Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. október 1987 Tíminn 7 Jarðarkaup borgarinnar í Vatnsenda: BÆJARRÁÐ KÓPAVOGS BREGST ÓKVÆÐA VIÐ „Bæjarráðsmönnum finnst það ekki eðlilegt að samskipti milli sveit- arfélaga gangi svona fyrir sig, að það sé búið að undirrita samning og síðan komið og sagt hana nú,“ sagði Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs, varðandi viðskipti Reykjavíkurborgar og landeigenda í Vatnsenda. „í þessu samhengi er rétt að það komi fram að við höfum margoft óskað eftir því að gengið verði frá óljósum mörkum milli Reykjavíkur og Kópavog. Þess vegna höfum við sett þessi jarðar- kaup borgarinnar innan marka Kópavogs í samhengi við þá um- ræðu.“ Greindi Kristján einnig frá því að bærinn gekk frá líkum málum við Garðabæ fyrir nokkru og þar sé allt á hreinu. Sagði Kristján Guðmundsson að bæjarráð hefði ákveðið að skipa menn f viðræðunefnd við borgina til að ræða landamerkin og þessa uppá- komu ofan í kjölinn. Þetta væri ekki bara spurning um það hvort Kópa- vogur nýtti sér þann forkaupsrétt sem getið er um í kaupsamningi borgarinnar og Vatnsendamanna. Það væri langt síðan borgin hefði sýnt hug á að komast yfir land á þessu svæði og borgaryfirvöldum ætti að vera fullljóst um afstöðu bæjaryfirvalda Kópavogs. Sagðist Kristján ekki vera tilbúinn til að tjá sig um það hvert yrði framhaldið á þessum viðskiptum. Það yrði að bíða og sjá hvaða niðurstöður koma út úr störfum þessarar sérstöku sam- skiptanefndar. Landið sem um ræðir, er við Elliðavatn og er m.a. fyrirhugað að svokallaður ofanbyggðarvegur liggi þar urn. Á þessu svæði er einnig nokkuð stórt byggingarsvæði, sem borgin hefur áætlað að verði íbúða- hverfi. Samkvæmt skipulagi borgar- innar myndi þetta íbúðahverfi tengj- ast Efra- Breiðholti á annan kantinn og Rauðavatnsbyggðinni á hinn. Alls er landið yfir 40 hektarar að stærð. - KB Sambandslandið í Smárahvammi: Forkaupsréttur Kópavogs lengdur til áramótanna Bæjarráðsmenn Kópavogs ákváðu á fundi sínum á fimmtudag- inn var, að fara fram á það við Samband íslenskra samvinnufé- laga, kaupendur að landi úr Smára- hvammsjörðinni, að þeir fram- lengdu uppgefinn frest á forkaups- réttindum bæjarins. Hefur um þetta tekist samkomulag, að sögn Kristjáns Guðmundssonar bæjar- stjóra, á sérstökum fundi allra bæjarstjórnarmanna og forsvars- manna SÍS. Fresturinn, sem um ræðir, er til næstu áramóta. Þessi framlenging á fresti for- kaupsréttinda bæjarins, er til kom- in vegna þess að bæjaryfirvöld vilja fá að sjá grófa byggingar- og ráð- stöfunaráætlun hinna nýju landeig- enda, áður en fallið verður frá forkaupsrétti. Sagði Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri, að málið hefði alls ekki, og á engu stigi þess, verið rætt í samhengi við svokallað Hall- dórsmál. öll afgreiðsla þessara við- skipta Sambandsins, af bæjarins hálfu, væri af jákvæðum toga. Sagði hann einnig að það hefði verið Ijóst, frá því Sambandið barst í tal sem væntanlegur landeig- andi í Kópavogi, að flestir bæjar- ráðsmenn væru málinu fylgjandi. Því má skjóta hér inn að Tíminn hefur fregnað af öðrum hópi manna er virðist vera að keppa við fjársöfnun Halldórs Jónssonar um þessa 24.05 hektara lands úr Smárahvammsjörðinni. Ekki hefur rcynst unnt að fá það staðfest, enda virðist slíkur möguleiki nú vera út úr allri umræðu varðandi Sambandslandið. - KB Merkisdagar SVFÍ: Landsátak til sjóslysavarna Merkisdagar Slysavarnafélags Islands verða haldnir í næstu viku, nánar tiltekið dagana 23.-25. októ- ber. Þá mun fólk á vegum Slysa- varnafélagsins ganga í öll hús í landinu og bjóða til kaups barm- merki, sem er björgunarhringur úr málmi. Með þessu er Slysavarna- félagið að hleypa af stokkum landsátaki til aukinna sjóslysa- varna um allt land. Fé það sem mun safnast við sölu merkjanna mun verða notað til hinna ýmsu verkefna samtakanna, til dæmis kaupa á stærri og hrað- skreiðari björgunarbátum en nú almennt tíðkast, en þörf fyrir slíka báta hefur aukist mjög samfara ört vaxandi sjósókn smábáta á grunnslóð og fjölgun sportbáta. Nú þegar hafa verið teknir í notkun hraðskreiðir björgunarbát- ar og er Jón E. Bergsvcinsson frá Reykjavík dæmi um slíkan bát. Reynslan hefur sýnt að bátar þessir eru stórkostleg öryggisbót fyrir sjómenn, en þeir ná á slysstað mun fljótar en áður tíðkaðist og geta athafnað sig í mun erfiðari veðrum og aðstæðum en áður var. Hrað- bátar þessir samhliða hinum nýju flotbúningum sem nú á að koma í öll íslensk skip munu án efa bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra er verndari Merkis- daga SVFÍ og hvetur hann bjóðina til sameiginlegs stórátaks. Á blaða- mannafundi sem Slysavarnafélagið hélt í Viðey sýndi sjávarútvegsráð- herra meðal annars notkun hinna nýju flotgalla sem Landssamband íslenskra útvegsmanna gaf Slys- avarnaskóla sjómanna á dögunum. - HM Bændur - Verktakar Höfum til afgreiðslu strax STEYR 8090a með eða án frambúnaðar. Hagstætt verð Mjög góð greiðslukjör Hafið samband Flatahraun 29, 220 Hafnarfjörður sími 91-651800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.