Tíminn - 08.10.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. október 1987
Tíminn 5
Svefnlyf annað söluhæst á fslandi, en engin svefnlyf meðal 30 söluhæstu í heiminum:
Svefnlyfið Halcion var 2.sölu-
hæsta lyfið á íslandi á síðasta ári og
framan af þessu ári. Ekkert svefn-
lyf finnst aftur á móti í lista yfir 30
söluhæstu lyf í heiminum árið 1986,
sem birtist í Financial Times fyrir
skömmu. Tíminn spurði Guðjón
Magnússon, aðstoðarlandlækni
hvort út frá þessu mætti álykta að
íslendingar notuðu svo miklu
meira af svefnlyfjum en aðrar
þjóðir.
„Þú getur dregið þá ályktun af
þessu að hér á landi sé einokun
þessa lyfs - Halcion - með ólíkind-
um. Sú spurning vaknar; er þetta
vegna mjög árangursríkrar sölu-
mennsku? - sem ég held að það sé
- eða vegna þess að þörf íslendinga
fyrir svefnlyf er svo miklu meiri en
annarra þjóða?,“ sagði Guðjón.
Hann sagði notkun þessa Halc-
ion svefnlyfs hafa aukist svo á
undanförnum árum að sá árangur
sem náðist í að minnka notkun
róandi lyfja um 40% á árunum
1976-1980 hafi nánast horfið í
svefnlyfin. Gallinn hafi hins vegar
verið sá að þær upplýsingar hafi
ekki legið fyrir fyrr en með nýlegri
skýrslu heilbrigðisráðuneytisins
um lyfjanotkun 1975-1986. Hún
hafi sýnt svart á hvítu hvert vanda-
málið er.
í framhaldi af því sagði Guðjón
heilbrigðisyfirvöld nú hafa ákveðið
að efna til herferðar til að draga úr
þessari miklu svefnlyfjanotkun
sem sé algerlega óeðlileg. Sterk-
ustu töflurnar verði teknar af mar-
kaðnum og sömuleiðis verði fækk-
að úr 50 niður í 30 þeim fjölda
taflna sem ávísa má á hverjum
lyfseðli.
íslendingar gleyptu á síðasta ári
svefnlyfið Halcion fyrir rúmlega 38
milljónir króna og fyrir rúmlega 12
milljónir á fyrstu 3 mánuðum þessa
árs. Eins og Tíminn skýrði frá fyrir
nokkru nær tvöfaldaðist notkun
svefnlyfja hér á landi frá árinu 1980
- og samsvaraði í fyrra því að 10.
hver landsmaður noti svefnlyf dag-
lega, eða hver einasti íslendingur í
5 vikur árlega að meðaltali.
Ástæðu þessarar stórauknu
svefnlyfjanotkunar telur Guðjón
m.a. þá að fólk leiti stöðugt til
lækna til að fá bót á svefnleysi.
Þeim svefnlyfjum sem áður voru á
markaðnum hafi hins vegar fylgt sá
stóri ókostur að þau voru lengi að
skila sér út úr líkamanum, þannig
að fólk hafi kannski verið hálf
sofandi fram undir hádegi. Það
hafi bæði dregið úr áhuga fólks á
langri notkun lyfjanna og áhuga
íslendingur?
Listi Financial Times og íslenski sölulistinn.
læknanna á að ávísa þeim nema í
algerri neyð. Síðan hafi Halcion
komið á markaðinn, scm sam-
kvæmt auglýsingum framleiðend-
anna átti að vera horfið úr líkaman-
um að mestu þegar fólk vaknar.
Það hafi rutt hinum gömlu hindr-
unum fyrir notkun úr vegi og
afleiðingin orðið gífurlega aukin
notkun.
Halcion er að vísu ekki eitt á
markaðnum lengur, þar sem Guð-
jón upplýsti að Stefán Thorarensen
hafi fyrir nokkrum vikum komið
með sama lyftð á markaðinn, þ.e.
eftirlíkingu með öðru nafni og
mun ódýrara lyf.
Vegna þess að stöðugt virðist
bera meira á skrifum í erlendum
tímaritum um hve róandi lyf og
svefnlyf séu lúmsk og vanabind-
andi var Guðjón spurður hvort
Halcion væri kannski laust við
þann ókost líka.
