Tíminn - 05.09.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.09.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 5. september 1987 Tíminn 15 LESENDUR SKRIFA Hvað segir Garri nú? 8. júlí tók við ný ríkisstjórn eftir um níu vikna stjórnarmyndunar til- raunir. Þrír stærstu stjórnmálaflokk- arnir styðja hana. Tíma Garri hefur sitthvað um þetta að segja. Orðrétt Miðað við allar aðstæður og ástand flokkaskipunar og samsetn- ingu Alþingis af alskonar upp- lausnarliði og boðberum pólitískrar sérvisku og eigingirni var aldrei vit í öðru en að þrír stærstu elstu og reyndustu flokkar landsins tækju höndum saman um það að mynda blokk raunsæisaflanna gegn sér- viskuhópum og sundrungarliði, og er Garri ekki einn um þá skoðun." - Svo mörg voru þau orð. Flokkarnir eru gamlir en tímarnir breytast og mennirnir með. Hver vill líkja sam- an flokki Jóns Baldvins og flokki Jóns Baldvinssonar, hver vill líkja saman Þorsteini Pálssyni og Ólafi Thors. Þorsteinn Pálsson sótti eins og Steingrímurog Jón B. Hannibals- son eftir því að verða forsætisráð- herra, aðeins einn gat orðið það í einu. Steingrímur var forsætisráð- herra og engin sýnileg ástæða fyrir hann til að gefa það eftir, Þorsteinn gaf út yfirlýsingu um að hann setti það ekki sem skilyrði fyrir stjórnar- samstarfi að hann fengi forsætisráð- herraembættið en í staðinn vildi hann fá 5 ráðherra en hinir tveir flokkarnir til samans fengju aðra 5, og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins áttu að verða alvöruráðherrar. Það var eins og fréttamenn landsins yrðu hálfklumsa, því nú fréttist fátt í svipinn. Næsta frétt, ný stjórn svo til fullmynduð. Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra, Steingrímur utanrík- isráðherra. Hvað hafði gerst? Hér hafa fréttamenn brugðist. Hvaða brögðum beitti Þorsteinn? Hvers- vegna lét Steingrímur og hans lið þá samsærismennina ekki eina um að mynda stjórnina þegar þeim hafði tekist að velta honum úr sessi og Jónsliðið komið bæði með fjármálin og bankamálin. Garri segir fleira. Hann segist styðja nýju stjórnina heils hugar, þótt hann hefði getað hugsað sér hana öðruvísi. Garra finnst til dæmis að Steingrímur og Þorsteinn hefðu átt að býtta á ráðu- neytum. Er ekki rétt að nefna ráðu- neyti Þorsteins forsætis- og undir- ferlisráðuneyti. Fáum vikum fyrir kosningar hélt Sjálfstæðisflokkurinn fjölmennt flokksþing, þar kom fram mikill stuðningur flokksmanna við flokksstjórnina og við atkvæða- greiðslu um Þorstein formann kom í Ijós 97-98% fylgi manna við for- manninn. Stalín heitinn í Rússlandi hefði jafnvel mátt vel við una. Sjálfstæðisflokknum var almennt spáð auknu fylgi, þeir bjartsýnustu töldu líkur á að þeir fengju meiri- hluta á Alþingi og gætu myndað stjórn án aðstoðar annarra flokka. Nú leið að þinglokum. Þorsteinn formaður vildi hafa hreint mél í pokahorninu. Albert var bersyndug- ur, hann varð að víkja úr stjórn Iandsins. Maður getur lengi á sig blómunt bætt, sagði Tóta litla tindil- fætt. Þorsteinn virðist hafa verið á sama máli, því Iðnaðarráðuneytinu bætti hann á sig. Enn átti að vera hægt að nota Albert til að draga að atkvæði Reykvíkinga, það fór ekki milli mála að persónufylgi Alberts var nteira í Reykjavík en annarra frambjóðenda. Hér virðist Þorsteinn hafa reiknað skakkt. Flokkur hans klofnaði, þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins fækkaði til muna í stað þess sem spáð hafði verið. Er ekki hætt við slíkum axarsköftum hjá honum sem forsætisráðherra og skellurinn lendi á allri þjóðinni en ekki aðeins á Sjálfstæðisflokknum, og þetta styður Garri heilshugar. Jón Sigurðsson er enn lítið þekktur sem stjórnmálamaður. Ég held að flestir trúi því enn að hann