Tíminn - 05.09.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.09.1987, Blaðsíða 9
8 Tíminn Tíminn 9 Tímirm MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) i og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Tækniffijógvim kvenna í Noregi Norska Stórþingið samþykkti sl. vor lög sem heimila að gera megi giftar konur barnshafandi með tækni- frjóvgun. Sem við var að búast urðu bæði miklar umræður og verulegar deilur um þetta sérstæða mál. Þessi tækniað- ferð við að frjóvga konur er augljóslega mikið frávik frá náttúrlegu fyrirkomulagi barnsgetnaðar, og af þeirri ástæðu einni er eðlilegt að miklar umræður verði um málið, hvað sem líður siðfræðilegri afstöðu einstakra manna eða persónulegum smekk, þegar svona mál ber á góma. En hörkudeilur um þetta mál - þar á meðal andstaða - ráðast mest af siðfræðilegri afstöðu, persónu- legum smekk og rótgrónum uppeldisáhrifum. Þess háttar ástæður eru í eðli sínu tilfinningaástæður og ekkert síður réttháar í umræðu og skoðanamótun en hvað annað. Hitt er jafnvíst að það eru tilfinningaástæður sem ráða því að mál af þessu tagi eru borin fram sem þingmál og gerð að almennum þjóðmálum. Því ræður sú eðlilega þrá kvenna og hjóna yfirleitt að eignast börn og sú tilfinningakreppa sem getur myndast þegar í Ijós kemur að ófrjósemi hindrar að hjón geti átt barn saman. Hjón sem búa við slíkar aðstæður vilja margt til vinna að sigrast á slíkum annmörkum. Miðað við nútíma hugsun er því ekki að undra þótt gripið sé til þess möguleika sem felst í tæknifrjóvgun. Norsku þingflokkarnir munu hafa klofnað innbyrðis meira og minna í afstöðunni til málsins eða einstakra greina hins upphaflega frumvarps, sem tók ýmsum breytingum í meðförum Stórþingsins. Þar á meðal urðu deilur um það hvort leyfa ætti rannsóknir á frjóvguðum eggfrumum og hvort einkastöðvar í heilsugæslu ættu að hafa heimild til að annast frjóvgunaraðgerðir. Þá hafði frumvarpið að geyma ákvæði um að frjóvgunaraðgerðir mætti framkvæma á konum sem byggju í fastri sambúð jafnt sem giftum konum. Endalokin urðu þau að giftingarvottorð er gert að skilyrði. Þá urðu miklar umræður um hvort heimila ætti að frjóvga konur með sæði annarra en eiginmanna þeirra, og var meirihlutafylgi fyrir því að leita mætti til annarra en eiginmanns í því efni gegn því að alger nafnleynd hvíldi á hver sæðisgjafinn væri. Nafnleyndin var að sjálfsögðu mikið umræðuefni og deilumál, þar sem rök voru færð með eða móti. Forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, sem er læknir að mennt, mælti ákveðið með nafnleynd, því ef hún væri ekki myndi það gera lögin óvirk. Þessu svaraði Anna Enger Lahnstein úr Miðflokknum með þeim orðum að það væru grundvallarmannréttindi að vera ekki leyndur faðerni sínu, allir ættu skilyrðislaust að þekkja „líffræðilegan uppruna sinn“. Þetta tæknifrjóvgunarmál hefur lítið verið rætt hér á landi, en ekki ótrúlegt að einhverjir verði til að hreyfa því svo að ekki verði undan vikist að taka afstöðu til þess. Hér er um tilfinningamál að ræða, sumir myndu jafnvel segja tískumál eða bundið þjóðfélagsviðhorfum samtímans öðru fremur. Það eru reyndar öll mál sem eitthvað kveður að. Laugardagur 