Hann sagði fólk ekkert síður
verða geðrænt háð þcssu svefnlyfi
en öllum öðrum, þó þau gætu vcrið
eitthvað mismunandi slæm. Þctta
gerist t.d. þannig að eftir nokkurn
tíma missi fólk trúna á að það gcti
sofnað án svefntöflu, og þegar það
rcyni, haldi þær áhyggjur því svo
vakandi. Þar með hafi það tekið
fyrsta skrefið á þcirri braut að
verða háð efninu.
Guðjón sagði þessa auknu notk-
un því áhyggjuefni. Sé því brýnt að
hefja upplýsingaherferö, bæði
gangvart almenningi og ekki síður
læknum, þ.e. að brýna fyrir þeim
að ávísa ekki svefnlyfjum nema í
ítrustu ncyð og þá í skamman tíma
í einu.
Athyglisvert er að söluhæsta lyf-
ið cr það sama bæði á íslenska
listanum og heimslistanum, maga-
lyfið Zantac, sem selt var hér fyrir
um 69 m'lljónir króna í fyrra. En 4
tcgundir magalyfja voru í flokki 20
söluhæstu lyfjanna, sem í fyrra
seldust fyrir nær 130 milljónir
króna. Magalyf voru 2 lang sölu-
hæstu lyfin á heimslistanum, því-
næst tvö lyf við hjarta og æðasjúk-
dómum og í 5.-7. sæti voru svo
gigtarlyf. Söluhæsta geðlyfið á
heimslistanum var Valium, sem
kom ekki fyrr en í í 20. sæti.
- HEI
GEÐLYF
Þetta línurit sýnir í fyrsta lagi vel þann árangur sem náðist í að draga úr
sölu róandi lyfja (skástrikaði hlutinn) á árunum 1976-1980, og hins vegar
hvað sala á svefnlyfjum hefur síðan vaxið ár frá ári (köflótti hlutinn),
þannig að heildarsala þessa lyfjaflokks var í fyrra orðin hátt í eins mikil
og árið 1976. Línurnar sýna selda dagsskammta á degi hverjum miðað við
hverja 1.000 íbúa.
Stórfelld söluaukning lceland Seafood í Evrópu í september:
Seldu tfyrir 350 milljónir
lceland Seafood Limited í Hull í
Bretlandi, sölufyrirtæki Sjávar-
afurðardeildar Sambandsins fyrir
Vestur Evrópu, seldi fyrir röskar 5,5
milljónir sterlingspunda í síðasta
mánuði, eða sem nemur um 350
milljónum íslenskra króna. Þetta er
mesta sala í einum mánuði frá því að
fyrirtækið var stofnað fyrir sex árum.
Fyrsta starfsár fyrirtækisins var sala
Iceland Seafood 3,5 milljónir punda,
sem nemur u.þ.b. þriggja vikna sölu
fyrirtækisins nú.
I magni nam salan 2.437 tonnum
og er um að ræða 21 - 22% söluaukn-
ingu frá því í sama mánuði í fyrra.
Frá áramótum til septemberloka
nam sala fyrirtækisins 32,1 milljón
sterlingspunda, á móti 27,4 milljón-
um í fyrra, sem cr liðlega 17%
aukning. Magnaukningin er um 4%,
eða úr 15.600 tonnum fyrstu níu
mánuði síðasta árs í 16.300 tonn á
þessu ári. Stefnir í 40 milljón sterl-
ingspunda sölu á þessu ári, eða um
2,5 milljarða króna, en heildarsala
lceland Seafood Ltd. í fyrra nam 34
milljónum punda.
Að sögn Sigurðar Á. Sigurðsson-
ar, framkvæmdastjóra lcelands Sea-
food óttuðust menn að aðstæður
heima fyrir leiddu til of mikils fram-
boðs á frystum þorskflökum á
Evrópumarkað, en markaðsupp-
bygging fyrirtækisins hefur komið í
veg fyrir það og eru birgðir þorsk-
flaka í lágmarki. Þó hefurframboðið
leitt til þess að verð á frystum
þorskflökum á Bretlandsmarkaði
hefur lækkað um 5% á þessu ári, en
varð í fyrra á hinn bóginn 30%
hækkun.
- SÓL