Tíminn - 08.10.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.10.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn 'Fimmtudagur 8. október 1987 Fimmtudagur 8. október 1987 Tíminn 11 Islandsmótið í handknattleik, 1. deild: Góðir Vesturbæingar áttu ekki svar við Víkingsvél Víkingar eru með besta handbolt- aliðið á íslandi í dag, á því fengu KR-ingar að kenna í gærkvöldi í Laugardalshöllinni. Víkingar sigr- uðu 28- 25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 16 mörk gegn 10 íslands- meisturunum i vil. Hæðagarðspilt- arnir eru sjóaðir í íþróttinni, leika sem ein heild og meistarabragur var á tíðum á leik þcirra í gærkvöldi. KR-ingar léku vel, eru með mun betra lið en á síðasta ári. Breiddin er meiri og mannskapurinn virðist í betri æfingu, allt annað er að sjá til manna á borð við Guðmund AI- bertsson sem stjórnaði spili KR-inga og gerði það vel. Stefán Kristjánsson KR-ingur, sem kom yfir til þeirra Vesturbæinga frá FH, skoraði falleg mörk í byrjun og leikurinn var jafn fyrstu mínút- urnar. Styrkleikamunurinn fór þó fljótlega að koma í ljós, Víkingsliðið spilaði vel og mörkin létu ekki á sér standa þrátt fyrir góða markvörslu Gísla Felix Bjarnasonar í marki KR. { síðari hálfleiknum hélst munur- inn þangað til í lokin er Vesturbæ- ingar náðu að laga stöðuna og sýna að ekkert lið getur verið öruggt um sigur gegn þeim í vetur. Hæðagarðsliðið er skipað sterkum Ieikmönnum sem vinna eins og ein heild. Karl skoraði sjö mörk fyrir Víking, Bjarki Sigurðsson og Sig- urður fimm mörk hvor, Guðmundur Guðmundsson og Hilmar fjögur mörk hvor, Einar Jóhannesson tvö mörk og Árni Friðleifsson eitt. KR-ingar áttu að vísu ekki svar við leik Víkinga en gerðu marga góða hluti. Konráð Olavsson var markahæstur, ekki í fyrsta skipti. Hann skoraði heil þrettán mörk, þar af sex út vítum. Stefán Kristjánsson skoraði fjögur falleg mörk, Sigurður Sveinsson og Guðmundur Alberts- son skoruðu þrjú mörk hver og Jóhannes Stefánsson tvö mörk auk þess að „fiska“ fjölda vítakasta. KR-ingar virtust vera í vandræð- um með skyttustöðuna vinstra megin. Einir fimm menn voru notað- ir í þessa stöðu, reyndar furðulegt hringl því Ólafur Lárusson hafði byrjað og virtist vera í ágætu formi þegar honum var skipt út af og hringlið byrjaði. hb Framarar töpuðu fyrir norðan Valdimar Grímsson fer inn úr horninu í hinu nýja húsi þeirra Valsmanna.Sigurpáll Þórsari öskrar „lína“ en Valdimar er greinilega að hugsa uni annaö. ííniamynd-Pjciur - Gísli var hetja KA eftir aö Brynjar meiddist- Hraðaupphlaup FH-inga uröu ÍR-ingum um megn - Valsmenn ollu vonbrigðum í sínum fyrsta heimaleik aö Hlíöarenda Önnur umferö íslandsmótsins í handknattleik, 1. deild karla, var leikin í gærkvöldi. FH-ingar unnu öruggan en þó ekki áreynslulausan sigur á ÍR-ingum í Scljaskóla í hröðum leik. Fyrsti heimaleikur Vals að Hlíðarenda olli nokkrum vonbrigðum þótt heimaliðið næði að sigra. Akureyringarnir úr KA náðu að vinna KA þótt Brynjar meiddist strax á upphafsmínútunum, Gísli Helgason varamarkmaður stóð sig með stakri prýði milli stanganna. ÍR-FH 19-26 (7-13) Sigur FH-inga á ÍR-ingum var aldrei í hættu, þeir komust í 6-0 og höföu örugga forystu allan tímann. Hraðaupphlaup FH-inga eru geysi- lega vel útfærð og litu ófá mörkin dagsins ljós eftir þau. Aðrar sóknar- aðferðir FH-inga voru ekki alltaf eins traustvekjandi en vörnin var sterk. ÍR-ingar áttu góða kafla og er auðsýnt að þeir falla ekki án baráttu. Hlutur markvarðanna var stór í þessum leik, Hrafn Margeirsson varði ll mörk í ÍR-markinu en Magnús Árnason bætti um betur í marki FH, varði 13 mörk, þar af 11 í fyrri hálfleik. Mörkin gerðu, FH: Þorgils Óttar Mathiesen 5, Óskar Ármannsson 5, Gunnar Beinteins- son 4, Héðinn Gilsson 4, Pétur Pedersen 4. Óskar Helgason 3, Guðjón Árnason 1. ÍR: Bjarni Bessason 5, Ólafur Gylfason 5, Magnús Ólafsson 4, Matthías Matt- híasson 2, Orri Bollason 2, Finnur