5. september 1987_______ Laugardagur 5. september 1987 egar stórspekúlantar eru komnir á það stig að vilja flytja inn tvö hundruð verkamenn til að starfa við framleiðsludrauma, sem gerðir hafa verið raunverulegir með kaup- leigusamningum við erlendar pen- ingastofnanir, þykir mörgum sem nú þurfi að fara að hefja stærri innflutn- ing á fólki til að svara sívaxandi þörf fyrir neytendur í samfélagi sem þekkir hvergi sín takmörk, heldur æðir áfram á útreikningum og plönum, sem ná langt út fyrir þarfir og getu tvö hundruð og fjörutíu þúsund manna samfélags. Þetta er einmitt að gerast þessi árin, og ríkisvaldið, sem til langs tíma gat haft nokkra stjórn á peningamálum, ræður engu orðið um þenslu og uppbyggingu, sem miðast við mikið stærra þjóðfélag en hér um ræðir. Auðveldur aðgangur að erlendu fjármagni fyrsta kastið, þar sem leigjandi fjármagnsins, hinn erlendi aðili heldur eignarétti sínum til síð- ustu afborgunar, gerir þessi mál enn óhugnanlegri en þau væru ef fjárfest- ing væri látin haldast í hendur við það, sem okkur er fært fyrir eigin aflafé. Enda kæmi þá ekki til þess að hér ríkti óviðráðanlegt ástand í pen- ingamálum. Þegar að því kemur að hafskipsmálin byrja að sjá dagsins -ijós eitt af öðru, munfólki þykja sem Utvegsbankamálið hafí ekki verið annað en það sem upp úr stóð af ísjakanum. Nýir gullleitarmenn í byrjun aldarinnar fundu fjárafla- menn upp á því að leita að gulli í Vatnsmýrinni Þeir sem þráðu skjót- fenginn gróða keyptu hlutabréf í ævintýrinu. Síðan hefur ekkert heyrst um gullnámurnar og Vatns- mýrin veitti engum auðsæld. Eins er þeim farið í íslensku viðskiptalífi í dag, sem með auðveldum lánsútveg- unum erlendis ráðast í hvert stór- virkið á fætur öðru, þótt augsýnilegt sé, að hér á landi verður ekki í bráð markaður fyrir framleiðsluna, og málið því ónýtt hvað sem útreikning- um líður. Það er nefnilega fyrsta einkenni þeirrar auðssýki sem á okkur herjar um þessar mundir, að gera ráð fyrir innflutningi á erlendu verkafólki til að manna vélar og tæki sem keypt hafa verið hingað fyrir leigufé, svo hægt verði að framleiða. Næsta stig málsins er að flytja inn svona um tvö hundruð þúsund neyt- endur til að kaupa framleiðsluna. Jafnvel þar sem vinnuafl er fyrir hendi þykir ekki ástæða til að nýta það. Sláturfélag Suðurlands flytur kjötvinnslu sína frá Suðurlandi, þar sem atvinnutækifæri eru ekki ýkja fjölbreytt, og kemur henni fyrir í Reykjavík. Þar hyggst sláturfélagið fá erlent verkafólk til að vinna við framleiðsluna. Gullgrafararnir í Vatnsmýrinni töpuðu fé sínu. En þeim mun varla hafa dottið í hug að þeir væru að leggja grunninn að hugmyndafræði, sem yrði næstum allsráðandi f landinu á seinni hluta aldarinnar. Rifist um kökuna Björn Ólafsson, fyrrum ráðherra, og aðaleigandi Coca cola, mun ein- hverntíma hafa látið þau orð falla, þegar talað var um ágæti Coca cola fyrirtækisins, að rekstur þess gæfi af sér nóg til að sjá fyrir sex fjölskyld- um. Þetta mun hafa verið rétt mat hjá Birni. Þó skorti ekkert á að kólinn seldist. Ekki er ljóst hvort eitthvað hefur fækkað á fóðrum hjá fyrirtækinu, en svo mikið er víst, að Vífilfell, það er Coca cola, er talið hafa