Tíminn - 08.10.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.10.1987, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 8. október 1987 Tíminn 19 UM STRÆTI OG TORG J.R. berst gegn reyk- ing- um Larry Hagman, scm lcikur hinn elskulcga J.R. í Dallas er ákaflcga andvígur tóbaksreykingum og læt- ur einskis öfrcistað til að gcra þcim lífið lcitt, sem hann segir að mengi umhverfið fyrir öðrum með lesti sínum. Nýlega fékk sonur hans lánaðan fjölskyldubílinn og þcgar hann skilaði honum, angaði hann af sígarettureyk. Sonurinn varð að viðurkenna, að félagi hans hefði reykt í bílnum og það leiddi til að Larry lét hreinsa bílinn að innan, fægja rúðurnar, skipta um gólf- teppi og taka sætin úr til djúp- hrcinsunar. Verst varð þctta fyrir Hagman yngri, því hann varð að borga reikninginn. Annar harmleikur r hjá Dean Martin Á rúmri viku létust bæði sonur hans og tengdadóttir Hvers vegna er Guð að gera fjölskyldu minni þetta? hrópaði Dean Martin, niðurbrotinn af sorg. Hann var varla búinn að átta sig á sviplegu fráfalli Dino sonar síns í flugslysi, þegar hann fékk þá frétt, að tengdadóttir hans, Car- ole Costello, væri dauðvona á sjúkrahúsi eftir hjartaáfall. Dean unni Carole eins og eigin dóttur. Hún var annars dóttir Lou Costello, (helmingsins af Abott og Costello). Aðeins átta dögum eftir flugslysið lést hún, þann 29. mars sl. Útför þeirra beggja var gerð 1. apríl. Nú er söngvarinn vinsæli að endurskipuleggja sundrað líf sitt og segist njóta við það aðstoðar hins framliðna sonar síns. Pabbi er langt niðri, en alls ekki búinn að vera, segir Craig Martin, 44 ára sonur hans, sem var kvæntur Carole Costello í átta ár. Eftir útfarirnar leit hann á mig og sagði alvarlegur í bragði: Dino og Carole bíða eftir okkur á himnum. Þau vilja, að við höld- um áfram þeirra vegna og við getum það. Vinur Craigs segir að söngvarinn hafi verið óhuggandi fyrstu dagana eftir flugslysið. hafði lokað sig inni í herbergi tímunum saman og grát- ur hans hefði heyrst fram. Við fréttum þann 25. mars, að búið væri að finna flugvélarflakið og Dean, sem allan tímann hafði vonað að sonur hans væri á lífi, féll alveg saman. heldur fjölskylduvin- urinn áfram. - En ekki voru öll kurl komin til grafar, því sama kvöld hringdi Craig og sagði að Carole væri á sjúkrahúsi og þarfn- aðist heilaaðgerðar. Dean lét fall- ast niður í sófann, fól andlitið í höndum sér og grét eins og barn. Carole féll í dauðadá og þrátt fyrir þunga sorg sína, fór Dean í heimsókn á sjúkrahúsið viku eftir flugslysið. - Ég veit ekki, hvernig hann hefur fengið styrk til þess, segir Jeanne, fyrrverandi eigin- kona Deans. - Hann sagðist bara hafa staðið við rúmið og beðist fyrir, en fundið vanmátt sinn. Hann hefði ekki haft fleiri tár að gráta. Carole lést kvöldið eftir. Vinur- inn heldur áfram: - Þjáningar fjöl- skyldunnar þessa viku voru ólýsan- legar, en eftirá er eins og þau hafi öðlast nýjan styrk. Raunar kom Dean fjölskyldunni á óvart fyrr í vikunni, með því að tilkynna, að hann hefði séð Dino í sýn og það hefði veitt honum von um framtíðina. Sonur minn sagði mér að ein- blína ekki á dauða sinn, heldur minnast lífs hans, sagði Dean vini sínum hrærður. - Hann sagðist hafa notið lífsins á jörðinni, en nú væri líf hans á himnum og hann væri sæll. Hann dó eins og hann hefði helst kosið, á ógnarhraða og einu andartaki. Annar fjölskylduvinur segir: - Dean sagði mér að Dino hefði komið til sín í gullnum Ijóma, rétt fram höndina, brosað og sagt: - Hafðuekki áhyggjuraf mér, pabbi, ég er öruggur á himnum. Það var sýninni að þakka, að Dean sagði öllum, að útför sonar hans væri þakkargjörð fyrir líf hans. Jeanne samsinnti þessu og þau stuðluðu að því að útfararræð- an var ekki harmi þrungin, hcldur hlý og hrcssileg jafnframt. En seinustu dagana fyrir útförina komust leiðinda sögusagnir á kreik um að flugslysið hefði orðið vegna þess að Dino hefði verið undir áhrifum fíkniefna. Sonur nrinn bragðaði ekki cinu sinni áfengi, hvað þá að hann tæki eiturefni, sagði Dean sár. - Hvers vcgna má ekki látinn ntaður vera í friði? Að lokum segir vinur Deans: - Við útförina gekk Dean í kirkju- garðinn sannfærður um að sonur hans væri sæll á himnum. Larry Hagman: Tóbaksóvinur númer eitt. Einu sinni var... Dean og Jeanne með soninn Dino þriggja mánaða ÁNÖGLUM Föstudaginn 2. október efndi borgin til fundar um nagladekk og götur borgarinnar. Tilefnið var að umferðarnefnd Reykjavíkur og ráðamcnn borgarinnar hafa tekið upp baráttu gegn notkun nagla- dekkja. Á þessuni