Tíminn - 04.09.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn líniínn MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuömundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Iðnrekendur og verðbólgan í ágústblaði Félags íslenskra iðnrekenda Á döfinni er forystugrein eftir Ólaf Davíðsson framkvæmdastjóra félagsins sem nefnist Verð- bólgan má ekki taka völdin. í þessari grein Ólafs» er flest vel sagt og ef allir læsu hana af athygli og skildu efni hennar réttum skilningi þá er hugsanlegt að betur myndi á horfast í efnahags- málum en ástæða er til að segja að sé um þessar mundir. í grein sinni segir Ólafur m.a. að hjöðnun verðbólgunnar á árinu 1986 ætti að hafa fært mönnum sanninn um þann mun sem er að reka fyrirtæki eða heimili við óðaverðbólgu, eins og áður var, eða við tiltölulega litla verðbólgu. Ólafur bendir á þá kunnu staðreynd að áður fyrr tókst fyrirtækjum og einstaklingum að lifa verðbólgu af með því að fjármagna hana með lágum eða neikvæðum raunvöxtum, þannig að sparifjáreigendur borguðu brúsann, verðbólgan át sem sé upp sparifé fólks og sjóði fyrirtækja. Slíkt yrði varla endurtekið, segir Ólafur Davíðs- son réttilega. Það yrði langtum „dýrara“ að fjármagna óðaverðbólgu nú en áður og alveg ljóst að fjöldi fyrirtækja myndi ekki ráða við slíkt að mati Ölafs Davíðssonar, m.a. vegna þess að þau skulda meira nú en áður. Ennfremur segir hann að óþarfi sé að benda sérstaklega á, hvaða afleiðingar óðaverðbólga myndi hafa á efnahag húsbyggjenda. Orðrétt segir Ólafur Davíðsson: „Afleiðingar mikillar og vaxandi verðbólgu yrðu miklu verri nú en áður og gætu orðið mjög afdrifaríkar fyrir lífskjör í landinu á næstu árum. Það er því meira í húfi en nokkru sinni fyrr að koma í veg fyrir að verðbólgan taki hér völdin að nýju.“ Grein sína endar framkvæmdastjórinn á þeim hvatningarorðum að þetta verði allir þeir, sem fjalla um þessi mál, að hafa í huga. í orðum Ólafs Davíðssonar felst áskorun til allra sem áhrif hafa á þróun efnahagsmála. Undir þau orð vill Tíminn sérstaklega taka. P.á m. er þetta áskorun á iðnrekendur og aðra atvinnurekendur og kaupsýslumenn að gæta að sjálfs sín hlut í þessu efni, en gera ekki einhliða kröfur til annarra né horfa blindum augum á ímyndað alveldi ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum eins og sumir forráðamenn iðnrekenda eru sífellt með á vörunum. Alltof margir iðnrekendur og atvinnurekendur og kaupsýslu- menn yfirleitt gera sig seka um að standa fyrir verðbólguhvetjandi athöfnum og framkvæmd- um. Föstudagur 4. september 1987 GARRI Lággróður þjóðarinnar Nú er fariö aft hausta og þar með er aft hefjast hin árlega skólaganga hjá tugþúsundum barna og ung- menna. Og á síðustu vikuni hefur þaft heldur ekki farift fram hjá neinum aft árlegt neyftaróp hefur hljómaft um landift: skortur á kennurum er slíkur aft því fcr fjarri aft þaft takist í ár aft manna skólana með réttindafólki. Þelta er vitaskuld alvörumál, um þaft eru allir sammála. Flcstir eru líka á einu máli uiii aft hclsta ástæftan fyrir þessu séu lág laun kcnnara, scm valdi þvi aft þcir leiti fremur eftir feitari bitum úti á hinum almenna vinnumarkaði. Þó hefur mikift