Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. október 1987 Tíminn 15 iiiiiiiiiií ÚTLÖND III! Forseti Filippseyja reynir aö vinna allan herinn á sitt band: Vopnlausir hermenn tóku á móti Aquino Corazon Aquino forseti Filipps- eyja hóf mikið ferðalag um búðir stjórnarhersins í vikunni en aðeins eftir að öryggisverðir höfðu afvopn- að hermenn. Hin 54 ára gamla Aquino hefur staðið af sér fimm byltingatilraunir síðan hún komst til valda í febrúarm- ánuði árið 1986, allar tilraunirnar hafa verið gerðar með hjálp óánægðra hermanna. í þessari viku var greinilegt að hún ætlaði sér ekki að taka neina áhættu er hún kom til búða hersins í Bulacan héraði. Öryggisverðir höfðu undirbúið komu hennar og beðið eina hundrað hermenn og þjóðvarðliða um að tæma byssur sínar og setja þær í geymslu á meðan á heimsókninni stæði. „Venjulega er ég mjög þolinmóð manneskja og góðlát en þegar komið er aftan að mér ætti fólk að vara sig,“ sagði Aquino við komuna og beindi viðvöruninni til öfgamanna á hægri og vinstri væng sem reyndu að koma stjórn hennar á kné. Aquino valdi búðirnar í Bulacan héraði af sérstökum ástæðum því það voru einmitt hermenn í þeim búðum sem komu í veg fyrir að uppreisnarmenn í Manilu fengu lið- styrk þegar þeir höfðu náð á sitt vald sjónvarpsstöðvum og herbúðum í höfuðborginni þann 28. ágúst. Þetta var fyrsta heimsókn Aquino til herbúða utan Manilu eftir upp- reisnartilraunina í ágústmánuði. Það var alvarlegasta byltingartilraunin gegn ríkisstjórninni til þessa og reyndar munaði litlu að Aquino yrði steypt af stóli. Aquino var vel fagnað þegar hún kom til herbúðanna í þessu fátæka sveitahéraði norður af Manilu. Hún þakkaði hermönnunum fyrir stuðn- ing við sig og talaði um nauðsyn þess að standa saman. Corazon Aquino forscti Filippseyja: Reynir að vinna herinn allan á sitt band Ráðgjafar forsetans létu hafa eftir sér að heimsókn Aguino væri fyrsta skrefið í umfangsmikilli áætlun hennar er miðaði að því að vinna að nýju traust hersins. Hluti af þeirri áætlun hlýtur að miða að því að bæta aðbúnað hersins sem er vægast sagt bágborinn. Her- búðirnar í Bulacan héraði voru þar eiginlega lýsandi dæmi, allt í niður- níðslu og eina nútímatækið var þyrl- an sem flutti Aquino á staðinn. Stjórnarherinn á Filippseyjum hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera sá her Asíu þar sem fagmennsk- unni er mest ábótavant. f gær sagði Teodoro Benigno talsmaður forsetans að uppreisnar- hermennirnir sem reyndu að bylta stjórninni í ágústmánuði væru nú með ráðagerðir á prjónunum um að reyna að ráða forsetann af dögum. Talsmaðurinn sagði að hótanir hægrisinnaðra uppreisnarmanna væru teknar alvarlega og örygg- isvarsla í kringum forsetahöllina í Manilu yrði enn aukin. Reuter/hb Duarte forseti El Salvador: Pyndingar bannað- ar á pappírunum Jose Napoleon Duarte forseti E1 Salvador: Bannar pyndingar Jose Napoleon Duarte forseti E1 Salvador hélt frá Bandaríkjunum f gær þar sem hann hafði verið í þriggja daga opinberri heimsókn. Eitt síðasta verk hans vestur í Was- hington var að undirrita alþjóðlegt samkomulagsem bannar pyndingar. Reagan Bandaríkjaforseti hefur lofað Duarte fyrir að bæta ástand mannréttindamála í landi sínu. Þess- um sið hefur Bandaríkjaforseti hald- ið í nokkur ár og á hálfs árs fresti eða svo segir hann þinginu að stjórnvöld í E1 Salvador hafi sýnt „verulegan árangur“ í viðleitni sinni við að draga