Tíminn - 04.09.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.09.1987, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. september 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan: Fenwick aftastur og Q.P.R. situr á toppi deildarinnar Q.P.R. sigraði Everton í fyrra- kvöld í ensku deildarkeppninni með einu marki gegn engu og liðið situr nú eitt á toppi deildarinnar. Það var Martin Allen, frændi Clive Allen hjá Tottenham Hotspur, sem skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti eftir 22. mínútna leik á gervi- grasinu á Loftus Road. Jim Smith framkvæmdastjóri liðs- ins segir glæsilega frummistöðu þess í fyrstu umferðum keppninnar vera mikið að þakka því að landsliðsmað- urinn Terry Fenwick leikur nú sem aftasti maður í vörn liðsins, er „sweeper" en slíkt leikfyrirkomulag er ekki mikið notað af enskum liðum. „Leikmennirnir voru ekki svo vissir en ég var öruggur um að það væri þetta sem við ættum að gera á Úrslitaleikur 4. deildar: Á Sauðarkróki á sunnudaginn Úrslitaleikur 4. deildar milli Gróttu og Hvatar frá Blöndósi fer fram á knattspyrnuvelli þeirra Sauð- krækinga á sunnudaginn og hefst kl. 16.00. " Búast má við hörku leik á Króknum, bæði liðin ætla sér sjálf- sagt meistaratitilinn þótt þriðja deildin sé í höfn. Atkinson til WBA Ron Atkinson mun taka við stjórninni hjá sínu gamla félagi West Bromwich Albion. Formælendur félagsins tilkynntu þetta í gær en Atkinson er þekktastur fyrir að hafa stjórnað stórliðinu Man. Utd. þaðan var hann rekinn á síðasta tímabili. Atkinson hefur skrifað undir árs- samning við WBA sem nú er á botni 2. deildar eftir afleitt gengi í upphafi móts. Ron Saunders var fram-_ kvæmdastjóri WBA en var rekinn í vikunni eins og Tíminn skýrði frá. West Bromwich var.í 1. deild þegar Atkinson hélt frá félaginu á vit stærri drauma hjá Man. Utd árið 1981. Þar var hann við stjórnvölinn þangað til í nóvember í fyrra að hann var látinn fara frá stórliðinu fræga. keppnistímabilinu," sagði Smith eft- ir sigurleikinn gegn Everton. Nottingham Forest tókst ekki að fylgja Queens Park eftir, liðið gerði jafntefli við Southampton á heim- avelli sínum í fyrrakvöld. Forcst var yfir 3-1 þegar átján mínútur voru til leiksloka en vítaspyrna Colins Clarke á 72. mínútu og mark frá Gordon Hobson á 81. mínútu urðu til þess að Southampton náði-jafn- tefli. Neil Webb, Stuart Pearce og Nigel Clough skoruðu fyrir Forest en Andy Townsend skoraði fyrsta mark Southampton. Liverpool er annars liðið sem aðrir þurfa að vinna eigi meistarati- tillinn ekki að lenda á Anfield rétt einu sinni. Peir rauðklæddu eru í mjög góðu formi, hafa að vísu aðeins leikið tvo leiki en unnið báða sannfærandi og það á útivelli. Nýju mennirnir Pcter Beardslcy og John Barnes hafa báðir leikið mjög vel og þeir verða í eldlínunni á morgun þegar liðið leikur sinn þriðja útileik í röð, gegn West Ham í Lundúnum. „Ef þeir leika eitthvað svipað og gegn okkur allt tímabilið sé ég ckki neitt lið geta staðið í þeim," sagði Steve Ogrizovic markvörður Covcn- try sem þurfti að hirða knöttinn fjórum sinnurn úr netinu þegar Li- vcrpool lék þar um síðustu helgi og sigraði 4-1. Q.P.R. er efst í fyrstu deildinni á Englandi. Góð byrjun hjá ekki stærra liði Rush enn meiddur lan Rush, markaskorarinn mikli scm ítalska liðið Juventus fékk frá Liverpool í sumar, er enn meiddur og talsmenn Juventus segj.a að hæpið sé að hann geti leikið næstu vikurnar. Rush tognaði illa í lærvöðva í æfingarleik í síðasta mánuði. Þótt ítalarnir segi Rush mikið meiddan virðist hann þó vera á annarri skoðun og segist vilja keppa fyrir hönd Wales í Evrópuleiknum við Dani í næstu viku. Ron Atkinson: Heldur á fornar slóðir Lambakjötið er Ijúffengur matur. Það er á mjög góðu verði í KRON verslunum núna. Úrval af lambakjöti í allskonar rétti. Marinerað kjöt Úrbeinað kjöt London lamb Frampartar Læri Lærissneiðar Hryggur Kótilettur Hangikjöt Saltkjöt Svið l«CN ✓ x Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt. v/Norðurfell v/Stakkahlíð Stórmarkaður, v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi v/Langholtsveg v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.