Tíminn - 26.08.1987, Síða 14

Tíminn - 26.08.1987, Síða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 26. ágúst 1987 Ingólfur Davíðsson: Blómin og kvenfólkið Svipmyndir frá Húsmæðrakennaraskólanum í grasaskoðun á Lausarvalni 1945 og 1947. Augun bláu, augun bláu blídu mér tjú. augun dökku, augun dökku dreymandi þrá. Svannabros er sveini sólgeisli kær. Forlög ráda rúnir þær hver rósirnar fær. III Já, fögur blóm og fósturlandsins freyja, fyrir ykkur vil ég lifa og deyja. Eg clska rauðar rósir og rjóða meyjarkinn. Hann rennur aðeins einu sinni ævistraumurinn. Lífsins yl látum okkur finna, lífsins yl Ijúfan veita og finna Lífsins yl. Pið ungu meyjar Islandsstranda og dala. Pið eigið nýja, betri þjóð að ala. Vort hús er helgur reitur og hamingunnar skjól. Oss lengi lýsir minning um Ijúfast æskuból Upp ísveit, út viðströnd ogeyjar, heimilið blessa blíðar meyjar. Heimilið. Tvær myndir voru teknar á grasafjalli (Hveravöllum). Sýna þær bæði fjallagrasatínsluná og ríkulegan fenginn 14/7 1953. Hinar tvær eru frá jurtaskoðunarferðum 1945 og 1947. Á annarri sést hópur- inn uppi í gili skammt frá „trúlof- unarhríslunni". Á hinni taka stúlk- urnar lagið úti í móa. eftir að hafa nafngreint margar jurtir. Getið þið nafngreint stúlkurnar? Til Helgu Sigurðardóttur skóla- stjóra var kveðið á árshátíð 1944: „I meyjaskemmu er Helga drottning dísa, af slóðum hennar skóli upp nam rísa. Hún fræðir ungar freyjur i matargerðarmennt, og margur hefur karímaðurinn hlýja kveðju sent. Já, maturinn mildar mannsins hjarta... Seinna Vigdís gerði garðinn frægan, þær gera ,.eldhúsveginn“ Ijúfan, hægan. Það var austur á Laugarvatni fyrir 30-40 árum. Hinn ötuli skólastjóri Húsmæðrakennaraskólans Helga Siguröardóttir réð þá húsum í Lindinni, eins konar sumarbúðum, og dvaldist þar með nemenduin og kennslukon- um á sumrin. Kagnar Ásgeirsson ráðunautur haföi áöur húið þarna og búið snyrtilegt umhverfi með blómum, trjáin og runnuni. Þarna unnu nemendur bæði að fjölbreyttiim störfum innanhúss og úti í garði. Sérhver nemandi hafði reit í garöinuin til umönnunar. Voru ræktaðar bæði matjurtir og skrautblóm undir stjórn garðyrkjukennara. Fjallagrasaferð til Hveravalla Farin var á hverju sumri fjalla- grasaferð til Hveravalla og var cg mcð í einni þeirra, tvcggja daga fcrð í júlí 1953 í indælis vcðri. Fengum við ntikil grös sem entust árum saman í tc og fjallagrasa- graut. Stúlkurnar kepptust við að tína og troða grösunum í sekki eins og sést á myndunum. Diíra og Sigga hafa auðsjáanlcga dregið vel í búið og Jóhanna er eitilhörð að tína. Okkur varð hugsað til Höllu og Eyvindar á þessum slóðum og varð mér að orði: Hanna frú, björg í bú ber úr Höllu fjallageim. Og um kvöldið í sæluhúsinu: Gítarklið, fjallafrið finnst oss gott að dreyma við. Upp hjá hvernum Eyvindar aukast mekkir gufunnar. Það var glatt á hjalia í jurtaskoð- unarferðunum og varð til eftirfar- andi vísa, gerð í félagi af nemenda og kennara: Ingólfur hann er okkar maður - Ingólfur, Ingólfur! Arfa sýnir oss grasaglaður - Ingólfur, Ingólfur! Eg vcitckki livaðhann meturmest, Meyjahóp eða blómin flest, rauða vör cða Ranuncúlus rós eða svannabros? Skolahatíð Mikil skólahátíð var jafnan hald- in rétt fyrir jólin. Skólinn var fagurlcga skrcytlur og bornir á borð þjóðlegir réttir o.fl. ljúfmeti sem nemendur og kennslukonur framreiddu af mesta myndarskap. Fluttar voru stuttar ræður, farið í leiki, sungið og dansað. Helga (og síðar Vigdís) stjórnaði öllu með mikilli röggscnti oggekk fram í því að allir tækju þátt og skemmtu sér. Vanalega voru sungnar vísur yfir borðum- og læt ég nokkrar fylgja. Vísur í léttum tón frá ýmsum árum. Þið getið raulað þær undir alkunnum Ijúfum lögum. Margt skemmtilegt bar við á árshátíðum. Skólinn hafði húsnæði í kjallara Háskólans nokkur ár. tvluna margir þegar Alexander rektor og Helga skólastjóri marsér- eðu í fararbroddi námsmeyja, kennara og gesta við drynjandi músík endilangan Háskólaganginn langa, upp á loft og niður í kjallara. Þau voru æði ólík í sjón Alexander og Helga, en viljastyrkur var þeim sameiginlegt einkenni. Húsmæðrakennaraskólanemendur á grasafjalli á Hveravöllum 14.7 1953. (Dóra, Sigga, Jóhanna). Undirritaður hafði 2-3 daga til umráða að kenna nemendum að þekkja íslenskar jurtir, nafngreina, safna og pressa. Ifver nemandi átti að safna, og líma á blöð, minnst 100 tegundum - og afhenda þetta grasasafn til athugunar að hausti. Við gengum um hlíðar, holt og mýrar í blómaleit og þótti nemcnd- um gaman að þcssari kcnnslu- göngu úti í guðsgrænni náttúrunni; eitthvað annað en að sitja yfir grasafræðibók inni í stofu. Kváðu margir augu sín opnast fyrir fegurð og fjölbrcytni blómanna. Jafnvel arfinn á sína sögu. Kom hann kannski þegar í varpa fyrsta land- námsmannsins? Stúlkurnar sögðu margar síðar, að nú nytu þær ferðalaga betur en áður. „Það er svo ánægjulcgt að mæta þcssum vinum okkar úti um hagann og heilsa þeim með nafni,“ sagði ein. Blómakvennavísur Hví eru aldini rósa rauð, reyniber þrastanna veislubrauð? Af hvcrju lýkst upp liljublóm og lcggur hunang við fíugugóm? Hví cru konur mjúkar, mætar, manninn töfrandi blíðum róm? Skyldu þær vcra svona sætar í sama tilgangi og indæl blóm? II Rauðar rósir, rauðar rósir rétti cg þcr. Lokkar Ijósir, lokkar Ijósir lýsið þið mér. Svartir lokkar seiða sífellt minn hug. Löngum hcfur lagleg stúlka lyft skáldi á flug. í t. s b.f II : 'I II I II•r| I- v' I 01

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.