Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 6. október 1987 Þórarinn Sigurjónsson formaður Þingvallanefndar: Munum fjalla um allar tillögur „Ég á ekki von á að fresturinn verði framlengdur nema þá á fundi ncfndarinnar, cn við tökum við öllum tillögum sem kunna að her- ast núna fram í október," sagði Þórarinn Sigurjónsson formaður Þingvallanefndar. Tilefni þess að Tíminn hafði samband við Þórar- inn er það að 1. október rann út formlcgur þriggja vikna frestur til að skila inn tillögum og athuga- semdum varðandi framtíðarskipu- lag Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þórarinn sagði að mikið heföi bor- ist af ábeningum, tillögum og at- hugasemdum frá einstaklingum og stofnunum. Margir vildu ganga enn lengra en gert er í tillögum Þingvallanefndar varðandi friðun og takmörkun ágangs á ákveðin afmörkuð svæði, eins og t.d. við vatniö norðanvert. Hjá öðrum gætti þess misskilnings í talsverð- um mæli, að rífa ætti Hótel Valhöll og reka þá starfsemi alla í burtu frá þinginu. Sagði Þórarinn að það virtist ekki hafa komið nægilega skýrt frani að tillögurnar miða allar viö framtíðarskipulag, en ekki bara framkvæmdir næstu ára. Hótel Valhöll væri að vísu gamalt hús, en það yrði ckki rifið á nreðan því tekst að standa undir sínu lilut- verki. Aðspurður um svör við opnu bréfi Þorleifs Einarssonar, jarð- fræöings, í Morgunblaðinu 1. okt- óbers.I. ogósk hans um tillögufrest til sumardagsins fyrsta 1988, sagði Þórarinn: „Ég hef nú ckki enn séð þessa tilteknu grein, en ef fram kemur eindregin ósk um að frani- lengja enn frekar tillögufrest, verð- ur að sjálfsögðu tekið tillit til þess og það verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar. Markmið hcnnar cr hins vegar það að ljúka scm fyrst megindrögum að skipulagi fyrir þjóðgarðinn, enda cr það orðið afar aðkallandi." Nefndi hann íþví sambandi að senn færi hann sjálfur að biðjast lausnar frá störfum nefn- darinnar og þctta væri það sem hann ætlaði að skila af sér áður en hann hætti. Jafnframt hcfur borist mikið af tillögum og athugasemdum til framkvæmdastjóra Þingvalla- nefndar, sr. Heimis Steinssonar og sagðist hann hafa fengiö að vita af fleiri bréfum á leiðinni til sín. Sagði sr. Heiniir að 1. október hefði ekki verið hugsaður sem eitthvert afmarkað lokadægur fyrir tillögur og athugasemdir. Sagðist liann telja að þær tillögur sem væru að berast, og ættu eftir að berast á fyrrihluta mánaðarins, yrðu teknar til athugunar til jafns við aðrar. KB Þórarinn Sigurjónsson, formaður Þingvalianefndar. Af Sölvhólsgötu og Smárahvammi: Hvar rísa höfuðstöðvar? Á næstu dögum mun það væntan- lega skýrast hvernig húsnæðisnrálum aðalstöðva Sambands íslenskra sam- vinnufélaga veröur háttað næstu hálfu öldina cða svo. Þar sem húsið við Sölvhólsgötu er farið að þrengja um of að starfsemi skrifstofunnar og ekki liggur fyrir ncinn stækkunarmöguleiki á þessum stað, hefur yfirstjórn SÍS ákveðið að selja húsið. Sem stcndur er allt útlit fyrir að ríkissjóður verði kaupand- inn. Kjartan P. Kjartansson, fjár- málastjóri SÍS, sagði í viðtali við Tímann að báðir aðilar væru búnir að gera upp hug sinn varðandi kaupin, en eftir stæði að ákveða verðið. Ekki vildi hann tala um ágreining í sambandi við verðlagn- inguna, heldurmiklu frekaraðmálið væri hrcinlega ekki komið lengra. Samkvæmt orðalagi sambandsm- anna hafa nær engar formlegar \ ið- ræður farið fram ennþá, en þess í stað ófornilegar viðræður ogþreil- ingar. Það verður hins vegar ekki tekin nein ákvörðun varðandi nýjar lóöir fyrr en kaupin á Sölvhólsgötuhúsinu liggja fyrir. Engar formlegar viðræð- ur hafa farið í gang um lóðir, en aðeins þreifingar í ýmsar áttir. Þreifingunum er ekki