Tíminn - 05.09.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.09.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur 5. september 1987 Tíminn 13 UTLOND illlUllllllllll llllllll Viötal við Mathias Rust tekið í Lefortovo fangelsinu í Moskvu: stuðla að friði“ - Vestur-Þjóðverjinn ungi segist hvorki vera njósnari né kjáni og ekki heldurframagosi í auraleit Frá Þór Jónssyni blaðamanni Tímans sföddum í Svíaríki: Hinn 28. maí síðastliðinn varð nítján ára gamall Vestur-Þjóðverji Mathias Rust heimsfrægur í einu vetfangi er hann lenti lítilli einka- flugvél í grennd við Rauða torgið í Moskvu. Þessi dagur var tileinkaður landamæragæslunni en snérist skyndilega úr hátíð í þá stund sem hið sovéska herveldi beið hinn mesta álitishnekki. Mathias Rust hafði sérstaklega æft sig í að lenda á þröngu svæði og átti auðvelt með að sneiða hjá mann- virkjum og vegfarendum þegar hann lenti á torginu eftir fífldjarft flug í sovéskri loftheigi þar sem engin tilraun var gerð til þess að stöðva hann. Aðeins einu sinni varð hann var hins ógnarlega herstyrks Sov- étmanna þegar þota ein þaut hjá. Mathias Rust hefur setið í fangelsi í Moskvu og þar tóku sovéskir embættismenn viðtal það við hann sem hér birtist. Gloppur í Sovétríkjunum varð ekki hátíð í kjölfar lendingar Rust. í fyrstu lýstu að vísu háttsettir menn í stjóm Gorbatsjovs þakklæti yfir að Rust hefði bent á gloppur í vörn Sovétr- íkjanna en bættu þó jafnframt við að tiltækið hefði verið forkastanlegt. Jafnvel voru bundar vonir við að Rust yrði sleppt án réttarhalda þótt honum bæri tíu ára fangelsi og háar sektir samkvæmt lögum. En síðan ákvað björninn í austri að bíta frá sér. Ótrúlegt þótti að Rust hefði skipulagt ferð sína sjálfur og tilefnið hefði verið að bera friðarboðskap á torg, heldur þótti líklegra að för hans væri áróðursbragð gegn Sovét- ríkjunum. Þegar komist var að slíkri niður- stöðu voru embætismenn og yfir- menn úr sovéska hemum reknir m.a. Sergej Sokolov landvarnaráð- herra. Honum var umsvifalaust skutlað á listann yfir ellilífeyrisþega. En það var ekkert hálfkák þegar Alexander Koldunov marskálkur var látinn víkja. Hann var rekinn með skömm og var opinberlega lýst yfir að ástæðan væri flug Mathiasar Rust. Og þá var víst að Rust færi fyrir sovéska dómstóla eins og alþjóð hefur orðið vitni að síðustu daga. Greiði Rust gerði í raun Gorbatsjov Sov- étleiðtoga greiða því honuni var gert hægt um vik að losa sig við, að eigin mati, óþægilega valdamenn í stjórn- inni. Rust hefur setið í hinu fræga Lefortovo fangelsi í Moskvu en þangað hafa foreldrar hans og vest- ur-þýskir sendimenn heimsótt hann. Herbergið hans er vistlegt, panell á veggjum og engir rimlar fyrir gluggum. Hann hefur haft aðgang að þýskum bókum og tímaritum og á veggnum hangir dagatal frá heima- landinu. Mathias Rust hefur haldið því staðfastlega fram í allt sumar og í réttarhöldunum sem hafa staðið síð- ustu daga að flug hans hafi átt að hvetja til alheimsfriðar, skilnings milli austurs og vesturs. Hann var skjótur en vélrænn í svörum í þessu viðtali svo sem hann hefði undirbúið viðbrögð sín lengi. Fífldirfska Sovésk yfirvöld velkjast ekki í vafa unt að Rust er fífldjarfur ungur maður sem í einfeldni taldi sig vinna að friði en þau telja að hann skrökvi því að hann hafi lagt á ráðin einn síns iiðs. En hér fer á eftir frásögn hans sjálfs. Sovéskir embættismenn spurðu hann í þaula um viðhorf hans og skoðanir eftir þriggja mánaða vist í fangelsinu í Moskvuborg. Hér fer frásögn hans lítið eitt stytt. Þess vegna flaug ég til Moskvu Segðu frá sjálfum þér Mathias: Ég fæddist í Hamborg árið 1968. Snemma fékk ég áhuga á að læra flug og skráði mig í flugklúbb. Hvað ert þú í raun Mathias? Þú ert sagður njósnari, framagosi í auraleit eða ungur kjáni: Þetta eru þrjár fullyrðingar sem eiga ekki við rök að styðjast. Ég er ekki njósnari, ég flaug ekki hingað ti! að verða frægur og ég er ekki fífldjarfur. Ég fór hingað, eða réttara sagt flaug, af einkaástæðum og ég er hingað kom- inn sem einstaklingur. 