Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn ; Þriöjudagur 6. október 1987 Akvörðun Verðlagsráðs veldur ólgu meðal sjómanna: Akvörðun yfimefndar stendur enn óhögguð „Yfirnefnd Verðlagsráðs hefur lokið störfum við ákvörðun á lág- marksverði á rækju fyrir umrætt verðtímabil, 1. október til 31. janúar 1988 með heimild til uppsagnar frá 1. nóvember með viku fyrirvara. Ég tel að það sé ekki hægt að breyta þessari ákvörðun. Ég mun því ekki boða til annars fundar. Mótmælin sem um er að ræða eru tvö símskeyti. Annað er frá áhöfnum 56 skipa sem mótmæla harðlega lækkun rækju- verðs og skora á yfirnefnd að endur- skoða þessa ákvörðun og hitt er frá samtökum rækjusjómanna við Isa- fjarðardjúp og þeirra orðsending var í svipuðum dúr,“ sagði Benedikt Valsson, oddamaður í yfirnefnd Verðlagsráðs í samtali við Tímann í gær, en ákvörðun yfirnefndar um að lækka verð á rækju um 11% að meðaltali frá síðast gildandi lág- marksverði, hefur vakið mikla reiði hjá rækjusjómönnum. Fyrstu aðgerðir þeirra gegn þess- ari ákvörðun yfirnefndar hafa nú litið dagsins ljós. 56 áhafnir veiði- skipa sendu inn mótmæli til yfir- nefndar og kröfðust leiðréttingar mála sinna. Alls voru haldnir þrír fundir í yfirnefnd um nýtt lágmarksverð á rækju. Verðið var ákveðið sl. fimmtudag með atkvæðum fulltrúa vinnsluaðila og oddamanns gegn at- kvæðum seljenda. Áður höfðu full- trúar sjómanna og útgerðarmanna farið fram á óbreytt verð, en fulltrú- ar vinnslunnar farið fram á 20% lækkun. { greinargerð oddamanns, Benedikts Valssonar, segir að með þessari verðákvörðun hafi verið tek- ið mið af lækkun skilaverðs til vinnsl- unnar frá síðustu verðákvörðun. Einnig var áður reiknað með um 8% inngreiðslu af markaðsverði í Verð- jöfnunarsjóð og við þessa verð- ákvörðun reiknað með 3-6% út- greiðslu. Verðtímabilið er til janúar- loka 1988, með uppsögn frá 1. nóvember nk. með viku fyrirvara. Yfirnefnd tók einnig verðákvörð- un á hörpuskel á fundi sínum nýver- ið. Fulltrúar sjómanna og útgerð- armanna fóru fram á 10% hækkun, en fulltrúar kaupenda um 8,5% lækkun að teknu tilliti til útgreiðslna úr Verðjöfnunarsjóði. Nýtt lágmarksverð var síðan ákveðið á fimmtudag með atkvæð- um fulltrúa kaupenda og oddamanns gegn atkvæðum fulltrúa sjómanna og útgerðarmanna. Ákvörðunin fól í sér um 5% lækkun frá síðast gildandi lágmarksverði og gildir það til desemberloka en uppsegjanlegt frá 1. nóvember nk. með viku fyrir- vara. -SÓL Tveir brunar um helgina: íbúðarhús í V-Landeyjum og Hellissandi gjörónýt Tvö hús brunnu til kaldra kola um helgina. I V-Landeyjum brann íbúðarhúsið að Vestra Fíflholti, en það var gamall timburhús. Húsið er gjörónýtt og er kjallarinn einna heillegastur. Veggir standa enn, en allt innbú er fyrir bí. Ekki er vitað um hver efdsupptök voru. Á Hellissandi brann svo annað íbúðarhús, sem einnig er gjöró- nýtt, en enginn bjó í því húsi. Illa gekk að slökkva eldinn, þar sem hvass vindur var og slökkviliðið komst hvergi í vatnslögn. -SÓL Kringluleitir af blómahita Starfsmenn vcrslana í Kringlunni standa nú stjarfir og kringluleitir eftir miklar hitasveiflur við afgreiðslustörfin. Panniger mál með vexti að hitinn