ætlað að leka út vegna þcssarar stöðu. Málið þolir auk þess bið cf hún er nauðsyn- leg og eina skýra markmiðið er að viðunandi svæði fáist. Er þá miðað við að höfuðstöðvarnar og ýmis fyrirtæki tengd SÍS komi til með að hafa nægilegt olnbogarými og svig - rúm til stækkunar næstu 50-70 árin. Ljóst er að landið þarf að vera nokkuð stórt og á góðum stað miðað við nýlegar aðalumfcrðaræðar á höfuðborgarsvæðinu. Það svæði scm einkum hefur verið talið koma til greina eru lönd er liggja meðfram Reykjanesbrautinni nýju. Hún ligg- ur eins og kunnugt er nánast úr Elliðaárdalnum, meðfram Mjódd- inni í Reykjavík, inn í Kópavog norðan við nyrstu þéttu íbúðasvæð- in, um Garðabæ, framhjá Vífilsstöð- um og í gegnum Hafnarfjörð á Kcflavíkurveginn svokallaða. Þau svæði sem eftir er að ráðstafa byggingarrétti á eru ekki mjög mörg í þessum stærðarflokki. Nefnt hefur verið svæði syðst í Mjóddinni, en það er ekki gallalaust. Þar er djúpt á fast og því ckki ákjósanlegt bygg- ingarsvæði. Auk þess hefur þegar verið byggður íþróttavöllur inn á þctta svæði og þar hefur til þcssa verið talað um frekíira athafnarsvæði fyrir íþróttafélag Reykjavíkur. Landamörkin við Kópavog þrengja auk þess mjög að þessu svæði og heitir þar Fífuhvammsland. Næsta stóra svæði er því í Kópavogi í landi Smárahvamms, þar sem Fífuhvammsland hefur fyrst og fremst verið hugsað sem framhald á væntanlegri stækkun íbúðahverfa. Smárahvammsland er gott bygg- ingarland og því fylgir cinnig sá stóri kostur að nýlega var gengið frá lagningu fyrsta hluta skolpræsis út dalinn á milli Digraness og Nónhæð- ar. Góð byggingarsvæði dalsins hafa fyrst og fremst bcðið lagningu þessa ræsis og skipulagning hefur öll mið- ast við að Ijúka því áður en úthlutun gæti hafist. Næsta stóra byggingarsvæðið sunnan við Smárahvammsland er varla talandi unt fyrr en fyrir sunnan • Hafnarfjörð. Þó svo að Kjartan P. Kjartansson, fjármálastjóri liafi haft á orði að þeir sambandsmenn væru með nokkur járn í cldinunt varðandi væntanlcgt athafnasvæði, þykir nokkuð ljóst að Smárahvamrrisland komi einna helst Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Ásgeir Steingrímsson trompetleikari leika einleik í tónleikaferðinni um Norðurland. Sinfóníuhljómsveit íslands: Fer til 6 staða á Norðurlandi til grcina. Sinfóníuhljómsveit Islands hélt upp í tónleikaferð um Norðurland á mánudaginn 5. október. Fyrstu tón- leikarnir voru á Húsavík 5. okt. en Farsóttir Reykvíkinga í ágúst: KVEFIÐ ENNIFYRSTA SÆTINU Á topp tíu yfir farsóttir í Reykjavíkurumdæmi í ágústmán- uði, setn unninn er samkvæmt skýrslum sex lækna og Læknavakt- arinnar sf., heldur kvefið enn efsta sætinu, með 731 tilfelli. Iðrakvef, þ.e. veirusýkingar í þörmum, cr í öðru sæti. með 87 tilfelli og lungna- bólga í því þriðja með 45 tilíelli. Smitnæm þvagrásarbólga, háls- bólga af völdum sýkla, eins og skarlatssótt og lúsasmit eru með yfir tíu tilfelli og aðrar sóttir hafa færri greind tilfelli. Þó má nefna að enginn hefur greinst með mislinga, rauða hunda, matareitrun og sárasótt, og er það vel. Hins vegar eru 8 greind tilfelli af lekanda, fjögur af hettusótt og þrjú af maurarkláða.-SÓL verða síðan daglega í eftirfarandi röð; Skjólbrekku, Ólafsfirði, Siglu- firði, Varmahlíð og á loks á Blönd- uósi 10. október. Ferð þessi er sú fyrri af tveimur í ár. Stjórnandi í ferðinni er Páll P. Pálsson og einleikarar þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Ás- geir Steingrímsson trompetleikari. Dagskrá tónleikanna verður forleik- ur, Coliolan eftir Beethoven, Fiölukonsert eftir Mendelssohn, Trompetkonsert eftir Hummel og að lokum Sinfónía nr. 7 eftir Beetho- ven. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.