verift gert í þcssu síftustu árin, meftal annars meft stórauknu nienntunarátaki kennara, sem ætla má aft verfti til þess aft auka álit stéttarinnar, jafnt út á við sem í eigin augtim, sem kannski skiptir ekki minnstu máli. Líka er þess skcmmst aft minnast að laun kennara bötnuðu víst bara töluvcrt núna fyrr á þessu ári. Aft því er Garri hcfur fyrir satt þá geta ýmsir kennarar, sérstaklega í fram- haldsskólunum, bara haft þaðalde- ilis þokkalegt nú orftift. Gn hér þarf sem sagt cnn aft gera hctur, bæfti í því aft auka álit þessa starfs og jafna launin, þannig aft þaft verfti gert eftirsóknarvcrt að vera kenn- ari á hvafta skólastigi sem er. Litlu börnin Aflur er svo að sjá aft enn sé þörf róttækra aðgerfta aft því er varftar yngstu borgarana, þá sem þurfa á þjónustu leikskóla og dughcimila aft halda. Það sér hver maftur aö þaft gengur ekki að fóstrur og annaft sérmenntað fólk flýi störf sín unnvörpum, og þaft þótt starf- semin fari fram í nýjum og vel búnum húsakynnum, þunnig aft öll starfsaðstaöa megi teljast með ágætum. I einhverju blaftinu sá Garri þvi haldift á lofti á dögunum aft þetta stafafti af laununum, þau væru til dæmis 28 þúsund krónur á inánuði fyrir ófaglært fólk meö timm ára starfsrcynslu við barnauppeldi. Það sér vitaskuld hver maftur í hendi sér aft vift slík laun verftur engum hæfum starfsmanni haldift til lcngdar. Því hcyrist einnig oft haldift frain aft þctta stafi af þvi aft konur séu orftnar í mcirihluta meftal starfsmanna dagheimila og grunn- skóla. Ljótt er cf satt er, og á þaft vitaskuld aft vera liftin tift aft slíkur kynjamunur í launum viftgangist. Og til munu þeir vera sem telja einkavæftinguna vera þann töfra- lykil sem hér eigi allt aft lcysa. Opinber þjónusta Þessu síftast nefnda er Garri þó ósammála. Hann er þeirrar skoftunar aft þaft sé hlutverk hins opinbera aft tryggja börnum fullt jafnrétti til þeirrar þjónustu scm þau sækja til dagheimila og skóla. Hann telur að það gangi ckki aft mismuna börnum eftir landshlut- um aft því er þetta varðar, hvað þá aft þaft gangi aft fara í þvi eftir cfnahag. eins og verfta myndi ef markaftslögmálin væru látin valsa óheft í þessari þjónustu. Ætli þaft yrftu ekki einhverjir fljótir að finna fyrir því á pyngjunni ef dagheimilin og grunnskólarnir yrftu almennt fórnarlömb einkavæðingar? En hér veldur trúlega mestu aft börnin eru ekki áhrifamikill þrýsti- hópur í þjóðfélaginu. Þar hafa kennarar þó heldur meiri tök, og þeir hafa bcitt þeim þannig aft núna munu kennarar á efri stigum hafa orftift býsna góöa afkomu- mögulcika. En kennarar á lægri stigum og umsjónarmenn yngstu barnanna sitja cnn eftir. Þaft cr einmitt fólkift scm á aft sjá um að lággróður þjóöarinnar komist til manns. