Tíminn - 07.10.1987, Qupperneq 15

Tíminn - 07.10.1987, Qupperneq 15
Miðvikudagur 7. október 1987 illlllllllllllllHllllll MINNING '--v:-:'"■:■■■■ ; : Lára Antonsdóttir Fædd: 3. júlí 1921 Dáin: 30. september 1987 í dag er til moldar borin Lára Antonsdóttir, Bræðraborgarstíg 53 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Stefanía Eiríksdóttir frá Patreksfirði Einarssonar frá Saltvík og Anton Magnús Magnússon frá Reykjavík, sonur Magnúsar Guðmundssonar skósmiðs. Faðir Láru fórst með togaranum Robertsson árið 1925 en þá var hún aðeins fjögurra ára gömul. Eftir það ólst hún upp hjá foreldrum móður sinnar, þeim Vig- dísi Einarsdóttur frá Tungumúla í Barðastrandarhreppi og Eiríki Ein- arssyni. Þau bjuggu þá á Patreksfirði en fluttu síðan til ísafjarðar og bjuggu þar um nokkurra ára skeið. Lára flutti með þeim til Reykjavíkur árið 1930 og bjó þar til æviloka. Lára giftist ung Sigurjóni Guð- mundssyni Jónssonar frá Árbæ í Ölfusi og eignuðust þau eina dóttur, Rósu Stefaníu, sem starfar á Skatt- stofu Akureyrar, en hún er gift Heimi Ingimarssyni frá Bíldudal. Lára og Sigurjón skildu. Lára giftist aftur þann 9. nóvem- ber 1946 Vali Guðmundssyni Gísla- sonarskósmiðs í Reykjavík. Lára og Valur eignuðust þrjár dætur. Sig- rúnu hjúkrunarkonu en hún er gift Guðmundi M. Jónssyni, Björk bankastarfsmann sem er gift Magn- úsi Leópoldssyni og Ernu, en hún er gift Sveini Skúlasyni. Barnabörnin' sem kveðja ömmu sína í dag eru tíu og barnabarnabörnin fimm og er harmur þeirra mikill. Við hin, syst- kini Láru og vinir, kveðjunt hana með söknuði. Hún bar ætíð með sér birtu, hlýju og gleði hvar sem hún kom og skilur brottför slíkrar konu cftir tóm sem erfitt er að fylla. Á kvcðjustund cr mönnum gjarnt að líta yfir farinn veg og rifja upp atvik og Ijúfar minningar. Lára kunni þá list að njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða og hún var óspör á að veita okkur hinum hlutdeild í lífs- gleði sinni. Það var því sem ský drægi fyrir sólu þegar hún veiktist af þeini sjúkdómi sem að lokum varð henni að aldurtila. Hún gekkst undir upp- skurð sem við vonuðum öll að hefði læknað hennar mein. því að honum loknum fór hún aftur til starfa á barnaleikvellinum sem hún helgaði starfskrafta sína unr 20 ára skeið.-En aftur varð hún að hverfa frá störfum vegna sjúkdómsins. Þótt baráttan við hann væri löng og ströng heyrð- um við aldrei æðruorð frá henni. Víst er að hún naut öruggs stuðnings eiginmanns og dætra, ekki síst þegar Ijóst var hvað framundan væri og mest þurfti á að halda. Við, sem nú tregum systur okkar svo mjög, trú- um á lífið og við erum sannfærð um það að hún er nú komin á það æðra svið lífsins þar sem kærleikurinn ríkir. Við minnumst hennar með virðingu og þökk fyrir allar óg- leymanlegu stundirnar sem við átt- um saman. Söknuðurinn er mikill en mestur er harmur Vals, eiginmanns hennar. Milli þeirra ríkti ávallt gagn- kvæm virðing og ást og til þcirra gátum við, systkinin og vinirnir, alltaf lcitað. Ég votta honum og dætrunum samúð mína og fjölskyldu minnar. Jón. G. ívarsson Tíminn 15 Húsverndarsjóður Reykjavíkur Á þessu hausti verða í fyrsta sinn veitt lán úr húsverndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík, sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum eða byggingasögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinagóðar lýsíngar á fyrirhuguðum fram- kvæmdum, verklýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 27. október og skal umsókn- um stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Umhverfismálaráð Reykjavíkur. Sveitarstjóri Starf s\«eitarstjóra Borgarneshrepps er lausttil umsóknar. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu hafa borist skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 23. október nk. Upplýsingar um starfið veita Eyjólfur T. Geirsson, oddviti og Gísli Karlsson, sveitarstjóri. Sveitarstjórn Borgarneshrepps. FRÍMERKI líllll!llllilíll AFA DANMÖRK Aarhus Frimærkehandel hefir sent frá sér frímerkjaskrána yfir Danmörku, Færeyjar, Grænland og Vestur-Indíur. Þessi frímerkjaskrá er með merkjunum í lit og auk þess eru skráð jólamerki og frímerkja- hefti, ársmöppur og sérstakt yfirlit yfir ýmsar gerðir (týpur) frímerkj- anna. Þá eru einnig endurprentanir og reynsluprentanir skráðar. Þarna er um vandaða sérskrá að ræða og engin þau mistök, sem því miður urðu í prentun Norðurlanda- listans. Myndefni eru gerð mjög góð skil með litprentuninni og afbrigði í svart hvítu. Vegna litarins er þessi skrá nokkru dýrari en Norðurlandaskráin, sem kostar Dkr. 95,00, en þessi aftur á móti Dkr. 118,00. Eitt er það sem vekur athygli hér, en það er að fjöldi, upplag fyrsta dags bréfa er skráður við hverja útgáfu, á sama hátt og upplagsstærð merkjanna. Er fjöldi fyrstadagsbréfa nýrra merkja allt frá rúmu 21 þús- undi uppí tæp 200 þúsund. Vitus Bering útgáfan, sú fyrsta er var opinberlega fyrsta dags stimpluð var stimpluð í um 50 þúsund eintökum. Ef nefna á eitt dæmi um verðlag þá er freistandi að taka frímerkin frá Thule, útgáfurnar 1935 og 1936. Þegar sá sem þetta ritar var í gagn- fræðaskóla var hægt að kaupa þessi fyrstadagsbréf fyrir nokkrar krónur í Tóbaksversluninni London, þó 10 ár væru liðin frá útgáfu þeirra. Nú kosta merkin notuð Dkr. 210,00 samstæðan og hvert merki á bréfi Dkr. 600,00. Upplagið var líka að- eins 250 þúsund og um svæðismerki að ræða, sem aðeins giltu innan leiðarinnar til Kap York, sem farin var sem póstferð einu sinni á ári. Af jólamerkjum eru aðeins tekin með hin opinberlega útgefnu, ekki einstaka félagsmerki, nema blokk- irnar sem Julemærkeforeningen hef- ir gefið út. Einnig eru teknar minnaarkir frá sýningum, sem Jule- mærkekomitteen hefir gefið út. Skemmtileg og vönduð frímerkja- skrá. Sigurður H. Þorsteinsson. Hafnarfjörður Víðivellir Fóstrur eöa starfsfólk óskast til starfa á dagheimilið Víðivelli. Upplýsingar gefur Þórleif Jónsdóttir, forstöðukona í símum 52004 og 53500. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fvrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 VELTIBOGAR Á DRÁTTARVÉLAR t Systir okkar Sesselja Eysteinsdóttir Ingólfsstræti 16, Reykjavik, lést á heimili sínu 5. október. Ólafur Eysteinsson, Arnbjörg Eysteinsdóttir, Einar Eysteinsson, Kristín Eysteinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall og útför Friðriks Jónssonar, vörubílstjóra, Ásvallagötu 24, Reykjavik Steinn Steinsson Þorsteinn Steinsson Sigurbjörg Guðmundsdottir Finna Birna Steinsson Baldur Hafstað Friðrik Steinsson Þorkell Steinsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.