Tíminn - 04.09.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.09.1987, Blaðsíða 19
Föstudagur 4. september 1987 Tínvnn 19 1111111111 SPEGILL '"T 1111! llllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll s "ú saga er sögö, að roskin frænka írsks þingmanns hafi eitt sinn'unnið drjúga fjárfúlgu í spilavíti í Las Vegas. Þó gjaldkerinn hafi lagt mjög að henni að láta færa pening- ana inn á hótelreikninginn, vildi hún endilega taka þá nteð sér, þar sem hún færi af hótelinu strax að niorgni. Þegar hún svo steig inn í lyftuna á leið til herbergis síns, kom á hæla henni hávaxinn maður með grimmdarlegan hund. Um leið og dyrnar lokuðust, skipaði hann: - Niður með þig! Hún lét sig falla á gólfið og bjóst við að nú væri öllu lokið. Það næsta sem hún heyrði var hjartanlegur hlátur. - Eg átti við hundinn, en ekki þig, tókst mannin- um að stynja upp milli þláturhvið- anna. Næsta morgun, þegar konan fór af hótelinu, var búið að greiða reikning hennar og skilaboð biðu í afgreiðslunni: - Þakka þér fyrir. ég hef ekki hlegið svona ntikið árum saman. Lionel Richie. Þessi gamansaga lýsir vel manninum, sem hefur fimm sinn- um fengið Grammy-verðlaun og að auki Oscar fyrir besta lag ársins: Say You, Say Me. Þó Lionel Riehie eigi allt, sem viðeigandi er talið, þegar um er að ræða stjörnu í popheiminum - hvítan Porche, silfurlitan Benz og litla höll í spönskum stíl í Bel Air-hverfi Los Angeles - skortir eitt á að líf hans sé fullkomlega hamingjuríkt: Þau kona Itans, Brenda hafa ekki getað eignast barn til þessa. Þau eiga þó eins konar l'óstur- barn, indæla, fimm ára telpu, sent heitir Nicole. Lionel rifjar upp: - Fyrst þegar ég sá hana, var hún að leika á iambúrínu á sviði með Prince. Það var ást við fyrstu sýn. Nicole er óskilgetin dóttir stúlk- unnar sem sér um sviðsbúninga Prince. Móðurinni hraus hugur við tilhugsuninni um að telpan ælist upp á sífelldum ferðalögum. Þegar Lionel stakk upp á að hún dveldi heima hjá þeim hjónum, voru allir ánægðir með þá tilhögun. Nú er allt útlit fyrir að Lionel og Brenda geti hvað úr hverju ættleitt telpuna, sem eignast hefur ást þeirra og umhyggju. - Þessa stund- ina finnst mér hún það sem skiptir mestu rnáli í lífi okkar, segir hann. Eins og gjarnan vill verða, skipta peningar litlu fyrir þá sem eiga nóg af þeim og Lionel þarf sannarlega ekki að kvarta um fátækt. Plata hans Cant slow down er sú mest selda í sögu Motown-fyrirtækisins, með eitthvað yfir 15 milljónir ein- taka. Auk þess koma gífurlegar fúlgur frá öðrum lögum hans, frá plötum annarra, sem hann leggur nafn sitt við, af Pepsi-auglýsingum, hljómleikum, myndböndum, fatn- aði og alls kyns hlutum, sem bera nafn hans. Hins vegar má þessi eins-manns- tónlistarverksmiðja alls ekki vera að því að eyða nema broti af tekjum sínum, en hann kvartar ekki undan því. Ánægjan af vinn- uiini er honum meira virði en eignirnar. - Ég ólst upp við að vinnan göfgaði manninn, segir hann og dvelur að jafnaði átta stundir á dag í hljóðverinu. - Faðir minn, sem nú er kominn á eftirlaun var kcrf- isfræðingur hjá hernum heima í Tuskegee í Alabama. Mamma stjórnaði hins vegar skólanum, sem ég gekk í og það voru svo sannar- lega erfið ár. Amma kenndi á píanó og reyndi að troða fræðun- um skipulega í mig, en gafst upp, þegar hún uppgötvaði að ég lék allt eftir eyranu. Þetta fólk náði árangri, vegna þess að það naut starfa sinna og ég fer eins að. Það besta sem ég veit, er að semja tónlist og hún skipar þriðja sæti í lífi mínu. áeftirBrendu ogNicole. Þó Lionel Richie sé raunar við- skiptafræðingur að mennt, ætlaði hann lengst af að verða annaðhvort lögfræðingur eða prestur. Hann hefur til að bera svolítið af hvoru. reykir ekki, neytir ekki áfengis eða lyfja af neinu tagi og sækir kirkju Lionel segir Brendu uppsprettu allra bestu laga sinna, enda hafi hann aldrei verið ástfanginn af annarri stúlku um ævina. Lionel Richie reglulega. Lögin hansfjalla yfirleitt um ástina, enda fullyrðir hann að líf mannins byggist allt á einhvers konar ást. Hann er líka kunnur fyrir að láta vel af hendi rakna til margs konar góðgerðarmála, til dæmis rennur hluti af launum hans fyrir Pepsi- samninginn til málefna, sem báðir aðilar bera fyrir brjósti. -Séreinkenni Lionels, segirgóö- vinur hans, - er hvað hann lætur sér annt um annað fólk. I því sambandi má geta herferðarinnar „USA