Jóhannsson 1. Valur-Þór ..20-16 (8-7) Valsmenn léku sinn fyrsta heima- leik að Hlíðarenda í gær og mótherj- arnir voru Pórsarar frá Akureyri. Heimaliðið olli vonbrigðum, mann- ' skapurinn er fyrir hendi en liðsheild- in er jafn brothætt og áður. Þórsarar brugðu að vísu á það ráð að taka þá Júlíus Jónasson og Jón Kristjánsson úr umferð frá fyrstu mínútu og komu Völsurum greini- lega úr jafnvægi. Sigurður Pálsson átti stærstan þátt í góðri byrjun Þórsara, skoraði með fallegum uppstökkum. Valsarar léku af krafti í byrjun síðari hálfleiks og gerðu þá út um leikinn. Þetta var það eina góða sem sást til þeirra auk ágætrar mark- vörslu Einars Þorvarðarsonar. f heild var vörnin duglaus og sóknin ráðleysisleg, a.m.k. miðað við þær kröfur sem gerðar eru á þeim bæ. Þórsarar byrjuðu vel en döluðu þegar á leið, lítil breidd og erfiður vetur framundan. Mörkin: Valur: Valdimar5, Júlíus 5, Jakob 5, Einar 4 og Gísli 1. Þór: Sigurpáll 5, Sigurður 4, Jóhann 4 og Árni 3. KA-Fram 27-24 (14-13) Leikur KA og Fram á Akureyri var slakur og gerðu leikmenn og dómarar sig seka um fjölmörg mistök. Brynjar Kvaran þjálfari og markvörður KA meiddist strax í upphafi leiksins og er jafnvel óttast að hann hafi rifið vöðva. Gísli Helgason tók stöðu hans í markinu og er skemmst frá því að segja að hann var hetja KA-manna, varði 15 mörk og 1 víti. Hann var besti ntaður vallarins. KA náði 5 marka forystu en Fram jafnaði leikinn um miðjan síðari hálfleik, tóku Jakob Jónsson úr leik. KA náði svo að tryggja sér sigur með góðum loka- kafla. Bestir hjá Fram voru þeir Pálmi Jónsson í horninu og Júlíus Gunnarsson. Mörk KA: Jakob Jónsson 8, Frið- jón Jónsson 6, Guðmundur Guð- mundsson 4, Axel Björnsson 3, Erlingur Kristjánsson 3, Hafþór Heimisson 2, Eggert Tryggvason 1. Mörk Fram: Júlíus Gunnarsson 7, Pálrni Jónsson 6, Hermann Björns- son 4, Birgir Sigurðsson 3, Ragnar Hilmarsson 2, Agnar Sigurðsson 1, Ólafur Vilhjálmsson 1. - hb/jb/HÁ Naumt tap í Portúgal íslcnska landsliöið í knattspyrnu tapaði fyrir Portúgölum með 2 mörkum gegn 1 í leik þjóðanna í undankeppni Ólympíu- leikanna í Portúgal í gærkvöldi. Það voru Portúgalir sem skoruðu tvö fyrstu mörkin, það fyrra um miðjan fyrri hálfleik eftir slæm varnarmistök og það síðara með skalla snemma í síðari hálfleik. Guðmund- ur Steinsson minnkaði muninn uin miðjan síðari hálfleik, fylgdi vel eftir skoti Ólafs Þórðarsonar. Guðmundur átti skot í stöng snemma í fyrri hálfleik og á lokamínútum fyrri hálfleiksins varði portúgalski mark- maðurinn skot hans. -HÁ íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna: Framsigur í Höllinni - Erla skoraði 13 mörk - Tap og sigur hjá Hafnarfjarðarliðunum - Víkingur vann Þrótt Fjórir lcikir voru í 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi. Fram sigraði Stjörnuna nteð 26 mörkum gegn 22 í toppslagnum og hafði Fram forystuna allan tímann. Framarar komust í 5-1 en Stjarnan ntinnkaði muninn í 7-8. Staðan í hálfleik var 15-9. Leikurinn var fremur slakur en Erla Rafnsdóttir yljaði örfáum áhorfendum Enski deildabikarinn: Chelsea úr leik Úrslit í enska deildabikarnum í knatt- spyrnu, 2. umferð í gærkvöldi: Áston Villa-Middlesbrougl] ... 1-0 (2-0) Bradford-Fulham .............2-1 (7-2) Chelsea-Reading...............2-3 (4-5) Derby-Southend................0-0 (0-1) Hereford-Notth.For...........1-1 (1-6) Hull-Man. Utd.................0-1 (0-6) Newcastle-Blackpool ..........4-1 (4-2) Norwich-Burnley...............1-0 (2-1) Sheffield Utd.