Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 7. október 1987
Tíminn 13
Nepal: Ferðamenn flykkjast nú til þessa fátæka ríkis á „þaki jarðarinnar"
Nepal:
Fátækt í
fjallaríki
AÐ UTAN
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Ollieæðið
gengið yfir
minjagripirnir seljast ekki
Oliver North ofursti átti hug og hjörtu landa sinna í júlímánuði sl. þegar
yfirheyrslum þingnefndarinnar var sjónvarpað beint. Þá sendu aðdáendur
hans hrúgur af símskeytum til að votta stuðning sinn við hann. En þeir
sömu aðdáendur cru ekki tilbúnir að eyða miklu fé í minjagripi um þessa
hetju sína.
Nepal og höfuðborgin Kath-
mandu. Þessi nöfn minna sjálfsagt
marga á sjöunda áratuginn þegar
hippar Vesturlanda héldu þangað í
hópum í leit að paradís á jörðu. Nú
á dögum sjást hins vegar fáir af
gömlu hippunum á götum Kath-
mandu, strangari lög gegn eitur-
lyfjaneyslu og breyttir tímar hafa
orðið til þess að þetta ágæta fólk
hefur horfið eitthvert annað.
1 staðinn er kominn annar hópur,
fjallgöngumennirnir sem eru heil-
brigðir og kröftugir og ganga stígana
sem tengja þorpin í þessu litla kon-
ungsríki í Himalayafjöllunum hvert
við annað.
Þessir óþreytandi ferðamenn upp-
götva á leið sinni land sem nútíminn
virðist á stundum hreinlega hafa
gleymt, ríki þar sem samskipti við
hinn stóra heim hafa lengi verið lítil
en fátæktin þess meiri.
Nepal liggur á milli Kína (Tíbet)
í norðri og Indlands í suðri, vestri og
austri. Hin háu fjöll setja svip sinn á
þetta ríki, þar er meðal annars að
finna Everesttindinn, hæsta fjall
heims, og nokkur hundruð aðra
snjólagða fjalltinda sem eru í meira
en sex þúsund metra hæð yfir sjávar-
máli.
Sunnan til er landið þó lægra, flestir
hinna nítján milljón Nepalbúa lifa í
miðdölunum og á hásléttu við land-
amæri Indlands.
Fátæktin er mikil og lífsaldurinn
stuttur. Konur lifa að meðaltali í 42
ár og karlar í 46 ár. Um 14% allra
barna deyja innan við eins árs aldur.
Það eru ekki meira en þrjátíu ár
síðan Nepal var algjörlega Iokað ríki
og erlendum ferðamönnum var fyrst
hleypt þar inn á sjötta áratugnum.
Nú á dögunt eru það þó ferða-
mennirnir sem skapa þjóðinni mest-
an erlendan gjaldeyri og þjónusta
kringum þá er orðin blómlegur at-
vinnuvegur. Nepal er engu að síður
landbúnaðarland fyrst og fremst,
um níutíu prósent landsmanna eru
fátækt bændafólk en aðeins eitt prós-
ent starfar við iðnaðarframleiðslu.
Vandamálin sem stjórnvöld eiga
við að etja eru fjölmörg og reyndar
yfirþyrmandi, mikil fólksfjölgun,
skortur á ræktuðu landi og skortur á
drykkjarvatni, minnkun landbúnað-
arframleiðslu, skortur á læknum og
of fáir skólar gera Nepal eitt af
fátækustu og vanþróuðustu löndum
heims.
Rauði krossinn og önnur alþjóð-
leg samtök sem og samtök innan
Nepal hafa unnið mikið starf í hinum
fjölmörgu sveitarþorpum landsins.
Þar er aðaláherslan lögð á að fræða
fólk um nauðsyn hreinlætis og Rauði
krossinn hefur unnið sérstaklega að
því að koma upp vatnsbrunnum og
vatnsdælum þannig að fólkið geti
haft aðgang að ómenguðu vatni.
