Tíminn - 08.10.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.10.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 8. október 1987 Starfsþjálfunarskóli fatlaðra tekinn til starfa Starfsþjálfun fatlaðra hefur nú tekið til starfa í húsnæði á 9. hæð að Hátúni lOa í Reykjavík. Um er að ræða eins og hálfs árs nám í tölvufræðum, íslensku, ensku, verslunarreikningi, bókfærslu og samfélagsfræði. Markmiðið er að endurhæfa einstakling sem fatlast hafa vegna sjúkdóma eða slysa til þess að þeir geti farið á almennan vinnumarkað eða haldið áfram námi í almennum framhaldsskól- um. 1 samfélagsfræði verður m.a. fjallað um málefni fatlaðra sérstak- lega og í tölvufræðinni lögð áhersla á notkun ýmissa forrita svo sem ritvinnslu, gagnagrunn, bókhald o'.fl. Síðasta önnin er ætluð til beinna tengsla við atvinnulífið, til þess að hjálpa fólki að komast út á vinnumarkaðinn að lokinni undir- stöðuþjálfun. Kcnnsla á fyrstu önn hefst í dag en skólinn var formlega settur í gær. Fjórtán nemendur á aldrinum 17 ára til rúmlega 50 ára hefja nám í starfsþjálfun í dag og búist er við að álíka stór nemendahópur hefji nám um áramót. Kennt er frá kl. 13:00 til 16:00 daglega en ncmend- ur fá auk þess klukkustund til undirbúnings á dag til kl. 17:00. Rekstrarkostnaður er geiddur af ríkinu en Öryrkjabandalag íslands hefur staðið straum af kostnaði við húsnæði skólans og ber jafnframt ábyrgð á rekstrinum þótt félags- málaráðuneyti fjármagni hann. Stjórn Starfsþjálfunar skipa Margrét Margeirsdóttir, formaður en hún er deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu og skipuð sem fulltrúi þess, Ingimundur Magnús- son rekstrarfræðingur og Arnþór Helgason form. Öryrkjabanda- lagsins báðir skipaðir af Ö.B.Í. Forstöðumaður Starfsþjálfunar fatlaðra er Guðrún Hannesdóttir námsráðgjafi og kennir hún sam- Frá setningu Starfsþjálfunar fatlaðra í gær. Hún er til húsa í Hátúni lOa ■ Reykjavík. Tímamynd Pjetur félagsfræðina. Aðrir kennarar eru Sigurjón Einarsson, Helga Björns- dóttir, Jóhann Bernharð Kristins- son og Jón Gíslason. Fulltrúaráð skipað af aðilum vinnumarkaðarins, ýrnissa félaga- samtaka fatlaðra og opinberra að- ila á að vera ráðgefandi fyrir stjórn Starfsþjálfunar. Starfsþjálfun fatlaðra kemur í raun í stað Skóla fatlaðra sem var stofnaöur 1983 af Ö.B.Í. Stjórnun- arfél. íslands og Samtökum endur- hæfðra mænuskaddaðra. Rekstur þess skóla var á vegum Rauða kross íslands ásamt nokkrum fé- lagasamtökim. Síðan hefur þróun- in orðið sú að nafninu var breytt í Starfsþjálfun fatlaðra sem nú er orðin sjálfstæð starfsemi og starfar í samræmi við lög um málefni fatlaðra. Ingimundur Magnússon einn af stjórnarmönnum Starfsþjálfunar sagði að nárrt sem þetta væri fötl- uðu fólki afar mikilvægt því það gæti haft úrslitaáhrif á líf þessa fólks, t.d. hvort það fær vinnu. Hann nefndi sem dæmi að tveir menn sem byrjað hefðu í Skóla fatlaðra árið 1983 hefðu sagt sem svo í byrjun náms síns að algerlega vonlaust væri fyrir þá að ætla sér út á vinnumarkaðinn, þeir væru í hjólastól, væru ósjálfbjarga og gætu ekki skrifað og þeir gætu ekki hitt og ekki þetta. í dag væri annar þessarra manna kerfisfræðingur og hinn framkvæmdastjóri. ABS Rannsókn á áhrifum Bláa lónsins á psoriasis: Böð í Bláa lóninu sýna jákvæð áhrif „Niðurstöður gefa vísbendingu um jákvæð áhrif baða í Bláa lóninu," Akureyri: Ný sundlaug við Glerárskóla Nú eru hafnar langþráðar fram- kvæmdir við byggingu sundlaugar við Glerárskóla á Akureyri. Áætlað segir í ályktun lækna sem gert hafa forkönnun á áhrifum baða í Bláa lóninu á psoriasis og sagt er frá í Læknablaðinu. Framhaldsrannsókn er sögð komin vel á veg. