Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 7. október 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR IIIIIIIHl! Jón Kristjánsson, alþingismaður: Island og Evrópu bandalagið Umræður um utanríkismá! á ís- landi hafa löngum snúist um tvo póla, afstöðuna til Nató, og varnar- Íiðsins á Keflavíkurflugvelli. í stefnuskrá stjórnmálaflokkanna þar á nteðal Framsóknarflokksins hefur verið tekið fram að horn- steinar utanrfkisstefnunnar væri þátttaka í norrænu samstarfi og starfi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar hafa tiltölulega litlar umræð- ur verið um afstöðu okkar til annarra samtaka sem starfa í ná- grannalöndum okkar. Evrópubandalagið Efnahagsbandalag Evrópu, eða Evrópubandalagið eins og það er kallað nú var stofnað á sjötta áratugnum af sex Evrópuríkjum. Misjafnar spár voru um þetta sam- starf sent þegar í upphafi varð mjög víðtækt. Parna var um að ræða fríverslunarsvæði, toll- abandalag, sameiginlegan vinnu- markað, og frjálsar tilfærslur fjár- magns milli aðildarríkjanna. Nú er hins vegar svo komið að 12 Evrópuríki eru aðilar að banda- laginu og þar með ttilin eru öll fjölmennustu rfki Vestur-Evrópu. Nú er svo komið að um 54% af útflutningi okkar íslendinga er til bandalagsríkjanna, og veldur aðild Spánar og Portúgals þar mestu um. Samskipti okkar við Evrópubanda- Þróunin stefnir nú í átt til markaðar sem nær til um 320 milljóna manna. Ef þessi áform takast er þarna um fjöl- mennasta markað heimsins að ræða, og mótvægi Evrópuríkja við Bandaríkja- og Japansmarkaði. lagið hljóta í ljósi þessa að vera umhugsunarefni. Ekki er það síst vegna þess að um þessar mundir virðist samstarf bandalagsþjóð- anna vera að styrkjast, þrátt fyrir að við ýmis innri vandamál sé að etja tii dæmis í landbúnaðarmál- um. Nú eru uppi í bandalagsríkjun- um áætlanir um mjög róttækar aðgerðir til þess að styrkja sameig- inlegan innri markað. Stefnt er að því að á árinu 1992 verði lokið við að ryðja ýmsunt hindrununt fyrir frjálsum samskiptum úr vcgi til dæmis hvað varðar tollaeftirlit, skatta, tryggingarmál, flutninga, vörustaðla, o.fl. Árið 1992erstefnt að því að afnema vegabréfaskoðun innan bandalagsins. Þróunin stefn- ir nú í átt til markaðar sem nær til um 320 milljóna manna. Ef þessi áform takast er þarna um fjöl- mennasta markað heimsins að ræða, og mótvægi Evrópuríkja við Bandaríkja- og Japansmarkaði. Utanríkisviðskiptin Við Islendingar erum meðal þeirra þjóða sem háðastar eru utanríkisviðskiptum. Útflutningur okkar er rúmlega einn þriðji af þjóðartekjum og innflutningur sömuleiðis. Það er okkur því mjög mikilvægt að njóta bestu fáanlegra kjara í utanríkisviðskiptum og Þarna er um aö ræöa tolla á ísfiskflök og saltfisk, sem miöa í þá átt aö vernda fisk- vinnslu bandalagsríkj- anna. Það hefur verið látið í þaöskínaaftals- mönnum bandalagsins í sjávarútvegsmálum aö þarna fáist ekki breytingar nema gegn veiöiheimildum í ís- lenskri fiskveiðilög- sögu. frjáls milliríkjaverslun er ntjög áríðandi fyrir okkur. I samræmi við þetta höfum við gerst aðilar að fríverslunarsamtökunum Efta sem eru nú samtök sex Evrópuríkja, Svíþjóðar, Noregs, íslands, Aust- urríkis og Sviss Efta löndin gerðu fríverslunarsamning við EB árið 1972, og með þeim samningi var stigið skref til þess að varpa ís- lenskunt fyrirtækjum út í alþjóð- lega samkeppni. Gegn þessari frí- verslun höfum við notið tollaíviln- ana fyrir sjávarafurðir. Hins vegar er það nú staðreynd að EB hefur tekið upp tolla í viðskiptum við okkur með sjávar- afurðir og eiga þessir tollar ekkert skylt við fríverslun. Þarna er um að ræða tolla á ísfiskflök og saltfisk, sem miða í þá átt að vernda fiskvinnslu bandalagsríkjanna. Það hefur verið látið í það skína af talsmönnum bandalagsins í sjávar- útvegsmálum að þarna