Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 17. október 1987 SAMBANDSINS ÁRMÚLA3SÍMAR Ó8 79 JOÓ8I26Ó! Málið frágengið. Valur Arnþórsson tekur í hendi Þórðar Fríðjónssonar. Tímamynd Pjétur Álafoss og ullariönaöur Sambandsins í eina sæng: Ullariðnaðurinn endurskipulagður „Meðgöngutíminn var 9 mánuðir, hann var léttur, en fæðingin erfið, enda afkvæmið stórt.“ Þetta sagði Þórður Friðjónsson framkvæmda- stjóri Framkvæmdasjóðs íslands við undirskrift samnings Framkvæmda- sjóðs og Sambands íslenskra sam- vinnufélaga um stofnun hlutafélags í ullariðnaði, en samningurinn var undirritaður í gær. Framkvæmdasjóður íslarids og Sambandið munu eiga jafnan hlut í þessu nýja hlutafélagi sem mun taka yfir og sameina rekstur Álafoss hf. og ullariðnaðar Sambandsins. Hlutafé hins nýja hlutafélags er um 700 milljónir. Stefnt er að því að skipa stjórn og ráða forstjóra fyrir hið nýja fyrirtæki fyrir 1. októberog að nýtt fyrirtæki hefji starfsemi 1. desember. f máli Vals Amþórssonar stjórn- arformanns Sambandsins kom fram að sameining þessara tveggja fyrir- tækja hafi verið eina leiðin til að tryggja framtíð ullariðnaðar á ísl- andi og skapa því fólki sem enn starfar að ullariðnaði atvinnuöryggi í framtíðinni. Staða ullariðnaðarfyrirtækjanna tveggja var orðin mjög tvísýn og eru horfur á enn harðari samkeppni á erlendum mörkuðum, bæði vegna ört vaxandi framleiðslu láglauna- landa og jafnframt að bilið milli íslenskra ullarvara og erlendra virð- ist nú fara minnkandi að því er varðar útlit og efniseiginleika. Því var skipulagsbreyting og hagræðing í ullariðnaði forsenda fyrir arðvæn- legum rekstri í framtíðinni. Aðstandendur hins nýstofnaða hlutafélags lögðu mikla áherslu á að góð samvinna yrði milli starfsfólks fyrirtækjanna tveggja og annarra aðstandenda hins nýja fyrirtækis við endurskipulagninguullariðnaðarins. - HM I búningi í einkaerindum Sjókvíaeldi við Reykjavík: Lykillinn að bjartri f ramtíð eða martröð? Atvinnumálanefnd Reykjavíkur boðaði til ráðstefnu um fiskeldi við borgina í gær. Voru þar ræddir helstu kostir og gallar fískeldis út af Reykjavík og voru skoðanir skiptar. Lögregluþjónn, og tveir aðrir menn hafa verið kærðir til lög- regluembættisins í Reykjavík vegna húsbrots og líkamsárásar. Sá sem kærði er leigutaki að íbúð í eigu starfsstúlku Alþingis og skuldaði leigu. Munnlegt sam- komulag var um að hann rýmdi íbúðina, en til þess var ekki komið. Þremenningarnir komu til hússins á lögreglubíl um klukkan 14:00 á miðvikudag. Lög- regluþjónninn var klæddur ein- kennisbúningi sínum, en var ekki í erindum lögregluembættisins heldur einkaerindum. Hann ásamt félögunum tveimur munu hafa ruðst inn á heimili kæranda og komið honum út úr íbúðinni með valdi. Litið er mjög alvarlegum aug- um á gjörð lögregluþjónsins, ef satt reynist, sem varðstjóri telur enga ástæðu til að efast um, en málið er á frumstigi rannsóknar. Sá sem kærir segist hafa spurt óboðnu gestina hvort þeir hefðu fógetaheimild. Það höfðu þeir ekki, en tóku þrátt fyrir það að skipta um skrá í útidyrahurð og hótuðu því að færa allt hans hafurtask í sendibíl í geymslu Reykjavíkurborgar. Við hótanir þremenninganna hugðist kærandi hringja til lög- manns síns, en áður greip einn maðurinn í axlir honum og henti nauðugum úr íbúðinni. þj Meðal bjartra hliða málsins ma nefna að íslendingar eiga góða möguleika á að ná mikilli og sterkri markaðsstöðu á heimsmarkaðnum, enda með góð og harðger seiði, litla mengun og nauðsynlega grunnþekk- ingu. Einnig væru mörg seiðanna með hagstæða erfðaeiginleika, ís- land hefði að mestu sloppið við