for Africa". Ásamt vini sínum, Michael Jackson samdi Lionel lagið „We are the World1' og stjórnaði upptökum á því. Það er snöggseldasta plata allra tíma og færði hungruðum í Afríku 42 millj- ónir dollara. Þegar viðskiptamálin eru annars vegar, er Lionel Richie á hinn bóginn fastur fyrir sem klettur. - Tónlist er svo sannarlega viðskipti, segir hann og þó hann sé afslappað- ur og ljúfur í allri framkomu, getur enginn hvikað honum frá ákvörð- unum hans. Frá upphafi skipulagði hann frama sinn í smáatriðum, rétt eins og lögfræðingur undirbýr aðgerðir í erfiðu máli. Hann hóf feril sinn sem söngvari og saxófónleikari með Commodores og velgengni hópsins er talin að verulegu leyti byggjast á framlagi hans. Raunar var það nánast slysni, að sex skólapiltar komu sarnan til að taka þátt í hæfileikakeppni heima í Tuskegee árið 1967, en ekkert var slysalegt við leið þeirra eftir frægð- arbrautinni eftir á og þeir héldu hópinn í 15 ár. Æfingar fóru frant í kjallaraíbúð í húsi ömmu Lionels og hvort sem það er af hjátrú eða lífið og ástin Plötur hans seljast í milljónaupp- lögum, hann er vellauðugur og hamingjusamlega kvæntur að auki. Tónlistin og fjölskyldan eru honum allt. 9 tilfinningasemi, hefur cnn engu verið breytt þar. Commodores urðu strax vinsælir heinta fyrir og stefndu hátt. Þeir sögðu hvor öðrum, að þeir ætluðu að verða „Svörtu Bítlarnir" og hvert skref fram á við var skipulagt og undirbúið. Þar var Lionel að verki með stærðfræðiheila sínunt. Haft er eftir honum: - Mér líður mun betur við tölvu en hljóð- nema. í augum hans er tónlistin eins konar talnaleikur hann reikn- aði alla hluti út og .■ægðin var eina rétta útkoman. Eftir tvö ár fóru Comntodores til New York í skólaleyfinu. - Það var ekki um að ræða nema það, eða starf í sprengjuverksmiðju, segir Lionel. Þeir voru uppgötvaðir í klúbbi í Harlem og þaðan lá leiðin beint upp á við. Fyrsta verkefnið var um borð í risaskipinu France, sem sigldi með þá til Monte Carlo, þar sem næturklúbbur bauð þá velkomna, enda Ed Sullivan þar á ferð og sá náungi nýtur þess að koma nýjunt stjörnum á framfæri. Vitanlega höfnuðu Commodores í sjónvarpsþætti hans og af því leiddi samning við Motown og ferðalög með Jackson Five. Inn á milli brugðu þeir sér heim til að ljúka prófum sínum. í einni slíkri ferð kynntist Lionel Brendu Harwcy og þau giftu sig. Hann segir að frá henni sé upp- spretta laga sinna, enda sé hún eina stúlkan, scm hann hafi nokk- urntíma orðið ástfanginn af. Þau hafa nú verið hamingjusamlega gift í 12 ár og ætla að hafa þau 50. að minnsta kosti. Þegar fyrsta stóra plata Commo- .. dores kom út 1974, gekk hún vel, en hjólin tóku fyrst verulega að snúast þremur árum síðar, þegar „Easy" kom út, Ijúf ballaða eftir Lionel. Sex gullplötur fylgdu í kjölfarið og þrjár þeirra fengu platínu. Alltaf var það Lionel, sem stóð í sviðsljósinu og fjölmiðlar virtust hafa áhuga á honum einum. Hann bað fréttamenn að tala líka við hina, cn því var tæpast sinnt. Núna segist hann hafa verið félögum sínum fjötur um fót. Eftir að fyrsta sólóplata hans kom út fyrir hálfu fimmta ári, gerði hann ráð fyrir að snúa aftur til Commodores, en þegar hann fékk Grammy-verðlaun og fimrn milljón eintök seldust í hvelli, gerði hann sér Ijóst, að hann var kominn yfir markalínuna og gæti ekki snúið við. Það var enn betur innsiglað í vor, þegar samtök lagahöfunda, textahöfunda og útgefenda greiddu Lionel atkvæði sín þriðja árið í röð sem höfundi ársins. Þetta þykir jafngilda Oscarsverðlaunum og er veitt þeim sem mest er leikinn á umræddu ári. Hann átti Itvorki meira né minna en fjögur lög ofarlega á listanum: Stuck on You, Penny Lover, Missing You og We Are The World. Nú búa þau Brenda á fallegri hæð í Kaliforníu og eiga að vinunt fólk eins og Ouincy Jones, Kenny Rogers og Santmy Davis jr. Þrátt fyrir það þýðir Tuskegee „heima" og þau fara þangað eins oft og þau geta. - Kalifornía er Paradís, segir Lionel. - En hún er samt bara indæli leikvöllur, prýðis tilbreyt- ing. Rætur okkar eru í Alabama. Um framtíðina segir hann hlæj- andi: - Mig langar ekki að vera mesti, svarti söngvari allra tíma. Takmarkið er aðeins að vera rnesti söngvari, sem nokkurn tíma hefur verið uppi. Að minnsta kosti ein lítil stúlka, Nicole að nafni er handviss um að það se hann þegar orðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.