Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 17. október 1987 Útboð SAMVINNU TRYGGINGAR ARJíOLA 3 108 REYKJAVIK SIMl (31)081411 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Toyota Tercel 4x4................árgerð 1988 Nissan Micra.....................árgerð 1987 Skoda 105 L......................árgerð 1987 Daihatsu 850 Cap Van.............árgerð 1984 Saab 900 GL .....................árgerð 1984 Fiat Argenta 120.................árgerð 1984 Lada Lux.........................árgerð 1982 Volvo 244 GL.....................árgerð 1982 Chevrolet Blazer.................árgerð 1982 Mazda 323 1500 ..................árgerð 1982 Volvo 343 .......................árgerð 1982 Suzuki LJ 80.....................árgerð 1981 Honda Accord.....................árgerð 1980 Alfa Romeo.......................árgerð 1978 Fiat127 .........................árgerð1974 Suzuki Dagger mótorhjól .........árgerð 1986 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 19. október 1987, kl. 12-16. Á sama tíma: Á ísafirði: Volvo FL10 vörubifreið............árgerð 1986 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 20. október 1987. Samvinnutryggingar g.t. Bifreiðadeild - m REYKJKIÍKURBORG HFfl *»• H___________________________ w Acut&ti/i Sfödcci MP Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Hjúkrunarfræðinga við grunnskóla borgarinnar víðs vegar um borgina. Starfið felst m.a. í heilbrigðiseftirliti/fræðslu. Hjúkrunarfræðinga við Barnadeild. Starfið felst í heimilisvitjunum, móttöku á deild og fræðslu af ýmsu tagi. Bæði störfin eru sjálfstæð og þau má móta og skipuleggja á ýmsa vegu. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Semja má um starf við skóla aðeins skólaárið. Aðstoðarmenn við skólatannlækningar og við heilsugæslu í skólum, til afleysinga. Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkrunar- forstjóri í síma 22400. Móttökuritara við Heilsugæslustöðina í Árbæ í 60% stöðu. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðva í síma 22400. Umsóknarfrestur er til 26. október. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást. Fjárveitinganefnd Þeir sem kynnu að óska eftir viðtali við fjárveitinga- nefnd vegna styrkumsókna þurfa að panta viðtal hjá starfsmanni nefndarinnar, Ásdísi Sigurjóns- dóttpr í síma 11560 (213 eða 200), í síðasta lagi 23. október. Viðtöl þessi munu eiga sér stað dagana 28. október-6. nóvember. Skrifleg erindi skulu hafa borist nefndinni í síðasta lagi 20. nóvember n.k. ítarfrétt Arnfirðingum meinuð not af sláturhúsinu Á þessari stundu virðist allt benda til þess að afstaða Sigurðar Sigurðarsonar, setts yfirdýralækn- is, komi í veg fyrir að bændur í Arnarfirði geti fært fé sitt til slátr- unar í sláturhús sitt á Bíldudal. Landbúnaðarráðherra, Jón Helga- son, segist ekki geta gert neitt í málinu fyrr en viðeigandi aðili fáist til að taka ábyrgð á heilbrigðiseftir- liti við slátrunina. Yfirdýralæknir segir nei og ekki er neinn héraðs- dýralæknir á svæðinu eins og er. Ungur dýralæknir, Hróbjartur Darri Karlsson, sem annaðist heil- brigðiseftirlit við slátrun á Króks- fjarðarnesi í haust, hefur skoðað sláturhúsið á Bíldudal og lýst sig reiðubúinn til að annast eftirlitið ef leyfið fæst. Leyfið fæst ekki nema einhver dýralæknir treysti sér til að annast eftirlitið. Ótrúleg staða Þetta er sem stendur afar ein- kennileg staða, en þó ekki ef málin eru skoðuð ögn að kili. Arnfirðing- ar hafa í gegnum tíðina slátrað sínu fé sjálfir og á sfðasta ári slátruðu þeir líka fyrir Patreksfirð- inga. Húsið á Bíldudal er gamalt hús og á síðasta ári var veitt undanþága til slátrunar. í skýrslu nefndar frá í júní