Skortur á drykkjarvatni er eitt af
helstu vandamálunum í Nepal og
þar hefur japanski Rauði krossinn
lagt til góða hjálp. Aðeins tæplega
20% íbúanna hafa aðgang að sómas-
amlegu drykkjarvatni en vonast er
til að fimmtán hundruð nýjar dælur
geti fjölgað þessu fólki eitthvað.
Red Cross Red Cresent/hb
Líklega ætti öllunt að vcra í
fcrsku minni yfirheyrslur þing-
nefndar bandaríska þingsins í sum-
ar vegna svokallaðs „Irang-
ate' máls og rómuð frammistaða
Olivers North ofursta þegar átti að
taku hann á beinið. Hann gerði sér
nefnilega lítið fyrir og sncri málum
sér í hag og eins og hendi væri
veifað var Ollie orðinn þjóðhetja í
augum landa sinna! 1 kjölfarið
rann eins konar „Ollieæði” á
bandarísku þjóðina og sumir létu
reyndar í Ijós þá skoðun að hann
væri hæfastur manna til að gegna
forsetaembætti, að Ronald Reagan
frágengnum.
Margir ætluðu að
maka krókinn
Margir framtakssamir Banda-
ríkjamenn ætluðu að maka krók-
inn í snarheitum á þjóðardýrkun-
inni á ofurstanúm, en nú, aðeins
tveim mánuðum síðar, er komið í
Ijós að aðdáunin á honum risti ekki
það djúpt að almenningur sæi ást-
æðu til að kafa ofan í budduna sína
til að sýna hana. Minjagripirnir um
Oliver North seljast ekki.
Á búðarhillum víðs vcgar um
Bandaríkin rykfalla skyrtubolir,
hnappar og álímingarmiðar með
nafni ofurstans, bækur, mynd-
bandspólur og jafnvel dúkkur sem
helgaðar cru honum. „Við héldum
að það væri þessi feiknastuðningur
við Ollie, en ef hann var fyrii hendi
var fólk ekki að hafa fyrir því að
sýna hann mcð því að kaupa varn-
inginn okkar," segir náungi sem
gaf út vitnisburð Norths fyrir
nefndinni eins og hann lagði sig, á
90 mínútna löngu myndbandi.
En myndbandið selst
ekki - og ekki
bókin heldur
Alls gaf þessi snarráði maður út
102.000 myndbönd, en segir nú
Ijóst að aldrei seljist nema í mesta
lagi helmingurinn af þcim. Mynd-
bandið, sem nefnist „Oliver North:
Memo to History” (Oliver North:
minnismiði til sögunnar) hefur selst
fádæma illa í New York, Washing-
ton og Suðurríkjunum, einmitt á
þeim slóðum sem framleiðandinn
hélt að áhuginn á ofurstanum væri
hvað mestur. Og í Mið-Vesturríkj-
unum hefur enginn viljað líta við
því.
Og ekki hefur almenningur verið
ginnkeyptari fyrir „skyndi“bók
með hverju orði sem gekk fram af
ntunni ofurstans í vitnaleiðslunum,
sem gefin var út aðeins 4 dögum
eftir að þeim lauk. Útgefandi þeirr-
ar bókar verður að viðurkenna að
„áhugi almennings á Oliver North
ofursta hefur greinilega dalað
geysilega".
Bókin var gefin út í 775.000
eintökum og stóð til að halda
áfram að prenta hana eftir því sem
þurfa þætti, en aðeins u.þ.b. helm-
ingur af upphaflega upplaginu
kemur til með að seljast segir
útgefandinn. Honurn finnstþóeng-
in ástæða til að sjá eftir þessu
framtaki sínu þó að hann hefði
vissulega kosið að selja fleiri
eintök af bókinni. Að hans sögn
má búast við því að áhuginn á slíkri
„skyndi“bók endist ekki nema
skamman tíma, tvær þrjár vikur í
besta falli. Þessi bók hafi verið
söluhæst allra böka í Bandaríkjun-
um í nokkrar vikur og þegar fr'am
líða stundir verður hún mcrk
hcimild fyrir sagnfræðinga, segir
hann.
