Tíminn - 08.10.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. október 1987
Tíminn 15
PLÖTUR
Hljómplata Elínar
Óskar Oskarsdóttur
Ólafur Vignir Albertsson og Elín Ósk Óskarsdóttir.
Um þessar mundir er að koma á
markað hljómplata með söng hinnar
stórefnilegu sópransöngkonu Elín-
ar Óskar Óskarsdóttur. Elín Ósk er
frá Rauðalæk á Rangárvöllum og
vakti fyrst athygli alþjóðar þegar
hún tók þátt í söngvakeppni Sjón-
varpsins 1983. Hún var þá nemandi
Þuríðar Pálsdóttur við Söngskólann
í Reykjavík en hefur verið við
söngnám í Mílanó síðan 1984. í
fyrra söng hún hlutverk Toscu í
Þjóðleikhúsinu.
Það sem fyrst vekur athygli við
söng Elínar Öskar er hennar fagra
og mikla sópranrödd, og mikið skap
sem skín út úr bæði söngnum og
framkomunni. Hvort tveggja eru
mikilvægir, og raunar nauðsynlegir
eiginleikar söngvara, þótt Louis
Armstrong hafi sýnt það að í sumum
tegundum af sönglist a.m.k. þurfi
ekki einu sinni fallega söngrödd. En
engu minna mikilvægt er að texta-
framburður sé skýr, og að söngurinn
flytji fyrst og fremst efni textans. f
þessum síðarnefndu atriðum á Elín
Ósk margt eftir ólært: textafram-
burður hennar ,er mjög óskýr á
þessari plötu, og eins og mjög mörg-
um söngvurum öðrum, bæði ungum
og öldnum, hættir henni til að þenja
sig ákaflega án tillits til textans. En
forte hefur enga merkingu nema í
samanburði við mezzoforte og piano
- það er mismunurinn sem máli
skiptir en ekki raddstyrkurinn einn.
f íslensku sönglögunum, sem sum
hver eru smáperlur sem henta tæp-
lega stóróperustíl, tekur Elín Ósk
alltof lítið tillit til efnis kvæðanna
sem lögin voru samin við. Þessi plata
hefði verið ennþá betri ef söngkonan
hefði slegið ögn af á köflum og sýnt
þannig á sér fleiri hliðar.
Hljómplatan er tvískipt: á annarri
hliðinni cru lög eftir Sigfús Einars-
son, Sigvalda Kaldalóns og Pál ísólfs-
son, en í hinni óperuaríur eftir
Tosti. Puccini, Catalani og Verdi.
Arían úr „La Wally“ eftir Catalani
fékk nýja frægð þegar Wilhelmina
Wiggins Fernandez söng hana í kvik-
myndinni „Diva", og Elín Ósk syng-
ur hana líka mjög fallega. Eins og
raunar aðrar aríur.
Ólafur Vignir Albertsson leikur
með á píanó (Bösendorfer í Hlé-
garði í Mosfellssveit). Hann erlöngu
viðurkenndur sem einn vor allra
fremsti undirleikari, og einnig hér
spilar hann af smekk og öryggi.
Upptöku annaðist Halldór Víkings-
son en skurður, pressun og annað
fór fram í Hamborg. Tæknilega er
platan vel úr garði gerð, unnin með
stafrænni tæki. Útgefandi erbókaút-
gáfan Örn og Örlygur og ber platan
númerið ÖÖIO. Meðfylgjandi Ijós-
mynd af listamönnunum er af plötu-
umslaginu; hana tók Guðmundur
Ingólfsson í ímynd.
Þessi hljómplata lofar mjög góðu
um framtíð Elínar Óskar Öskars-
dóttur sem stórsöngvara. Ég trú því,
og hef trúað síðan 1983, að hún sé
efni í meiri háttar söngkonu, eitt hið
mesta sem við höfum heyrt um hríð.
Með svo mikla rödd og skap getur
vel verið að henni henti betur óperu-
söngur en Ijóðasöngur, en fjarri fer
að það sé fullreynt, cnda á hún
mikið ólært enn, bæði í tónlistarskól-
um og í lífsins skóla. Sig. St.
Karfavog
Skeiðavog
Goðheima
Sólheima
Teigasel
Vatnasel
Þverársel
Kvíslahverfi í Árbæ
Tíminn
SIDUMULA 15
S686300
Við leitum að
blaðberum til
starfa víðsvegar
i im hnrninp
Haföu samband.
ERTU AÐ SAFNA
Þá er blaðburður
fyrir þig
DRATTARVELAR:
Úrval af beislis og tengibúnaði á dráttarvélar
fyrirliggjandi.
Dráttartengi
Ofan drifs:
Kr. 13.600.-
KAUPFELÖGIN OG
ARMULA3 REYKJAVlK SlMI 38900
Dráttarbeisii
Venjuleg stærð:
Kr. 15.720.-
Yfirstærð:
Kr. 18.560.-
Dráttarkrókar
Lyftutengdir: Kr. 18.560.-
Einnig
fyrirliggjandi:
Frambretti
Þyngdarklossar
Vökvakistur og
stjórnventlar
Styrkur til að skrifa
um þjóðfélagsmál
Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslu-
gagna auglýsir til umsóknar starfstyrk til höfunda
eða starfshóps sem hefur í hyggju að senda frá
sér rit um þjóðfélagsmál. Styrkurinn verður veittur
í því skyni að auðga íslenska þjóðmálaumræðu.
Upphæð styrksins er 100.000.- krónur.
Umsóknir skal senda stjórn félagsins fyrir 1.
nóvember nk. Æskilegt er að drög að verkinu eða
hluta þess fylgi umsókn og efnisgrind skal fylgja.
Dómnefnd, sem stjórn Hagþenkis hefur tilnefnt,
metur umsóknir. Nánari upplýsingar veitir Hörður
Bergmann, formaður félagsins.
Reykjavík, 6. október 1987.
Hagþenkir
-félag höfunda fræðirita og kennslugagna
Pósthólf 8290
128 Reykjavík
Verkakvennafélagið
Framsókn
Allsherjar atkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæð-
agreiðslu við kjör fulltrúa á 13. þing Verkamanna-
sambands íslands, sem haldið verður á Akureyri
dagana 28.-31. október 1987. Frestur til að skila
listum er til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 14.
október 1987.
Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra
félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu
félagsins, Skipholti 50A.
Stjórnin
Til leigu
Herbergi með aðgangi að eldhúsi, baði og þvotta-
húsi, gegn smá aðstoð með barn. Lág leiga fyrir
réttan aðila.
Upplýsingar á kvöldin í síma 52654 - Barbara.