keypt smjörlíkisgerðina Akra. Fyrirferðarmikill smjörlíkisfram- leiðandi í landinu, og einhver helsti talsmaður einkaframtaks og frjáls- hyggju, maður sem þekkir vel til kaupleigusamninga, snerist önd- verður gegn kaupum Vífilfells. Hann segir svo í blaðaviðtali: „Þetta er hefndarráðstöfun, þeir hafa elt mig uppi. Þegar við byrjuðum með Svalann keyptu þeir sér pökkunarvél og fóru að selja Hi-C. Þar voru þeir undir eftir bullandi samkeppni. Annars þykir mér spaugilegt að þeir fari skyndilega í smjörlíkið." Sá er þetta segir er Davíð Scheving Thor- steinsson. Á hans máli heitir það hefndarráðstöfun leyfi Vífilfell sér að kaupa smjörlíkisgerð. Hvað ætli i hann segi um önnur umsvif í samfé- | laginu. Davíð er hinn mikli „missi- oner“, fyrir utan að vera á móti 1 einkaframtaki þegar það hentar honum. Honum fínnst eðlilegra að Vífilfell hefði sett fjármagn sitt í nýjar atvinnugreinar. Sjálfur virðist Davíð telja að hann sé að gera nýja hluti í viðskiptalífinu. Fyrirtæki hans, Sól, er farið að framleiða gosdrykki. En um það gos gildir annað en Coca cola. Haft er eftir honum að „að Sól væri sannarlega að byggja upp nýja atvinnustarfsemi með verksmiðju sem væri sú eina sinnar tegundar í heiminum". Var einhver að tala um tískusýningu? Síðborinn brautryðjandi Vegna þessarar ákveðnu afstöðu Davíðs gegn kaupum á smjörlíki, er ekki úr vegi að víkja aðeins að heimspeki sölumennskunnar, eins og hún birtist hjá síðbornum braut- ryðjanda í gosdrykkjaframleiðslu. Bæði Vífilfell og Sanitas voru orðin gömul og gróin fyrirtæki þegar Davíð hóf að þylja skáldskaparfræði sín í viðskiptalífinu. Hann er skemmtilegur og hress maður og vegur það nokkuð upp á móti því, þegar hann verður tvíátta í kenn- ingafræðum um einkaframtak og pólitík. Coca cola og Pepsí hafa byggt sölu sína á því að um hressing- ar og svaladrykki væri að ræða. Nú fékk Davíð verksmiðju, „eina sinnar tegundar í heiminum," og byrjaði líka að framleiða cola. En hann var svo upptekinn af verksmiðjunni, að þegar drykkurinn var auglýstur sner- ist auglýsingin um umbúðirnar. Þeim var hægt að brenna. Það var aðalatr- iðið. Menn biðu bara í ofvæni eftir því að hingað flyttist verksmiðja, sem framleiddi umbúðir sem hægt var að éta. Maður sem berst Spurningin er hvort hægt er með tilskipunum hagstæðrar ríkisstjórnar að fá fólk til að drekka coladrykki kvölds og morgna og um miðjan dag, því öðruvísi eru litlar líkur til að nokkur bragur verði á rekstri brugghúsanna. Davíð er sýnu vanari en hinir framleiðendurnir að berjast við kerfið, enda hefur hann lýst yfir að hann sé „búinn að berjast við ríkisstjórnir og Alþingi í áratugi". Svo hefur sjálft Vífilfell bæst í hópinn. Þeir hefðu átt að fara að dæmi Davíðs og setja fjármagn í „nýja atvinnustarfsemi". En auðvit- að er þetta rifjað upp hér af því þetta karp um gos hér og gos þar er í skötulíki. En það hefur þó á sér þau helst einkenni, að það sýnir okkur hvernig hægt er að þenja út fram- leiðslu á gosdrykkjum án þess þeim hálsum hafi fjölgað sem gosið streymir um. Næsta krafa gæti því hiklaust að skipa formanni Sjálf- stæðisflokksins svo fyrir, að fyrr skuli hann kljúfa eigin ríkisstjórn en veita