Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 20
Þjónusta í þína þágu 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Atsglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta 686300 Tiininii STRUMPARNIR FRlXJTFyssriLLER HRESSA KÆTA > . i/. mni\o Timiiin Ný og endurskoðuö þjóðhagsspá Gífurleg umskipti eru fyrirsjáanleg í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári ef afram heldur sem horfir. Útlit er fyrir að hagvöxtur dctti úr tæpum 7% í ár niður í um 1% á næsta ári og að viðskiptahallinn verði um eða yfir 4 milljarða á næsta ári miðað við 2,7 i ár. Þetta er meðal þcss sem kemur fram f nýrri þjóðhagsspá fyrir árið 1988 og endurskoðaðri spá fyrir 1987, sem nú er veríð að leggja lokahönd á. Spá þessi cr unnin í tengslum við það að þing er að koma saman og stefnuræðu for- sætisráðherra. Eins og margoft hefur komið fram hefur hagvöxtur á íslandi verið mikíll bæði í ár og í fyrra, en nú er gert ráð fyrir aö hann verði í kringum 6,5-7% í ár. Á næsta ári er hins vegar ekki búist við nema um1% hagvexti. Einnigeri endur- skoðuðu spánni fyrir árið í ár gert ráð fyrir að viðskiptahallinn verði um 2,7 milljaröar, en í júlí sl. spáði Þjóðhagsstofnun að viðskipta- jöfnuðurinn yrði neikvæður um 1,3 milljarða. Pó eru horfurnar á viðskiptahalla við útlönd, miðað við forsendur spárinnar, enn vcrri fyrir næsta ár. Ríkisstjórnin mun hafa rætt á fundi sínum í gær um viðskiptahalla næsta árs en Tíminn hefur ekki fengið staðfesta ná- kvæma tölu um þetta efni. Hitt er staðfest að það stefnir í verulega mikið meiri halla árið 1988 en 1987. Ekki er ótrúlegt að viðskipta- hallinn gcti á næsta ári orðið rúmir 4 miiljarðar, en Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra sagði cinmitt í Tímaviðtali fyrir skömmu að, „að gefnum forsend- um um kaupmáttarþróun og neys- Iustig væri kúrsinn nú tekinn á 4,4 tnilljarða kr. viðskiptahalla árið 1988“. I’ær upplýsingar sem Tíminn hefur um þessar forsendur eru að í spá Þjóðhagsstofnunar fyrir næsta ár sé miðað við um 8% verðbólgu á heilu ári og að gengi verði áfram haldið föstu. Sérstaka athygli vek- ur að í endurskoðuðu spánni fyrir 1987 ergert ráðfyriraðeinkaneysl- an aukist á árinu um 12,5%, en í spá Þjóðhagsstofnunar frá þvi f júlf er talað um 8,5% aukningu cinkaneyslu. Þessi breyting endur- speglar þá kaupmáttaraukningu sem átt hefur sér stað en í forscnd- um spárinnar mun vera gert ráð fyrir að samið verði um að haida svipuðum kaupmætti. Það sem að ofan er rakið miðast við að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana af hálfu ríkisvaldsins. Þannig miðast hin gtfurlega aukn- ing á viðskiptum við útlönd við að gengið verði áfram fast, en þróun raungepgis hefur virkað innflutn- ingshvetjandi. Haldist kaupmátt- urinn má búast við að innflutningur aukist verulega en á sama tíma er ekki gert ráð fyrir neinni verulegri aukningu útflutnings. Loks má nefna að enn er endurskoðun fisk- veiðistefnunnar ólokið og óljóst hver niðurstaðan verður. í því sambandi hefur verið talað um breytingu á sóknarmarki o.fl. sem hugsanlegt er að leiði til þess að veiddur þorskafli fari ekki verulega fram úr heildaraflamarki. Slíkt gæti þýtt að heildarafli yrði nær ttUögtim fiskifræðinga, sem myndi afturþýðasamdráttíafla. Þómun, f forsendum Þjóðhagsstofnunar, vera gert ráð fyrir sama afla á