úr mannréttindabrotum. „Þú hefur skapað ástand þar sem mannréttindi og reglur Iaganna eru virtar," sagði Reagan þegar hann bauð Duarte velkominn til Hvíta hússins í vikunni. Reagan hældi Duarte fyrir að koma hernum undir borgaralega stjórn, endurskipuleggja lögregluna og bæta dómskerfið. Ýmsir mannréttindahópar hafa þó ekki tekið undir með Bandaríkja- forseta í þessum efnum. Þeir segja að aftökur séu tíðar og margir ein- staklingar, um 150 á mánuði, haldi áfram að hverfa sporlaust. Að minnsta kosti þrír þekktir verkalýðsleiðtogar hafa verið myrtir á síðustu mánuðum í E1 Salvador. Reuter/hb fÝ> KENNARA- HÁSKÓLI ISLANDS Frá Kennara- háskóla islands Samkvæmt lögum nr. 48/1986 eiga þeir sem hafa verið settir kennarar við grunnskóla sex ár eða lengur en fullnægja ekki skilyrðum laganna um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunn- skólakennara, framhaldsskólakennara og skóla- stjóra, rétt á námi við Kennaraháskólann til að öðlast slík réttindi. Nám þetta mun hefjast í janúarbyrjun 1988. Umsóknir um námið þurfa að berast Kennarahá- skólanum fyrir 15. nóvember n.k . Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans og verða send þeim, sem þess óska. Rektor. Verslunarstjóri Kaupfélag Saurbæinga óskar eftir að ráða verslun- arstjóra. Ráðningartími er frá 1. janúar næst komandi. Leitað er að manni með reynslu í verslunarstörf- um. Húsnæði fyrir hendi. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra, sem veitir nánari upplýs- ingar í síma 93-41501, eða starfsmannastjóra Sambandsins. $ Kaupfélag Saurbæinga Skriðulandi Aðalskipulag þjóðgarðsins á Þingvöllum Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka við umsögn- um varðandi drög að aðalskipulagi þjóðgarðsins á Þingvöllum, til loka októbermánaðar. Drögin liggja frammi hjá Reyni Vilhjálmssyni, landslagsarkitekt, Þingholtsstræti 27, Reykjavík. Umsagnir berist til framkvæmdastjóra Þingvalla- nefndar séra Heimis Steinssonar Þingvöllum, 801 Selfossi. Þingvallanefnd. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Borgarneshrepps er laust til umsóknar. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu hafa borist skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 23. október nk. Upplýsingar um starfið veita Eyjólfur T. Geirsson, oddviti og Gísli Karlsson, sveitarstjóri. Sveitarstjórn Borgarneshrepps. Bátur til sölu M/b Skálaberg ÞH 244,64 lesta er til sölu. Báturinn er endurbyggður 1985, frambyggður með hval- baksþilfari, vélar og búnaður allur frá 1985. Upplýsingar í síma 96-41507. LÚDÓ SEXTETT OG STEFÁN Þeir spila gömlu, góðu lögin eins og þeimeinum erlagið Sannkallað Lúdó stuð! Aðeins tvær helgar eftir með Lúdó iíðasta helgin með Christian CHRISTIAW sló í gegn um síðustu helgi. Hann er stórkostlegur söngavari frá Skotlandi, sem hefur komið fram í öllum helstu skemmtiþáttum i sjónvarpi á Bret- landi. Lög hans hafa komist inn á flesta vinsældarlista Bretlands. Christian hefur einnig komið fram á stöðum eins og London Palladium, Kings Theatre Glas- gow.Royal Albert Hall o.s.f. Hljómsveit hússins leikur undir hjá Christian. Sjóner sögu rikari rMiðnætursvið? Lúdó sextett ^ og Stefán v Þríréttuð veislumáltíð Pantið tímanlega Kokkarnir okkar þeir Þráinn Ársæls- son og Haukur Hermannsson sjá um að elda Ijúfengan veislumat. KBj Miðasala og borðapantanir í simum 23333 og 23335

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.