samvinnumönnum rétt til að fylgja eftir kaupum sínum á Útvegs- bankanum. Það er í þessu ljósi, sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins verða að heyja næstu kosningabaráttu fari svo að lingerðir menn láti undan ættaveldinu í máli sem kemur því einu við og engum öðrum og alls ekki kjósendum Sjálfstæðisflokks- ins. beir bera ábyrgð Á ýmsu gengur jafnan í stjórnmál- um og þykir ekki tiltökumál þótt ágreiningur komi upp í ríkisstjórn- um. Yfirleitt bera ráðherrar gæfu til að láta ágreininginn ekki ná út fyrir stjórnarráðið. Sú breyting hefurorð- ið á þessu hin síðari ár, að fjölmiðlar • hafa tæpitungulaust blandað sér í stjórnmálin á viðkvæmu stigi, og reyna í tíma og ótíma að kreista úr ráðherrum margvíslegan vott um ósamlyndi, enda þrífast fjölmiðlar á fréttum. Stjórnmálamönnum tekst misjafnlega að verjast þessum ágangi, en af hans rótum hefurgosið upp ágreiningur af litlu tilefni. Öðru máli gegnir um Útvegsbankamálið. í upphafi var það hreinlega við- skiptalegs eðlis og þannig líta sam- vinnumenn á það enn, þrátt fyrir þann pólitíska þunga, sem á það hefur verið lagður. Það voru ekki samvinnumenn, sem gerðu það að pólitísku máli. Þeir voru aðeins að kaupa auglýst hlutabréf samkvæmt útboði í banka, sem ríkið vildi losna við af sínum snærum. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, mun strax í byrjun hafa litið á sölu Útvegsbank- ans sem stórpólitískan atburð, og ber nú höfuðábyrgð á því í hvern hnút málið er komið ásamt við- skiptaráðherra í lítt öfundsverðu hlutverki sáttasemjara. verið að láta flytja inn neytendur til að drekka gos. Þegar stórt er hugsað getur stundum verið grætilegt að vera svo lítil þjóð að eiga ekki möguleika á að gefa neyslusvar við hugmyndaauðgi viðskiptajöfra. En það er ekki einvörðungu á sviði gosdrykkja, sem magar manna ætla að springa. Timburverkið þarf líka nokkuð til sín. Og í útvarpinu nýver- ið var frá því skýrt að á skömmum tíma hefðu tíu þúsund fermetrar bæst við timburvöruverslun á Reykjavíkursvæðinu. Það samsvar- ar hundrað fjölbýlishúsaíbúðum. Segi menn svo að ekki sé verslunar- hugur í mönnum. Maðurinn frá Hofi Sé talað um viðskiptajöfra sem fara óvarlega og berjast sér til frægð- ar við ríkisstjórnir og Alþingi með tilheyrandi ofvexti, kaupleigu og lánum þangað til tvö hundruð þús- und manns vantar upp á þjóðina til að svara kvöðum um brýnustu neyslu, er gott að víkja að manni eins og Pálma Jónssyni frá Hofi á Höfðaströnd, löngum kenndum við Hagkaup. Pálmi er einn af þessum rólegu mönnum, sem þenkja mikið um viðskipti, láta lítið fara fyrir sér, sjást varla á almannafæri, taka ekki þátt í boðum og sitja ekki í stjórnum sjóða eða bankaráðum, en hafa hugfast að þeirra verk er að ná góðum innkaupum og selja ódýra vöru. Pálmi er svolítið á móti sam- vinnuhreyfingunni en er ekki verri maður fyrir það. Hann minnir um margt í framkomu og lífsháttum á þekkta erlenda peningamenn, eins og Howard Hughes, þótt hann geri sín stóru viðskipti í björtum skrif- stofum, en ekki á karlaklósettum eins og mr. Hughes var sagður gera. Nú hefur Pálmi og lið hans komið á fót nýjum verslunarstað í nýja mið- bænum og kallar hann staðinn