Tíminn - 26.08.1987, Qupperneq 19
Miðvikudagur 26. ágúst 1987
Tíminn 19
Ófrísk í
ETTA er lata karlinum mínum að
kcnna. sagði Elisa Spinelli, þegar
hún var handtekin fvrir að stcla
ÁR
tveimur hænum frá bónda, þegar ekki var
4il matarbiti í kotinu. Elisa var dæmd í 10
mánaða tangelsi, en iátin vita af því um
leið, að samkvæmt ítölskum lögum má
ekki setja ófrískar konur í fangelsi.
Það hæfir mér vel, ég hef alltaf verið
hrifin af börnum, sagði Elisa og fór heim.
Lati karlinn tók svo yel í áætlanir hennar
að hann hætti að vera latur, að minnsta
kosti svo, að upp frá því var Elísa svo að
segja stöðugt ófrísk. Þegar 14 börn voru
fædd, galst hún þó upp og tilkynnti. að í fangelsinu fengi hún allténd
að hvíla sig.
Á þessum árum fylgdust fjölmiðlar samsviskusamlega mcð því.
hvernig Elísa fór á bak við kerfið og höfðu flestir gaman af. Meðal
þeirra sem lásu unt hetjulega baráttu hennar. var Cossiga forseti.
Saga Elísu Spinelli hafði svo djúp áhrif á ntig, sagði forsetinn, að
ég ákvað að náða hana. Það virtist eina eðlilega lausnin á vanda
hennar.
Ekki fylgir sögunni, hvort Elísa varð jafn ánægð, en hún sagðist
skömmu áður vera orðin svo uppgefin á baslinu, að hún hlakkaði
næstum til að fá að leggjast niður, sofa, sofa og sofa og þurfa ekki að
gera neitt fyrir aðra.
Á þessari mynd eru þau Elísa
og lati karlinn hennar með eitt
barnanna.
Nýjasta viðhald JR í DALLAS er
„alvöruprestur"
Don Johnson og Melanie fyrir 15 árum.
Þekkið þið
náungann aftur?
v
■fera má að einhver aðdáandi þekki brosið. cn þessi mynd al' Don
Johnson var tekin fyrir 15 árum. þegar liann var 22 ára og raunar
byrjaður að leika í Hollywood. En stúlkan nteð honum, hver er hún svo?
Jú, hún hét þá Melanie Griffith og var 15 ára. Nú heitir hún hins vcgar
Melanic Johnson og sagan segir að hún ætli bráðlega að innsigla það enn
frekar með því að gerast frú Don Johnson í annað sinn.
Þau hjuggu'saman í sex ár, giftu sig þá og skildu skömmu scinna. Bæði
hafa verið gilt síðan, en cru á lausu núna og ef ckki er logið aö vcstan,
sjást þau nú hvarvetna saman á ný.
Melanie þessi cr annars dóttir Hitchcock-lcikkonunnar Tippi Hedren
og er sjálf leikkona nteð rúmlega 30 myndir að baki. l lún fullyrðir að Don
sé indælis náungi og að auki heimsins bcsti elskhugi. Um galla hans vill
hún ekkert segja, nema vist sé að ekki sé vond lykt af sokkunum hans,
hann gengur nefnilega ekki í sokkum.
LiEIGH Taylor-Young er 42
ára og hún hafði þegar á
tvítugsaldri verið orðin kvik-
myndaleikkona. Frægasta
mynd hennar var Peyton Placc,
en þar lék hún Rachael Wells.
Einnig var Leigh þekkt fyrir
hið stormasama hjónaband
hennar og Ryan O'Neal, en
þau voru gift í fjögur ár.
Svo var það um 1970 að
Leigh sneri baki við Hollyw-
ood. Hún flutti fyrst til Santa
Fe í Nýju Mexíkó, og fór að
sinna andlegum málum. „Ég
var á þessum tíma algjör
hippi," segir Leigh, en hún
bætir því við, að nteð hug-
leiðslu og trúarlegum hug-
leiðingum hafi hún öðlast
þroska. Hún gekk í sértrúar-
flokk í Los Angeles og var að
síðustu orðin prestur þar.
Shirley MacLaine og Leigh
Taylor-Young eru miklar vin-
konur. Þær stúdera saman
austurlenska heimspeki og
andatrú. Shirley hefur skrifað
bækur um endurholdgun og
fyrri æviskeið sín.
Lcigh talar mjög vel um
fyrrverandi eiginmann sinn
Ryan O'Neal og segir hann
góðan föður syni sínum, sent
þau cignuðust í hjónabandinu.
Ryan hefur liaft orð á sér fyrir
ýmislegt annað en föðurást og
elskulegheit á heimili.
Lcigh hefur ekki gifst aftur
og segist ekki hafa hug á að
ganga aftur í hjónaband. Hún
eigi góða vini, góðan son, hafi
sitt starf og áhugamál og nú
síðast nýja hlutverkið í Dallas,
og hún sé ánægð með það.
„Ja, hjálpi mér aliir heilagir!“ sagöi Larry
Hagman þegar hann heyrði aö nýjasta viöhald-
ið hans sem JR í Dallas-þáttunum væri í raun
og veru prestur. Þetta er mjög falleg leikkona,
Leigh Taylor-Young, sem leikur Kimberly Cry-
der í næstkomandi Dallasþáttum. Kimberly er
rík kona sem stundar samkvæmislífiö í Dallas
og kynnist þá JR og fer vel á meö þeim.
JR með
nýjustu
„vinkon-
unni“ í
DALLAS-
þáttunuin,
sem er leik-
in af Leigh
Taylor-Yo-
ung, fyrrv.
hippa, en
núverandi
presti, dul-
spekingi og kvikmyndaleikkonu.