ágæta fundi, sem Páll Gíslason borgarfulltrui stýrði, flutti Ingi Ú. Magnússon gatna- málastjóri ávarp og ágætur gestur, Erling Hansen, yfirverkfræðingur norsku vegagerðarinnar, flutti stórfróðlegt erindi um kosti og galla nagladekkja í vetrarakstri, en í Noregi hefur þetta verið rannsak- að. Mjög margt athyglisvert kom fram í þessari rannsókn, meðal annars að 10 prósent minni hraði á góðum snjódekkjum skapar sama öryggi og annars á negldum snjó-1 dekkjum. Með öðrum orðum, við tilteknar aðstæður er ekið með öryggi á 60 kílómetra hraða á negldum snjódekkjum. Naglalaus á góðum snjódekkjum heldur öku- maðurinn sama öryggi á 54 kíló- metra hraða. Innifalið í þessari niðurstöðu er venjulegur akstur um beygjur og brekkur og stöðvun ökutækis. Pað mikilvæga atriði, að komast af stað er ekki með í þessu dæmi en í jafnri umferð sem þarf þó oft að stöðva, skiftir það gjarn- an sköpum hvort bílalestin kemst yfirleitt af stað aftur. Allir þekkja að til dæmis umferðin yfir Arnar- nesháls getur gengið vel í mikilli hálku uns einn bíll stöðvar lestina. Þá er segin saga að jafnvel sæmi- lega útbúnir bílar komast ekki af stað aftur. Önnur merkileg niðurstaða hinnar norsku rannsóknar var sú að bíll á nagladekkjum hefur 100 prósent meira dragafl en bíll á góðum snjódekkjum miðað við sömu aðstæður. Með almennu orðalagi bílstjóra, þýðir þetta ein- faldlega að bíll á nagladekkjum er mun líklegri til að komast leiðar sinnar en bíll á góðum snjódekkj- um. Varðandi slysahættuna ef allir ækju naglalausir virðist ljóst að hún ykist ekki eða stæði í stað ef allir ökumenn minnkuðu hraðann um 10 prósent. Því miður er ólík- legt að það myndi gerast enda gera Norðmenn ráð fyrir örlítilli fjölgun umferðaróhappa með slysum á fólki ef nagladekk yrðu bönnuð. Umræðan í Noregi líkt og hér snýst fyrst og fremst um hið gífur- lega slit á varanlegu slitlagi vega og gatna sem naglarnir valda. Sem dæmi nefna Norðmenn að ef flutn- ingabíll á nagladekkjum æki þvert um Noreg frá suðri til norðurs og safnaði á sig öllum þeim efnum sem hann losaði úr veginum á leiðinni, yrði bíllinn fullhlaðinn á leiðarenda. Norðmenn hafa ekki tekið neina ákvörðun varðandi nagladekkin eða bann við notkun þeirra. Rannsóknir þeirra benda þó til þess sem áður er sagt að varðandi slysatíðni skifti nagla- dekk litlu máli og litlu sem engu ef ökumenn minnka hraðann al- mennt um 10 prósent. Svo fróðlegt og þakkavert sem erindi Erlings Hansens var, þá vil ég benda á atriði sem ég tel draga mjög úr vægi þess til viðmiðunar í Reykjavík. Áður en ég tek að draga í efa gildi norsku rannsóknarinnar fyrir Reykjavíkursvæðið, vil ég þó benda á að skoðun mín er vissulega aðeins leikmannsþankar. Ég tel veðurfar og vetrarveður um allan Noreg allt annað en gerist í Reykjavík. Ég held að hvar sem er í Noregi sé meðalhiti að vetri lægri en í Reykjavík. Jafnframt er raki minni og þurraforst því algengara í Noregi en Reykjavík. { frosti við lágt hitastig t.d. 10-15 gráður mínus, er loftið þurrt og snjórinn nánast eins og sandur, eða lítt háll. Við slíkar aðstæður koma ónegld snjódekk að mjög góðum notum. Hér í Reykjavík þekkjum við tæp- ast þessar aðstæður. Við erum að berjast við hálku sem myndast við plús 2-3 gráður niður í svona mínus 3-7 gráður og jafnframt mikinn raka í lofti. Ég tel hinar athygl- isverðu norsku rannsóknir hinsveg- ar geta fallið að aðstæðum á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Svo dæmi sé nefnt, þá getur komið fyrir að bíll á Vestfjörðum aki gegnum skafl sem er dýpri en hæð bílsins. Þetta gerist vegna þess að í frosti er snjórinn oftast léttur og þurr og ef vindur ber snjóinn ekki saman í skafla geta bílarnir oft vaðið býsna djúp- an lausasnjó. Slíkt gerist nánast aldrei á Suðurlandi. Hér er snjór- inn þungur og blautur og í miklum snjó verður að aka yfir skaflana, þjappa þá undir bílana. Þetta er nær alltaf hægt að gera sunnan- lands en sárasjaldan á Vestfjörðum norðanverðum eða Norðurlandi. Að aka yfir skafla, þjappa þá blauta undir bílinn er áreiðanlega einnig sjaldgæft í Noregi. Ég vil með þessu láta koma fram að þó að ég meti hina norsku rannsókn mikils og virði að hún er vandlega unnin, þá falla norskar meðalaðstæður að vetri tæplega að meðalvetri í Reykjavík. Því getur vel verið að bann við notkun nagladekkja eigi rétt á sér í Noregi en enganveginn er víst að slíkt ætti við hér í Reykjavík. Ég tel rétt að fjalla nánar um þessi mál í þættinum í næstu viku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.