sé maður sem ekki vill vamm sitt vita. Nú er hann í erfiðri aðstöðu í hinu alræmda Útvegsbankamáli. Eins og flestir venjulegir íslendingar mun hann telja að Sambandsmenn eigi allan rétt þegar þeir kontu nteð sín kaup- tilboð, sem í einu og öllu munu hafa fullnægt settum skilyrðum. Á eftir komu ýmsir fjáratlamenn, sem for- sætisráðherra telur til sinna sérstöku uppáhalds stuðningsmanna með sín tilboð. Og því heimtar Þorsteinn af Jóni að taka þeirra boði enn ekki Sambandsmanna, hvað sem lögum og reglum líður. Annars verði stjórnarslit. Steingrímur og hans lið á hér að sýna þann manndóm að sitja ekki stundinni lengur í stjórninni ef Þorsteini tekst að kúga Jón. Porsteinn feldi fimm sexmenn frækna af sínu liði. Pessum fjanda fylgir enn fýla, heyft og sviði. Þorsteinn Daníelsson Guttormshaga 31/8 ’87 PÓST- OG SiMA MÁLASTOFNUNIN Akureyri Umdæmi III Lausar stöður. 1 staða rafeindavirkja. 1 staða rafeindavirkja til afleysinga í eitt ár. 2 stöður línumanna/símsmiða/símsmiða- meistara. Upplýsingar veitir umdæmistæknifræðingur Pósts- og síma á Akureyri í síma 96-26000. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMOLA 3 108 REYKJAVIK SIMI (91)681411 Skrifstofustarf Óskum að ráða skrifstofumann í fjármáladeild. Starfið felst í almennum skrifstofustörfum m.a. útsendingu tryggingaskírteina, viðhaldi skulda- bréfa- og víxlaskrár. Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá starfs- mannahaldi Ármúla 3 sími 681411 Samvinnutrygginar g.t. Bóklegt einkaflugmanns- námskeið mun hefjast um miðjan september. Sérfræðingur kennir hverja grein. Væntanlegir nemendur hafi samband við skólann í síma 91-12900. FLUGSKÓLINN FREYR við skýli 3, Reykjavíkurflugvelli Innritun í kvöldnám prófadeilda Námsflokka Reykjavík- ur. Grunnskólastig: a) aðfaranám hliðstætt 7. & 8. bekk. b) fornám hliðstætt 9. bekk. Kennslugreinar: íslenska, danska, enska, stærð- fræði. Framhaldsskólastig: a) heilsugæslubraut = for- skóli sjúkraliða. b) viðskiptabraut, hagnýt verslunar- og skrifstofu- starfadeild. Einnig er hægt að velja kjarnanám án sér- brauta. Sænska og norska til prófs. Sjá auglýsingar í dagbl. sl. föstudag. Innritun fer fram mánudaginn 7. og þriðjudag- inn 8. september í Miðbæjarskóla,Fríkirkjuvegi 1, klukkan 17-21. Upplýsingar í símum 12992 og 14106 síðdegis. Námsflokkar Reykjavíkur. Framandi menning í framandi landi - Ert þú fædd/ur 1970 eða 1971? - Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? - Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóða? - Viltu búa eitt ár í framandi landi? - Viltu verða skiptinemi? Umsóknarfrestur er til12. okt. Opið daglega milli kl. 14 og 17. Ef svarið er já, hafðu samband við: áíslandi - alþjóðleg fræðsla og samskipti - Hverfisgötu 39, P.O. Box 121 Reykjavík sími 25450. ^IRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Skrifstofumaður Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa lausttil umsóknar starf skrifstofumanns. Starfið felst að mestu leyti í sendiferðum auk almennra skrifstofustarfa. Þarf að hafa bílpróf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum B.S.R.B. og ríkisins. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá deildarstjóra starfsmannahalds. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík íbúð óskast Nú erum við að leita okkur að samastað fyrir veturinn og ef einhver vildi vera svo vænn, eða væn, að leigja út 2-3ja herb. íbúð undir okkur hjónin, blaðamann og námsmann, á sanngjörnu verði, þá erum við tilbúin að heita stakri reglusemi og afar góðri umgengni. Svörin beinist inn á ritstjórn Tímans, sími 686300, að Kristjáni Björnssyni, eða í heimasíma 641757.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.