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Garri. VÍTT OG BREITT Flaustursverk forsætisráðherra Leikfélag Akurcyrar tók þá stefnu fyrir mörguni árum að freista þess að reka atvinnuleikhús. Þessi tilraun var dirfskufyrirtæki hvernig sem á er litið, enda hcfur ekki skort vantrú á þessa starfsemi eða svo hálfvolga afstöðu ráðandi manna að vafasamt hefur verið hvort atvinnuleikhús Lcikfélags Akureyrar fcngi lifað eða dáið. Slík starfsemi er óhugsandi nema til komi opinber fjárhagsstyrkur eða önnur styrktarframlög til við- bótartekjum af aðgöngumiðasölu. Framtak Leikfélags Akureyrar Þeir sem kynnt hafa sér þetta framtak Leikfélags Akureyrar hljóta að dást að þeim dugnaði og fórnfýsi sem margir forystumenn og starfsmenn hafa sýnt þessu hug- sjónamáli sínu. Það væri líka ósanngjarnt að halda því fram að allir ráðamenn Akureyrarbæjar eða forsjármenn ríkisvaldsins hafi sýnt Lcikfélagi Akureyrar og mál- efnum þess tómlæti. Svo er alls ekki. Og sé allrar sanngirni gætt, þá var það ekki óeðlilegt, ekki ómanneskjulegt á neinn hátt, þótt það tæki nokkur ár að sannfæra ráðamenn bæjar og ríkis um að rekstrargrundvöllur, fjárhagslegur og listrænn, væri fyrir atvinnulcik- húsi á Akureyri. Það þurfti hvorki illmenni né afturhaldsmenn til að efast um slíkt á fyrstu árum þessar- ar starfsemi. Efasemdirnar þurftu ekki endilega að snúast um fjár- hagsafkomuna, heldur allt eins fag- legu hliðina, sjálfa listrænu getuna. Tímabær viðurkenning En nú er svo komið að afsakanir af þessu tagi eiga engan rétt á sér. Tími efasemdanna ætti að vera liðinn. Leikfélag Akureyrar hefur sýnt það með starfi sínu, að það er fullfært um að halda uppi góðu atvinnuleikhúsi, ef sæmilega er að því búið fjárhagslega, en það merkir að sjálfsögðu að rekstrar- framlög bæjar og ríkis komist á fastan grundvöll í samræmi við þá reynslu sem fyrir liggur. Það hcfur „lcgið í loftinu" undanfarna mánuði að 125 ára afmæli Akureyrarbæjar yrði notað sem sérstakt tilefni þess að treysta fjárhagsgrundvöll Leikfélags Ak- ureyrar og veita því þá viðurkenn- ingu fyrir merkilegt framtak sitt sem orðið er fyllilega tímabært. Þó var það svo að fram á síðustu daga fyrir afmælishátíðina 29. f.m. ból- aði ekkert á því að ncitt yrði gert af hálfu hins opinbera til þess að gera alvöru úr slíkri viðurkenn- ingu. Á síðustu stundu En á síðustu mínútum fyrir af- mælishátíðina tóku bæjarstjórn Akureyrar og ríkisvaldið á sig rögg og a.nr.k. tveir ráðherrar úr ríkis- stjórninni, þ.e. forsætisráðherra sjálfur og viðskiptaráðherra, til- kynntu í ræðum á afmælishátíðinni að samkomulag væri milli bæjar- yfirvalda og ríkisins að leysa brýn- ustu skuldamál Leikfélagsins og treysta rekstrargrundvöll leikhúss- ins til frambúðar. Þetta voru ánægjuleg tíðindi, enda var þeim fagnað. Flaustursverk En skuggi er þó á þessu máli og málatilbúnaði. Þótt niðurstaðan sýndist góð og ástæða væri til að fagna henni á hátíðarstund var undir niöri um að ræða flausturs- brag á afgreiðslu málsins af hálfu forsætisráðherra. Komið hefur í Ijós að forsætisráðherra ávísar á fé úr Byggðasjóði sem hann ræður ekki yfir að úthluta úr eins og einræðisherra. Auk þess var það krafa hans að Akureyrarbær legði fram jafnháa upphæð ríkinu, 8 millj. kr. á ári, í rekstrarfé, þótt Akureyrarbær leggi þegar fram m.a. frítt húsnæði til starfsemi Leikhússins og sitthvað fleira. Það er þó smámál hjá því flaustri að látast gera meira fyrir málefnið en raunverulegt var. Það flaustur allt verður að skrifa á reikning forsæti- sráðherra. Flaustrið varpar skugga á málið. igje

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.