölmenn-
ustu þjóðar heims fram í andlát sitt.