235 lítrar Sagt hefur verið að það muni hafa tekið þig langan tíma að undirbúa flugið þar sem þú stóðst að því einn. Er sérstakur búnaður á flugvél þinni?: Eiginlegur undirbúningur hófst ekki fyrr en tveimur mánuðum áður en ég lagði af stað. Ég gerði allt sjálfur, sá lærdómur sem ég hlaut í flugklúbbnum nægði mér fullkom- lega til að takast slíkt flug á hendur. En þú munt hafa haft aukaeld- sneytisgeyma?: Nei, ég þverneita að aukageymar hafi verið um borð. Flugvélin, eða nánar þessi tegund vélar, er búin geymum til að taka 235 lítra af eldsneyti og þeir nægðu mér. Á þennan hátt er vélin fram- leidd. Hvers vegna tókstu aftursætin úr vélinni? Það er rétt að ég fékk aðstoð föður míns við að fjarlæga þau til að koma farangri betur fyrir. Sæti aðstoðarflugmannsins tók ég úr til að koma kortum, áttavitum og miðunartækjum fyrir. Bandarísk kort En hvar fékkstu bandarísku landakortin sem þú hafðir meðferð- is?: Þau eru prentuð í Bandarikjun- um en hver sem er getur orðið sér út um þau í Vestur-Þýskalandi. Ég keypti þau hjá vestur-þýsku fyrirtæki og var auðveldara að nálgast þau en ég hugði. Engar leynilegar upplýs- ingar eru á kortunum, aðeins hefð- bundnar flugleiðir. Sagði þér einhver hvernig þú ættir að komast hjá að sovéski flugherinn yrði þín var?: Nei, enginn. Ég ákvað mína flugleið sjálfur með flughæfni vélarinnar fyrir augum. Veist þú hvar sovésku ratsjár- stöðvarnar eru?: Nei, það veit ég ekki. Hvers vegna hélstu vélinni þráfalt í sömu flughæð?: Flughæð eftir þess- ari leið réðst af veðri. Ég flaug eins hátt og mér var fært undir skýjum, hefði ég hækkað flugið hefði ég lent í skýjum sem ég vildi að sjálfsögðu ekki. Sex klukkustundir í heimalandi þínu halda sumir því fram að flugið til Moskvu hafi tekið sex klukkustundir en ekki fimm. Hvað átti sér stað þennan auka- klukkutíma? Lentir þú t.d. einhvers staðar til að losa þig við útbúnað?: Nei, samkvæmt mínum útreikning- um og skrám flaug ég frá Helsinki lausteftirkl. 13.00 á Moskvutíma og lenti einhvern tímann á milli 18.00 og 19.00. Ég flaug skemur en í sex klukkustundir og fullyrðingar um annað eru rangar. Þú lentir hvergi, flaugst án við- komu?: Já, ég millilenti ekki. Hví slökktir þú á talstöðinni á leiðinni?: Ég var hræddur um að flugstöðin í Helsinki myndi kalla á mig og skipa mér að taka aðra stefnu eða lenda einhvers staðar. Ég vildi ekki óhlýðnast skipunum en hefði þá ekki náð áfangastaðnum, Moskvu. En Mathias, hefði ekki verið ör- uggara og auðveldara að fá leyfi til flugs af þessu tagi? Slíkt friðarflug var flogið af bandarískum flugmanni eftir löglegum leiðum fyrir skömmu: Hefði ég fylgt reglunum hefði flugið ekki vakið þá athygli sem nú er raunin, til að ná markmiði mínu þurfti ég á því að halda. Barátta fyrir friði Vissulega hefur þú vakið athygli en af hverju flaugstu endilega til Moskvu?: Framar öðru vildi ég að flugið stuðlaði að friði alls staðar í heiminum. í öðru lagi vil ég að skilningur aukist milli þjóða okkar. En friðarumræður fara einnig að miklu leyti fram í Washington og Bonn, því flaugstu ekki þangað?: Það hefur verið mikið talað um frið, já, en það fer minna fyrir