fáist ekki breytingar nema gegn veiðiheim- ildunt í íslcnskri fiskveiðilögsögu. Við íslendingar höfum hins veg- ar haldið okkur við það grundvall- aratriöi að blanda ekki saman veiðiheimildum í fiskveiðilögsögu okkar og viðskiptahagsmunum. Viðræður okkar við Evrópubanda- lagið hljóta að byggjast á þvi að raunvcruleg fríverslun sé tryggð cins og grunnur var lagður að með fríverslunarsamningi Efta við bandalagið. Árvekni er þörf Það er áríðandi að halda vöku sinni í utanríkisviðskiptum og halda í og treysta þá stöðu sem við i erum í nú. Bandaríkjamarkaður er okkur mjög mikilvægur. Við höfum náð fótfestu á Japansmarkaði með sjáv- arafurðir og við höfum mikilvæg viðskipti við Sovétríkin, auk við- skiptanna við lönd Evrópubanda- lagsins sem nú eru yfir helmingur- inn af utanríkisviðskiptum okkar. Þróunin á öilum þessum mörkuð- um skiptir okkur miklu máli, og ekki síst þarf að hyggja grannt að þróuninni í Vestur-Evrópu og þeim gífurlegu breytingum sem þar munu eiga sér stað næstu árin. Með viðræðum þarf að leitast við að tryggja stöðu okkar sem föng eru á. AÐ UTAN lllllllllllll: lllllllllllll 111111 llllllilllll lllllllllllllllll lllllllllllilll lllllllllillllllll Hilllllll iiniiiiiii Er bandarísku þjóðinni að hnigna? Ég valdi síðari heimsstyrjöldina til að marka umskiptin í almenn- ingssiðferði. Það er trúa mín að valdaár nasista hafi verið vanmetin sem tímamót í mannkynssögunni, þar sem markað var upphafið að tímabili ofbeldis meðal manna. Það tímabil stendur enn. Sambæri- legir glæpir hafa þekkst á öðrum tímum, þó að þeir hafi ekki verið framdir eins opinberlega af sama ásetningi og markvísi. Þjóðverjar frömdu svo mikil fólskuverk, sem við og aðrar þjóðir létum okkur engu skipta, að það fór að vera eðlilegur hlutur að skaða með- bræður sína. í kjölfarið hættu menn að líta svo á að illgerðir gengju of langt og þeir sem þær fremdu ættu refsingu skilið. Dráp og merkingarlaus fjöldamorð, og hrottaskapur meiri en orð fá lýst er orðið of algengt fyrirbæri í nútím- anum. Það þyrfti langtíma rannsóknir til að komast að niðurstöðu um hvort hnignun bandarísku þjóðar- innar eigi uppruna sinn í gömlum ofbeldisvenjum. Ég held að mikið megi læra af Ottomanríki Tyrkja, eftir að þeirsigruðu Konstantínóp- el 1453. 400 árum síðar, þegar Ottomanríkið var búið að lifa stór- veldistíma og hleypa sér lausu í ofbeldissvalli í Búlgaríu, var það orðið „sjúki maðurinn í Evrópu" og hafði hlotið einkunn í frægri ræðu Gladstones, sem prentuð var í bæklingi 1876 um „búlgarska hryllinginn og austræna vandamál- ið“. Þar ræðir hann um svallveislur Satans, hrikalega og ólæknandi óstjórn, taumlausan og dýrslegan losta, djöfullega misnotkun valds. fyrirlitlega harðstjórn. Hann segir ekki hafa verið þann glæpamann í dýflissu í Evrópu, né mannætu á Suðurhafseyjum, sem ekki brygð- ist ókvæða við frásögnum af glæp- um Tyrkja. „Látum þessu lokið. Látum þá hypja sig út úr Evrópu, hvern og einn, hvert tangur og tetur, því að ekkert minna getur veitt létti yfirhlöðnum tilfinningum skjálfandi heims.“ Hreinasta firra að rödd fjöldans hafi alltaf rétt fyrir sér Nú ræður val okkar kjósenda á mönnum í ábyrgðarstöðurúrslitum og við skulum vona að við byggjum val okkar á einhverju öðru en stórsýningum í sjónvarpinu á gervi- ímyndum, sem auglýsingamenn og kosningafjársöfnunarmenn hafa búið til handa okkur. Aukinn þroski ogmenntun vinn- ast ekki á skömmum tíma. Þó að ringulreiðin hjá okkur nú þurfi skjótrar úrlausnar við, byggjum við ekki upp þroskaðra almenn- ingsálit á einum degi, síst af öllu hjá þeim sem dýrka lýðinn og halda því fram að það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur, vegna þess að rödd fjöldans hafi alltaf rétt fyrir sér. Þaðer hreinasta firra. Sú rödd hefur ekkert meira til síns máls en