Tíminn - 05.09.1987, Page 19

Tíminn - 05.09.1987, Page 19
Laugardagur 5. september 1987 Tíminn 19 Vegur Madonnu vex sífellt. Plötur hennar renna út, slegist er um miða á tónleika hennar ogsíðast en ekki síst er hún á hraðri leið með að verða kvikmyndastjarna. Nýjasta myndin hennar „Who's That Girl" þykir alveg geysigóð. James Foley leikstjóri segir um Madonnu: „Hún er blátt áfram stórkostleg. Stúlkan hefur sérstaka kímnigáfu og er alveg bráðfyndin". Mótleikari Madonnu í myndinni Hver er þessi stúlka? er Griffin Dunne, en ekki Sean Penn, eiginmaður hennar. Samstarfsfólkið við upptöku á þessari nýju mynd hælir Madonnu á hvert reipi. Hún hafi alltaf haldið ró sinni á hverju sem gekk, var vinaleg við alla og ekki með neina stjörnustæla. „Reglulega sæt og elskuleg stúlka," segja tæknimennirnir. Verður „Blái engillinn“ næsta viðfangsefni Madonnu? Nú segja margir að Madonna, sem aldrei getur verið iðjulaus, hafi valið sér nýtt viðfangsefni, -Bláa engilinn -. Marlene Dietrich vann sér fyrst frægð með leik í myndinni Blái engillinn fyrir nærri hálfri öld, og nú hefur Madonna mikla löngun til að takast á við það sama verkefni. Madonna var í rabbþætti í sjónvarpi hjá Johnny Carson. Þar sagði hún með bros á vör:“Eg er bara venjuleg stelpa úr mið-vesturríkjunum, hálfgerð sveitastelpa". En stjórnandi þáttarins benti áhorfendum á að þessi hógværa stúlka væri heimsfræg rokkstjarna, kvikmyndaleikkonaogframkvæmdastjóri fyrir blómstrandi fyrirtæki: Siren Films. Ekkért venjuleg sveitastúlka! Madonna og mótleikari hennar í nýjustu myndinni - Hver er þessi stúlka - Hann heitir Griffin Dunne og eru þau óvenjulegt par að sjá: Hann alvarlegur meö gleraugu og í kjól og hvítt, en Madonna eins og hálfgerður trúður Slær • HVER ER ÞESSI STÚLKA?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.