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort reglubundin böð í 4-5 vikur hefðu bætándi áhrif á psoriasis. Rannsóknin byggðist á sjálfboðalið- um sem gcrt var að baða sig 4-6 sinnum í viku. Alls 27 sjálfboðaliðar hófu þátttöku en 21 lauk rannsókn- inni. Þeir voru Ijósmyndaðir og skoðaðir af lækni fyrir og eftir með- ferðina. Niðurstöðurnar eru sagðar styðja tilgátuna um betri líðan að mati sjúklinga sjálfra. Mat læknanna var að almenn líðan væri betri og afhreistrun góð svo og að grynning yrði á útbrotum. Roði hafi hins vegar verið óbreyttur eða verri hjá 2/3 þátttakenda. Sýnilega hafi dregið úr notkun húðstera. Það eru Guðjón Magnússon, Vil- borg Ingólfsdóttir, Hans Jakob Beck og Guðmundur Sigurðsson sem standa að rannsókninni. Talið er að um 6 þús. íslendingar hafi einhver einkenni um psoriasis. - HEI Útflutningurinn aukist um 15%: Almenn vörukaup aukist um 33,5% ______ i_: - _- 1 -■ ._rn: ^ _ ién/ Vöruútflutningur þjóðarinnar í ágústmánuði var rúmlega 45% minni en í ágúst í fyrra reiknað á sama gengi. Innflutningurinnn var hins vegar um 30% meiri nú. Á vöruskiptareikningnum var nú um 129 miilj. króna afgangur í stað 1.270 milljóna kr. í sama mánuði í fyrra. Á vöruskiptareikningnum fob/fob frá áramótum til ágústloka á þjóðin nú aðeins 2.315 millj. kr. í afgang eða yfir helmingi rninna en í ágúst- lok í fyrra. Þótt verðmæti útflutningsins frá áramótum til ágústloka hafi aukist um 4.692 millj., eða 15% milli ára miðað við fast gengi dugar það skammt, því influtningurinn fob hefur á sama tíma aukist um rúm- lega 7.040 millj., eða um 26%, þrátt fyrir mun lægri olíureikning og að minna hefur nú farið saman- lagt til kaupa á skipum, flugvélum og til stóriðju. Aukning almenns innflutnings er því um 33,5% á föstu gengi. Alls voru á fyrstu átta mánuðum ársins fluttar út vörur fyrir um 35.210 millj. króna hvar af 78% voru fyrir sjávarafurðir. Verð inn- flutningsins var hins vegar um 32.894 fob en 36.627 millj. cif. á sama tíma. Það svarar til þess að hver íslendingur hafi þurft að skapa um 150 þús. kr. gjaldreyr- isverðmæti til að vinna fyrir sínum hluta innflutningsins þessa 8 mán- uði. - HEI er að sundlaugin verði tekin í notkun vorið 1989. Það er Híbýli hf. sem annast byggingaframkvæmdir, en kostnaður við verkið mun nema um 40 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að ríkið greiði 50% kostnaðarins þar sem laugin verður fyrst og fremst kennslusundlaug, en verði jafnframt opin almenningi eftir að skóladegi lýkur. Hin nýja sundlaug verður 17 m á lengd og 10 metrar á breidd, og er gert ráð fyrir þörfum fatlaðra við hönnun hennar og byggingu. HIA - Akureyri Nýjar vélar breyta bragði kókómjólkurinnar: Rétt bragð eftir 12 ára f ramleiðslu „Það eru komin ný tæki í gagnið þannig að suðubragðið, eða flóunar- bragðið hvarf úr henni. Það er hið svo kallaða gamla bragð, eins og sumir vilja kalla það. Gamla kókó- mjólkin var svo hátt hituð að það kom flóunarbragð af henni. Aðöðru leyti er þetta nákvæmlega sama uppskrift og er búin að vera síðan 1975,“ sagði Guðmundur Eiríksson, verkstjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna í samtali við Tímann í gær, en eins og kókómjólkurunnendur hafa tekið eftir er komið nýtt bragð af kókómjólkinni „Við höfum fengið lítil viðbrögð við nýja bragðinu, það hefur aðeins heyrst í fólki og það hefur verið jafnt af neikvæðu og jákvæðu," sagði Guðmundur einnig. Það er því hægt að segja að eftir 12 ára framleiðslu sé „rétta“ kókó- mjólkurbragðið loksins komið fram. Gömlu vélarnar voru orðnar mjög slitnar, en endurnýjunin kostaði nokkrar milljónir. - SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.