fram- kvæmdum. Stjórnvöld komast að samkomulagi en oft eru það ekki nema orðin tóm. Ég vildi sýna þá friðarvon sem býr í venjulegu fólki. Þú svaraðir ekki spurningunni, þér hefði tekist þetta með því að fljúga til Washington. Hvers vegna valdir þú Moskvu?: Því að ég trúi að Sovétríkin vilji vinna og að þau vinni fyrir friði og geti einhverju áorkað. Ef ég hefði flogið til Washington hefðu færri tekið eftir því. Ég valdi Moskvu því ég hélt að flug mitt gæti haft jákvæð áhrifáfriðarumleitan- ir. Ögrun Skilur þú hvaða afleiðingar það hefði haft ef þér hefði fatast flugið, er þér ljóst að flug þitt má túlka sem ögrun?: Já, það má leiða getum að því. Pólitísk samskipti landa okkar hefðu getað orðið slæm ef ég hefði verið skotinn niður. Flug mitt var þó ekki farið til að ögra því hefði ég fengið skipun um að breyta um stefnu eða lenda hefði ég lent án vífillengja. Sástu enga sovéska flugvél á leið- inni?: Jú, reyndar. Ég átti um klukkustundar flug að baki um sov- éska lofthelgi þegarég mætti flugvél. Hún flaug í hring umhverfis mig og sneyddi braut mína um hundrað metrum neðar til vinstri en hún skipaði mér ekkert og gaf mér engar bendingar heldur hvarf eftir dálitla stund. Foreldrar þínir heimsóttu þig í Lefortovo og síðan sagði móðir þín við fréttamenn að rannsóknarnefnd- in ynni verk sitt af hendi án þess að draga taum Sovétríkjanna: Já, það er rétt hjá móður minni, ég get aðeins staðfest að ég er ánægður með aðbúnað hér og meðferð. Áhœtta Svo sem við höfum þegar sagt afsakar góður endir ekki tillitslausa hegðun, það eru til aðrar leiðir vilji menn krefjast friðar og skilnings: Vissulega tek ég undir að það fólst viss áhætta í aðgerð minni en ég tel ennþá að mér beri fyrirgefning á þessu. Hvað varðar aðferðina tel ég að flugið hafi verið mína eina leið til þess. Viðtal þetta birtist í sænska síðdegisblaðinu GT. þj/hb Bændur Óskum eftir aö komast í samband viö bændur, sem hafa aðgang aö bergvatnsá. Og vilja rækta hana upp með sjóbirtingi. Getum nú þegar lagt fram seiði. Upplýsingar í símum 91-656477, 91-666391 og 91-666701 á kvöldin og um helgar. Fellalax hf. Utboð Austurlandsvegur, Mýri-Hof Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 7,2 km, fyllingar 53.0003, skeringar46.000m3 og neðra burðarlag 46.000 m3. Verki skal að fullu lokið 1. júli 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á \/cqAGERÐIN Reyöarfiröi °9 ' Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. september n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 21. september 1987. Vegamálastjóri t Friðþjófur Baldur Guðmundsson útvegsbóndi Rifi, lést á St. Fransiskusspítalanum, Stykkishólmi 3. september. Fyrir hönd barna, fósturbarna, tengdabarna og barnabarna. Halldóra Kristleifsdóttir t Faðir minn og vinur okkar Vigfús Brynjólfsson sem lést á heimili sínu Dalbraut 27, 31. ágúst verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. september kl. 3 Þóra Vigfúsdóttir Gunnar Sigurðsson og fjölskylda. t Þórður Ö. Jóhannesson kennari Þórsmörk 1 Hveragerði sem lést aðfaranótt 31. ágúst verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 10. sept. kl. 14.00 Guðrún Þjóðbjörg Jóhannesdóttir Þórunn Á. Björnsdóttir og dætur t Móðir okkar Sesselja Guðlaug Sigfúsdóttir verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 7. september klukkan 10.30. Jarðsett verður að Torfastöðum. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Langholtskirkju. Fyrir hönd annarra vandamanna. Hulda Brynjólfsdóttir Þóra Kristín Jónsdóttir Sigrún Gróa Jónsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.