Kringluna. Ekkert á þeim stað minn- ir á Hof á Höfðaströnd, fæðingarbæ Pálma, enda hefur framþróunin lagt nokkrar aldir á milli. Um Hof, sem lá undir Hólabiskupa, var ort í kærustuljóði: Ýtar fara í önnur Iönd auðs að fylla sekki. Eigðu Hof á Höfðaströnd hvort sem þú vilt eða ekki. Pálmi Jónsson fór ekki í önnur lönd til að fylla sekki sína. ísland dugði til þess og íslenskar aðstæður. Og a.m.k. í augum Skagfirðinga verður Pálnti ætíð kenndur við Hof. Ódýr vara Með sanni hefur verið sagt, að Hagkaup hefur selt ódýra vöru. Svo er enn, þótt verslunin sé komin í nýtt og dýrt húsnæði. Kringlan er skemmtilegur verslunarstaður og nýstárlegur. Helstu vandkvæði við að versla þar þangað til það mál verður leyst, er skortur á bílastæð- um. Eins og á öðrum stórum vinnu- stöðum hafa starfsmenn tilhneigingu til að fylla mest af bílastæðum í nágrenni vinnustaðar. Ekki fyrir- finnst sú búðarloka lengur sem ekki á bíl og því er eðlilegt að ætla fyrir bílastæðum handa starfsfólki við stóra vinnustaði. Skipulagslega séð er ástæða til að óttast að alltof þröngt verði um fólk og tæki þess í nýja miðbænum þegar fram líða stundir. Þrátt fyrir þetta nýtur Kringlan almannahylli og þykir nú þegar eftirsóknarverður staður til að versla. Hagkaup er þar með sinn vörumarkað og heldur verði í hófi eins og venjulega. Nokkur brögð hafa verið að því að vilja færa verðstefnu Pálma í Hagkaup yfir á aðrar verslanir í Kringlunni. Þótt Pálmi Jónsson hafi framfylgt giftu- samlegri verslunarstefnu, hefur það ekki haft áhrif á verslunarstefnuna almennt nema þá innan þess geira þar sem Hagkaup starfar. Það er því ofætlun ef fólk heldur að sérverslanir í dýru húsnæði ætli nú að fara að taka upp á því að selja ódýrt einungis vegna þess að þær eru komnar í nábýli við Hagkaup í Kringlunni. Ráðherra eða sáttasemjari Alltaf kemur sú staða upp í lífi manna að þeir verða að gera upp við sig hvort þeir eru eða eru ekki. Shakespeare gamli orðaði þetta á þennan veg, þegar hann lagði fyrir spurninguna: To be or not to be. Nú hefur ríkisstjórnin setið í nokkurn tíma, og þótt venjan sé að bíða þings eftir umræðum um stjórnarstörf fer það ekki framhjá neinum, að hún stendur nú þegar frammi fyrir þvf hvort hún er eða er ekki. Mestu veldur um þetta óöryggi stjórnarinn- ar sú óákveðni Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, og fyrrverandi ráðgjafa og tillögumeistara ríkis- stjórna frá 1971, sem fram hefur komið í Útvegsbankamálinu. Með sáttasemjaratilraunum hefur hann dregið bankamálið í hnút, sem varla verður leystur úr þessu, og komið fram í því máli sem sáttasemjari og embættismaður í stað þess að taka á málinu sem ráðherra og stjórnmála- maður. Menn geta séð fyrir sér, og eru þá kannski vitrir eftir á, hvernig farið hefði um Útvegsbankamálið, hefði Jón Sigurðsson staðið við söl- una á Útvegsbankanum til sam- vinnumanna, í stað þess að taka undir með íhaldinu og ræða við samvinnumenn sem annars flokks borgara. Þá hefði forsætisráðherra staðið frammi fyrir gerðum hlut og þeir aðrir, sem vilja að ættaveldið í Sjálfstæðisflokknum hafi allan for- gang í helstu peningastofnunum landsins. Auðvitað hefði það kostað töluverðan