inni t byggingunni er miðaður við það hvernig garðplöntunumgeturbest liðið. Um tíma l'ór hitinn niður í 14gráður í nokkra daga. Til þess aö ná aftur lífi í blómin var gripið til þess ráðs að skara verulega að og var hinu tæknilega kyndi- loftræsti- og rakakerfi beitt til hins ítrasta. Nógur varð hitinn og þótti kápuklæddum kaupendum jafnvel um of. Stóri vandinn er hins vegar sá að marga daga getur tekið að brevta hitanumum einagráðueða rakanumum stig. Kerftðer meira aðsegja svo fullkomið að fæstir verlsunarmenn geta skilið útskýringar Sófaníasar yfirtæknimcistara ioftræstingurinnar, sem af kappi reynir að fikra sig áfram rneð gráðurnar. Óargadýr á Hrútafjaröarafrétt Eftirfarandi frétt mátti finna í Feyki sem gefið er út í Norðurlundi vestra: ,.LIm helgina fóru menn og smöluðu Meladal. en svo nefnast vesturhlíðardalsþesssem Hrútafjarðará rennurum. Faðværi ísjálfu sérekki í frásögur færandi hefðu smalamenn ekki rekist á tvo veturgamla. hrúta sem hafa gengið þar sjálfala síðan í fyrra haust. Voru hrútarnir hin verstu villidýr og runnu á leitarmenn er þeir hugðust reka þá til bvggöa. Þvílíkt atlnefi er óvcnjulcgt hjá sauðfé og lcikur mörgum forvitni á að vita hvernig stendur á þessu háttarlagi hrútanna. Gera tnenn því helst skónaaö þeir hafi á þennan hátt varið sig fyrir tófunni í vetur. Svo fór að skilja varð hrútana eftir enda stórhættulegir óvopnuðum mönnum. Er þaö síðast af máli þessu að frétta að risin er upp deila milli sportvciðimanna og áhugamanna um sauðfjárrækt. Vilja hinir fyrrnefndu ólmir t'ara á dalinn og skjóta hrútana, en hinir telja þá merkilegt fyrirbæri og vilja láta lauma til þeirra nokkrunt gintbrum eða ám svo koma megi upp ntannýgum vi11ifjárstofni. “ Lægra verö hjá Einari Ólafssyni á Akranesi en stórmörkuöum „Tökum ekki við greiðslukortum“ - segir Einar Ólafsson vera meginástæöuna Verð fyrir neðan og ofan meðalverð (1 þessari toflu sést hve olt verð i hvern verslun var fyrir otan og neðan meðalverð hverrar voru). Hveoft Hveoft Fjöldi fyrirneðan fyrirofan vörutegunda meðalverð meðalverð í könnun Einar Olafsson Akranesi 69 2 71 Grundarbúð Akranesi 46 11 57 SS Akranesi 47 18 65 Skagaver Akranesi 67 7 74 Traðarbakki, Akranesi 47 18 65 Essostöðin Borgarnesi 26 34 60 Kaupf. Borgfirðinga kjörbúð, Borgarnesi 34 41 75 Kaupfelag Borgfirðinga útibú. Borgarnesi 31 38 69 Versl. Jons Eggertssonar, Borgarnesi 22 11 33 Versl. Jöns og Stefans, Borgarnesi 27 43 70 Baula Stafholtstungum 13 45 58 Kaupf. Borgfirðinga. Vegamótum 22 45 67 Kaupf. Borgfirðinga. Hellissandi 9 47 56 • Hvammur, Ólafsvik 22 51 73 Kaupf. Ólafsvikur 20 46 66 Grund, Grundarfirði 15 40 56 Kaupf. Grundfirðinga 14 43 57 Kaupfélagið i Stykkisholmi 23 44 67 Vöruhúsið Hólmkjör, Stykkishólmi 40 28 69 Kaupf. Hvammsfjarðar, Búðardal 28 35 64 Kaupf. Saurbæinga, Skriðulandi 22 35 57 Kaupf. Kroksfjarðar, Króksfjarðarnesi 4 53 57 Kaupf. Króksfjarðar, Reykholum 7 45 52 Vestlendingar sent hyggjast spara með innkaupum í stórmörkuðum í Reykjavík virðast leita langt yfir skammt - ættu fremur að leggja leið sína í verslun Einars Ólafssonar á Akranesi. Verslun Einars sker sig ekki aðeins, úr með lágt vöruverð, í