Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 7. október 1987 Tiarnamýr, órólfsfefi Jökultui 'akkshólt Almenningar eru noröan við Þórsmörk og þar „ „. r cr afréttur V-Eyfellinga. Fyrirhuguö girðing er merkt meö punktalínu lengst til vinstri, frá Jölulsárlóni að Markarfljóti. Markarfljótið er fjárhelt og sama er að segja um Fremri Emstruá og jöklana. Á innfelldu Tímamyndinni gefur að líta hálfónýta skógræktargirðingu eftir Svínatungum. Berar trjáræturnar og sandbörðin eru afréttarmegin og sama er að segja um ryðgaðar girðingarrúllur Skógræktar ríkisins. Landmælingakurt - Timamynd Krislján - Tímalcikning Þorbergur '~7\' L-v __ Tekst að I riða Þórsmörk og Almenninga fyrir fé? í dag, miðvikudag, verður haldinn fundur landgræðslustjóra, Sveins Runólfssonar og hreppsnefndar V- Eyfellinga um möguleika þess að bændur undir V-Eyjafjöllum hætti með öllu að reka fé á afrétt sinn í Almenningum. Talið er að eina lausnin felist í því að bændur fái annað í staðinn, aukinn mjólkur- kvóta eða fyrirgreiðslu við stofnun annarra búgreina. Fyrir tveimur árum tókust samn- ingar um að bændurnir fækkuðu mjög því fé sem á afrétt fór. Nam sú fækkun um 40% og hefur því ekki verið rekið á Almenninga nema um 600-700 fjár. Nú e'r ætlunin að skrefið verði stigið til fulls varðandi friðun Þórs- merkursvæðisins og er í þessu tilfelli verið að tala um mun stærra svæði, en áður hefur komið til greina. Stærð svæðisins nú miðast við að afar erfitt er að girða af minna svæði milli Markarfljóts að norðan og vestan og Mýrdalsjökuls og Eyja- fjallajökuls að austan og sunnan. Þar sem erfitt hefur reynst að finna hagkvæmt girðingarsvæði inn- an þessa reits, hefur landgræðslu- stjóri nú lagt til að girt verði frá Jökulsárlóni í norður, til móts við Streitur í Fljótshlíð. Þessi girðingar- spotti er innan við tveir km á lengd, en með tilkomu hans er talið að hægt verði að friða svæði sem er tæplega 100 ferkílómetrar að stærð. Fulltrúar bændanna Oddviti vestur-Eyfellinga, Guð- jón Ólafsson á Syðstu-Mörk, taldi að bændur væru almennt ekki á móti því að svæðið yrði friðað. Hann sagði hins vegar að vandamálið væri það, hvað ætti að koma í staðinn fyrir það fé, sem bændur hafa getað haldið með því að hafa aðgang að afréttinum á Almenningum. Heima- hagar sagði hann að tækju alls ekki við þessu fé og ekki væri um það að ræða að rækta upp annað svæði til beitar. Annað svæði og ónotað væri hreinlega ekki til staðar. Tók hann fram að víða mætti jafnvel tala um ofbeit á heimahögum og þeir væru í raun í meiri hættu en hagar í Al- menningum. Viðar Bjarnason, bóndi í Ásólfs- skála og forystumaður þriggja manna samninganefndar bænda í þessu máli, sagði að bregðast yrði skjótt við, ef friða ætti svæðið strax á næsta ári. Slíkur niðurskurður á sauðfé í hreppnum verður að liggja fyrir áður en sláturtíð lýkur í haust, en það er fyrir næstu mánaðamót. Sagði hann að ekki lægi fyrir neitt tilboð frá landgræðslustjóra eða öðr- um aðilum, sem hægt væri að una við. Hvað stendur til boða? Eins og kunnugt er hefur land- græðslustjóri ekki annað að bjóða, formlega séð, en ræktun annarra landsvæða. Slíkt úrræði er ekki lík- legt til að geta leyst úr vandanum, þar sem ekki er að finna annað landsvæði milli Markarfljóts og Holtsóss. Það sem rætt hefur verið um er að sauðfjárræktarkvótanum verði skipt yfir í mjólkurframleiðslurétt. Það barTíminn undirframkvæmdastjóra framleiðsluráðs, Gunnar Guð- björnsson, og sagði hann að það hefði ekki komið inn á borð til sín. Taldi hann að ef nota ætti nýju ákvæðin í nýlega samþykktum bú- vörusamningum, þyrfti að taka það fyrir hjá landbúnaðarráðuneytinu. Slík hagræðing gæti þó ekki komið til framkvæmda fyrr en með næsta hausti, 1988. Taldi hann að í fyrstu lotu væri eðlilegt að viðræður um slíkar tilfæringar væru í höndum búmarksnefndarmanna á tilteknu svæði. Fyrri friðunartilraunir Til þessa hefur ekki verið um að ræða aðra tilraun til friðunar, en aðgerðir Skógræktar ríkisins og frá- rekstur landvarða í Langadal og Básum. Skógræktin gerði fyrir nokkrum árum tilraun til að girða af Þórsmerkursvæðið frá Almenning- um. Liggur sú girðing eftir Svínat- ungum og endar hún að vestanverðu uppi í gili vestan við Tindfjallagil. Að austan endar hún í stórskornu gili norðan við Rjúpnafell. Staðsetn- ing skógræktargirðingarinnar er gott dæmi um það hversu erfitt er að finna nýtilegt girðingarstæði í þessu landi. Er skemmst frá því að segja að umrædd girðing er nú að mestu hætt að teljast fjárheld, enda gengur fé um alla Þórsmörk, landvörðum og skálavörðum til mikils ama. Svínatungugirðingin er sem stendur aðeins til óprýði og leiðinda fyrir göngufólk. Hún er auk þess til háborinnar skammar fyrir Skógrækt ríkisins, þar sem víða liggja haugar af riðguðum netavafningum með- fram ræflinum af því sem uppi hangir. KB REYKJAVIK '88 *«*• m iTRTTTjf \Vv> Reykjavík 1988, almanak með gullfallegum myndum úr höfuðborginni. REYKJAVÍK 1988 Reykjavík 1988 er almanak fyrir árið 1988 sem Snerruútgáfan hefur gefið út. Eins og nafnið ber með sér prýða litmyndir víðsvegar úr Reykjavík þetta almanak, sem mun kosta 350 krónur út úr búð. Snerru- útgáfan bendir á að nú eftir að Reykjavík varð nafli alheimsins um stund þegar leiðtogar stórveldanna hittust að Höfða, þá sé almanak með myndum af þessari höfuðborg í norðri sem flestir hafa nú heyrt um, tilvalin gjöf til vina og kunningja erlendis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.