-Bury...........1-1 (2-3) Tottenham-Torquay.............3-0 (3-1) Northampton-Ipswich...........2-4 (3-5) (1-1 og framlenging) Portsmouth-Swindon ...........1-3 (2-6) Jorge Valdano orðinn spænskur Jorge Valdano, knattspyrnumaðurinn sem lék í Heimsmeistarakeppninni með Argentínumönnum er orðinn spænskur ríkisborgari. Valdano hefur búið á Spáni í 10 ár og fékk ríkisborgararétt í gær. Hann fær þó ekki að leika með liði sínu, Real Madrid, sem Spánverji. Það gera reglur spænska knattspyrnusambandsins. Vald- ano hefur ákveðið að láta fara nánar ofan í það mál, segir þetta vera skerðingu á rétti sínum sem spænskunt ríkisborgara. um hjartarætur með snilldartöktum. Hún var. langbesti maður vallarins ogskoraði 13 mörk. Guðríður Guðjónsdóttir var í strangri gæslu Stjörnustúlkna og komst lítið áleiðis. Erla var sem fyrr sagði atkvæðamest í Stjörnunni. Anna Guðjónsdóttir kom næst Stjörnustúlkna í markaskorun með 3 mörk. Hjá Fram skoraði Guðríður 6(3) mörk, Ósk Víðisdóttir 5, Arna Steinsen 4 og Oddný Sigsteinsdóttir 4. Tveir leikir voru í Hafnarfirði. Haukar unnu KR 25-13 en FH-ingar töpuðu fyrir Val 9-13. Þá sigruðu Víkingar Þrótt nteð 28 mörkum gegn 12 í Laugardalshöll. -HÁ Jóhanna Halldórsdóttir stekkur inn af línunni og skorar fyrir Fram. Tímamynd Pjctur íslandsmótið í handknattleik-1 .deild: Spennandi en lélegt - er Blikar unnu Stjörnuna 23-21 í Digranesi Ef íslandsmótið verður eins spennandi og leikur Blikanna og Stjörnunnar í Digran- esi í gær þá er engu að kvíða. Ef mótiö verður hinsvegar eins illa leikið og leikurinn í gær þá er nokkru að kvíða. Þetta er í stuttu máli niðurstaðan eftir þennan leik. Blikarn- ir höfðu sigur með þrautseigju í síðari hálfleik á meðan Stjörnumenn sprungu sem flugeldar. Vendipunkturinn var þegar stað- an var 20-18 fyrir Blika og Stjörnumenn fengu víti. Stórgóður markvörður Guð- mundur Hrafnkelsson varði vel og Þórður Davíðsson brunaði upp í hraðaupphlaup og skoraði 21- 18. Blikar héldu þessu og unnu 23-21. Staðan í leikhléi var 15-12 fyrir Stjörnumenn. Eins og fyrr er sagt þá var leikurinn ekkert augnayndi. Lítið um falleg mörk en meira um hnoð ásamt ruðningi, skrefum og fleiri mistökum. Helst að Gylfi Birgisson, sem var ásamt Skúla Gunnsteinssyni yfir- burðamaður hjá Stjörnunni, skoraði falleg mörk. Hjá Blikum var það Hans Guð- mundsson sem hélt þeim á floti lengst af. Staðan Staðan í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik eftir leikina í gærkvöldi: FH................... 2 2 0 0 62-40 4 Víkingur.............2200 55-45 4 Valur ...................2110 39-35 3 Stjarnan ........... 2 1 0 1 47-43 2 Breiðablik...........2 10 1 41-41 2 KR................... 2 1 0 1 454 6 2 KA................... 2 1 0 1 47-50 2 Frani ..............2011 43-46 1 ÍR ................. 2 0 0 2 39-53 0 Þór.................. 2 0 0 2 37-56 0 Flumbrugangurinn var hinsvegar alger hjá JJlikum í fyrri hálfleik á meðan Stjörnu- menn spiluðu sæmilega. Blikar tóku Gylfa stíft í síðari hálfleik og Guðmundur fór að verja og við það snérist leikurinn - púðrið fór úr leik Stjörnunnar. 1 stuttu máli þróaðist leikurinn þannig að Stjörnumenn voru yfir í upphafi með hrað- aupphlaupsmörkum (úpps, langt orð) Skúla og þrumuskotum Gylfa. Hans hélt við með einum fimm mörkum. f síðari hálfleik snérist dæmið við. Gylfi var stoppaður og Hansi hélt áfram að skora. Guðmundur fór að verja og þá snérist dæmið. Lokamínút- urnar voru spennandi eftir að Blikar jöfn- uðu 17-17 um 10 mínútum fyrir leikslok. Hansi gerði 10 mörk fyrir Blikana en Kristján Halldórsson 6. Gylfi Birgisson skoraði 8 og Skúli 5 fyrir tapliðið. Guð- mundur Hrafnkelsson varði ein 12 skot en Sigmar Þröstur 7. þb Háir vextir Grunnvextir á Kjörbók eru nú 24% á ári og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar á ári. Efinnstæða, eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í25,4% og í 26% eftir24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því allt að 27,7% án verðtryggingar. Verðtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Fteynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þrátt fyrir háa vextiog verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,8%, en reiknastþó ekkiafvöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt sparnaðarform. 11 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.