samanburði við aðrar verslanir á Vesturlandi, heldur er meðalverð 71 vörutegundar um 2,3% Iægra en meðalverð söntu vörutegunda í stór- mörkuðum í Reykjavík og 8% ódýr- ari en að meðaltali í stórum hverf- averslunum í Reykjavík. Af þessari 71 vörutegund voru 48 ódýrari eða á sama verði en aðeins 23 dýrari en í stórmörkuðum í Reykjavík, sam- kvæmt nýrri verðkönnun Verðlags- stofnunar. Tíminn spurði Einar hvernig hann færi að því að selja á svo lágu verði eins og könnun þessi gefur til kynna. „Meginástæðuna tel ég vera þá að við höfum aldrei sclt út á greiðslu- kort. Við þurfum því ekki að gera ráð fyrir þeim kostnaði sem af þeim hlýst, sem að mínu mati er ótrúlega mikill, bæði í innheimtuþóknun til kortafyrirtækjanna og auknum vaxtakostnaði. Raunar er ég hissa hvað lítið hefur verið gert úr áhrifum greiðslukortanna á almennt vöru- verð,“ sagði Einar. Af öðrurn ástæðum sem hann taldi geta haft áhrif gat Einar þess að Akurnesingar hefðu ekki eins langan opnunartíma verslana og margar verslanir í Reykjavík. „Hann kostar sitt“. Sömuleiðis sagðist Einar flytja töluvert af sínum vörum inn beint (en það gera t.d. stórmarkaðirnir líka). Einar telur sig ekki missa viðskipti út á það að taka ekki við greiðslu- kortum, nema kannski síður væri. „Fólk virðist ekki síður kunna að meta það að geta keypt á hagstæðu verði." Verðkönnun þessi náði til 23ja matvöruverslana á Vesturlandi og til samanburðar er meðalverð á sömu vörum á sama tíma í stórum og smáum verslunum í Reykjavík. Af 76 vörutegundum sem könnun- in náði til var 71 til hjá Einari Ólafssyni, og að meðaltali 2.3% ódýrari en í stórmörkuðum og 8% ódýrari en í stórum hverfaverslunum í Reykjavík sem fyrr segir. Hvort það er svo samkeppninni við Einar að þakka eða ekki virðist vöruverð í öðrum verslunum á Akra- nesi jafnaðarlega vera mun lægra en annarsstaðar á Vesturlandi. Er t.d. athyglisvert hve miklu virðist muna á verði á Akranesi og í Borgarnesi. Eðlilegri skýringar sýnast geta verið á því að hæsta verðið reyndist jafn- aðarlega í Kaupfélagi Króksfjarðar og útibúi þess á Reykhólum. Meðalverð allra 76 vörutegund- anna reyndist aðeins lægra á Vestur- landi heldur en í litlum hverfaversl- unum í Reykjavík, um 2,3% hærra en í stórum hverfaverslunum og tæplega 9% hærra en í stórmörkuð- um í Reykjavík. Meðalverð allra verslana á Vesturlandi var rúmlega 11% hærra en hjá Einari Ólafssyni á j Akranesi. Af 71 vörutegund sem fengust hjá Einari voru 46 á lægsta fmnanlegu verði í Vesturlandi. Sú búð sem næst kom var Skagaver á Akranesi með 8 vörur á lægsta verði. Hvorug þessara verslana átti dæmi um hæsta verð. Þar sló hins vegar Kf. Króksfjarðar á Reykhólum metið með ekkert dæmi um lægsta verð en 15 af 52 vörutegundumáhæstaverði. -HEI Innbrot í Óperu Brotist var inn í veitingastað- inn Óperu aðfaranótt sunnudags- ins og stolið þaðan ávísunum, peningum og krítarkortanótum. Þetta var innkoma staðarins fyrir laugardagskvöldið, en ekki er enn Ijóst hve mikið hvarf. Þjófur- inn, eða þjófarnir hafa enn ekki fundist, en Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til rannsókn- ar. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.