næsta ári og í ár. -BG Fyrir utan Miklagarð: Kanínu fleygt útog keyrt á braut Starfsfólk Miklagarðs fékk óvenjulegan viðskiptavin í gær. Við- skiptavinurinn var miðaldra kanína sem hafði verið ekið f bíl að dyrum Miklagarðs. Þar var hún borin úr bílnum og mátti hún éta það sem úti frysi ellegar treysta á góðsemi fólks fyrir innan. Við svo búið hvarf bifreiðin og ekillinn sem einnig þjón- aði sem útkastari. Kanínugreyið var svo lánsamt að þegar í stað var skipuð móttöku- nefnd í stórmarfcaðnum og henni boðið í bæinn. En brátt vandaðist málið. Versl- unarstörf og gæludýrafóstur eru lítt samræmanleg störf, einkum og sér í lagi verslun með matvöru. Gælu- dýraverslunin Amazon var því beðin fyrir kanínuna og þangað var hún flutt samdægurs. Tímamenn heim- sóttu kanínuna í Amazon og hittu fóstra hennar Hjört Hansson. Hann sagði ekkert vafamál að þetta væri kanína sem hefði alist upp sem gæludýr, hún væri svo spök. Að- spurður sagði hann að kanínan biði nú einhverra góðra fósturforeldra sem ekki væru líklegir til að úthýsa henni einn góðan veðurdag. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gæludýrabúðin fær kanínur með líkum hætti. Stundum hefði það komið fyrir að krakkar hefðu komið og keypt kanínu eða önnur gæludýr hjá sér og staðið fastar en fótunum á því að þau hefðu leyfi foreldra sinna til þess. Hins vegar hefðu þau leyfi ekki ætíð verið til staðar. Krökkunum hafi þá þótt slæmur kostur að viðurkenna skrök sín með því að skila dýrunum og því hafi of oft verið tekin sú slæma ákvörðun að henda dýrunum út á guð og gaddinn. Hann krefst því nú skriflegs leyfis foreldra áður en gæludýrakaup fara fram. Kanínur hafa t.d. stundum lifað af í hrauninu í Hafnarfirði um tíma þegar veður hafa verið góð en svo harðnar í ári og þá tekur ekkert við hjá þeim nema sultur og seyra. Þessar kanínur hafa verið hafðar sem gæludýr, en sú nafngift verður að öfugmæli þegar þeim er úthýst. ABS Kanínan sem var gæludýr en var svo skilin eftir fyrir utap Mikiagarð í fangi Hjartar Hanssonar í Amazon. Ekki vitum við hvort hún hefur verið að mála í leyfisleysi og hún hafi fengið reisupassann þess vegna, en málningarslettur voru á henni hér og hvar. Hitt vitum við að ekki eru öll „gæludýr“ sem hent er út á gaddinn eins heppin og þessi kanína. Tímamynd Pjetur Hæstiréttur: Úrskurðar héraðs- dómara vanhæfan Hæstiréttur úrskurðaði á mánu- dag að dómur, sem féll yfir Stein- grími Njálssyni í héraðsdómi í vor skuli ómerkur, vegna vanhæfis hér- aðsdómara. Það er Pétur Guðgeirs- son, sem dæmdi málið í héraði. Þessi úrskurður hæstaréttar kemur að beiðni Ragnars Aðalsteinssonar lög- manns Steingríms Njálssonar, en ástæða vanhæfis Péturs er sú að hann var fulltrúi ríkissaksóknara og mælti sem slíkur fyrir um meðferð málsins. Hann hefði því átt að víkja úr sæti í málinu. Steingrímur Njálsson var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisafbrot gegn börnum í hér- aðsdómi í vor. Niðurstaða Hæsta- réttar þýðir hins vegar að taka verður málið fyrir aftur í héraði. Ákærði, Steingrímur, afplánar nú 7 mánaða dóm á Litla Hrauni, en losnar í næsta mánuði. Mál ákærða hlaut þjóðarathygli þegar lögmaður meints fórnarlambs hans fór fram á það við embætti ríkissaksóknara að sett yrði fram krafa um að hann yrði vanaður. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.