Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 6. október 1987 !I!;í!!!!i!II!!í! Illllllll!ll!lll!llll ÍÞRÓTTIR Komið í mark í krefjandi keppni á sunnudeginum. Vindurinn var í mesta lagi fyrir svigið en svo sannarlega var hægt að stökkva: Að ofan er einn keppandinn, Böðvar Þórisson. íslandsmótiö í seglbrettasiglingum: Jóhannes varð sigurvegari í brettasviginu Goðheima Sólheima Teigasel Vatnasel Þverársel Kvíslahverfi í Árbæ Hafðu samband. Tíminn SIDUMULA 15 S686300 Karfavog Skeiðavog ERTUAÐSAFNA? Þá er blaðburður fyrir þig Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. Jóhannes Ævarsson varð íslands- ineistarí í svigi á seglbrcttum uin helgina en þá var haldið íslandsmót í seglbrcttasiglinguin og fór það fram við stöðvar siglingafélagsins Sigurfara á Seltjarnarnesi. Svigkcppnin var háð á sunnudcg- inum í miklum vindi og ólgandi sjó. Kcppninni var þannig háttað að fjórir reyndu með sér í hvert skipti og tveir fyrstu konrust í úrslit. Alls voru fjórur umferöir háðar með þessu fyrirkomulagi og þrjár þeirra töldu. Svigkeppnin er háð á litlum og kjöllausum brettum sem geysast áfram með feikihraða þótt ekki sé hægt að beita þeim að ncinu viti upp í vindinn. Keppendurnir sigldu á milli tveggja bauja á hlið við vindinn og fóru í áttuhring. Jóhannes varð sigurvegari og kom það fáum á óvart, hann sýndi mesta öryggið í snúningunum og náði oft geysilegum hraða. Jóhannes keppti á Tiga Gun seglbretti. Valdimar Kristinsson varð annar í sviginu, hann sigldi einnig á Tiga Gun bretti. Böðvar Þórisson varð þriðji en frammistaða hans var mjög misjöfn af einhverjum ástæðunr. Hann sigldi þó mjög vel í einni mest spennandi umferðinnif sjá mynd) þegar hann kom í markið rétt á undan íslands- meistaranum Jóhannesi. Böðvar notaði Tiga Gun bretti. Jóhann Guðjónsson var fjórði á Cobra 290 bretti og Hrafnkell Sig- tryggsson varð fimmti á Tiga Gun. Helgin var annars seglbrettasigl- urunum fremur óhagstæð, þeir hófu keppni á föstudeginum á löngum brettum. hátt í fjóra metra á lengd, en tókst aðeinsað ljúkaeinni unrferð á þeim. Löngu brcttin eru með kjöl og hægt er að beita þeim upp í vindinn. Brautin sem farin er verður því fjölbreyttari. Stóru brettin eru hins vegar öll stirðari í vöfum miðað við hin tæplcga þriggja metra löngu svigbretti. eins og gefur að skilja. Jóhann Guðjónsson sigraði á Fan- atic Ultra Cat bretti sínu í fyrstu umferðinni á löngubrettunum. Ann- ar varð Jóhannes Ævarsson á Tiga Pro Race, þriðji Valdimar Kristins- son á Tiga Pro Race, fjórði Hrafn- kell Sigtryggsson á Tiga Pro Race, fimmti Pórarinn Ævarsson á Klepp- er 370 og sjötti Valtýr Guðmundsson á Tiga Pro Race. I annarri unrferðinni varð hins vegar að hætta keppni þar sem vindurinn datt niður. „Það hreyfir ekki segl", sagði einn áhorfendanna og siglingakapparnir tíndust í land hver af öðrunr. Laugardagurinn var stormasamur svo um munaði og ekkert var hægt að sigla. Að vísu drógu menn upp sín minnstu segl og reyndu að kom- ast á haf út en þær tilraunir voru í flestum tilvikum dæmdar til að mis- takast. „Þeir framleiða ekki segl fyrir svona vind", var viðkvæðið. Þar með fauk keppnin á löngu brettunum út í veðurogvind og ekki var hægt að gera annað cn að binda vonir við svigkeppnina á sunnudeg- inum. Sú keppni var oft á tíðum skemmtileg þótt Jóhannes væri í flestum umferðunum í nokkrum sér- flokki. Nokkuð voru þó menn farnir að lýjast undir lokin enda vindurinn mikill og hitastigið á klakanum hér í októbernránuði er hcldur ekki beint þægilegt. Þannig lauk íslandsmótinu í segl- brettasiglingum á þessu ári á góðu nótunum. Víst er þó að seglbretta- menn geta gert betur með því að auglýsa mótið meira upp. reyna að fá flciri keppendur utan af landi þar sem íþróttin er víða í miklum upp- gangi og lialda mótið á kristilegri tíma þannig að menn eigi ekki á hættu að helfrjósa á staðnum. En, jú, það er víst alltaf vindurinn sem ræður ferðinni í þessari sívax- andi íþrótt og fyrri lilraunir til að halda mótið höfðu bókstaflega logn- ast út af. hb Aldraðir þurta lika að ferðast — sýnum þeim tillitssemi I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.