Sumir hafa þó grætt
á æðinu - en aðrir tapað
Þó að salan á myndbandinu og
bókinni hafi ekki verið sem skyldi
skilar hún þó útgefendum sínum
einhvcrjum ágóða og það sama
gerir reyndar önnur myndbandsút-
gáfa sent hent var á markaðinn í
miklum flýti á nteðan æðið stóð
scm hæst. En ekki cru allir fram-
leiðendur Ollie-minjagripa eins
heppnir. Náungi sem rekur ráð-
gjafarfyrirtæki í San Francisco
ásamt konu sinni, tók til við að
framleiða 30 cm háar brúður í
Barbie-stíl og hafði North að fyrir-
mynd en rak sig á að þær seldust
ekki. Hann segist hafa orðið fyrir
umtalsverðu fjárhagstjóni.
Hann hafði í bjartsýni sinni gert
ráð fyrir að selja 450.000 stykki og
gróðinn yrði 1.75 milljón dollarar,
reyndar að ófrádregnum sköttum.
Nú hafa aðeins borist 200 pantanir
og hann sér fram á að tapa 20.000
dollurum á þessu ævintýri. „Ég
býst við að við höfum misreiknað
okkur hvað stuðning almennings
við Ollie varðar,“ segir hann nú.
Ekki öll gróðavon
slokknuð enn
En þrátt fyrir þessar hrakfarir
vonglaðra gróðamanna hafa tveir
útgefendur ekki gefið upp alla von
um að enn hafi einhvcrjir áhuga á
manninum Oliver North. Væntan-
legar eru á markað tvær ævisögur
hans, önnur þeirra mun reyndar
þegar vera komin í bókabúðir
vestra. Sú er gefin út í 30.000
eintökum og þó að erfitt sé að gera
sér grein fyrir því hversu mikið hún
kemur til með að höfða til bóka-
kaupenda, segja útgefendur sölu-
horfurnar góðar.
Og þá hafa útgefendur síðari
bókarinnar, sent væntanleg er á
markað í nóvember/dcsember,
ckki heldur misst kjarkinn. Þeir
ætla að prenta fyrsta upplag í
125.000 eintökum og segjast ekki
óttast að fólk vilji ekki lesa al-
mennilega unna bók um ofurstann.
„Það eru skyrtubolirnir, jó jóin,
álímingarmiðarnir - þessar skynd-
ivörur, sem almcnningur hefur
misst áhugann á. Bókin okkar er
alvöru bók,“ segja þeir.
Ein Ollie-bók selst
jafnt og þétt-en aðdá*
endum ofurstans líkar
hún ekki!
Rcyndar hefur ein bók helguð
Ollie staðið sig vel í öllu söluæðinu.
Hún er reyndar ekki tekin mjög
alvarlega. Bókin er litabók þar
sem gert er grín að yfirheyrslum
þingnefndarinnar. Hún hefur þeg-
ar selst í 200.000 cintökum og
ekkert lát á sölunni um öll Banda-
ríkin. Útgefendur þeirrar bókar
gera sér vonir um að selja um hálfa
milljón eintaka. Reyndar kom
þeim á óvart hvað viðtökurnar
voru góðar og segjast þegar hafa
selt 10 sinnum fleiri litabækur en
þá hefði dreymt um. En helst
dettur þeim í hug að vinsældir
bókarinnar felist í því hvað þar er
tekið á gamansaman hátt á ofur-
stanum og yfirheyrslunum.
„Reyndar heyrðum við í einhverj-
um sem þoldu ekki að gcrt væri
grín að Ollie, en ég geri ráð fyrir
að það sé ekki alltaf hægt að gera
öllum til hæfis," segja útgefendur
litabókarinnar og brosa breitt.
Konum kennd undirstöðuatríðin í heilsufræði í einu hinna fjölmörgu
sveitaþorpa Nepal.