Tíminn - 07.10.1987, Qupperneq 12

Tíminn - 07.10.1987, Qupperneq 12
12 Tíminn , Miðvikudagur 7. október 1987 FRÉTTAYFiRLIT LHASA — Kínversk herlög- regla braut á bak aftur mótmæli um sextíu búddamunka en þetta voru fyrstu mótmælaað-' gerðirnar í Tíbet síðan á fimmtudaginn í vikunni sem leið. Lögregla í miðborg Lhasa handtók hóp munka og barði á sumum þeirra eftir að þeir höfðu gengið til borgarinnar frá Drepung klaustrinu í grennd við þessa höfuðborg landsins. Talsmaður trúarleiðtogans. Dalai Lama sagði í Nýju Delhi [ á Indlandi að mörg hundruð Tíbetbúar hefðu verið hand- teknir eftir óeirðirnar á fimmtu- daginn. BAHREIN — Stjórn fraksj hótaði loftárásum og flugskeyt-; aárásum á skotmörk í íran eftirl að íranar höfðu skotið tveimur flugskeytum á höfuðborg íraks, Baghdad. Telja má full- víst að Persaflóastríðið harðni á næstu dögum og stríðsaðil- arnir taki aftur upp á að skjóta á borgir hvor annars. MOSKVA — Krasnaya Zvezda, blað sovéska hersins, hvatti foringja í hernum til að herða á aganum og koma í vegfyrirdrykkjulæti hermanna. MANILA — Hersveitir á Fil- ippseyjum æfðu í höfuðborg- inni Manilu það sem kallaðar voru aðgeróir gegn hugsan- legri byltingartilraun. Þetta var önnur slík æfing á þremur dögum. SAN SALVADOR - Friðarviðræðum í El Salvador lauk án þess að friðarsam- komulag tækist. Ríkisstjórnin og skæruliðar landsins sam- þykktu hins vegar að setja á stofn nefndir er leita eiga leiða til að koma á friði í landinu. CÓLOMBÓ — Skæruliðar tamíla á Sri Lanka drápu átta hermenn sem þeir höfðu í valdi sínu og gerðu nokkrar skyndiárásir. Aðgerðir þeirra fylgdu í kjölfar sjálfsmorða tólf tamíla sem stjórnarherinn hafði í haldi. LUNDÚNIR — Þrír af hverj- um fjórum Bretum vilja að dauðarefsing verði tekin upp að nýju í landinu. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem dagblaðið The Evening Stand- ard lét aera. Dauðarefsing var lögð niður árið 1965 en heitar umræður um réttmæti hennar hafa átt sér stað nokkuð oft. TÚNIS — Yasser Arafat leið- togi Frelsishreyfingar Pale- stínu PLO hefur krafist þess að málefni Palestínuaraba verði rædd á ráðstefnu Arabar- íkja sem verður í næsta mán- uói. Leiötogar Arabaríkjanna eiga að hittast í Amman þann 8. nóvember og upphaflega; átti þar einungis að fara fram j umræður um Persaflóastríðið. | ÚTLÖND Bretland: Öryggið ofar öllu á þingi íhaldsins Þing breska íhalds- flokksins hófst í Black- pool í gær og voru víð- tækar öryggisaðgerðir hafðar í frammi. Mar- grét Thatcher forsætis- ráðherra var að sjálf- sögðu mætt á staðinn og var henni vel fagnað af flokksmönnum sínum er ráðstefnan hófst. Einir fimm þúsund flokksmenn sitja þingið sem stendur í fjóra daga og stóðu þeir upp og fögnuðu Thatcher og flokksformanninum Norman Tebbit þegar þau fengu sér sæti í ráð- stefnusalnum í gær. Hótelsins sem Thatc- her dvelst á er vandlega gætt til að koma í veg fyrir atburð á borð við þann sem varð á flokks- þingi íhaldsmanna í Margrét Brighton árið 1984. Þá sprengdu írskir lýðveldissinnar sprengju í hótelinu sem hýsti ráða- menn flokksins og létust fimm manns. Víst er að Thatcher muni hamra á áætlunum sínum um aukna einka- væðingu og minni afskipti ríkisvalds- ins og bæjarstjórna af lífi fólks, já hamra því járnið er heitt eftir mikinn kosningasigur íhaldsflokksins í sum- ar þar sem Thatcher tryggði sér forsætisráðherrastólinn þriðja kjör- tímabilið í röð. Það var greinilegt á þinginu í gær að Thatcher nýtur mikils ef ekki algjörs stuðnings flokksmanna. George Younger varnarmálaráð- herra flutti ræðu þar sem hann lýsti Thatcher forsætisráðherra Bretlands: Yfirgnæfandi stuðningur í Blackpool. yfir ánægju með væntanlegt sam- komulag risaveldanna um eyðingu meðaldrægra og skammdrægari kjarnorkuvopna. Hann sagði slfkt samkomulag þó engin áhrif munu hafa á varnarstefnu Bretlands og tilkynnti um samning þar sem fest eru kaup á fleiri Trident kjarnorku- kafbátum auk annarar hernaðarupp- byggingar. Nicholas Ridley umhverfismála- ráðherra hélt einnig ræðu og lofaði þar miklum breytingum er snéru að hans embætti. Ridley kallaði Bretland „giftu- samt konungsríki á Thatchervísu" og bætti við: „Við lækkuðum verð- bólguna, réðumst gegn ofurveldi