sjúkdóma og sníkjudýr og loks að straumar væru hagstæðar fyrir sjó- kvíaeldi á mörgum stöðum við landið. En dökku hliðarnar eru líka til staðar og bar jafnvel meira á þeim á fundinum. Þannig minntist Gunnar Steinn Jónsson, líffræðingur, á þá áhættu sem fælist í mismunandi sjávarhita. Það hafa fiskifræðingar sem Tíminn talaði við í gær einnig minnst á sem mjög stóran áhættulið. Bent var á að lax þyldi í mesta lagi hálfrar gráðu frost og ekki þyrfti nema einu sinni að fara niður fyrir það og allt yrði dautt. Annar sagði að „það væru nú dæmi um að fólk hefði farið á skautum til Akranes". Ekki þarf að spyrja að leikslokum, kæmi sú staða upp aftur og Faxafló- inn væri fullur af laxi. í erindi sínu fjallaði Sigurður Guðjónsson, fiskifræðingur Veiði- máiastofnunar, um hugsanleg áhrif fiskeldis á náttúrulega laxagengd í ám á vatnasvæði Reykjavíkur og nágrennis. Benti Sigurður á að hver á hefði sinn stofn, og viðkomandi stofn þyldi best sína á, en væri viðkvæmari fyrir öðrum ytri aðstæð- um, t.d. öðrum sjúkdómum og sníkjudýrum en hann hefur áður kynnst. Fiskeldi væri stór þáttur og mikil hætta væri á að það ylli breyt- ingum á lífkerfinu með því að stuðla að nýjum tegundum sjúkdóma og sníkjudýra. Um það væru mýmörg dæmi frá Noregi. Þar væri ástandið þannig að um 5-10% kvíafiska slyppi úr kvíunum og færi í ár. Hættan væri fólgin í því að kvíafiskur er oftast sérvalinn og með blöndum minnkaði arfbreiddin og fiskurinn yrði eftir því erfðafræðilegur fátæklingur. Slíkur fiskur ætti erfitt með að berjast við sjúkdóma og aðrar ytri aðstæður. Enda hefði það sannast að í Noregi hefðu ár einfaldlega „dáið“ vegna „innrásar" kvíafiska í þær. Ástandið er svipað hér, ef ekki verra vegna óblíðara veðurfars en í Noregi. Ef við gefum okkur að 5% kvíafiska sleppi, þá gerir það um 100 tonn. Það kemur heim við að í sumar veiddust í einni á við Reykja- vík 10 fiskar sem höfðu upphaflega verið í kvíum. En er þá til lausn á þessu máli? Sigurður er á því. Annað hvort verður að hafa geldfisk í kvíunum, eða að nota stofna úr næsta nágrenni við kvína í upphafi. Varðandi haf- beit eru fjögur ráð. 1 fyrsta lagi verður að byggja hafbeitarstofninn hægt upp. í öðru lagi verður að forðast val á laxi. í þriðja lagi verður að vanda til sleppinga og sleppa í fersku vatni og í fjórða og síðasta lagi verður að hafa góða móttöku fyrir fisk úr sjó. Benti Sigurður á að ekki mætti vinna gegn náttúrunni, heldur yrði að vinna með henni. Aðgerða væri þörf strax. Önnur dökk hlið eru sjúkdómar. Árni Mathiesen, dýralæknir fisk- sjúkdóma, flutti erindi um sjúkdóma í sjávareldi, áhættu og tryggingar. Benti hann á að sjúkdómar yllu lélegum vexti, rýrðu sölumöguleika, yllu auknum dauða alifiska, lyfjagjöf væri kostnaðarsöm og setti ýmsar aðrar hömlur. Árni lýsti hinum ýmsu sjúkdómum og hvernig mætti þekkja þá og varast. Þeir væru margir sjúkdómarnir sem gætu valdið tjóni, en þau skötuhjú Kári og Alda gætu líka eyðilagt. En öll þessi svartsýni virtist ekki draga kjarkinn úr þeim fjölmörgu sem mættu á ráðstefnuna á Holiday Inn í gær. Spurningin er bara sú, hvort kvíaeldi við Reykjavík er fögur framtíðarsýn, eða einfaldlega rétt ókominn martröð. - SÓL NY SINGE SAUMAVEL er nú komin á markaðinn, hún er létt, einföld í notkun og það sem betra er hún er á ótrúlega lágu verði, aðeins kr. 12.800,- það gerist ekki lægra. kr. 12.800.-stgr. • Friáls armur • Siálfvirk snólun • Blindfaldur • Beinn saumur • Teysjusaumur t. d. • Zikk-zakk I'yrir iogging galla o.fl. • Siálfvirk hnanDasötun • Smæðarstilling

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.