Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. október 1987 Tíminn 3 Kjötið „finnst" á mánudag „Þessi mismunur liggur í mis- munandi talningaraðferðum og þessa dagana eru menn frá bönkunum og Sambandinu að vinna að því að samræma aðferðir sínar,“ sagði Guðbjörn Jónsson, umsjónarmaður afurðalána hjá Samvinnubankanum, er Tíminn spurðist fyrir um „kjötið sem ekki fannst". Sagði hann að töl- urnar skýrðust strax eftir helgi. Sagði hann líka að kjötið væri talið í stæðum en ekki vigtað skrokk fyrir skrokk, eins og margir virtust halda af fréttum síðustu daga. Taldi hann að rýrn- unartölur ættu eftir að lækka verulega í endanlegum tölum. Tíminn hefur heimildir fyrir því að endanlegar tölur verði nálægt 100 tonnum. Hjá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að eðlileg rýrnun væri um 0,5-1% og að þessar fyrstu tölur dagblaðanna væru alveg út í hött. Búnaðarbankinn gaf þær upp- lýsingar að þær talningar sem farið hefðu fram hjá þeim fyrir- tækjum er skipta við afurðalána- deildina þar, væru mjög nálægt því sem talið var. Þau fyrirtæki sem fengið hafa lán með veði í kjötbirgðum sínum eru kaupfélög og sláturfélög víða um land. Búvörudeild SlS hefur af þeim sökum milligöngu við bankana í flestum tilfellum, þar sem sláturfélög eru víða í eigu kaupfélaga. Hafði einn viðmælandi Tímans á orði að leitt væri að þurfa að taka skyndilega gleði frá starfs- mönnum fjármálaráðuneytis, sem töldu að nú yrði minna um niðurgreiðslur en ætlað hafði verið. KB Vesturbær: Sofandi maður stunginn hnífi Við Meistaravelli í Reykjavík var haldið samkvæmi aðfaranótt föstu- dagsins. Eitt leiddi af öðru og um miðja nóttina var sofandi maður stunginn hnífi, þar sem hann svaf í myrkvuðu herbergi. Var hann í skyndingu fluttur á slysadeild, en reyndist minna slasaður en haldið var í fyrstu, með sár á hálsi. Maður og kona voru færð í fanga- geymslur lögreglunnar eftir ver- knaðinn og dvöldu þar í nokkurn tíma. Maðurinn hefur játað að hafa beitt hnífnum. Hann er vel þekktur hjá lögreglunni, enda „góðkunn- ingi“ hennar. -SÓL Fimmti hver gigtveikur Fjórar og hálf milljón Norður- landabúa þjáist af gigt, þar af 50 þúsund íslendingar, eða fimmti hver landsmaður. Þetta eru stórar tölur, enda er gigtin dýrasti sjúkdómur þjóðanna, í læknishjálp, fötlun og vinnutapi. Þetta var m.a. til umræðu á fundi Norræna gigtarfélagsins sem haldinn var í Finnlandi nýverið. Þann fund sóttu þrír íslendingar og var íslenska sendinefndin undir forystu Sigríðar Gísladóttur, varaformanns Gigtar- félags íslands. Tilefni fundarins var einkum að undirbúa norrænt gigtarþing, sem haldið verður í Reykjavík á næsta ári. Einnig var ákveðið á fundinum að stefna að stofnun sambands norrænna gigtarfélaga á þinginu í Reykjavík næsta vor. -SÓL NISSAIM PATHFINDER NISSAN PATHFINDER VERÐUR FÁANLEGUR INNAN SKAMMS í ÖLLUM GERÐUM ★ Nissan Pathfinder er með 6 strokka bensínvél (sama vél og er í Nissan sportbílnum 300 zx). ★ Nissan Pathfinder er einnig með 2.4 lítra bensínvél, þrælöflugri. ★ Nissan Pathfinder er fáanlegur með sjálfskiptingu eða 5 gíra. ★ Nissan Pathfinder er fáanlegur með ótal aukahlutum. Ef hinir kröfuhörðu jeppagagnrýnendur Bandaríkjanna eru á einu máli um að Nissan Pathfinder sé sá besti, þá hlýtur að vera fótur fyrir því. PATHFINDER VERÐUR TIL SÝNIS í REIÐHÖLLINNI NÚ UM HELGINA - 17. OG 18. OKTÓBER - KL. 10-20 BÁÐA DAGANA /S ra M 1957-1987 Yi Vv 30 æ S^ára^ INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.