verkalýðsfélaganna, við hófum einkavæðingu. Allar þessar aðgerðir hafa tekist vel“. Reuter/hb ÚTLOND UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR Þjóöaratkvæðagreiösla í Egyptalandi: Múbarak fékk „rússneska“ kosningu Hosni Múbarak forseti Egypta- lands nýtur stuðnings þjóðar sinnar, það kom í ljós í gær þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um áfrarn- haldandi stjórn hans voru birt. Alls vildu 97% þeirra sem grciddu at- kvæði að Múbarak héldi áfram að sitja í valdamesta embætti landsins næstu sex árin. Mikil þátttaka var í þessari þjóð- aratkvæðagreiðslu á mánudag, alls greiddu 88,5% atkvæðabærra manna atkvæði og nærri allir vildu Múbarak áfram sem forseta. Úrslitin í þessari kosningu kontu fáum á óvart þótt stuðningurinn hafi að vísu farið fram úr björtustu vonum stuðningsmanna forsetans. Þjóðaratkvæðagreiðslan var sér- lega vel tímasett fyrir Múbarak. í gær voru sex ár liðin frá því að Anwar Sadat forseti var skotinn til bana og fjórtán ár liðin frá stríði Egypta og ísraelsmanna árið 1973 þegar Múbarak leiddi flugherinn til sigurs í átökum yfir Sínaiskaganum. Múbarak varð forseti eftir að öfgamenn úr hópi múslima réðú Sadat bana þar sem hann var við- staddur athöfn til að minnast stríðsins. Múbarak hafði áður verið varaforseti. Það var nauðsynlegt samkvæmt stjórnarskránni að halda þessa þjóð- aratkvæðagreiðslu til að fá úr því skorið hvort landsmenn vildu að Múbarak færi með forsetavaldið í önnur sex ár. Enginn mótframbjóð- andi var inni í myndinni því þingið hafði fyrr á þessu ári tilnefnt hann sem eina frambjóðandann. Af 14,3 milljónum Egypta sem höfðu rétt til að kjósa fóru 12,7 milljónir á kosningastaði á mánu- daginn og greiddu atkvæði. Aðeins tæplega 350 þúsund manns greiddu atkvæði gegn því að forsetinn yrði áfram forseti næstu sex árin. Flestir flokkar studdu hinn þjóð- lega lýðræðisflokk, flokk Múbaraks, og hvöttu fólk til þess að veita forsetanum brautargengi. Stjórnar- andstöðuflokkarnir vilja hins vegar allir breyta núverandi skipan og hafa Hosni Múbarak forseti Egyptalands: Situr áfrani næstu sex árin beinar forsetakosningar þar sem mótframbjóðendur eru með í slagnum. Búist er við að Múbarak geri einhverjar breytingar á ráðherralista sínum en forsætisráðherrann Atef Sedki verður eflaust áfram í sínum stól. Reuter/hb Fijieyjar lýstar lýðveldi Sitiveni Rabúka ofursti og leið- togi byltingarmanna á Fijieyjum lýsti landið í gær lýðveldi og skar þannig á tengslin við breska kon- ungsveldið sem staðið hafa í 113 ár. „Frá og með þessum degi eru Fijieyjar lýðveldi," sagði hinn 39 ára gamli ofursti í tilkynningu sem hann las upp í útvarpi. Rabúka var í forsvari fyrir byltingu sem gerð var í vor gegn stjórn Timoci Bavadra og í síð- asta mánuði tók hann völdin af Sir Penaia Ganilau landsstjóra til að þrýsta á kröfur sínar um stjórnarfyrirkomulag er tryggði innfæddum Fijibúum pólitísk yfirráð. Fijieyjar eru 320 talsins og þar búa bæði afkomendur Indverja og innfæddir Fijibúar. íbúar eyj- anna eru rúmlega sjö hundruð þúsund talsins og þeir sem eru af indversku bergi brotnir eru held- ur fleiri en hinir og hafa hingað til ráðið yfir efnahagslífi eyj anna. Rabúka er leiðtogi herstjórnar- innar senr nú fer með völd í landinu, til bráðbirgða að sögn ofurstans. Reuter/hb Skrif- ræðið lætur ekki aðsér hæða Skrifræðið lætur ekki að sér hæða, það er alkunna og fréttin um embættismann SÞ sýnir það svart á hvítu. Embættismaður þessi mætti 44. mínútum of seint á fund í Genf í gær, hvatti til þess að reynt yrði að minnka allt umfangið í kring- um starf SÞ og gera það virkara, og frestaði síðan fundi vegna hádegisverðar. Þessi atburður átti sér stað á ráðstefnu SÞ um verslun og þró- unarmál og embættismaðurinn var Kenneth Dadzie fram- kvæmdastjóri þeirrar nefndar SÞ sem fer með þessi mál. „Það er nauðsynlegt, ef við eigum að halda áfram af sama krafti... að afrakstur vinnu okkar flækist ekki í sérhæfni okkar stundum venjubundnu dagskrár," sagði Dadzie í ræðu sinni. Að þeim orðum sögðum frest- aði framkvæmdastjórinn seinni hluta ræðu sinnar svo ráðstefnu- gestir gætu náð sér í snæðing. Reuter/hb

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.