hávaða, en ekki valdið þeim skaða sem nú blasir við, sem sagt þeim að Útvegsbankinn virðist orðinn óseljanlegur í bili, samráð- herrar deila og sættir fást engar. Viðskiptaráðherra hefði átt að spyrja sig áður en hann byrjaði að þæfa málið, hver endirinn á því yrði. Nú lítur helst út fyrir að ríkisstjórnin lifi ekki af hantéringar tveggja ráð- herra sinna, þeirra Þorsteins Páls- sonar og Jóns Sigurðssonar. Kjósendur Sj álfstæðisflokksins Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, eins og aðrir landsmenn, hafa horft upp á það um tíma hvernig ættaveld- ið í Sjálfstæðisflokknum finnur allt í einu þörf til að kaupa banka, sem hefur verið til sölu lengst af þessu ári, án þess nokkur hafi hreyft hönd eða fót til að kaupa, fyrr en sam- vinnumenn ákváðu kaup og borguðu samstundis tilskilda upphæð. Kjós- endur Sjálfstæðisflokksins kunna vel að vera á þeirri skoðun, að engin ástæða sé til þess að samvinnumenn eignist meirihluta í Útvegsbanka. En þeir geta varla verið á þeirri skoðun, að samvinnumönnum séu ekki kaupin á bankanum heimil af því þeir séu annars flokks borgarar í samfélaginu. Enginn ærlegur ís- lendingur getur í hjarta sínu viður- kennt að okkur sé skipt í fyrsta flokks borgara og annars flokks borgara. Og kjósendur Sjálfstæðis- flokksins eru ærlegir íslendingar. Græðgi og frekja ættaveldisins kem- ur kjósendum Sjálfstæðisflokksins alls ekkert við. Þeir hafa ekki svarist í neitt fóstbræðralag við fámennan hóp manna, sem vilja sitja yfir öllum hlut fslendinga hverju nafni sem hann ne’fnist. Nú hefur ættaveldið sett ríkisstjórn landsins stólinn fyrir dyrnar. Það hefur bannað viðskipta- ráðherra að selja samvinnumönnum Útvegsbankann, jafnvel eftir að sala hefur farið fram. Og það ætlar Færar leiðir Engu er líkara en samvinnumenn vilji leita samkomulagsleiða um kaup á Útvegsbanka. Samt stendur höfuðatriði málsins óbreytt. Þeir segjast hafa keypt Útvegsbankann. Undir þá staðhæfingu tekur Tfminn og hefur alltaf gert. Helsti ráðgjafi Jóns Sigurðssonar í Útvegsbanka- málinu hefur lengi verið að vinna að því að sameina banka hvað sem það kostar. f þessu tilfelli kostar samein- ingarstefna Jóns Sigurðssonar of mikið. Hún er líka andstæð almenn- ingsálitinu í landinu. Tveir ríkis- bankar eru starfandi í landinu, Landsbanki og Búnaðarbanki. Til- vist þeirra sem rikisbanka í litlu samfélagi er nauðsynleg fyrir margra hluta sakir og fólk vill ekki að þeim verði fækkað. Aftur á móti virðist Jón Sigurðsson alltaf vera að bjóða upp á Búnaðarbanka sem skiptimynt í Útvegsbankamálinu eftir að því var klúðrað. Aðrir bankar utan ríkis- kerfis munu væntanlega ekki ljá máls á sameiningu öðruvísi en að græða á því. Sé Búnaðarbankinn rétt metinn á þrjá milljarða króna mætti ímynda sér einhvers konar sameiningu annarra banka við hann, að því tilskildu að stór hluti hans yrði gefinn á altari ættaveldis og sameiningar við fátækari banka. En hvorki Alþingi íslendinga eða al- menningur í landinu munu telja það hagkvæma lausn. Svona sameinin- gartal er því fimbulfambið eitt, enda kemur það ekki við stefnu samvinnu- manna í bankakaupum. ►

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.