rödd sauðfjárhóps, ef hann hefði einhverja rödd. Endurkjör Ronalds Reagans, með yfirgnæfandi fjölda atkvæða kjósenda, var ekki rétt, það var hörmulegt. „Ég skil það ekki,“ sagði útlendingur sem hér var á Þriöji hluti ferð á þeint tíma. „Það er sama hvar ég fer, allir segja mér hversu skaðlegur og ónothæfur herra Rc- agan sé í forsetaembættinu, en fullvissar mig um leið um að hann verði áreiðanlega endurkosinn. Af hverju?" Ég gat ekki gefið honum aðra skýringu en þá að bandaríska þjóðin sé ekkert sérlega klók í pólitík nú, á tímum sjónvarps og undir þungri handleiðslu auglýs- inga allt frá bernsku. Það sem er mest þörf á - og Guð má vita hvernig því marki verður náð - er meiri pólitísk skynsemi í banda- ríska borgara. Það væri strax til bóta að banna þessar niðursoðnu hálfrar mínútu löngu auglýsingar frambjóðend- anna. Við ættum aðeins að leyfa beinar útsendingar þar sem frain- bjóðendurnir koma til dyra eins og þeir eru klæddir. Og þessar útsend- ingar eiga aðstanda ía.m.k. 2 mín. til að gefa okkur raunhæfari rhynd af frambjóðendum. Bandarískir kjósendur bera sjálfir ábyrgðina Þetta væri aðeins smábyrjun og það þarf miklu fleira til ef það á að koma einhverri glóru í kjósendur. Við verðum að gera okkur grein fyrir því hver það er í rauninni sem ber ábyrgð á þessu geggjaða íran- kontramáli. Það eru bandarískir kjósendur sjálfir. Á einhvern hátt verðum við að læra að gera betur, annars megum við eiga von á því að verða fyrir öðrum og jafnvel hættulegri skaða. Undarlegt tómarúm er nú í bandarísku almenningsáliti eða hvar er hneykslunin? Hvar er reið- in sem hefði átt að vakna við dauða 241 bandarísks landgönguliða við árásina á bækistöðvar þeirra í Beir- út. Sú árás heppnaðist vegna mis- taka yfirmanna í stöðvunum við að loka veginum að þeim? Hvar er reiðin vegna 37 fallinna sjóliða á freigátunni Stark? Og enn, hvar er hneykslunin vegna uppljóstrana um rangt framferði og vanhæfi háttsettra embættismanna innan æðsta stjórnkerfis landsins? Dauði þessara ungu manna og lögleysan bærði varla hár á höfði nokkurs manns. En kvennafar Garys Hart kom af stað eins mikl- um spenningi (byggt á karlaaf- brýði, grunar mig) og ef Marilyn Monroe hefði snúið aftur til jarðar- innar og fundist búsett í Taj Mahal. Þessi ástríðufulli áhugi almennings á hliðarhoppi Garys Hart er alger andstæða við linkuleg viðbrögð þegar líf glatast og lög eru brotin og sýnir vel hvað almenningsálitið er léttúðugt og ristir grunnt. Ef bandaríska þjóðin verðurekki reið þegar lífi sona hennar er fórnað vegna kæruleysis opinberra aðila, eða þegar lagagreinar eru snið- gengnar eins og ekkert sé sjálfsagð- ara af þeim sem eiga að annast öryggi þjóðarinnar, er ekki hægt að gera sér vonir um traustari stjórnvöld sem eigi meiri virðingu skilið. Reiði þegar reiði á við er nauðsynleg bæði vegna sjálfsvirð- ingar okkar og virðingar okkar í augum annarra þjóða. Og hvað er orðið af vitsmunum bandarísku þjóðarinnar? Hvað er orðið af Bandaríkjum Washing- tons, Adams og Jeffersons? Hvað er orðið af sjálfsvirðingu þjóðar- innar, svo að ekki sé talað um almennt velsæmi? Kannski ætti ekki að draga það síðasttalda inn í umræðuna, vegna þess að almennt velsæmi er ekki álitið vera ómiss- andi hluti af realpolitik í utanríkis- málum. Það þarf að gera mikið og sam- stillt átak meðal þjóðarinnar ef á að færa hana af kæruleysisstiginu til þess að vera reiðubúin að taka af alvöru á þeim hlutum sem eru alvarlegir. Spurningin er-rétt eins og varðar spurninguna um hvernig stemma mætti stigu við eyðni, hvort við getum fundið aðferðina til þess. En þar til það verður er þess langt að bíða að við eignumst aftur stjórnarstefnu sem er sam- kvæm sjálfri sér eða löghlýðni nær aftur yfirhöndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.