Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.10.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 6. október 1987 Málþing um aöstööu sjúkra barna í Hveragerði um næstu helgi: Bamadeild ekki til á Borgarspítalanum „Það er mjög lclcgur aðbúnaður víða að börnum þar sem þau fá að vísu læknisþjónustu en aðstaða .'oreldra er nánast cngin á sjúkra- húsum. Auk þess cru börn vistuð á sjúkrahúsum þar sem ekki er gert ráð fyrir að taka á móti börnum. T.d. cr Borgarspítalinn með mjög margar innlagnir sjúkra barna en þar er engin barnadeild til. Þcssa og fleiri svona hluti ætlum við að fjalla um. Það er ekki hægt að ætlast til þess af foreldrum sem eiga veik börn að þeir berjist fyrir bættum aðbúnaði eingöngu, því þeir foreldrar hafa venjulega nóg með sitt daglega strit. Hins vegar vinna foreldrar og fagmenn saman í félaginu og'er það hugsað sem svo að hvor aðili styrki hinn,“ sagði Halla Eiríksdóttir formaður Um- hyggju, félags til stuðnings sjúkum börnum. Umhyggja boðar til málþings um þessi mál í Hótel Örk í Hvera- gerði næsta laugardag, 17. októ- ber. Málþingið er haldið í sam- vinnu við Félag barnalækna, Félag barnahjúkrunarfræðinga, Samtök gegn astma og ofnæmi og Félag sykursjúkra. Tíu fyrirlesarar verða á málþing- inu og tala um hlutverk og ábyrgð barnadeilda, hvar börn fái sjúkra- húsþjónustu. aðstöðu veikra barna í skólum og á dagvistarstofnunum. ungbarnavernd og heimaþjónustu og reynslu barna og forcldra af sjúkrahúsum. Að fvrirlestrum loknum verða pallborðsumræður þar sem fulltrúar frá trygginga- og heilbrigðisþjónustugreinum svara fyrirspurnum. Fátttaka er öllum heimil en hana þarf að tilkynna í símum 91-30757, 91-34684 eða 96-22100. Umhyggja var stofnað árið 1984 og markmið þess er að vekja athygli á aðbúnaði sjúkra barna á íslandi jafnt innan stofnana sem utan og standa fyrir fræðslu fyrir foreldra og fagfólk. Einnig að vekja athygli heilbrigðisyfirvalda og þeirra sem hafa með skipulag sjúkrahúsþjónustu fyrir börn að gera. Á síðasta ári gaf félagið út bæklinginn Börn á sjúkrahúsi og tilgangurinn með honum og þessu málþingi er að fá almenna umræðu um þessi mál að sögn Höllu. ABS Stúdentar í f jöltefli við Jóhann Hjartarson Jóhann Hjartarson atti kappi við 18 stúdcnta í fjöltefli sem Órator félaga laganema og Stúdentaráð hélt á föstudag. Jóhann tapaði þrcmur skákum gegn þeim Snorra G. Sig- urðssyni. Guðjóni Rúnarssyni og Ólafi Hclga Árnasyni. Jafntcfli gerði hann við Þorvald Logason. Þessir aðilar fengu veglcg verðlaun frá tímaritinu Skák. Að sögn Frans Jezorski formanns skáksviðs lagancma er mikill áhugi innan lagadeildarinnar á skákinni og er þar mjög virkt skáklíf. Hann sagði þetta vera annað fjöltefJið sem Orator heldur á þessu ári. Það fyrra var haldið síðastliðinn vetur þegar fyrrvcrandi heimsmeistarinn Tal tefldi við stúdcnta. Frans sagði þetta vera mikla lyftistöng fyrir skáklífiö í háskólanum og það sé greinilega mikill áhugi á þcssum fjölteflum, þau hafi veriö mikiö sótt og valinn maður í hvcrju rúmi. Líkur eru á að þetta fjöltefli verði það síðasta hjá laganemanum Jó- hanni Hjartarsyni áður en hann leggur til atlögu viö Kortsnoi í lok janúar í keppninni um heimsmeist- aratitilinn í skák. -HM Laganeminn Jóhann Hjartarson í fjöltefli við sanistúdenta sína í Háskóla íslands. Hlíf á móti útlendingum Athugasemd: Púkar og draugar Verkamannafélagið Hlíf í Hafn- arfirði er á móti því að útlendingar fái atvinnuleyfi á fslandi þar til leiðrétting á launum verkafólks hefur verið fengin. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar sem haldinn var í félaginu 1. október. Þá sundrungu sem nú gerir vart við sig innan Verkamannasam- bandsins telur Verkamannafélagið Hlíf að megi fyrst og fremst rekja til óvandaðra vinnubragða fram- kvæmdastjórnar og nítján manna nefndarinnar þegar hún lagði fram fyrir formannafund VMSÍ hug- mynd að fjögurra flokka launakerfi fyrir launþega innan VMSÍ án þess að hafa í tillögunum niðurröðun starfsheita í flokka. í samþykkt félagsfundar Verka- mannafélagsins Hlífar segir m.a. að flestir launþegahópar þjóðfé- lagsins hafi fengið verulegar kaup- hækkanir umfram verkafólk. Það óréttlæti hyggst Hlíf ekki þola bótalaust. Þrátt fyrirað kjarasamn- ingar VMSÍ renni ekki út fyrr en um næstu áramót telur félagsfund- ur Hlífar að félögin verði að krefj- ast tafarlausrar endurskoðunar á þeim og láta einskis ófreistað að knýja atvinnurekendur til samn- inga um fulla leiðréttingu. Stundum gera prentvillupúkar manni gramt í geði en því er nú ekki til að dreifa nú. Á laugardaginn sögðum við frá heimsókn Glenn Flaten forseta IFAP. alþjóðasam- bands bænda. í frásögn þar segir að Argentína og Brasilía séu í Asíu. Alveg frá því ég var í barnaskóla hafa þessi lönd verið í Suður-Amer- íku og eru þar enn. Argentína er því eina landið í S-Ameríku sem er meðlimur ÍFAP enn sem komið er, en stærstu landbúnaðarframleiðslu- lönd Asíu eru meðlimir IFAP.TIm fyrirhugaðar stjórnunaraðgerðir í landbúnaði á næstu árum í Kanada er það eitt að segja að í stað Kanada átti að standa Bandaríkin því þar hefur Regan forseti boðað miklar breytingar á landbúnaðarstefnu og vill afnema ríkisstyrki til framleiðslu landbúnaðarafurða en þeir eru hinir mestu sem um getur í heiminum. Þarna var sem sagt um einhvers konar púka eða drauga að ræða í frásögn blaðamanns en sem betur fer er það ekki á þeirra valdi að færa lönd og álfur til. Glenn Flaten heimsótti nokkra staði hér á landi þá þrjá daga sem hann stoppaði og var m.a. sagt frá að hann hefði heimsótt Jón Gíslason bónda á Hálsi, sem er bæði kúabóndi ogeggjabóndi, reyndarþekktari sem Með nýrri reglugerð, sem tók gildi þann 30. september sl., hækkaði gjald það sem greiða þarf af ísfiski sem fluttur er óunninn á erlendan markað. Hækkun á gjaldi þessu, sem rennur í Verðjöfnunarsjóð, kom til framkvæmda þann 1. októ- fyrrv. form. eggjaframleiðenda. Þrátt fyrir það minntist Glenn á að fjósið á Hálsi vera afar nýtískulegt. Draugur í höfði blm. breytti svo fjósinu í eggjabú en hjálpi okkur ef kýrnar tækju upp á að verpa. Vona ég svo að áhrif púka og drauga séu með öllu farin lönd og leið og biðst velvirðingar á vitleysunni. ABS ber og gildir verð þetta til áramóta. Af þorski skal nú greiða 1,30 krónur, en var áður 90 aurar og af ýsu, karfa, ufsa, grálúðu og steinbít skal nú greiða 60 aura, en fyrir þrjár síðustu tegundirnar var gjaldið áður 25 aurar. - SÓL Ný reglugerð um gjald af útfluttum ísfiski: Fjörutíu aura hækkun á kílóið af þorski

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.