Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 6. október 1987 Tíminn 19 SPEGILL Rob Lowe Einn af þeim eftirsóttustu Hinn ungi leikari Rob Lowe er álitinn einn glæsilegasti ungi herr- ann í Hollywood. Hann erenn laus og liðugur, þó hann hafi verið orðaður við margar glæsipíur, svo sem Stephanie, prinsessu af Móna- kó, og margar fleiri. En aðalvin- konan hans í gegnum árin hefur þó alltaf verið Melissa Gilbert (Lára í Húsinu á Sléttunni). er enn laus og liðugur Það cru meira en fjögur ár síðan talað var um að þau Rob og Melissa væru trúlofuð, en síðan hefur gengið á ýmsu hjá þeim báðum. Einkum varð þó ævintýri Robs með Stephanie prinsessu til þess að skemma samband þeirra, - en þó tóku þau saman aftur. Nú er þó þannig komið að Mel- issa hefur eignast nýjan kærasta, sent er Danny Sugarman og er hann rithöfundur. En þau Melissa og Rob tala saman í síma tímunum saman og sagt er að þau séu að ráðgera að leika saman í sjónvarps- mynd, sem heitir því skemmtilega nafni „Gifstu mér svolítið" (Marry Me a Little). Hver veit hvað verður úr því samstarfi, - kannski meira en lítil ástarsaga. Melissa Gilbert gaf Rob vini sínum smókinginn í afmaelis- gjöf, og hér eru þau bæði glerfín að fara út að skemmta sér Rob Lowe leikur nú í hverri myndinni á fætur annarri ( Square Dance og Something Else o.fl.) og þykir vaxandi leikari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.