s.l. stendur að ýmsu sé ábóta- vant. Telja nefndarmenn að ekki kosti minna en 10 milljónir að framkvæma nauðsynlegar úrbætur til að húsið geti fengið löggildingu. í þessu sambandi er þó rétt að benda á að í fyrsta lagi eru flest sláturhús á íslandi starfrækt á undanþágum. í öðru lagi hafa kunnugir bent á að skýrslumenn hafi aldrei í húsið komið. Einnig sé það afar undarlegt að bæði yfir- dýralæknir og aðrir hlutaðeigandi aðilar hafa neitað að skoða húsið eftir þær breytingar sem heima- menn hafa nú þegar lokið við. í umræddri skýrslu er lagt til að í haust ’87 verði veitt sláturleyfi á Bíldudal líkt og í fyrra. Ákvörðun yfirdýra- læknis óbreytt Varðandi tregðuna nú sagði Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, að hann og ráðuneyti sitt gætu litið gert eins og málin stæðu. Auk þess sagðist ráðherra telja að það breytti engu um afstöðu Sigurðar Sigurðarsonar, setts yfirdýralækn- is, þó svo að hann fengist til að fara vestur og skoða húsið. Ákvörðun yfirdýralæknis yrði ekki hnikað að mati ráðherra. Sláturhúsið á Patreksfirði er nýtt hús og er það skuldum vafið. Stofnlánadeild landbúnaðarins keypti húsið á nauðungaruppboði fyrir skemmstu og er því sá sem ráðstafar því til frambúðar. f áð- urnefndri skýrslu er lagt til að sláturhúsið á Bíldudal, sem er ágætlega statt fjárhagslega og skil- ar bændunum öruggum tekjum, verði selt og andvirði þess verði varið til að greiða niður skuldir og stofnkostnað sláturhússins á Patr- eksfirði. Pessu fylgir að Sláturfélag Arn- firðinga verði lagt niður og stofnað verði nýtt sláturfélag um Patreks- fjarðarhúsið. Með þessari ráðstöf- un yrði tryggt að bændurnir í Arnarfirði tækju á sig skuldir og veðsetningu nýja hússins. Þar með yrði líka tryggt að það verða þeir sem standa í flutningum á slátur- fénaði sínum yfir til Patreksfjarð- ar. Það er því ljóst að hér er alls ekki um einfalda hreppapólitík að ræða heldur yrðu bændur, sem fyrir löngu hafa komið rekstri eigin sláturhúss á öruggan grunn, settir í vandræði og í ábyrgð fyrir annarra manna skuldum. Fara til Þingeyrar Það sem líklegt er að gerist í málinu er, ef ekki fæst leyfi til slátrunar á Bíldudal, flytji Arnfirð- ingar fé sitt yfir til Þingeyrar en ekki Patreksfjarðar. Sláturhús Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri er löggilt og nýlegt að auki. Rekst- ur þess húss hefur gengið vel, samkvæmt heimildum blaðsins, og er aðstaða þar hin ágætasta. Leiðin til Þingeyrar er að vísu lengri en suður til Patreksfjarðar. Fari Arn- firðingar með fé sitt til Þingeyrar er þó alveg víst að þeir þurfa ekki að ganga þar í neina skuldaábyrgð. Mál þetta er nokkuð flókið og erfitt úrlausnar, en nú er orðið ljóst að heimamenn ætla ekki að brjóta lög þótt þeim finnist á sjálfum sér níðst. Voru þeir t.d. ekki tilbúnir að varpa fram neinni ábyrgri skýringu á afstöðu Sigurðar yfirdýralæknis. - KB Gapandi sár á Arnarhól. Þarna mun verða aðstaða fyrir útifundahöld í framtíðinni. (Tímamynd Pjetur) Arnarhóllinn breytir svip narhóll breytir um svip á næst- , en um þessar mundir má sjá ndi sár í áður grænu túni við in, gegnt nýju seðlabankabygg- nni. Þar munu á næstunni verða ar hellur svo Arnarhóllinn geti í framtíðinni gegnt hlutverki sem úti- fundastaður. Að sögn Theodórs Halldórssonar hjá garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar er nú verið að undirbúa uDDfvllineu úr möl undir hellulögn og gangstíga. Er sú framkvæmd sem nú er hafin aðeins byrjunin á mun meiri framkvæmdum við Arnarhól- inn í framtíðinni. Að líkindum verð- ur áframhald á framkvæmdum við hólinn næsta sumar. - HM .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.